Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 47
I
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 47
MINNINGAR
FRIÐNY SIGURBJORG
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Friðný Sigur-
björg Siguijóns-
dóttir fæddist að
Grashóli við Rauf-
arhöfn 31. ágúst
1898. Hún lést í
Sjúkrahúsi Þingey-
inga, Húsavík, 27.
maí síðastliðinn á
101. aldursári. For-
eldrar Friðnýjar
voru Sigurjón Pét-
ursson, fæddur í
Hrauntanga á Oxar-
fjarðarheiði 5. októ-
ber 1850, d. 28. nóv-
ember 1898, og
Rósa Jónsdóttir, fædd á Árholti
í Öxarfirði 30. nóvember 1859,
d. 20. júlí 1948. Friðný var
yngst 9 systkina sem öll eru lát-
in. Þau voru: a) Guðrún, f. 1882,
d. 1971, síðast til heimilis í Lóni,
Kelduhverfi. b) Jón, f. 1884, d.
1975, búsettur á Vopnafirði. c)
Jóhannes, f. 1885, d. 1926, þá til
heimilis á Fjöllum. d) Parmes, f.
1887, d. 1974, lengi búsettur á
Húsavík. e) Stefanía Katrín, f.
1889, var tekin í fóstur tíu ára
og lést um tvítugt. f) Vigfús, f.
1891, d. 1941, búsettur á Vopna-
fírði. g) Ágúst, f. 1895, lést
sama ár nokkurra mánaða gam-
all. h) Björn Ágúst, f. 1896, d.
1955, til heimilis í Lóni. Friðný
giftist 15. janúar 1918 Ólaf!
Jónssyni bónda á Fjöllum, f.
21.11. 1881, d. 19.5. 1953. Hann
var sonur hjónanna Jóns Jóns-
sonar, f. 1851, d. 1922, og Önnu
Guðnýjar Sigurðardóttur, f.
1851, d. 1939. Friðný og Ólafur
eignuðust 6 börn og
eru 4 á Iífi. 1) Héð-
inn, bóndi og raf-
virki á Fjöllum, f.
14.1. 1918, d. 16. 7.
1992. Hann var
kvæntur Sjöfn Jó-
hannesdóttur frá
Húsavík. Þau eign-
uðust sex börn. 2)
Drengur, f. 17.6.
1919, d. 11.7. 1919.
3) Ragnheiður, hús-
móðir á Grásíðu í
Kelduhverfi, f. 23.8.
1920, gift Þorgeiri
Þórarinssyni frá
Grásíðu. Þau eiga þijá syni. 4)
Jón, bóndi á Fjöllum, f. 1.1.
1925, kvæntur Jófríði Margréti
Vigfúsdóttur frá Siglufirði. Þau
eiga fimm börn. 5) Jóhanna,
húsmóðir í Garði, Kelduhverfi,
f. 4.2. 1927, gift Sigurði Jóns-
syni frá Tóvegg. Þau eignuðust
fimm börn en fjögur eru á lífi.
6) Anna Guðný, verkakona,
Kópaskeri, f. 5.12. 1930, gift
Friðriki Júlfusi Jónssyni frá
Sandfellshaga. Þau eiga þijú
börn. í dag eru afkomendur
Friðnýjar orðnir 90, þar af eru
86 á lífi.
Friðný bjó allan sinn búskap
á FjöIIum og var ætíð til heimil-
is þar, þó síðustu árin hafi hún
dvalið á öldrunardeild Sjúkra-
húss Þingeyinga á Húsavík.
Útför Friðnýjar verður gerð
frá Garðskirkju í Kelduhverfi í
dag og hefst athöfnin klukkan
14. Jarðsett verður í heimagraf-
reit á Fjöllum.
Amma okkar Friðný lést í
Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík
27. maí síðastliðinn á 101. ald-
ursári. Það fer ekki hjá því að hug-
urinn leiti aftur í tímann til allra
áranna sem við systkinin höfum átt
með henni. Við nutum þeirra for-
réttinda að fá að alast upp með
ömmu Friðnýju á heimilinu. Fyrst
bjuggum við fjölskyldan með
ömmu, Jóni bróður pabba og fjöl-
skyldu hans í húsi sem amma og afi
byggðu. Síðar þegar pabbi og
mamma reistu nýbýli á Fjöllum
fylgdi amma þeim og var þar til
heimilis æ síðan.
Líf ömmu var ekki alltaf auðvelt
fremur en margra annarra sem
lifðu við fátækt og margskonar erf-
iðleika um síðustu aldamót og fyrri
hluta þessarar aldar. Hún var tæp-
lega þriggja mánaða þegar faðir
hennar lést og þá leystist heimilið
upp. Systkinin dreifðust í ýmsar
áttir, ýmist í vinnumennsku eða
voru tekin í fóstur. Stefaníu
Katrínu systur sína þekkti amma
aldrei. Hún var tekin í fóstur af
hjónum úr Þistilfirði sem fluttu til
Siglufjarðar og þar lést hún um tví-
tugt. Amma fylgdi móður sinni
Rósu og voru þær til heimilis á
ýmsum bæjum í Öxarfirði og
Kelduhverfi næstu árin.
Sextán ára gömul fór amma sem
vinnukona í Fjöll til hjónanna Jóns
Jónssonar bónda þar og Önnu Guð-
nýjar Sigurðardóttur konu hans.
Þremur árum síðar giftist hún syni
þeirra Ólafi, afa okkar. Á þessum
árum voru Fjöll í þjóðbraut. Engir
akvegir voru komnir milli Suður-
og Norður-Þingeyjarsýslu og fólk
sem átti erindi þar á milli ferðaðist
fótgangandi eða á hestum um
Tunguheiði. Hún liggur milli Syðri-
Tungu á Tjörnesi og Fjalla. Síðar,
eða upp úr 1930, var sumarfær ak-
vegur gerður um Reykjaheiði, milli
Húsavíkur og Kelduhverfis. Þá
voru Fjöll fyrsti bærinn sem komið
var að er komið var austur af heið-
unum báðum. Þessar aðstæður
leiddu til þess að mikill gestagang-
ur var á Fjöllum. Fólki sem átti er-
indi yfir heiðarnar var undantekn-
ingarlaust boðið að þiggja veiting-
ar áður en það lagði upp á heiði eða
þegar'þ'ab' kóW rilðúí'1f TfyOT:10ft
var það blautt og hrakið eftir erfiða
ferð í misjöfnum veðrum og þarfn-
aðist aðhlynningar og gistingar.
Stundum voru næturgestir hverja
einustu nótt í langan tíma og pabbi
sagði að hann myndi eftir 23 næt-
urgestum þegar flest var. Undir
þetta þurftu húsráðendur á Fjöll-
um að vera búnir og þótti ekkert
nema sjálfsagt að greiða götu allra
sem á þurftu að halda. Inn í þetta
umhverfi gekk amma þegar hún
kom í Fjöll og eftir að hún varð
húsfreyja þar hélt hún áfram sömu
venjum og ætíð höfðu verið. Hún
veitti með sömu rausn og gleði og
áður hafði verið gert. Annað þekkt-
ist ekki.
Þegar amma var 55 ára dó afi
eftir erfið ár vegna veikinda hans.
Þá þegar höfðu pabbi og Jón bróðir
hans tekið við búskapnum á Fjöll-
um. Dætumar Ragnheiður, Jó-
hanna og Anna voru giftar og
höfðu stofnað sín heimili. Mamma
var komin í Fjöll og við þrjú af sex
systkinum fædd.
Aðstæður ömmu breyttust
smám saman, önnur tengdadóttir
kom í Fjöll og amma brá sér oftar
af bæ en verið hafði. Hún fór þá
gjaman í heimsókn til dætranna
eða systkina sinna. Þá fengum við
systkinin sannarlega að njóta þess
hve amma var einstaklega gjaf-
mild. Hún kom færandi hendi til
baka með eitthvað tO að gleðja
okkur krakkana, allt frá kandís og
brjóstsykri til ýmissa hluta sem
hún vissi að okkur vantaði eða þörf
væri fyrir á heimilinu.
Við kynntumst því í gegnum
ömmu hvemig ull var unnin og
meðhöndluð frá því að hún kom af
kindinni og þangað til hún varð að
flíkum. Við sjáum ömmu fyrir okk-
ur þvo ullina og skola í bæjarlækn-
um, breiða hana til þerris, „taka of-
anaf“, tæta, kemba, spinna, prjóna
sokka og vettlinga og þæfa þá að
lokum. Hún eyddi miklum tíma við
rokkinn og prjónaði mikið. Sumt af
sokkaplöggunum seldi hún, en gaf
önnur. Við gleymum því seint hve
nýtin hún var á bandið. Heilu kass-
amir vom til af marglitum smá-
hnotum og gamafgöngum sem hún
tók síðan og vann úr eftir því sem
við"átti ’og 'h'íégtfyáh/'Ef 'ýið'höfðú'ilí,
lítið við að vera á kvöldin fómm við
oft inn í herbergið til hennar og
fengum að taka þátt í tóvinnunni
með því að halda í hespur og vinda
af snældunni. Amma heklaði lopa-
teppi handa mörgum bamabömum
sínum. Vinum og ættingjum gaf
hún einnig gjarnan teppi. Þessi
teppi eigum við tO minningar um
hana og vitum að þau eiga eftir að
hlýja okkur um ókomin ár.
Amma tók þátt í að kenna okkur
að lesa, með því að hlusta á okkur
og leiðrétta þegar við vomm að
æfa okkur að lesa upphátt. Seinna
þegar sjón hennar fór að daprast
lásu yngri systkinin fyrir hana.
Eftir því sem árin liðu og aldurinn
færðist yfír minnkaði sjónin hjá
ömmu og hún fór í augnaðgerðir til
að reyna að bæta það sem hægt
var. Þetta reyndist ömmu erfitt.
Hún hafði haft ánægju af og stytt
sér stundir með því að lesa bækur,
spinna og pijóna. Síðustu árin var
hún nánast blind.
Amma hafði gaman af því að
spila á spil og eyddi oft heilu kvöld-
unum í að spila lönguvitleysu og
ræningja við okkur systkinin. Það
varð henni dægrastytting, ekki síst
seinni árin. Hún var oft glettin og
gat hlegið innilega með okkur á
góðum stundum og sérstaka
ánægju hafði hún af því að hlusta á
harmonikutónlist. Á gleðistundum
í lífi okkar var hún með okkur með-
an hægt var s.s. afmælum, ferm-
ingum, giftingum og skímum og
fylgdist vel með okkur sem og öll-
um afkomendum sínum. En amma
átti einnig sínar erfiðu stundir og
má ætla að erfið æskuár hafi átt
sinn þátt í þeim.
Þegar pabbi okkar dó sumarið
1992 var eins og ömmu liði ekki
eins vel og verið hafði. Hún virtist
verða óörugg heima á Fjöllum, þær
voru orðnar tvær í húsinu mamma
og hún. Það varð því úr að þær
fluttu báðar til Húsavíkur og
amma fór inn á öldrunardeild
Sjúkrahúss Þingeyinga. Þar dvaldi
hún til dánardags. Fyrstu árin tók
mamma hana heim í íbúðina til sín
ef eitthvað var um að vera í fjöl-
skyldunni en síðar hrakaði ömmu
svo að það var ekki hægt lengur.
Við systkinin reyndum að endur-
gjalda henni alla þá hlýju sem hún
sýndi okkur og vera dugleg að
heimsækja hana á sjúkrahúsið.
Þáttur mömmu er þó stærstur þar.
Ef hún mögulega gat komist til
hennar fór hún nánast á hverjum
degi. Þær tengdamæðgurnar höfðu
búið saman í 46 ár á Fjöllum, þolað
saman súrt og sætt og verið stór
hluti í lífi hvor annarrar lengi.
Full þakklætis kveðjum við
ömmu Friðnýju nú. Við erum
þakklát fyrir að hafa átt hana að,
fyrir hlýju hennar og væntum-
þykju í okkar garð og minnumst
þess tíma með gleði sem við áttum
samleið með henni.
Hjartans þakkir færum við
starfsfólkinu á þriðju hæð Sjúkra-
húss Þingeyinga á Húsavík fyrir
umönnun ömmu og gott viðmót
okkur til handa.
Guð blessi minningu ömmu Frið-
nýjar.
Ólafiir, Sigríður, Sigurbjörg,
Jóhannes, Guðmundur og
Kolbrún.
Okkur langar að minnast
langömmu okkar Friðnýjar með
örfáum orðum. Við systur vorum
svo heppnar að fá að kynnast henni
á hennar löngu ævi. Við vorum
ekki orðnar háar í loftinu þegar
það var orðinn fastur punktur í til-
veru okkar að hlaupa inn í herbergi
ömmu þegar við komum í Fjöll. Við
vissum að þar ættum við hlýjan
faðm og alltaf átti hún amma eitt-
hvað gott í munninn líka. En við
kynntumst ekki bara hlýju hennar
þegar við komum í Fjöll heldur
voru ullarsokkarnir og vettlingam-
ir sem hún sendi okkur reglulega
líka til að halda á okkur hlýju. Við
fylgdumst oft með henni af áhuga
þegar hún sat við rokkinn sinn og
spann ullina eða sátum hjá henni
og aðstoðuðum við undirbúning
prjónaskaparins. Við eigum marg-
ar minningar í hjarta okkar og þær
geymum við alla tíð.
Kærar þakkir fyrir allt elsku
langamma.
Kolbrún Sjöfn, Svava
Hrönn, Sigríður Katrín
og Margrét Anna.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig til að kveðja elsku
ömmu Friðnýju á Fjöllum, eins og
hún var ævinlega kölluð.
Okkar leiðir lágu saman er ég
kom fyrst í Fjöll fyrir þrjátíu ár-
um, með unnustu minni, sonardótt-
ur hennar.
Friðný tók mér vel og tókust
strax með okkur góð vináttubönd
sem aldrei bar skugga á öll þessi
ár.
Þau tíu ár sem við bjuggum á
Húsavík kom hún oft til okkar, og
var þá oft tekið í spil, eða spjallað
um gamla tíma en hún hafði frá
mörgu að segja.
Með húmor, glettni og hnyttin
tilsvör hennar var gott á góðri
stundu að setjast inn í herbergi hjá
henni og ræða við hana um leið og
prjónamir glumdu og hvert
sokkaparið og teppið eftir annað
var framleitt, meðan sjónin entist.
Enn í dag líður vart það sjón-
varpskvöld að ekki sé breitt yfir f
sig teppið góða sem hún gaf mér og
aldrei hef ég þurft að kaupa mér
ullarsokka né vettlinga því það leið
aldrei svo heimsókn að ekki vildi
hún bæta í safnið hjá mér.
Síðustu sex árin dvaldi Friðný á
Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík,
þar sem vel var hugsað um hana og
langar mig til að þakka starfsfólk-
inu góða umönnun öll þessi ár.
Að lokum vil ég þakka þér Frið-
ný mín fyrir okkar viðkynningu og
alla þá umhyggju sem þú sýndir
mér og fjölskyldu minni öll þessi
ár: Megum við hittast aftur og taka
upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Evert Kr. Evertsson.
ÞORSTEINN
SIGURÐSSON
+ Þorsteinn fædd-
ist í Reykjavík 3.
desember 1926.
Hann lést 30. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurður Þorsteins-
son og Gróa Þórðar-
dóttir, búsett í
Reykjavík. Hann var
næstyngstur af ell-
efu systkinum. Hann
lærði bifvélavirkjun
og starfaði við þá
iðn allan sinn starfs-
aldur, lengst af sem
verkstjóri hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur.
Hann kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Jóhönnu Guðrúnu
Valdimarsdóttur, árið 1947. Þau
eignuðust þijú börn. Þau eru: 1).
Elúi, f. 1947, eiginmaður hennar
er Ricardo Villalobos. Þeirra
böm em: a) Ricardo, f. 1968,
sambýliskona Anna Einarsdótt-
ir, sonur þeirra Ró-
bert Elís, b) Anna
Steinunn, f. 1974. c)
Þorsteinn Þór, f.
1981. 2) Sigurður, f.
1948, eiginkona
hans er Lilja Dóra
Michelsen. Þeirra
böm em: a) Elín
Hamia, f. 1968, sam-
býlismaður Kári
Konráðsson. b) Þor-
steinn Birkir, f.
1975, sambýliskona
Guðný Sigurðar-
dóttir, þeirra sonur
er Kormákur Daði.
c) Hlynur Öm, f. 1980. 3) Ing-
unn, f. 1953, eiginmaður hennar
er Guðjón Valdimarsson. Þeirra
dóttir er Sigríður Björk, gift
Skúla Sigurði Ólafssyni, dóttir
þeirra er Ebba Margrét.
Útför Þorsteins fer fram frá
Seljakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mig langar að minnast afa míns,
Þorsteins Sigurðssonar, í örfáum
orðum.
Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að njóta mikilla samvista við afa
minn og ömmu í uppvextinum og
mun ávallt búa að því. Minningam-
ar eru margar og dýrmætar, bæði
frá bamsaldri þegar farið var niður
að höfn, í sund, í gönguferðir, að
ógleymdri ísbúðinni og síðar, þegar
steftiumótandi ákvarðanir vora
teknar eða þegar veröldin snerist
ekki alveg mér í hag - allt var rætt
í rólegheitunum við afa og ömmu.
Hjónin voru afar samrýnd og
andrúmsloftið í Gnoðarvoginum
alltaf hlýtt og notalegt, með yfir-
bragði rósemdar. Við barnabömin
áttum það til að reyna á þolrifin
1 þegáf'fjörákýldári 'kbm samán 'éh‘
oftast tókst að jafna ágreininginn
án blóðsúthellinga.
Afi var ekki hávær í sínum mál-
flutningi en hélt skoðunum sínum
fram af heiðarleika og festu. Hann
kunni ekki að meta fals eða yfir-
borðsmennsku, hló bara að eftir-
sókn eftir stöðutáknum og titlum
og kunni að meta sitt lífshlaup.
Hann lifði miklar breytingar í um-
hverfi og háttum - hristi höfuðið
yfir mörgum þeirra en kunni að
meta aðrar, svo sem utanlandsferð-
ir og beinar útsendingar. Afi var
gæddur ríkri kímnigáfu og hlátur-
inn smitandi, frá honum stafaði
trausti og góðvild.
Þessi orð era ósköp fátækleg og
segja svo fátt um manninn Þor-
stein eða Steina eins og hann var
alltáf' kálláðúr ' ög'' 'þáriiV1 dýriiiÉétá' ‘
arf sem hann skildi eftir sig. Minn-
ingamar lifa hjá þeim sem þekktu
hann.
Hann fékk Parkinson sjúkdóm-
inn fyrir fáum áram og dvaldi á
hjúkranarheimilinu Skjóli síðustu
æviárin og naut þar góðrar umönn-
unar hjúkranarfólks. Amma studdi
hann dyggilega í veikindunum, lífs-
fóranautur í blíðu og stríðu.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég afa minn, með þakklæti og
óskum um Guðs blessun.
Sigríður Guðjónsdóttir.
Eyrarbakki var lifandi og
skemmtilegur bær í mínum huga
þegar ég eyddi þar stuttum fríum í
Kirkjuhúsi hjá afa mínum og
ömmu. Eg man glöggt eftir einum
degi þar sem ég átti sérlega eftir-
minnilega góða dagstund með
Steina á Eyrarbakka. Þennan dag
ætlaði Steini að fara að veiða vest-
ur undir ós, og bauð hann ömmu
minni að taka strákinn með sem
hann og gerði. Ég man ekki eftir
Steina öðravísi en afskaplega létt- <
um í lund, en á veiðidegi naut hann
sín virkilega. Við fóram á reiðhjóli,
veiðistöngin var fest við stellið og
ég sat á bögglaberanum. Mér leið
eins og að við væram að fara að
gera það merkilegasta sem hægt
væri að gera þennan dag. Ég var
rígmontinn yfir þessum heiðri og
lét ekki heyrast í mér fengi aftur-
hlutinn högg undan slæmum hol-
óttum malarveginum. Ekki man ég
vel hvað veiddist en hef þá trú að
Steini hafi alltaf veitt þegar hann
fór til veiða. Fyrir mig skipti
ferðalagið öllu máli, finna ilminn
úr fjörusandinum, sjá brimið og ■
njóta samvista við Steina. Ég óska
þess að Steini hafi fundið sér ós í
æðri heimum laus undan þeim erf-
iða sjúkdómi sem hann barðist við
af æðraleysi. Hönnu frænku og og •
frændsystkinum votta ég mínar ^
innilegustu samúðark.reðjur.
'1 'Þórmar Ingimarsson. *