Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannveig formað- ur þingflokks Sam- fylkingarinnar Morgunblaðið/Jim Smart NY stjórn þingflokks Samfylkingarinnar. Jóhann Ársælsson, varaformaður þing- flokksins, Rannveig Guðmundsdóttir for- maður og Guðrún Ógmundsdóttir ritari. RANNVEIG Guð- mundsdóttir, þingmað- ur Reyknesinga, var kjörin formaður þing- flokks Samfylkingar- innar á fundi þing- flokksins í Þórshamri í Reykjavík í gær. Jó- hann Ársælsson, þing- maður Vesturlands, var kjörinn varafor- maður þingflokksins og Guðrún Ogmunds- dóttir, þingmaður Reykvíkinga, var kjör- in ritari. Að loknu stjórnarkjöri var m.a. farið yfir vinnureglur þingflokksins, aðbún- að hans og verkefni á næstunni að sögn ný- kjörins þingflokksfor- manns, en eins og kunnugt er kemur nýtt þing sarnan nk. þriðjudag. Þingflokksfundur- inn í gær var annar í röðinni eftir alþingis- kosningarnar í vor og bárust honum í upp- hafí fundarins góðar kveðjur frá Benedikt Gröndal, fyrrverandi formanni Alþýðu- flokksins. Með þeim kveðjum fylgdi fundarhamar smíðaður af listamanni í byggðum Sama í Norður-Svíþjóð. „Benedikt Grön- dal fékk þennan fundarhamar til að stýra fundum á Stokkhólms- ráðstefnunni um afvopnun og frið í Evrópu fyrir fimmtán árum og segir hann að hamarinn hafi reynst vel fyrir góðan málstað,“ sagði Rannveig í samtali við Morgunblaðið í gær. „Benedikt er að óska okkur til hamingju með að hafa myndað Samfylking- una og að hún skuli vera annað sterkasta aflið á Alþingi Islend- inga. Hvetur hann okkur til dáða með góðum orðum og var það mikils virði að fá þessa fallegu gjöf inn á fund okkar núna í upp- hafi okkar starfa,“ sagði Rann- veig. Iðnaðarráðherra um fjármögnun álvers á Reyðarfírði Eignarhlutföll gætu ráðist af við- brögðum fjárfesta ÁLVER hefur verið teiknað inn á myndina með aðstoð tölvutækninn- ar og sýnir hún staðsetningu þess í Reyðarfirði samkvæmt upplýsing- um Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að eignar- hlutfóll í fyrirhuguðu álveri á Reyð- arfirði geti orðið önnur en greint var frá í Morgunblaðinu sl. miðviku- dag. Það ráðist af viðbrögðum fjár- festa. Hann segir að margar hug- myndir hafi verið uppi um skiptingu á eignarhlutum frá því fyrst var far- ið að ræða málið. Lengi hafi verið til umræðu að eignarhluti Norsk Hydro yrði 40% og í meðförum málsins hafi hlutur þess í verkefn- inu verið að minnka. Hins vegar hafi frá upphafi legið fyrir að um verulegan íslenskan hlut yrði að ræða. Hann segir að innlendir lang- tímafjárfestar hafi verið upplýstir um líklega niðurstöðu í þessum efn- um fyrir nokkru, þ.e. að eignarhluti íslenskra og annarra erlendra fjár- festa annarra en Norsk Hydro gæti orðið á bilinu 75-80%. „Nú eru menn komnir niður á það að eignarhluti Norsk Hydro gæti orðið 20-25%. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 30 milljarðar ki-óna. Fjármögnun með eigin fé yrði í ki-ingum 10 milljarðar króna og gert hefur verið ráð íyrir því að hlutur langtímafjárfesta á ís- landi geti verið í kringum 40% eða 4 milljarðar króna. Norsk Hydro legði fram 2,5 milljarða króna og aðrir aðilar á markaði, bæði inn- lendir og erlendir, legðu fram 30-40%, eða 3-4 milljarða. Þetta hafa menn verið að horfa á upp á síðkastið sem kost í fjármögnun verkefnisins," segir Finnur. Ekkert með samdrátt í rekstri Norsk Hydro að gera Hann segir að breytingar á eign- arhlutföllum hafi verið að þróast í viðræðum manna á milli um verkefn- ið á undanfömum mánuðum. Breyt- ingar á hugmyndum um eignarhlut- föll hafi ekkert með samdrátt í rekstri álvera Norsk Hydro að gera. Ávallt hafi verið gengið út frá því að um verulegan innlendan hlut yrði að ræða án þess að það hafi verið fest niður nákvæmlega hvað í því fælist. „Eignarhlutfóllin gætu orðið önn- ur og það ræðst auðvitað mjög mikið af því hvemig hugsanleg viðbrögð verða hér við þessu,“ segir Finnur. Aðspurður um hvers vegna þessi breyting á hlutföllunum hafi ekki verið upplýst fyrr segir Finnur að það hafi ekki verið hægt þar sem málið hafi á þennan hátt þróast í viðræðunum í marga mánuði. Það gerist síðan í júní næstkomandi að tekin verði ákvörðun um það hvort menn ætli að ráðast í verkefnið. „Það er gengið út frá því að í lok júnímánaðar verði undirrituð yfir- lýsing um það að næsta skref verði stigið," segir Finnur. Ungar stúlkur misnotaðar eftir kynni við eldri menn á spjallrásum Spjallrásirnar ekki eins saklausar og margir halda LÖGREGLAN í Reykjvík hefur haft til rannsóknar nokkur kærumál, sem varða kynferðisbrot og nauðganir gegn 14-18 ára stúlkum, sem rekja má beinlínis til samskipta þeirra við eldri karlmenn sem hafa byrjað á spjallrásum á Netinu og leitt síðan tO frekari kynna með áðumefndum afleiðingum. Að sögn Björgvins Björgvinssonar lögreglufulltrúa em mál af þessu tagi ekki mjög mörg en þau hafa verið að koma upp á síðastliðnum tveimur ár- um. Ennfremur hefur verið tilkynnt um hótanir og rógburð á spjallrásum eða irkinu, þó einkum meðal eldri notenda og segir Björgvin að slíkum tilkynningum fari fjölgandi. Lögreglan vildi ekki upplýsa hve mörg mál nákvæmlega hér um ræð- ir, en nefnir að rannsókn sumra mál- anna hafi leitt til handtöku nokkurra aðila sem kærðir hafa verið til lög- reglu vegna misnotkunar eða kyn- ferðisbrota gegn ungum kvenkyns spjallrásarfélögum. Hafa sum málin sem lögreglan hefur rannsakað leitt til ákæru og dómsmeðferðar. Að sögn Björgvins telur lögreglan að líklegt sé að aðeins brot af þess- um málum komi til kasta lögreglunn- ar. „Ein ástæðan gæti verið sú að við- komandi finnur til sektarkenndar og skammast sín. Um leið og hann fer til lögreglunnar verður hann að segja foreldrum sínum frá öllum málavöxtum," segir Björgvin. Sú framvinda sem á sér stað hér- lendis í þessum málum er að sögn Björgvins í takt við það sem er að gerast á Norðurlöndunum og víða erlendis þar sem Netnotkunin hefur breiðst út. í ljósi þess að tölvur og Netbúnað- ur teljast nú til sjálfsagðra heimilis- tækja á mjög mörgum íslenskum heimilum og ekki síst í ljósi þess að aðgangur barna er greiður að þeim, segir Björgvin að ábyrgð foreldra sé mikil þegar kemur að notkun bama á spjallrásum, sem eru ekki eins sak- lausar og margir halda. „Það er staðreynd að liður í því að verða fullorðinn er að nota Netið. Þetta er hlutur sem hefur ekki verið fyrirferðarmikill í uppvextinum þannig að það er tiltölulega nýtt fyr- ir börn að takast á við þetta í þroska- ferlinu. Á Netinu er allt opið og leyfi- legt og hver sem er getur sagt sína skoðun óhindrað. Þar gilda önnur lögmál en úti í þjóðfélaginu þar sem ákveðnir staðir eru lokaðir ungu fólki eins og barir, spilasalir og eró- tískir' ’Staðrr'-avO'nokkur dæmi séu nefnd. En á Netinu er hinsvegar allt opið.“ Foreldraeftirlit er mikilvægt Björgvin segir að í ljósi þessa sé mikilvægt að foreldrai- hafi eftirlit með Netnotkun bama sinna inni á heimilunum og til að minnka líkumar á því að böm dragist inn í samskipti við menn, sem eru að leita sér að fómarlömbum, megi athuga nokkur atriði varðandi spjallrásimar. „Foreldrar verða fyrst og fremst að fylgjast með því við hverja böm þeirra era að spjalla. Á spjallrásun- um eru alltaf notuð gælunöfn og það er eftirtektarvert að margir segja ósatt um aldur sinn. Það er því gott fyrir foreldrana að átta sig á því, sér- staklega varðandi stúlkur, að ef þær eiga einhverja sérstaka spjallvini, hverjir þetta eru og hvað þeir eru gamlir og undir hvaða gælunafni þeir spjalla. Þegar menn nota gælu- nöfn sem tengjast kynlífi ættu for- eldrarnir að hugleiða hvað um er að ræða. Þótt spjallrásarfélagi á irkinu sé ljúfur og þægilegur á allan hátt er ekki þar með sagt að hann sé það við nánari kynni,“ segir Björgvin. „Þetta eru tveir ólíkir þættir, að kynnast á Netinu og kynnast á þann hátt sem fólk kynnist yfirleitt. Það þekkir ekki hvort annað þótt það sé búið að tala saman nokkuð lengi á Netinu. Þetta er það sem lögreglan rekur sig á, að aðili telji sig geta treyst við- komandi því hann var svo þægilegur í samtölum á Netinu." ,Á spjallrásunum virðist fólk opna algjörlega fyrir sínar leyndustu til- finningar og það er svo auðvelt fyrir menn, sem era þannig gerðir, að not- færa sér það. Krakkar geta farið að skýra frá sínum leyndustu hugsun- um og ef t.a.m. stúlkur sem eru ekki ánægðar með útlit sitt segja ókunn- ungum spjallrásarvini það, getur við- komandi auðveldlega notfært sér það ef hann finnur að sjálfsmat stúlkunnar er lágt, sérstaklega ef hann er eldri en hann segist vera. Hann getur hrósað henni, sagt henni að hún sé falleg og að hann verði að fá að sjá hana. Þannig geta menn fengið stúlkur til að fallast á að hitta sig með auðveldum hætti þannig að foreldrar eiga að vera mjög á verði.“ Mjög varasamt Að sögn Eyrúnar Jónsdóttur um- sjónarhjúkrunarfræðings á neyðar- móttöku vegna nauðgunar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hafa tvær ungar stúlkur komið á neyðarmóttöku sjúkrahússins vegna nauðgunar, sem rekja má til þess að þær hittu sér eldri menn sem þær höfðu kynnst á spjallrásum. Eyrún segir, aðspurð að því hvaða hugrenningatengsl það veki þegar ungir þolendur lýsi af hvaða rótum ofbeldið sé rannið, að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir um það við hverja böm þeirra tali á spjallrásunum. „Þetta er mjög varasamt," segir hún. „Ef börn eru að fara að hitta einhverja af spjallrásunum ættu þau ekki að mæla sér mót ein síns liðs við einhvern sem þau þekkja ekki, þótt þau hafi verið búin að ræða málin. Það er ekki hægt að segja að það sé hægt að þekkja einhvern persónu- lega þótt viðkomandi hafi spjallað við hann á irkinu í einhvern tíma. Okkur finnst þetta mjög slæm þróun ef þetta er það sem er væntanlegt," segir Eyi-ún. Nýtt á Mallorca Port d'Andratx - þar sem rómantíkin blómstrar „fcW.9-2106 Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.