Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Fulltrúar KEA og KÞ funduðu með framleiðendum á félagssvæði KÞ
Almennur vilji bænda að
vinna áfram með KEA
FULLTRÚAR Kaupfélags Ping-
eyinga og Kaupfélags Eyfirðinga
funduðu með framleiðendum á fé-
lagssvæði KÞ á Breiðumýri í
Reykjadal í fyrrakvöld. Á fundin-
um voru bændur hvattir til þess
að mæta á fund með lánardrottn-
um á Húsavík í næstu viku og
greiða atkvæði með nauðasamn-
ingum KÞ. Jafnframt kom fram á
fundinum mjög almennur vilji
bænda til þess að vinna áfram að
málum með Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Þá hefur Morgunblaðið heimildir
fyrir því að fulltráar KEA hafi lýst
yfir vilja til að veita framleiðendum
sem eiga viðskipti við félagið, sér-
staka fyrirgreiðslu vegna þeirrar
stöðu sem uppi er hjá bændum
sem eiga viðskiptareikning í KÞ.
GÍFURLEGUR áhugi er fyrir
Arctic-open miðnæturgolfmóti
Golfklúbbs Akureyrar, sem fram
fer seinni partinn í júní. Að sögn
Ásgríms Hilmissonar, formanns
Arctic-open nefndarinnar stefnir í
að mótið framundan verði eitt hið
stærsta og glæsilegasta frá upp-
hafi.
Þegar hafa yfir 140 kylfingar
skráð sig til leiks og þar af á milli
60 og 70 erlendir kylfingar, sem
koma víða að. Erlendu kylfingarn-
ir koma frá Japan, Bandaríkjun-
um, Þýskalandi, Hollandi, Bret-
landi og Norðurlöndunum. Ás-
grímur sagðist gera sér vonir um
Aðalfundur
Skautafélags
AÐALFUNDUR Skautafélags
Akureyi'ar verður haldinn í kvöld,
föstudagskvöldið 4. júní kl. 20 í
kaffistofu Umhverfísdeildar Akur-
eyrarbæjar við Krókeyri. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa verður
rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir
á svæði félagsins, en samið hefur
verið við SJS-verktaka um yfir-
byggingu yfir skautasvellið.
Jafnframt kom fram eindreginn
vilji KEA til að halda áfram við-
skiptum við framleiðendur á fé-
lagssvæðinu. Eins og fram hefur
komið er talið að bændur sem eiga
viðskiptai-eikning hjá KÞ fái ekki
greitt nema 76% af inneignum sín-
um.
Tilboð sem enginn veit hvað er
Ragnar Þorsteinsson bóndi í
Sýmesi og formaður Búnaðarsam-
bands S-Þingeyinga sagði að
kauptilboð frá Kaupþingi, fyrir
hönd viðskiptavinar, í Mjólkursam-
lag KÞ hafi komið til umræðu á
fundinum en þó hafi ekki verið
ástæða til að ræða það mikið. „Mér
fannst ekki ástæða til að ræða til-
boð sem enginn veit hvað er. Eg
get heldur ekki tekið mark á tilboði
að enn fleiri útlendingar bættust í
hópinn og að þeir verði í kringum
80 talsins.
„Fyrirspurnir um mótið erlend-
is frá hafa verið að berast okkur
frá því fyrir áramót og aldrei hafa
jafn margir kylfingar staðfest
þátttöku sína, með því að greiða
þátttökugjaldið, svona löngu fyrir
mót.“
Gætum þurft að takmarka
íjölda þátttakenda
Ásgrímur sagði þó að ástandið
gæti orðið erfitt ef þátttökufjöldinn
færi yfir 180 manns og því gæti
komið til þess að takmarka þurfi
fjölda þátttakenda. „Stefnan er sú
að útlendingamir spili á nóttunni,
alla vega fyrri nóttina. En ef þátt-
tökufjöldinn verður of mikill þarf
að fara að spila fyrr á daginn og
það þýðir þá að ekki geta allir spil-
að á nóttunni, sem er nú aðalmál-
ið.“
Mótið verður sett miðvikudaginn
23. júní, með móttöku í boði bæjar-
stjórnar Akureyrar. Sjálf keppnin
stendur svo yfir næstu tvær nætur
en mótinu lýkur með lokahófi og
verðlaunaafhendingu laugardaginn
26. júní.
sem ekki einu sinni er skrií'að á
bréfhaus fyrirtækisins sem telur
sig þó vera virt á þessu sviði. Mér
finnst þetta því ómerkileg vinnu-
brögð.“
Ragnar sagði að menn hafi fyrst
og fremst verið að ræða framtíðina
en að bændur væm þegar farnir að
leggja inn í þessi nýju félög, MSKÞ
og Kjötiðjuna. Reikningar bænda
era hins vegar enn bundnir í KÞ,
„en verða það vonandi sem styst.
Það er orðið mjög brýnt að við get-
um farið að kaupa aðföng og leggja
inn afurðir með þeirri vissu að fá
greitt fyrir þær. Málin era líka
komin nokkuð á hreint og þessi tvö
nýju einkahlutafélög, Kjötiðjan og
MSKÞ, hafa staðið sig vel í að
koma eðlilegum viðskiptum á fyrir
okkur.“
NÝLEG fólksbifreið er talin gjör-
ónýt eftir að jeppabifreið ók á
hana á bílastæðinu við Mennta-
skólann á Akureyri seinnipartinn
í gær. Fólksbifreiðin var mann-
laus en jeppabifreiðin full af fólki,
sem slapp án meiðsla. Að sögn
lögreglu var jeppabifreiðinni ekið
á mikilli ferð upp Hrafnagils-
stræti og inn á bílastæði MA og á
fólksbifreiðina sem þar stóð.
Sjáum fram á bjartari tíma
Ragnar sagði nokkuð ljóst að
bændur myndu tapa einhverjum
peningum á viðskiptareikningum
sínum en að innlánsdeildin væri
trygg og að það segði mjög mikið.
„Menn hafa verið að stofna við-
skiptareikninga í bönkum og eitt-
hvað hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.
KEA leysti út áburðinn á sínum
tíma og félagið og Landsbankinn
hafa tryggt það að bændur fái sinn
áburð og báðir aðilar hafa staðið
sig vel í þessu máli. Við sjáum því
fram á bjartari tíma, þótt vissu-
lega hafi skipst á skin og skúrir og
þetta vor hefur verið mjög erfitt
bæði líkamlega og andlega."
Ekki náðist í Eirík S. Jóhanns-
son kaupfélagsstjóra KEA.
Fólksbifreiðin kastaðist á kant-
stein, braut hann og endaði inni í
Jónasarlundi. Fólksbifreiðin rakst
lítilega utan í þriðju bifreiðina,
sem stóð í næsta stæði en hún
skemmdist lítið. Þá urðu ekki
miklar skemmdir á jeppabifreið-
inni. Á myndinni er verið að draga
fólksbifreiðina af vettvangi en
neðar á bílastæðinu sést jeppabif-
reiðin.
Fjórir
sækja um
FJÓRAR umsóknir bárast um
stöðu skólameistara við Verk-
menntaskólann á Akureyri, en
frestur til að sækja um stöð-
una rann út í vikunni.
Þeir sem sækja um eru
Benedikt Sigurðarson, Guð-
mundur Sæmundsson, Her-
mann Jón Tómasson og Hjalti
Jón Sveinsson. Menntamála-
ráðuneytið hefur sent skóla-
nefnd VMA umsóknirnar til
umsagnar.
Bernharð Haraldsson, sem
verið hefur skólameistari frá
því skólinn var stofnaður árið
1984, lét af störfum við skóla-
slit í lok maímánaðar.
Bergþóra í
Deiglimni
HIN gamalkunna vísnasöng-
kona Bergþóra Árnadóttir
verður með gítarinn í hendi í
Deiglunni í kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 21.
Bergþóra hefur búið í Dan-
mörku síðastliðin tólf ár og er
nú á hringferð um landið, en
hún hefur leikið á Austurlandi
síðustu kvöld og kemur þaðan
til Akuréyrar. Bergþóra spilar
á gítar, órafmagnaðan hljóð-
færaleik, og syngur frum-
samið efni.
Aðgangseyrir er 1.000 krón-
ur og veitingaþjónusta er á
Kaffi Karólínu.
Afgreiðslutími
vínveitinga-
húsa frjáls frá
1. júlí
BÆJARRÁÐ samþykkti á
fundi í gær að leggja til við
bæjarstjórn að afgreiðslutími
áfengisveitingastaða verði
frjáls frá og með 1. júní næst-
komandi, með þeim takmörk-
unum þó sem leiðir af lögum
um helgidagafrið.
Bæjarlögmanni hefur verið
falið að semja málsmeðferðar-
reglur vegna vínveitingaleyfa
fyrir næsta fund bæjarráðs.
Reglurnar á að endurskoða
eftir 6 mánuði gefist tilefni til.
Sigurður J. Sigurðsson for-
seti bæjarstjórnar sagði að
Akureyrarbær væri með þessu
að fara svipaða leið og Reykja-
víkurborg í kjölfar þess að lög-
um var breytt nú í vor.
Mikill áhugi fyrir Arctic-open golfmótinu
Yfír 60 erlendir
kylfíngar skráðir
Morgunblaðið/Kristján
Folksbifreið únýt
eftir ákeyrslu
Bæjarráð um lokun skrifstofu SH á Akureyri
Sljórn krafín svara
Sjómannadagurinn á Akureyri 60 ára
Fjölbreytt dagskrá
BÆJARRÁÐ Akureyrar sam-
þykkti í gær að fela bæjarstjóra að
krefja stjórn Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, SH, um svör við því
á hvern hátt stjómin ætli að efna
loforð sín sem gefin voru bæjar-
stjórn með bréfi dagsettu 23. janú-
ar 1995, þar sem stjóm SH hefur
nú lokað skrifstofum sínum á Akur-
eyri.
Skulda skýringar
„Bæjarfulltrúum finnst að stjórn
SH skuldi skýringar á þessari
ákvörðun sinni með vísan til þess
hvemig þeir stóðu að málum á sín-
um tíma. Umræðan var þá þess eðl-
is að bæjarstjórn Akureyrar taldi
sig ganga þannig frá málum að það
sem fram kom í bréfi stjómar SH
ætti að standa,“ sagði Sigurður.
Nokkrar umræður urðu um þá
ákvörðun stjórnar SH að loka
starfsstöð sinni á Akureyri um ný-
liðin mánaðamót, en bæjamáð hafði
áður lýst undran sinni yfir þeirri
ákvörðun í bókun.
Jakob Bjömsson, Framsóknar-
flokki, sem var bæjarstjóri á síð-
asta kjörtímabili, ítrekaði þá skoð-
un sína á fundinum að hann teldi að
um svik væri að ræða. Stjóm SH
hefði boðið bæjarstjóm að skapa 80
ný störf í bænum gegn því að fá að
hafa áfram með höndum sölu á af-
urðum Útgerðarfélags Akureyr-
inga. Fyrirtækið hefði lýst sjálfu
sér á þá leið að það væri eitt af
stærstu fyrirtækjum landsins og
afar traust. Skýrt hefði verið tekið
fram að um varanlega uppbyggingu
hefði verið að ræða og alls ekki
væri verið að tjalda til einnar næt-
ur. Meginþátturinn í tilboði SH
hefði verið flutningur á um þriðj-
ungi af starfseminni norður. „Eins
og fyrirtækið lýsti sjálfu sér í bréf-
inu höfðu bæjarfulltrúar ekki
ástæðu til annars en trúa því sem
þar var sagt. Það er því ekki að
undra þótt menn séu leiðir og þyki
sem þeir hafí verið sviknir,“ sagði
Jakob.
Ndttin vart liðin
Sigurður J. Sigurðsson sagði á
fundinum að allir skildu nauðsyn
þess að hagræða í rekstri, en það
vekti undran að skrifstofunni væri
lokað svo skömmu eftir að hún var
opnuð. Það þætti bæjarfulltrúum
torskilið, enda hefðu þeir trúað lof-
orðum fyrirtækisins. Tíminn frá því
gengið var frá málum og þar til
skrifstofunni var lokað væri
skammur, „varla svo að nóttin sé
liðin“, sagði Sigurður og vísaði til
þeirra orða í bréfi SH að ekki væri
tjaldað til einnar nætur.
HÁTÍÐAHÖLD í tilefni af sjó-
mannadeginum fara fram á Akur-
eyri dagana 5. og 6. júní, en í ár era
liðin 60 ár frá því sjómannadagur-
inn var fyrst haldinn hátíðlegur á
Akureyri og setur afmælið svip á
hátíðina.
Á laugardag, 5. júní, verður róðr-
arkeppni sjómanna og landsveita
og hefst keppni kl. 13. Slysavama-
konur verða með veitingar á svæð-
inu og að keppni lokinni bjóða Pizza
67 og FMN til grillveislu og sigling-
ar um Pollinn. Golfmót sjómanna
hefst kl. 13 á Jaðarsvelli og innan-
hússknattspyrnukeppni kl. 14 í KA-
húsinu.
Á sjómannadaginn, sunnudaginn
6. júní, kl. 14 verður fjölskylduhátíð
á hafnarsvæðinu við Oddeyrar-
bryggju þar sem boðið verður upp
á fjölbreytt skemmtiatriði fyrir
börn og fullorðna. Ómar Ragnars-
son skemmtir, félagar í Siglinga-
klúbbnum Nökkva leika listir sínar
og ýmsar þrautir og leikir verða
með þátttöku gesta og sjómanna.
Konráð Alfreðsson, formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar, flytur há-
tíðarávarp. Veitingasala verður á
svæðinu og ÚA, Darri á Grenivík
og Samherji kynna framleiðslu
sína.
Sjómannahátíð verður í íþrótta-
höllinni á laugardagskvöld. Meðal
skemmtikrafta verða Ómar Ragn-
arsson, Flosi Ólafsson, Þorgeir Ást-
valdsson, Helena Eyjólfsdóttir og
Þorvaldur Halldórsson, en hljóm-
sveitin Sixties heldur svo uppi fjör-
inu fram á nótt. Miðasala verður á
skrifstofu sjómannadagsráðs,
Skipagötu 14, frá kl. 14 til 16 á
föstudag, 4. júní, frá kl. 13 til 16 á
laugardag og þá verður miðasala
við innganginn.