Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 29
íu og Ástralíu. Beinagrind af svo-
kallaðri Buhl-konu, sem dó um tví-
tugt fyrir 10.600 árum, fannst árið
1989. Hún kemur ekki heim og sam-
an við neinn kynþátt nútímamanna,
en líkist einna helst
beinabyggingu íbúa
Pólinesíu.
I Nevada-ríki fannst
beinagrind manns, sem
var uppi fyrir 9.400 ár-
um, og er ólíkari beina-
byggingu indjána en nokkurs ann-
ars kynþátts, annars en Búsk-
manna í Afríku. Andlit hans hefur
ekki verið breitt og nefið ekki
mjótt, eins og einkennir indjána.
Hann var þvert á móti með langt
höfuð, breitt nef og sterkbyggða
höku, líkt og Ainu-frumbyggjaætt-
bálkurinn í Japan, og aðrir Austur-
Asíubúar.
Vísindamennirnir Richard Jantz
og Douglas Owsley, fullyrða í grein
sem birtist brátt í American Jo-
urnal of Physical Ant-
hropology að ekki færri
en þrír ólíkir hópar hafi
búið í Ameríku fyrir
11.000 árum. Byggja
þeir kenningu sína á
rannsóknum á 11 forn-
um höfuðkúpum. í ljós kom að að-
eins ein þeirra líktist beinabygg-
ingu nútímaindjána, en flestum
svipaði til Evrópumanna eða Suð-
ur-Asíumanna. Svo virðist því sem
fólk úr öllum heimshornum hafi
byggt Ameríku á steinöld, rétt eins
og nú.
Bjuggu þrír
ólíkir hópar í
Ameríku fyrir
11.000 árum?
Assýringar „fundu
upp sjónaukanna
Rómaborg. The Daily Telegraph.
ASSÝRINGAR, en ekki Galfleó,
uppgötvuðu sjónaukann og not-
uðu hann fyrstir manna til að
rannsaka stjörnuhimininn, ef
marka má nýja bók eftir ítalska
prófessorinn og Assýríufræðing-
inn Giovanni Pettinato.
I bókinni, „La Scrittura Cel-
este“ (helgiritið), kveðst Pett-
inato byggja þessa kenningu á
smiðisgripum, sem geymdir eru í
breska þjóðminjasafninu í Lund-
únum. A meðal þeirra eru linsur
úr steinkristöllum, sem fundust í
Níneve, fornri höfuðborg Assýr-
íu.
Prófessorinn segir að fleygrún-
ir frá því um 750 f.Kr. og fleiri
fornminjar leiði einnig í ljós að
stjörnufræðingar hirðarinnar í
Níneve hafi notað „linsur" í því
skyni að „stækka augað“.
„Fyrsta sanna ágripið f stjörnu-
fræði er babýlonskt og var örugg-
lega ritað fyrir 1000 f.Kr.,“ segir
Pettinato. „í því er upptalning á
72 stjörnum og sljörnumerkjum,
m.a. reikistjörnunum."
Slcil 21
S'tnlum gomdu
Símaskránniog
StuSlum þannig að
ræktun landsiits.
Símdskráiri 19'
er komin út
Til hagræðingar er nýja Símaskráin í tveimur bindum, annars
vegar símanúmer á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á
landsbyggðinni. Skráin er afhent ókeypis en hægt er að kaupa
hana í harðbandi fyrir 380 kr.
Kápur Símaskránna prýða þekkt málverk eftir hinn þjóðkunna
málara Gunnlaug Scheving. Aðrar nýjungar eru m.a. læsilegra
letur sem auðveldar leit í skránni og einnig eru Gulu síðurnar i
fyrsta skipti prentaðar í lit.
Náðu 1 þitt eintak á næsta afgreiðslustað Símans eða íslandspósts.
SÍHI