Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mandela fékk yfírburða- sigur ANC í kveðjugjöf Reuters STUÐNINGSMENN ANC dansa sigurdans í höfuðstöðvum flokksins í Midrand, norður af Jóhannesarborg í gær. á sáttum milli kynþáttanna þar sem þau bentu til þess að blökkumenn hefðu íylkt sér um ANC og hinir hvítu um Lýðræðisflokkinn. Sigur fyrir lýðræðið Stærsti sigurvegari kosninganna var þó lýðræðið sjálft. Kjörsóknin var mjög mildl þótt margir kjósend- ur hefðu þurft standa í löngum bið- röðum í allt að sjö klukkustundir við kjörstaðina. Prátt fyrir mannþröng- ina kom aðeins til lítilsháttar rysk- inga, jafnvel á svæðum þar sem allt logaði í átökum í kosningunum fyrir fimm árum. „Friðurinn og stöðugleikinn sem okkur tókst að tryggja allan kjör- daginn er stórkostlegur," sagði Smuts Ngonyama, embættismaður ANC. Erlendir eftirlitsmenn sögðu að kosningamar hefðu verið frjálsar og lýðræðislegar. Framkvæmd þeirra var „til fyrirmyndar og upp- fyllti alþjóðlegar kröfur", að sögn Hollendingsins Jans Nieos Schol- tens, formanns 40 manna eftirlits- nefndar Evrópuþingsins. „Ég vil kveðja forsetann" Kosningunum lauk ekki fyrr en í gærmorgun þar sem yfirvöld urðu að lengja kjörfundinn vegna langra biðraða við marga kjörstaði í fyrra- kvöld. Kjósendur á nokkrum svæð- um reyndu að ryðjast inn í kjörstað- ina en róuðust þegar þeim var sagt að þeir fengju allir að kjósa daginn eftir. Einn kjósendanna í Jóhannesar- borg, Herman Khumalo, kvartaði Brýnasta verkefni eftir- manns Mandela verður að bæta kjör blökkumanna. Mbeki tekur við mjög fjöl- breyttu og flóknu þjóðfélagi sem er enn klofið milli auð- ugra hvítra manna og fá- tækra blökkumanna, auk Indverja og annarra minni- hlutahópa sem reyna að koma ár sinni fyrir borð í samfélaginu. Mikil glæpaalda hefur riðið yfír landið, menntakerfið er að hruni komið og 42% blökkumanna eru án atvinnu. Alnæmisfaraldur sligar einnig heilbrigðiskerfið og áætlað er að a.m.k. 3,6 milljónir Suður- Afrikumanna hafa smitast af HIV- veirunni. Pótt Afríska þjóðarráðið njóti stuðnings yfirgnæfandi meirihluta blökkumanna missti það nokkra stuðningsmenn frá kosningunum 1994. „Ég er mjög reið,“ sagði Martha Mghbi, kjósandi í Jóhann- esarborg. „Þeir efndu ekki neitt. Fólk er enn atvinnulaust. Glæpir eru alltof algengir... ég ætla að kjósa annan flokk.“ Þrátt fyrir öll vandamálin hafa Suður-Afríkumenn tekið stór skref fram á við eftir afnám aðskilnaðar- stefnunnar. Margir blökkumenn, sem eru 77% af 42 milljónum íbúa landsins, hafa hafið sig upp í mið- stéttina og flestir hinna hvítu gera sér far um að losa sig við gömlu kynþáttafordómana. Suður-afrískir kjósendur kvöddu Nelson Mandela, fráfarandi forseta, í kosningun- um í fyrradag með því að tryggja flokki hans, Afríska þjóðarráðinu (ANC), enn stærri sigur en í fyrstu kosningunum eftir afnám kynþáttaaðskilnaðarins árið 1994. * ekki yfir því að þurfa að bíða með fimm ára dóttur sinni í þrjár klukkustundir til að geta kosið. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að kjósa,“ sagði hann. „Ég vil kveðja forsetann minn, Nelson Mandela, vegna þess að tel hann hafa stjórnað landinu með ágæt- um.“ Mandela, sem var í 27 ár í fang- elsi vegna baráttu sinnar gegn að- skilnaðarstefnunni, lagði áherslu á að koma á sáttum milli kyn- þáttanna á fímm ára valdatíð sinni. Mbeki þykir hæfur leið- togi en almenningur hefur ekki sýnt honum jafn mikinn hlýhug og Mandela. Erfíð vandamál bíða úrlausnar Jóhanncsarborg. Reuters, AP. NELSON Mandela, sem lætui- af embætti 16. júní, sá tvær óskir sínar rætast í kosningunum í Suður-Af- ríku. Kosningarnar fóru fram án blóðsúthellinga og Afríska þjóðar- ráðið sigraði aftur með miklum yfir- burðum. „Milljónir manna hafa endurnýj- að umboð ANC til að stjóma land- inu með ótvíræðum hætti,“ sagði Thabo Mbeki, tilvonandi eftirmaður Mandela, í sigurræðu sinni í gær. Mbeki lofaði einnig að gera gangskör að því að bæta kjör milljóna blökkumanna. „Þjóð- in hefur sagt okkur að halda hraðar fram á við, þannig að við náum því markmiði okkar að bæta kjör allra sem fyrst.“ Mandela var ekki viðstadd- ur fjöldafund ANC í tilefni af kosningasigrinum og þótti það endurspegla kynslóða- skiptin í forystu stjórnar- flokksins. Hann var sagður í fríi erlendis, en embættis- menn hans vildu ekki greina frá því hvar hann væri. Nýi þjóðarflokkurinn vík- ur fyrir Lýðræðisflokknum Nýi þjóðarflokkurinn, sem stjómaði Suður-Afríku í 46 ár á tímum aðskilnaðarstefnunn- ar, missti mikið fylgi og er nú ekki lengur stærsti stjómar- andstöðuflokkurinn. Lýðræð- isflokkurinn stórjók hins veg- ar fylgi sitt og er nú næststærsti flokkur landsins, samkvæmt síðustu kjörtölum. Lýðræðisflokkurinn barðist gegn aðskilnaðarstefnunni á síðasta áratug og hefur notið vax- andi stuðnings meðal hvítra Suður- Afríkumanna vegna loforða um að skera upp herör gegn glæpum og harðrar andstöðu hans við ANC. „Þetta er mjög slæmur dagur fyrir okkur,“ sagði Sheila Camerer, þingmaður Nýja þjóðarflokksins. Talsmaður flokksins, Juli Kilian, sagði að skipting atkvæðanna eftir kynþáttum væri „ekki góðs viti fyrir sættir kynþáttanna". F.W. de Klerk, fyrrverandi for- seti, sem sleppti Mandela úr fangelsi og afnam aðskilnaðarstefnuna, tók í sama streng og sagði úrslitin áhyggjuefni fyrir þá sem vildu koma Thabo Mbeki, líklegur eftirmaður Nelsons Mandela á forsetastóli Jóhannesarborg. AFP. THABO Mbeki, sem býr sig nú undir að taka við hlutverki Nel- sons Mandela, fráfarandi forseta Suður-Afríku, hefur getið sér orð fyrir að vera fremur dauflegur stjórnmálamaður en kappkostaði að losa sig við það orðspor i kosningabaráttunni. Mbeki er álitinn hæfur leið- togi þótt hann sé að ýmsu leyti gjörólíkur Mandela. Eftir stór- sigur Afríska þjóðarráðsins (ANC) í kosningunum í fyrradag getur fátt komið í veg fyrir að hann verði kjörinn næsti forseti landsins á fundi nýja þingsins 14. maí. Gert er ráð fyrir því að hann sverji forsetaeiðinn tveim- ur dögum síðar og Mandela láti þá formlega af embætti. Þótt Mbéki hafí lengi verið í eldlínunni í suður-afrískum stjórnmálum vita menn enn fremur lítið um hann. „Hver er Thabo Mbeki í raun og veru?“ spurðu suður-afrískir íjölmiðlar í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa lýst honum sem „ráð- gátu“ og „slægvitrum sljórn- málamanni" er starfi í anda Machiavellis. Mbeki hefur forðast viðtöl í íjölmiðlunum en ekki komist hjá Lýst sem „ráð- gátu“ og slægvitr- um leiðtoga því að taka þátt í spurningaleik þeirra með nokkrum útvöld- um blaðamönnum. Eitt af því fáa sem landsmenn vita um hann er að hann reykir pípu, vitnar oft í ensk skáld og les hagfræðirit. Mbeki þykir dulur og hlédrægur en tók upp á því að dansa og syngja á kosn- ingafundum ANC með krepptan hnefa upp í loftið, Iíkt og Mandela er þekktur fyrir. Mbeki er fyrrverandi kommún- istien aðhyllist nú markaðs- hyggju. Rauði þráð- urinn í boðskap hans fyrir kosningarnar var að hraða þyrfti efnahagsumbótunum, sem sljóm ANC hóf eftir kosningarnar 1994. Mbeki fæddist 18. júní 1942 og var í út- Iegð í 28 ár frá 1962. Hann nam hagfræði við Sussex-háskóla á Englandi og hélt síð- an til Moskvu, en Sovétmenn voru þá á meðal dyggustu stuðningsmanna ANC. Hann var yfírmaður alþjóða- skrifstofu ANC og þekktur sem Thabo Mbeki „utanríkisráðherra“ flokksins þegar hann var bannaður í Suð- ur-Afríku. Hann sneri aftur til heimalandsins 1990 eftir að bannið var afnumið og varð vara- formaður ANC. Sagður einráður Síðan hefur Mbeki mótað Afríska þjóðarráðið eftir eigin höfði. Helstu keppinautar hans hafa verið hraktir úr forystusveit fiokksins, þeirra á meðal Cyril Ramaphosa, vinsæll verkalýðs- leiðtogi sem gerðist kaupsýslu- maður, og Matthew Phosa, lög- fræðingur sem var átalinn ný- lega fyrir að ýta undir „flokka- drætti" í landinu. Mbeki hefur verið gagnrýndur fyrir að vera einráður og styrkt stöðu sína með því að koma bandamönnum sínum í forystu- sveit ANC og í mikilvæg embætti í seðlabankanum, utanrxkisráðu- neytinu, ríkissjónvarpinu og hernum. Hann hefur ekki farið dult með þau áform sín að fara einn með framkvæmdavald forsetaembætt- isins fremur en að fá öðrum það í hendur, eins og Mandela hneigð- ist til að gera. WTO fellst á refsitolla HEIMSVIÐSKIPTASTOFNU NIN (WTO) féllst í gær á kröfur bandarísku stjómarinnar um að setja megi refsitolla á vissar út- flutningsvörur aðildaiTÍkja Evr- ópusambandsins (ESB) vegna deilna þein-a um kjötvörur sem innihalda hormóna. Þá féllust fulltrúar deilunefndai- WTO enn fremur á tillögur ESB um að hlutlaus nefnd kanni hve háar upphæðir ESB skuldar Banda- ríkjunum og Kanada vegna deilnanna. Þar eð nefndin mun skila áliti sínu um miðjan júlí tefst framkvæmd refsitollanna fyrirhuguðu. En samkvæmt reglum WTO varð stofnunin að taka mið af kröfum beggja deilu- aðila. Bankaverkfall í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið STARFSEMI banka, spari- sjóða og annarra fjármálastofn- ana í Færeyjum mun lamast vegna víðtæks verkfalls starfs- manna ef ekki tekst að semja um kauphækkanir á næstunni. Hafa forkólfar verkalýðsfélaga lýst því yfir að verkfallið hefjist í upphafi næstu viku og ef ekki verði samið fyrir þann tíma muni fjármálalíf eyjanna lam- ast. Vinnuveitendur hafa undir- búið verkfallið og hafa t.a.m. ekki greitt út fyrirfram greidd laun nema til þriggja daga en flestir starfsmenn fá laun sín greidd með þeim hætti. Áður hafði fregnast af því að verka- lýðsfélögin ætluðu að hefja verkfall sitt í gær, fimmtudag. Þeirri dagsetningu var þó breytt í mánudaginn nk. Deila menn nú um það hvort launa- greiðslan standist lög. Palestínumað- ur veginn á Vestur- bakkanum ÍSRAELSKAR hersveitir skutu Palestínumann til bana á Vesturbakkanum í gær í mikl- um mótmælum Palestínu- manna gegn landnámi gyðinga. Vitni segja að fjórtán Palest- ínumenn til viðbótar hafi særst í átökunum við sveitir ísraels- hers en að öðru leyti hafi mót- mælin farið friðsamlega fram. Talsmaður upplýsingaráðu- nejdis Palestínumanna sagði að einn þeirra er særðist hafi verið skotinn og lægi nú alvar- lega slasaður. Stjórn Israels- hers er sögð hafa hafið rann- sókn á málinu. Sáttatónn hjá Dagblaði Alþýðunnar DAGBLAÐ Alþýðunnar hvatti í gær kínversk stjórnvöld til að leita allra leiða til friðsam- legs samstarfs við bandarísk stjórnvöld og fór vinsamlegum orðum um bandarískan al- menning. Talsverð umskipti hafa því orðið á stefnu blaðs- ins gagnvart Bandaríkjastjórn en sl. sunnudag fór blaðið hörðum orðum um Bandaríkin og hlut þeirra í að efna til ófriðar í kjölfar harmleiksins á Torgi hins himneska friðar ár- ið 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.