Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SIGUR MBEKIS
ÞAÐ var aldrei neinn vafi á því að Aíríska þjóðarráðið myndi
vinna sigur í þingkosningunum í Suður-Afríku. Stóra
spurningin var hversu afgerandi sigur ANC yrði. Flest bendir
nú til að ANC hafi náð því marki að fá tvo þriðju hluta atkvæða
í kosningunum og þar með umboð til að breyta stjórnarskrá
landsins upp á eigin spýtur.
Kosningarnar eru til marks um lýðræðislegan þroska Suður-
Afríku. A þeim fjórum árum sem liðin eru frá fyrstu frjálsu
kosningunum í landinu hefur flest gengið vonum framar. Þrátt
fyrir verulega efnahagserfiðleika hefiir stjóminni tekist að
stýra Suður-Afríku fram hjá flestum þeim skerjum er hin ný-
frjálsu ríki Afríku hafa steytt á undanfama áratugi.
Vilji forystumanna ANC, og þá ekki síst Thabo Mbeki, verð-
andi forseta landsins, til að efla frjálst markaðskerfi virðist ein-
lægur. Póhtískt ofbeldi virðist að mestu heyra sögunni til þótt
Suður-Afríka berjist vissulega enn við einhverja hæstu glæpa-
tíðni sem þekkist.
Þá hefur tekist vonum framan að ná sáttum á milli hinna
ólíku þjóðarbrota Suður-Afríku eftir áratuga kúgun hins hvíta
minnihluta á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Það er ekki síst að
þakka leiðsögn Nelsons Mandela, fráfarandi forseta landsins, er
tekist hefur að stýra landinu klakklaust í gegnum erfitt og vara-
samt umbrotaskeið. Mandela hverfur nú af vettvangi stjórnmál-
anna en hann hefur þegar markað sér sess sem einhver
merkasti stjórnmálaleiðtogi þessarar aldar, tákn visku og um-
burðarlyndis. Án hans hefðu umskiptin vart gengið jafn snurðu-
laust fyrir sig.
Nú verða Suður-Afríka, ANC og Thabo Mbeki að ljúka því
verkefni sem Mandela hóf, að gera Suður-Afríku að „eðhlegu“
ríki. Spennan milh hvítra og svartra er enn til staðar og mikill
meirihluti þjóðarinnar býr við menntunarskort og í sárri fá-
tækt. Líkt og í flestum ríkjum Afríku ógnar útbreiðsla alnæmis
pólitískum stöðugleika til lengri tíma litið. Til að ná árangri
verður að brúa þá efnahagslegu gjá sem skilur þjóðina að. Þar
verða póhtískir leiðtogar allra þjóðarbrota að taka höndum
saman enda byggir velmegun jafnt hvítra sem svartra á því að
ójöfnuður rjúfi ekki þá sátt sem tekist hefur. Saga Afríku síð-
ustu áratugi geymir of mörg dæmi um það hvernig illa ígrund-
uð efnahagsstefna leiðir til skipbrots hagkerfisins.
Það er visst áhyggjuefni hversu mikla yfírburði Afríska þjóð-
arráðið hefur að loknum þessum kosningum. Engum flokki er
hollt og þá síst í ungu lýðræðisríki að búa ekki við virkt póhtískt
aðhald. Þá er hætta á að annað afrískt mein, hin pólitíska spill-
ing, nái að festa rætur. Næstu fjögur ár munu ráða miklu um
framtíð Suður-Afríku.
FYRSTA SKREFIÐ í
ÁTT AÐ FRIÐI
KOSOVO-deilunni er ekki lokið þótt Júgóslavíustjórn og
þing Serbíu hafi samþykkt tillögur G8-ríkjanna er Martti
Ahtisaari Finnlandsforseti og Viktor Tsjemómyrdín, sérlegur
fulltrúi Rússlandsforseta, kynntu í Belgrad í fyrradag.
Það er mikilvægt skref í átt til friðar að Milosevic hefur fallist
á að draga herhð sitt til baka frá Kosovo, leyfa flóttamönnum að
snúa heim og alþjóðlegu herliði að halda uppi gæslu í héraðinu.
Reynslan af samningum við Milosevic bendir þó til að ástæða
sé th að bíða og sjá hvort hann stendur við gerða samninga.
Hann hefur áður virt gerða samninga að vettugi. Á næstu dög-
um mun koma í ljós hvort hugur fylgi máh eða hvort Júgóslavíu-
forseti gengur á bak orða sinna eða hindrar framkvæmd sam-
komulagsins með tæknilegum hártogunum. NATO hefur þegar
lýst því yfir, að loftárásum verði haldið áfram fyrst um sinn.
Það verður jafnframt hægara sagt en gert að hrinda sam-
komulaginu í framkvæmd. Hundruð þúsunda Kosovo-Albana
hafa flúið heimili sín og hafast við í flóttamannabúðum í Ma-
kedóníu og Albaníu. Aðrir hafa komið sér fyrir í fjarlægari ríkj-
um. Þessara flóttamanna bíður sviðin jörð á heimaslóðum.
Heimih þeirra hafa verið lögð í rúst og flestum veraldlegum eig-
um verið stohð eða þær eyðilagðar. Hvernig á að leysa það mál?
Þegar serbneski herinn hverfur frá Kosovo verður loks hægt að
leggja mat á eyðilegginguna og gera sér grein fyrir þeim
grimmdarverkum sem þar hafa verið framin. Reynslan frá
Bosníu sýnir að langur tími mun hða áður en öll kurl koma til
grafar í þeim efnum.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að Kosovo verði áfram hluti Jú-
góslavíu enda var það aldrei á stefnuskrá Vesturlanda að berj-
ast íyrir sjálfstæðu ríki Kosovo-Albana. Það má hins vegar gera
ráð fyrir að Frelsisher Kosovo muni áfram hafa hug á að berj-
ast fyrir því markmiði. Loks liggur fyrir að Slobodan Milosevic
og nokkrir af helstu ráðamönnum Serbíu hafa verið kærðir fyr-
ir stríðsglæpi. Úrlausnarefnin eru því mörg og flókin þótt átök-
um linni. Forsenda þess að hægt sé að byrja að leysa úr þessari
flækju er hins vegar að friður komist á í héraðinu.
Friðsamleg mótmæli
kæfð með blóðbaði
Peking. Reuters, AP, AFP.
AÐFARANÓTT 4. júní 1989 hélt
Frelsisher alþýðunnar (PLA) inn í
Peking, áleiðis að Torgi hins
himneska friðar til að binda enda á
sex vikna friðsamleg mótmæli náms-
manna með þeim afleiðingum að
hundruð, ef ekki þúsundir manna
týndu lífi sínu. Aðgerðin, sem stjóm-
völd segja enn í dag að hafi verið rétt-
mætanleg, festi í sessi eina af sterk-
ustu og langlífustu komm-
únistastjómum heims.
Atburðurinn vakti óhug
meðal fólks um heim allan
sem krafðist þess án ár-
angurs að ítarleg rannsókn
yrði gerð á blóðbaðinu.
Enginn veit með vissu
hversu margir létu lífið
þessa örlagaríku daga, 3.
og 4. júní.
Með aðstoð hundruð
skriðdreka og stórskotaliðs
héldu hermennimir inn í
miðborgina og skutu á þá
sem í vegi þeirra vom,
óbreytta borgara og nem-
endur vopnaða mótmæla-
spjöldum, kylfum og járn-
stöngum.
Herinn hafði gert tilraun
til að binda enda á mót-
mælin 2. júní, en mótmæl-
endumir mættu honum að
öllu afli með þeim afleiðing-
um að þúsundir ungra her-
manna hörfuðu á brott.
Miskunnarlaus
skothríð
Að morgni sunnudagsins
3. júní greip um sig ótti
meðal borgarbúa sem urðu
varir við að þúsundir her-
bifreiða höfðu safnast sam-
an í útjaðri borgarinnar.
fbúamir héldu æstir út á
götumar, reiðubúnir til
varnar.
í kvöldfréttum voru her-
lögin, sem tekið höfðu gildi
tveimur vikum áður, ítrek-
uð og fólk hvatt til að halda
sig heima fyrir.
Mestu átökin áttu sér
stað við vegatálma sem
reistir höfðu verið skömmu
áður á helstu breiðgötunum
sem liggja að torginu. Tugir
óbreyttra borgara týndu lífi
sínu í Muxidi, sex kílómetra
vestur af torginu, í miskunnarlausri
skothríð hersins á íbúðarhús og aðrar
byggingar.
Er nær dró miðnætti héldu fyrstu
skriðdrekarnir inná torgið, yfir vega-
tálmana undir dynjandi byssukúlna-
hríð. Mótmælendurnir bám eld að
einum skriðdrekanum sem bilaði und-
ir andlitsmynd af Mao Zedong, fym-
verandi kommúnistaleiðtoga.
Um klukkan 2.20 hélt 27. hersveitin
inná torgið. Skriðdrekar óku um-
hverfis Minnisvarða Alþýðuhetjunnar
á miðju torginu þar sem námsmenn-
irnir höfðu mestmegnis haldið til
meðan á mótmælunum stóð. Náms-
mennirnir „samþykktu" að yfirgefa
svæðið um klukkan fimm um morgun-
inn og voru fluttir á brott með valdi.
Loftið var spennuþrungið fyrstu
dagana á eftir. Skriðdrek-
ar héldu uppi eftirliti á göt-
um Peking og flestir mót-
mælendanna voru hand-
teknir auk þess sem her-
sveitirnar „tóku yfir
stjórn" háskólans. Sam-
kvæmt heimildum Am-
nesty Intemational er 241
mótmælandi enn í fangelsi
og á yfir höfði sér langa
vist, vegna þátttöku í mót-
mælunum 1989.
Herinn „hreinsaði" torg-
ið, kveikti í tjöldum náms-
mannanna og braut „Gyðju
lýðræðisins" sem hafði ver-
ið tákn lýðræðishreyfing-
arinnar meðan á mótmæl-
unum stóð.
Kínversk yfirvöld hafa
aldrei birt opinberar tölur
um fjölda látinna. Fyrrver-
andi borgarstjóri Peking,
Chen Xitong, sagði að um
6.000 hermenn og 200
óbreyttir borgarar, þ.á.m.
36 námsmenn hefðu látist í
átökunum. Chen dúsir nú í
fangageymslu en hann var
fundinn sekur um spillingu
í kjölfar ummæla sinna.
Starfsmenn á spítölum í
Peking hafa sagt fjölda
látinna á Torgi hins
himneska friðar hafa talið
nokkur hundruð ef ekki
þúsund. í kjölfar náms-
mannamótmælanna leyst-
ust einnig úr læðingi óá-
nægjuraddir meðal Kín-
verja víðsvegar um landið
og talið er að yfirvöld hafi í
slíkum tilvikum beitt svip-
uðum aðgerðum til að
berja niður mótmæli. Þar
voru hins vegar engir fjöl-
miðlar til að festa mót-
mælin á mynd, líkt og í
Peking, til að færa sönnur
á það.
Reuters
Óþekkti andófsmaðurinn
Peking. The Daily Telegraph.
MINNISSTÆÐASTA tákn mótmælanna á Torgi hins
himneska friðar, maðurinn sem stóð einn síns liðs, með
innkaupapoka í hendinni, í vegi fyrir röð af skriðdrekum,
er enn óþekktur, tíu árum síðar.
Flestir mótmælendanna, sem mest bar á, eru ýmist
látnir, í útlegð, í fangelsi eða láta h'tið fara fyrir sér eftir
að hafa verið sleppt úr haldi. En enginn hefur enn borið
kennsl á manninn sem hætti lífi sínu þegar hann lét í Ijós
reiði sína í garð alþýðuhersins. Milljónir sjónvarpsáhorf-
enda fylgdust með manninum ganga í veg fyrir skrið-
drekana 5. júní 1989, daginn eftir blóðbaðið á torginu.
Vestrænir fréttamenn á svölum nærliggjandi hótels
tóku myndir af manninum þegar hann stökk upp á skrið-
dreka og barði á byssuturninn. Hermt er að hann hafi
æpt: „Af hverju eruð þið hér? Þið hafið bara valdið hörm-
ungum. Það er ringulreið í borginni út af ykkur.“
Síðan stökk hann niður á götuna og hindraði för skrið-
drekanna sem reyndu að beygja til hægri og vinstri. Að
lokum komu fjórir menn honum til bjargar og hlupu síð-
an á brott. Orðrómur var á kreiki um að maðurinn hefði
verið handtekinn og tekinn af lífi.
Margir kínverskir andófsmenn lifa í þeirri von, að mað-
urinn hafí sloppið lifandi. Frank Lu Siqing, mannrétt-
indasinni í Hong Kong, sagði: „Þeir hafa aldrei fúndið
hann vegna þess að það náði enginn góðri mynd af hon-
Fréttamenn rifja upp
atburðina á Torgi hins
himneska friðar
Skotið á
lækna
Hong Kong. AFP.
NOKKRIR fréttamenn rifjuðu í
gær upp hversu óttaslegnir, ringl-
aðir og skelfingu lostnir þeir voru
þegar þeir urðu vitni að því er
kínverskir hermenn hófu skothríð
á lýðræðissinna á Torgi hins
himneska friðar 4. júní 1989.
Jonathan Mirsky, sem var
fréttamaður breska blaðsins The
Observer, kvaðst hafa orðið vitni
að því er hermenn skutu á fjöl-
skyldufólk, lækna og hjúkrunar-
fólk sem var að reyna að komast
til námsmanna sem lágu særðir á
torginu. Fyrst hafi hermennirnir
skotið upp í loftið til að vara fólk-
ið við, en þegar það lét sig ekki
skutu hermennirnir á það.
Hópur hermanna kom auga á
Mirsky, og þrátt fyrir að hann
segðist vera erlendur fréttamaður
börðu þeir hann. Þeir hættu ekki
fyrr en ítalskur vararæðismaður
og aðrir fréttamenn komu hlaup-
andi.
„Italski vararæðismaðurinn
setti nokkur tóm skothylki í vasa
minn. Hann sagði: Taktu þetta. Á
morgun munu þeir halda því fram
að þeir hafi aldrei hleypt af
skoti.“
Jim Laurie, sem var fréttamað-
ur bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar ABC, sagði að þegar hann
kom, ásamt myndatökumanni, inn
á sjúkrahús, hafí fólk klappað, því
það hafi viljað að fréttamennimir
tækju myndir af særðum og látn-
um og segðu heiminum frá því
sem gerst hefði.
Laurie kvaðst iðrast þess að
hafa tekið viðtal við mann að
nafni Xiao Bin. Xiao hefði verið
hnepptur í fangelsi fyrir að segja
í viðtalinu að kínverskir hermenn
hefðu skotið á mótmælendur á
torginu. Hann hafi verið Iátinn
laus 1994 en hafi nú takmarkaða
atvinnu.
Edward Gargan, blaðamaður á
The New York Times, sagði að
fjöldamorðin 4. júní hefðu leitt til
betra ástands í öðmm löndum, t.d.
Indónesíu, því yfirvöld veigraðu
sér nú frekar við því að láta hefja
skothríð á eigin ríkisborgara.
Peking. AFP, AP.
VERKAMAÐUR við vinnu á Torgi hins himneska friðar burðast með þunga fötu í gær á meðan hermaður stendur vörð.
Reuters
Torgið lokað
og andófs-
menn í haldi
burðina á Torgi hins himneska friðar í
forystugrein á miðvikudag. Sagði þar að
TORG hins himneska friðar hefur
undanfarna sex mánuði verið lokað
fyrir almennri umferð vegna endur-
bóta, sem þar er nú verið að vinna að.
Meðal annars er verið að helluleggja
allt torgið upp á nýtt. I stað mótmæl-
enda eru það vinnuvélar og verka-
menn sem fylla torgið auk fjölda lög-
reglu- og hermanna, er meina fólki að-
gang að torginu auk þess sem öflugur
járnveggur lokar torgið af.
Mikill viðbúnaður er til að koma í veg
fyrir mótmæli í tilefni af því að tíu ár eru
liðin frá stúdentamótmælunum og hefur
lögregla handtekið tugi andófsmanna á
undanfómum vikum. Þá herma fregnir
að öryggissveitir hafi dreift mannfjölda
er kom saman í borginni Hangzhou í
gær til að syrgja þá er féllu. Sögðu
mannréttindasamtök í Hong Kong að
óeinkennisklæddir lögreglumenn hefðu
rekið fólkið, er hafði safnast saman í al-
menningsgarði, í burtu og barið sjötug-
an mann er neitaði að fara.
Raunar hefur lögregla aukið eftirlit
um þetta leyti ár hvert en nú eru stjóm-
völd talin hafa óttast að óánægja með
atvinnuleysi og spillingu myndu auka
hættuna á mótmælum. Hafa andófs-
menn hvatt fólk til að klæðast einfóldum
klæðnaði í mótmælaskyni, tendra kerti
og vera með litlar, látlausar athaíhir til
að minnast fómarlambanna.
Aðstandendur margra fómarlamba
voru sagðir ætla að halda minningarat-
hafnir á heimilum sínum þrátt fyrir að
lögregluvörður væri um heimili þeÚTa.
Þannig sátu tveir lögreglumenn á stól-
um fyrir utan dymar á íbúð Ding Zihn
og Jiang Peikun. Þau em bæði prófess-
orar á eftirlaunum og lét 17 ára sonur
þeirra lífið í mótmælunum. Vísuðu lög-
reglumennirnir öllum gestum í burtu
og einnig höfðu símalínur verið rofnar.
Aðrfr höfðu svipaða sögu að segja.
Dagblað alþýðunnar, hið opinbera
málgagn stjómarinnar, minntist á at-
árás NATO á sendiráð Kína í Belgrad
nýlega væri til marks um að „óvinveitt
öfl á Vesturlöndum hefðu aldrei látið af
því markmiði að tortíma Kína“. Hefði
sagan sýnt að hinar „ákveðnu og stað-
fóstu“ aðgerðir á torginu hefðu vemdað
„sjálfstæði þjóðarinnar, virðingu, öryggi
og stöðugleika og tryggt áframhaldandi
þróun efnahagslegra umbóta og opn-
unar gagnvart umheiminum“. Þessi kafli
fannst ekki í enskri útgáfu dagblaðsins.
Stjómvöld hafa bannað útsendingar
CNN í Kína fram að 8. júní og í Shang-
hæ bárust fregnir af því í gær að
myndir og greinar hefðu verið klipptar
úr erlendum dagblöðum áður en þeim
var dreift á hótelum. Blaðamenn og
stjórnarerindrekar í Kína, sem eru
áskrifendur að erlendum dagblöðum,
fengu þau þó óklippt í hendur. Sömu-
leiðis var greint frá því, að ein vin-
sælasta net-spjallrás Kína yrði lokuð í
tíu daga vegna „endurbóta á kerfinu".
fÍÉÉliteÍÍfel :
Trúðu á lýðræðislegt kraftaverk
Friðsamleg mótmæli kínverskra stúdenta enduðu í blóðbaði
--------------—---7--------
á Torgi hins himneska friðar. Stefán Ulfarsson fylgdist
með mótmælunum og aðdraganda þeirra.
IKÍNA er margs að minnast um þessar mund-
ir: Áttatíu ár era liðin frá því fjórða maí
hreyfingin kynnti Kínverjum nútímalega póli-
tíska hugmyndafræði; fimmtíu ár frá því Mao
Zedong lýsti yfir stofnun Kínverska alþýðu-
lýðveldisins; og tuttugu ár frá upphafi umbóta- og
opnunarstefnu Dengs Xiaopings.
Það sem er ferskast í minni flestra er þó líklega
lýðræðisbarátta stúdenta fyrir réttum tíu áram.
Sem erlendur námsmaður í Peking, árin 1988-1991,
varð ég vitni að því hvemig sú hreyfing leystist úr
læðingi, magnaðist og endaði með hörmulegum
hætti þann 4. júní 1989. Áður en ég kom til Kína var
mér ljóst að þrátt fyrir að Kommúnistaflokkur Kína
(KFK) yfirgnæfði hið pólitíska kerfi þá höfðu um-
bætur í hagkerfinu og opnun þess bætt lífskjör
þorra almennings svo um munaði. í stað þess að vísa
fram skömmtunarmiðum fyrir helstu nauðsynjum
gat fólk nú varið drjúgum hluta tekna til að kaupa
það sem hugurinn girntist: Tískufatnað, íþróttaskó,
litasjónvarp, ísskáp, þvottavél, hljómflutningstæki,
tíu-gfra reiðhjól o. s. frv. „Rakarastofur“ höfðu
breyst í „hárgreiðslustofur", „matsölustaðir" í „veit-
ingahús“ og hjallar vikið fyrir verslunarkringlum og
alþjóðlegum hótelum.
Eg gerði mér þannig grein fyrir því að eitthvað
merkilegt hafði þegar átt sér stað ... en sem ég
kynntist landi og þjóð af eigin raun gagntók mig sú
tilfinning að eitthvað stórkostlegt lægi í loftinu. Mér
fannst fólk horfa til framtíðar, eins og það skynjaði
innan seilingar dularfullan ofurmátt, sem það ætlaði
að virkja. Eg held að ég hafi sjálfur trúað því, að
eitthvað óskilgreinanlegt kraftaverk myndi eiga sér
stað í Kína.
Stúdentar undirbjuggu púlitískar aðgerðir
Vorið 1989 undirbjuggu stúdentar pólitískar að-
gerðir í tilefni af 70 ára afmæli fjórðu maí hreyfing-
arinnar. Þegar fyrrverandi aðalritari KFK, Hu Yao-
bang, féll frá, þann 15. apríl, var ákveðið að flýta að-
gerðunum. Hu hafði verið talsmaður róttækra um-
bóta, ekki aðeins í hagkerfinu, heldur einnig í stjórn-
kerfinu, en neyddist til að láta af embætti, árið 1987,
eftir að fylking hægfara umbótasinna náði undirtök-
um í landsstjóminni um sinn.
Með því að taka virkan þátt í minningarathöfnum
um hann mátti þannig óbeint lýsa yfir kröfum um
aukið lýðræði. Þegar um kvöldið, sama dag og Hu
skildi við, tóku að birtast ljóð og lofsamleg ummæli
um hann á auglýsingatöflum á lóð Peking-háskóla. Til
að byrja með lét ég mig þetta litlu varða, fljótt bráði
af stúdentum, þeir myndu ekki vilja ónýta önnina fyr-
ir sér með því að leggja skólabækur á hilluna of lengi.
Tveimur eða þremur dögum síðar, þegar ég gekk til
náða, beindist athygli mín skyndilega að þungum dyn
sem mér fannst berast inn um opinn gluggann, eins
og jarðskjálfti væri í aðsigi. Þetta vora e.t.v. aðeins
fyrstu efnisatriði draums, sem að öðra leyti hefur
ekki rifjast upp. Mér var þó bragðið er ég frétti það
síðar, að meðan ég svaf höfðu þúsundir stúdenta
árætt að minnast hins fallna leiðtoga, með því að
ganga fylktu liði, frá háskólahverfinu í Peking, niður á
Torg hins himneska friðar í miðborginni.
Fjöldagöngur daglegt brauð
Fjöldagöngur stúdenta og annarra borgara urðu
daglegt brauð í mörgum stærstu borgum Kína
næstu sex vikur. í Peking fylktust hundruð þúsund
manns niður á Torg dag eftir dag. Fólk gekk undir
fána ákveðins skóla, stofnunar eða fyrirtækis, sem
leið lá að norðvestur-jaðri Torgsins; svo umhverfis
það framhjá geysistórri mynd af Maó yfir dyrum
Forboðnu borgarinnar í norðri, Sögusafni byltingar-
innar í austri, Qianmen-hliði í suðri og Þinghúsi al-
þýðunnar í vestri. Að því búnu hófst einskonar frels-
isvaka: Göngufólk tók sér stöðu, setti á fundi, hlýddi
á ræðusköranga, hvfldi lúin bein eða sinnti sérhæfð-
um störfum við öryggisgæslu, dreifingu matvæla,
þrif o. s. frv.
Aðgerðirnar stigmögnuðust: Tjaldbúðir risu upp á
Torginu, sjálfstæð félagasamtök vora stofnuð og
undir forustu leiðtoga, eins og Wangs Dans, Wuer
Kabd o. fl., leystist úr læðingi sannkölluð lýðræðis-
hreyfing.
Stúdentar setja fram kröfur sínar
Þann 18. aprfl settu stúdentar fram kröfur - m.a.
um að opinber gagnrýni á ýmis störf Hus Yaobangs
yrði tekin til endurskoðunar, um að pólitísk mann-
réttindi yrðu aukin og um að tekið yrði á meintri
spillingu meðal leiðtoga KFK. Auk þess var endur-
tekið óskað eftir viðræðum við yfirvöld. Þann 26. apr-
fl, eftir að stúdentar höfðu hafið námsverkfall, var
gefin út yfirlýsing í hinu opinbera málgagni, Dag-
blaði alþýðunnar, þai- sem lýðræðishreyfingin var
skilgreind sem „gagn-byltingarsinnuð uppreisn".
Fjöldagöngur og frelsisvökur héldu áfram næstu
daga, en þó dró greinilega úr ákafanum.
Það var líklega einkum tvennt sem leiddi til þess
að lýðræðishreyfingin vaknaði með nýjum þrótti um
miðjan maí: Annars vegar merki um innbyrðis
ágreining meðal æðstu leiðtoga Kommúnistaflokks-
ins; og hins vegar leiðtogafundur Dengs Xiaopings
og Mikhails Gorbatsjovs í Peking 16.-17. maí. Eftir-
maður Hus Yaobangs í stöðu aðalritara KFK, Zhao
Ziyang, var talsmaður róttæki-a umbóta, líkt og fyr-
irrennarinn, en þó fremur í hagkerfinu en stjómkerf-
inu. Vegna ofþenslu í efnahagslífinu árið 1988 hafði
stefna hans átt undir högg að sækja um nokkurt
skeið. Það kom því ekki á óvart að Zhao reyndi að
styrkja stöðu sína með því að höfða til stúdenta.
Þessi merki um klofning í æðstu röðum gáfu lýð-
ræðissinnum von um að ekki yrði hægt að beita hem-
um gegn þeim. í aðdraganda leiðtogafundar Dengs
og Gorbatsjovs dreif að mikinn fjölda erlendra blaða-
manna til að lýsa þeirri sögulegu stund þegar Kína og
Sovétríkin myndu sættast eftir 30 ára erjur. Þegar til
Kína var komið vakti lýðræðishreyfingin þó ekki síður
athygli þeirra. Lýðræðissinnar, fyrir sitt leyti, fengu
nú nánast ótakmarkaðan aðgang að áhugasömum
áheyrendum um allan heim, og gátu með óbeinum
hætti aukið veralega þrýsting á kínversk stjómvöld.
Stjórnvöld héldu að sér höndum á meðan
Gorbatjsov var í heimsókn
Þann 13. maí hófu u.þ.b. eitt þúsund stúdentai-
hungurverkfall til að leggja áherslu á kröfur um við-
ræður. Yfirvöld héldu aftur á móti að sér höndum
þar til heimsókn Gorbatsjovs var afstaðin. Á meðan
óx tjaldborgin á Torginu nánast yfir sig. „íbúafjöld-
inn“ náði allt að einni milljón manns, en skipulögð
þjónusta á svæðinu var afar frumstæð. Hreinlætis-
aðstaða var í miklum ólestri og hitinn yfir hábjartan
daginn varð fjandsamlegri með hverri viku sem nær
dró miðju sumri.
Smám saman náði sú hugsun tökum á mér að lýð-
ræðisþróun væri e.t.v. hluti af kraftaverkinu sem ég
vænti í Kína. Gagnrýni stúdenta myndi leiða til um-
bóta á stjórnkerfinu, sem aftur væri forsenda áfram-
haldandi hagvaxtar og lífskjaraaukningar. Ég slóst
oft í fór með kínverskum skólafélögum mínum niður
á Torg. Þar var mér tekið sem þjóðhöfðingja og ég
spurður spjörunum úr um málefni lands míns og álit
mitt á lýðræðisbaráttunni. Ég var umkringdur og
hvattur til að flytja stuttar tölur og rita skoðanir mín-
ar í minningarbækur og á veggspjöld. Mín orð ein og
sér höfðu auðvitað takmörkuð áhrif, en ég er sann-
færður um að til samans hafi hvatning okkar er-
lendra námsmanna, unglinga sem í raun höfðum lít-
inn skilning á stjórnmálum, hvað þá kínverskum
stjómmálum, átt þátt í að vekja næsta óraunhæfar
væntingar í brjósti félaga okkar.
Li Peng samþykkir viðræður
Þann 18. maí samþykkti forsætisráðherann, Li
Peng, að ræða við fulltrúa stúdenta í beinni sjón-
varpsútsendingu. Báðir aðilar settu fram ýtrustu
kröfur og fundinum lauk án árangurs. Klukkan 10
um kvöldið, daginn eftir, tóku herlög gildi í Peking.
Tveimur dögum síðar var hernum skipað að koma
reglu á daglegt líf í borginni - en þegar trukkar og
skriðdrekar tóku að streyma inn í úthverfin gekk al-
menningur í veg fyrfr þá. Á mikilvægum gatnamót-
um voru reist vígi til að hindra hina yfírvofandi árás
á miðborgina. Einnig mátti sjá góðhjartaðar konur
færa jafnt niðurlægðum hermönnum sem upplits-
djörfum lýðræðissinnum mat, eins og til að draga úr
spennunni sem magnaðist með degi hverjum. Stúd-
entar höfðu nú hætt hungurverkfalli, í staðinn tók
við þráseta á Torginu.
Eg fór þangað síðast aðfaranótt 3. júní. Á því næt-
urferðalagi sá ég uggvænleg teikn á lofti, en ég skynj-
aði þau ekki sem fyrirboða blóðbaðsins daginn eftir.
Það fyrsta óvenjulega sem ég tók eftir var hálfgert
írafár snemma um kvöldið vegna orðróms um að
herjeppi hefði keyrt á hóp borgara sem allir hefðu lát-
ið lifið. Kannski var þetta bara slys, en sumir túlkuðu
atvikið sem merki um vaxandi óþolinmæði hersins.
Undir miðnætti sat ég að snæðingi út á götuhorni
og ræddi við Kínverja sem hafði gefið sig á tal við
mig. Ég hjó eftir því í máli hans að nokkrar her-
deildir væru þegar komnar inn í miðborgina og að
stúdentar hefðu „afvopnað þær“. Hann leiddi mig
inn á mitt Torgið, þaðan sem aðgerðum stúdenta var
stjórnað. Þar undir Minnisvarðanum um hetjur bylt-
ingarinnar sá ég liggja í einni kös hertygi af ýmsum
stærðum og gerðum - jakka; stígvél, hjálma, byssu-
stingi o. s. frv.
Síðar um nóttina lagði ég mig í litlum garði ýmissa
hugsana. Mér seig víst í brjóst, en vaknaði ósjálfrátt
í dagrenningu og horfði á sólargeisla upplýsa hið til-
komumikla svið lýðræðisbaráttunnar: Gömlu keis-
arahallirnar, Sögusafn byltingarinnar, tjaldborgina
á Torgi hins himneska friðar, lokka Gyðju lýðræðis.
Þetta var fagur morgunn, heiðskír og enn svalur.
Allar áhyggjur gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu.
Mér fannst Peking vera mikil höfuðborg og ég var
hrærður yfir því kraftaverki, sem ég þóttist nú viss
um að stúdentar myndu vinna, ögn eins og sú sem í
þessari svipan gægðist fram úr tjaldi sínu og tók að
bjástra við morgunverkin. Þetta yrði góður dagur,
hugsaði ég með mér. Svo hélt ég heim á leið.
Höfundur var námsmaður í Peking árið 1989.