Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 11 FRÉTTIR FÍB sendir Samkeppnisstofnun kvörtun vegna vátryggingafélaga Rannsakað verði hvort lækkun iðgjalda 1996 var ólögleg fremst þakkai’ hún árangurinn því hversu vel henni tókst að skipu- leggja tímann. Karen segir að sér hafi reynst nauðsynlegt að slaka á og skemmta sér meðfram náminu. Athygli vekur að Karen lauk stúdentsprófi ári á undan jafnöldr- um sínum. Skýringuna á því er að rekja til þess að hún bjó í Banda- ríkjunum og gekk þar í skóla frá 5 til 10 ára aldurs. Hún segir dvölina ytra hafa gagnast sér vel, hún hafi gefið sér forskot í enskukunnáttu og orðið til þess að hún varð opnari fyrir öðrum tungumálum. Fer til Frakklands Karen segist alltaf hafa átt auð- velt með lærdóm. Saga og tungumál vöktu helst áhuga hennar í Verzlun- arskólanum en að öðru leyti fannst henni námið ekkert sérstaklega skemmtilegt. Karen hefur ákveðið að taka sér frí frá skóla í haust og starfa sem „au pair“ í Frakklandi, hún hyggst nota tækifærið til að ná fullum tökum á franskri tungu. „Að öðru leyti er framtíðin óráðin,“ sagði Karen að lokum. Morgunblaðið/Golli Anna Sigríður Arnadóttir „Vísvit- andi“ dúx frá MS ANNA Sigríður Ámadóttir hlaut hæsta meðaleinkunn á stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund. „Petta hafðist á öðrum aukastaf," sagði Anna Sigríður í samtali við Morgunblaðið, en aðeins munaði hársbreidd á þremur efstu nemend- unum. Anna Sigríður útskrifaðist úr eðl- isfræðideild og var einkum verð- launuð fyrir árangur í raungreinum, vísindafélagið Vísundur heiðraði hana til að mynda með því að sæma hana nafnbótinni „vísvitandi". Anna segist vera „alvöru nörd“ úr eðlisfræðideild og hyggur á nám í stjarneðlisfræði í Kanada í haust. Hún sótti um þrjá skóla og hefur þegar verið veitt innganga í einn þeiiTa. Hún segir ástæðuna fyrir námsvali sínu einkum vera raun- gi-einaáhuga, svo hljómi „stjarneðl- isfræðingur" líka svo vel. Anna kveðst hafa lesið sér töluvert til í faginu og hefur verið í sambandi við íslenska stjarneðlisfræðinga. En hvað tekur við að loknu námi? „Það er svo langt í það, ég hef engar áhyggjur af því strax.“ Stj örnufræðifélag stofnað Anna Sigríður segir óvenjulegt að af 25 útskriftarnemendum úr eðlis- fræðideild séu 7 stelpur. Þegar hún valdi sér námsbraut fyrii- tveimur árum varð aðeins ein stúlka stúdent úr deildinni. „Bekkurinn minn var mjög skemmtilegur,“ sagði. hún, hann hefur haldið hópinn og stofnaði meðal annars^ stjörnufræðifélag um síðustu jól. Eg fékk stjörnukíki í jólagjöf og við skelltum okkur út fyrir bæinn að skoða stjörnurnar," sagði Anna Sigríður. Hún ætlar að vinna í SPRON í sumar og hafa það gott með vinum sínum þangað til hún heldur til Kanada í haust. FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Samkeppnis- stofnunar vegna breytinga á iðgjöld- um tryggingafélaganna og telur fé- lagið að lækkun á iðgjöldum bifreiða- trygginga árið 1996, þegar FIB-bif- reiðatryggingar tóku til starfa, hafi verið ólögleg niðurgreiðsla markaðs- ráðandi aðila sem hafi haft það að markmiði að ryðja samkeppnisaðila af markaði. Er þess krafist að rann- sóknin fái sérstakan forgang og að beitt verði viðurlögum komist stofn- unin að þeiri’i niðurstöðu að um brot á samkeppnislögum sé að ræða. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, vísaði aiger- lega á bug ásökunum FIB á hendur félaginu í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins í gær og sagði að það hefði aldrei aðhafst nokkuð ólög- mætt varðandi iðgjaldsákvarðanir fyrr eða síðar. Hann sagðist ekki skilja tilefni kæru FÍB til Sam- keppnisstofnunar úr því þeh’ segðust sjálfir bjóða lægstu iðgjöldin og að reksturinn gengi vel. Kemur til álita að skoða samkeppnisþáttinn Guðmundur Sigurðsson, yfirmað- ur samkeppnismála hjá Samkeppnis- stofnun, sagði að erindi FÍB yrði tekið til skoðunar en hann kvaðst ekki geta tjáð sig um efni þess að svo stöddu. Aðspurður hvort iðgjalda- hækkanir vátryggingafélaganna nú um mánaðamótin hefðu verið teknar til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun sagði Guðmundur að Fjármálaeftir- litið væri að kanna málið en það hef- ur með höndum eftirlit með vátrygg- ingastarfsemi. „Það kann hins vegar BJARNI Guðmundsson trygg- ingastærðfræðingur segir að nokkrar skýringar séu á þeim mis- munandi tölum sem settar hafa verið fram um áhrif nýju skaða- bótalaganna á tjónakostnað trygg- ingafélaganna. Bjarni lagði í vetur mat á áhrif laganna á líkamstjón í ökutækjatryggingum. I niðurstöð- um hans kom fram að bótafjár- hæðir vegna tjóna miðað við safn uppgerðra tjóna frá síðari helm- ingi ársins 1993, í kjölfar breyting- ar sem þá var gerð á skaðabótalög- gjöfinni, hækkuðu um 58% ef reiknað hefði verið samkvæmt hinni nýju löggjöf, sem varð að lögum 1. maí sl. Ragnar Þ. Ragn- arsson, tryggingastærðfræðingur Tryggingamiðstöðvai’innar, hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjárhæð slysatjóna TM hækki um 38% vegna lagabreytingarinnar í vor. Útreikningar ekki grundvöllur ákvarðana um iðgjöld Bjarni sagði aðspurður um skýringar á þessum mun að í hans útreikningum hefði verið miðað við lagagrundvöllinn eins og hann var árið 1993. Skaðabótalögunum var aftur breytt 1996 og svo í þriðja skiptið nú í vor. „Þegar tal- að er um tjónakostnað er annars vegar um að ræða líkamstjón og hins vegar munatjón. Mín athugun átti eingöngu við líkamstjónaþátt- inn,“ sagði Bjarni. Hann benti einnig á til skýringar á þessum mun að taka yrði tillit til þess hvort verið væri að skoða þá hækkun sem orðið hefði frá gildis- töku laganna 1996 fram til 1. maí sl. eða hvort farið væri alit' aftur að koma til álita að samkeppniþátt- uiinn verði skoðaður," sagði Guð- mundur. I bréfi FÍB til Samkeppnisstofn- unar segir að svo sem fram hafi komið í fjölmiðlum síðustu daga hafi nokkur vátryggingafélög réttlætt hækkun iðgjalda ökutækjatrygginga nú m.a. með því að tap hafi verið á rekstri þess þáttar undanfarin ár, þ.e. frá því að lækkun varð í septem- ber 1996. „Athygli Samkeppnisstofnunar er vakin á því, að á þeim tíma hóf FIB trygging, IBEX motor policies at Lloyds, starfsemi hér á landi að und- angengnu útboði á vegum FÍB. Af því tilefni kom fram af hálfu trygg- ingafélaga, sem sterka stöðu höfðu á íslenskum markaði, að enginn grundvöllur væri til lækkunar ið- gjalda, frekar þyrfti að hækka ið- gjöld. _ Er FIB trygging hóf starfsemi sína lækkuðu tryggingafélög hins vegar iðgjöld sín, þrátt fyrir framan- greindar yfirlýsingar, og voru ið- gjaldalækkanir félaganna nánast á sama tíma og að flestu leyti sam- bærilegar. Með vísan til þeirra yfirlýsinga, sem nú hafa komið fram, er þess krafist að samkeppnisyfirvöld láti rannsaka þegar í stað, hvort lækkun iðgjalda á árinu 1996 hafi falið í sér ólögmæta niðurgreiðslu af hálfu markaðsráðandi aðila, sem hafi haft það að markmiði, að ryðja út sam- keppnisaðila, sem þá var að hefja starfsemi á markaði, sbr. 17. gr. samkeppnislaga (skaðleg undirverð- lagning). Ef svo er, verður að ætla að um til lagabreytingarinnar sem gerð var í júlí 1993. Aðspurður um ástæður þess að hann byggði útreikninga sína á uppgerðum líkamstjónum sem urðu á síðari hluta ársins 1993 sagði Bjarni að um fyrstu athugun hefði verið að ræða á grundvelli gagna sem voru til staðar. „Þegar hvert félag um sig tekur svo sína ákvðrðun um nauðsynlega ið- gjaldabreytingu er að sjálfsögðu ekki miðað við lagaástandið eins og það var 1993. Þetta var eingöngu fyrsta athugun sem gerð var til að átta sig á hvaða breytinga kynni að vera að vænta. Menn höfðu einnig mat á því hver breytingin varð á tímabilinu frá 1993 til 1996,“ sagði Bjarni. Hann sagði aðspurður að þessir útreikningar hefðu ekki ver- ið lagðir til grundvallar við ákvarð- anir tryggingafélaganna um ið- gjaldabreytingarnar um seinustu mánaðamót. „Aðalmunurinn felst í þessu að menn verða að gæta þess að sam- anburður eigi við um sama lagaum- hverfi og hvort menn eru að tala um líkamstjón eingöngu eða heild- ai’tjón í lögboðnum ökutækjatrygg- ingum,“ sagði hann. Slysabætur hækkuðu um 13% 1996 Að mati Bjarna má gera ráð fyrir að tjónakostnaður hafi hækkað um 13-15% á tímabilinu 1993 til 1996 þegar lögunum var aftur breytt. Ef tekið sé tillit til þess megi gera ráð fyrir að kostn- aður aukist um 37-38% vegna lagabreytingarinnar sem gerð var nú í vor en það er svipuð niður- staða og Ragnar Þ. Ragnarsson, brot á samkeppnislögum sé að ræða, sbr. 10. gr. laganna, þar sem svo er fyrir mælt, að samstilltar aðgerðir milli fyrirtækja á sama sölustigi séu bannaðar þegar þær lúta að eða sé ætlað að hafa áhrif á verð, afslætti eða álagningu," segir í bréfi FIB til Samkeppnisstofnunar. Bæta sér upp tapið síðar Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, bendir á að forstjóri eins tryggingafélaganna hafi látið hafa eftir sér í Morgunblaðinu 1. júní sl. að iðgjöldin hafi verið lækkuð fyrir þremur árum óháð tryggingalegum forsendum. „Samkvæmt áiiti lögmanna sem við höfum rætt við er ekkert sem bannar að fyrirtæki lækki vöruverð og skili tapi, svo lengi sem menn ætla sér ekki að bæta sér upp tapið síðar með verðhækkunum. Hafi þetta verið ólöglegt er það kannski vísbending um að það sé verið að reyna að bæta sér þetta upp núna, eins og greina má í orðum þehTa og ársskýrslum félaganna,“ sagði Run- ólfur. Spáir hækkun FIB-tryggingar Einar Sveinsson spáir því að þeg- ar FIB-trygging hafi baðað sig í ljómanum af því að berjast gegn hækkunum á bifreiðatryggingunum muni þeir sjálfir hækka iðgjöldin, en hversu mikið viti hann að sjálfsögðu ekki. Hann bendir á að FÍB hafi hækkað iðgjöldin sl. vetur um 4-7% og skýrt það með gengisbreyting- um. „Ég hélt nú að Islendingar borg- stærðfræðingur TM, hefur komist að. Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að forsendur út- reikninga hans byggðust á athugun á ákveðnu tjónasafni félagsins. „Þessi tjón era skoðuð og lagt mat á hvemig þau vora bætt sam- kvæmt skaðabótalögunum frá 1993, í öðru lagi hvernig þau hefðu verið bætt eftir lagabreytinguna sem gerð var 1996 og svo aftur hvernig þau myndu vera bætt mið- að við nýju skaðabótalögin. Þá fá- um við ákveðnar niðurstöður um mismunandi tjónakostnað sam- kvæmt skaðabótalögunum á ýms- um tírnurn," sagði hann. Ragnar sagði að talið væri að slysabætur hefðu hækkað um 13% eftir lagabreytinguna 1996 og heildarbætur lögboðinna öku- tækjatrygginga (þ.e. slysa- og munatjóna) hefðu aukist um 8,5%. Ef hins vegar væri lagt mat á heildarbreytingarnar frá 1993 til 1999 sé um 56% hækkun að ræða á slysabótum og heildarbætur lög- boðinna ökutækjatrygginga aukist með þeim samanburði um 36%. Ef reiknuð séu áhrif lagabreyt- inganna nú í vor, þ.e. á milli aprfl og maí þegar lögin tóku gildi, sýni út- reikningar hans að fjárhæð slysatjóna hækki um 38% og þegar slysa- og munatjón séu reiknuð saman nemi heildarhækkun tjóna í lögboðnum ökutækjatryggingum um 25% en það er sama hlutfall og Tryggingamiðstöðin telur að hækka þurfi iðgjöld ökutækja- trygginga um vegna beinna áhrifa nýju skaðabótalaganna. Hækkanir iðgjalda til viðbótar þessu stafi hins vegar af launaskriði o.fl. þáttum. uðu í krónum og fengju borgað í krónum. Ég skil ekki hvað gengis- þróun kemur þessu við. Voru þeir ekki bara búnir að koma auga á það að þetta væri ekki sá glimmrandi bissniss sem þeir hafa sagt? Mér finnst að menn séu að missa sjónar á því sem skiptir máli. Við stöndum frammi fyrir því að Alþingi hefur í tvígang breytt skaðabótalög- unum. Það er vitað að það var gert í báðum tilvikum til að hækka skaða- bætur og sá kostnaðarauki sem af því hlýst, hann lendir á bifreiðaeig- endum með einum eða öðrum hætti,“ segir Einar. Hann sagði einnig að auk skaða- bótalaganna hafi launaþróun, kostn- aðarhækkun vegna tjónauppgjörs, meðal annars vegna hærri þóknunar lögfræðinga, valdið því að þörf hafi verið fyrir hækkun. Hann sagðist enga trú hafa á því að þeir erlendu aðilar sem standa á bak við FIB- tryggingu hafi komist að annarri niðurstöðu. „Ef FIB er að bjóða lægri iðgjöld heldur en við höfum haft hér hjá Sjóvá-Almennum, hvert er þá tilefni kærunnar? Ég gat ekki betur séð en að í opnugrein í Morg- unblaðinu nýlega væri vitnað í for- svarsmann FIB-tryggingar sem sagði reksturinn hafa gengið ljóm- andi vel. Ég átta mig því ekki á hvaða taugaveiklun það er sem hef- ur gripið um sig á þessum bæ.“ Ein- ar segir að rekstur lögboðinna öku- tækjatrygginga á Islandi hafi löng- um verið mjög erfiður. Velflest ár hafi þær verið reknar með tapi, þar á meðal árin frá 1996, en að árið 1996 sé enginn vendipunktur í þessu sambandi. Ökutækjatrygging- ar stærstu trygg- ingarfélaganna Iðgiöldin fylgdu vísitölu frá áramótum FRÁ seinustu áramótum til 1. júní sl. hækkuðu iðgjöld ábyrgð- artrygginga ökutækja hjá þremur stærstu vátryggingarfé- lögunum í samræmi við mánað- arlegar vísitölubreytingar eða um nálægt 3% að jafnaði á þessu tímabili. Ekki var um al- mennar iðgjaldahækkanir að ræða á þessu tímabili, skv. upp- lýsingum sem fengust hjá félög- unum, fyrr en um seinustu mán- aðamót þegar iðgjöld hækkuðu 32^40% af algengustu einkabif- reiðum. Fram kom í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag að ið- gjöld FÍB-trygginga hefðu hækkað um 4-7% frá áramótum vegna gengisbreytinga skv. upplýsingum félagsins. Iðgjöld FIB-trygginga hafa hins vegar ekki breyst nú um mánaðamótin í kjölfar gildistöku breytingai’ á skaðabótalögunum 1. maí sl. Skv. upplýsingum sem feng- ust hjá VIS í gær hækkuðu ið- gjöld lögboðinna ökutækja- trygginga um 3,2% á tímabilinu frá 1. janúar sl. til 1. júní vegna vísitölubreytinga milli mánaða. Um svipaðar hækkanir var að ræða hjá Sjóvá-Almennum á sama tímabili eða um nálægt 3% skv. upplýsingum sem fengust hjá félaginu og skv. upplýsing- um Tryggingamiðstöðvarinnai’ breyttust iðgjöld af lögboðnum ökutækjati’yggingum eingöngu í samræmi við vísitölubreytingar á umræddu tímabili. Útreikningar á áhrifum skaðabótalaganna Kostnaðaráhrif metin út frá mismunandi tímabilum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.