Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fátækt og vel- * ferð í íslensku samfélagi Á sl. árum höfum við íslendingar byggt upp jákvæða mynd af vel- ferðarsamfélagi okkar. Við höfum talið að það ^ samfélagsöryggi sem ríkir hér á landi sé gott. Að öllum þegnum sé tryggt bæði félags- legt og fjárhagslegt ör- yggi ef í nauðir rekur. Við erum ekki eftirbát- ar nágrannaþjóðanna, eða hvað? Á sl. mánuðum höf- um við verið að átta okkur á að á íslandi eru hópar fólks sem lifa í fátækt eða eiga á hættu að lenda í fátækt. Rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar Den nordiska fattigdommens ut- vikling och struktur í Norden 1996 leiddi þá staðreynd í ljós að veruleg ^ fátækt fyrirfinnst í íslensku samfé- lagi. íslenska rannsóknin var unnin af Stefáni Ólafssyni og Karli Sig- urðssyni hjá Félagsvísindastofnun HÍ og tók til áranna 1986-1995. Hún sýndi að um 10% íslensku þjóð- arinnar lifðu við kjör sem töldust undir fátæktarmörkum á þessu 10 ára tímabili. Af þeim hópi sem lifði í fátækt kom í ljós að 43% voru lág- launafólk og að fátæktin hafði auk- ist mest hjá þeim hópi á þessum ár- um. í fátækt voru hópar fólks sem ' m.a. eru ákvörðuð laun frá hinu op- inbera, ríkinu. Fólki eru tryggðar greiðslur úr sameiginlegum sjóðum okkar allra sem byggjast á sam- tryggingarkerfi ef fólk einhverra hluta vegna kemst í þá stöðu að fara út af vinnumarkaði s.s. vegna veik- inda (sjúkir og öryrkjar), öldrunar eða atvinnuleysis. Hvað veldur því að þessir hópar lenda í eða eiga á hættu að festast í gryfju fátæktar? Á síðustu vikum hafa kjör ör- yrkja nokkuð verið til umræðu í þjóðfélaginu. Því hefur m.a. verið slegið fram að aldrei í sögu lýðveld- isins hafi kaupmáttur almanna- trygginga hækkað jafn mikið og á síðustu fjórum árum. Þegar ég les > slík ummæli, að öryrkjar hafi það bara harla gott, kaupmáttaraukning þeirra króna sem þeir fá til ráðstöð- unar í launaumslag sitt sé veruleg, þá setur mig hljóða. Hér er rnn þjóðfélagshóp að ræða sem að stærstum hluta er mjög illa settur. Á allra síðustu vikum hefur verið gerð nokkur réttarbót á kjörum ein- staklinga sem teljast til hinna verst settu í íslensku samfélagi. Þessu ber að fagna. Ég tel þó að það séu fyrstu skrefin í þá átt að leiðrétta kjör þeirra hópa sem verst eru settir. En til að leiðrétta kjör þeirra sem við þrengstan kost lifa í íslensku samfélagi er grundvallarforsenda að ráðamenn þjóðar- innar hafi skilning á þeirri neyð sem mörg- um er búin í okkar samfélagi. Með aukinni umræðu um raunveru- leg kjör hinna verst settu ætti að skapast þekking sem er nauð- synleg til að almenn- ingur og ráðamenn átti sig á því að í öllu góð- ærinu, sem fólk al- mennt lifir við í íslensku samfélagi, eru raunverulegar skuggahliðar sem tilhneiging hefur verið til að líta framhjá. Fátækt er staðreynd í íslensku samfélagi. Ég tel mikil- vægt að við horfumst í augu við þá staðreynd því það er meginforsenda þess að dregið verði úr fátækt. Þeg- Hjálparstarf Mannréttindi eru að allir hafí til hnífs og skeiðar, segir Harpa Njáls, í landi þar sem lífskjör og lífsgæði eru með þvi besta sem þekkist í heiminum. ar ég tala um hina verst settu í ís- lensku samfélagi er mér í mun að við gerum okkur öll grein íyrir því að verið er að fjalla um lifandi fólk á íslandi sem þjáist vegna fram- færsluneyðar. Framfærslu sem ákvörðuð er af pólitískum aðilum. Ég tel mikilvægt að við snúum okk- ur að aðstæðum þeirra hópa sem verst eru settir með það að mark- miði að reyna að bæta kjör þeirra, þ.m.t. öryrkja. Hinir verst settu leita til Hjálp- arstarfs kirkjunnar Ef litið er til þess hvaða hópar leita til Hjálparstarfs kirkjunnar (Hk) þá hefur það verið svo síðast- liðin ár að atvinnulausir, sjúkir, ein- stæðir foreldrar og bammargt lág- tekjufólk hefur leitað til Hjálpar- starfsins ásamt öldruðum og ör- yrkjum. Þeir síðastnefndu voru 51% af skjólstæðingum Hk á síðastliðnu Harpa Njáls UMRÆÐAN ári. Fjöldi öryrkja sem leita til Hjálparstarfsins hefur aukist stöðugt ár frá ári. Ef litið er til heildarumfangs innanlandsaðstoðar og aukningar skjólstæðinga sem hafa leitað þangað á sl. fjórum árum má greina að á árunum 1995-1998 er heildaraukningin um 9%. Á sama tíma hefur öryrkjum sem fá aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fjölgað hlutfallslega um 57%. Það segir okkur sem störfum á þessum vett- vangi ákveðna sögu. Að sitja andspænis neyðinni? Á sl. misserum hef ég kynnst all- vel kjörum og aðstæðum öryrkja og annarra hópa í samfélaginu sem eru illa settir, sem umsjónarmaður inn- anlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. í starfi mínu hef ég mætt fólki sem lifir við raunveru- leika þeirrar afkomu sem hið opin- bera hefur ákvarðað því til að lifa af. í þeim raunveruleika er ekki spurt um prósentuhækkanir á tekjur sem duga engan veginn til að lifa af, hvað þá ef óvænt útgjöld bætast við í glímunni við skortinn. Óhætt er að upplýsa að þeir sem leita til Hk er fólk sem á ekki mat til næstu daga og það eru fólki þung spor að þurfa að fara slíkan bónarveg. Ég sit and- spænis þessum raunveruleika sem í allt of mörgum tilvikum er tilkominn vegna lífsafkomu sem hið opinbera hefur ákvarðað þessu fólki og þekki baráttu, angist og vonleysi þeirra sem hnepptir eru í slíka samfélagsá- nauð. Ég kalla það samfélagsánauð ef hið opinbera skammtar hinum verst settu svo naumt að þeir séu jafnframt dæmdir til að leita á náðir sveitar eftir framfærslustyrk. Nýafstaðnar eru kosningar til Al- þingis. Við stöndum við upphaf nýs kjörtímabils þar sem margt hæfra kvenna og karla mun leggja hönd á plóginn við að marka nýja stefnu fram á nýtt árhundrað. Hvemig mun það ágæta fólk taka á málefn- um hinna verst settu til að tryggja laun þeirra og lífsafkomu? Stað- reynd er, að það getur enginn stjórnmálaflokkur umfram annan státað af því að hafa staðið sig vel þegar raunveruleg kjör hinna verst settu eru skoðuð. Þeim hefur öllum mistekist að tryggja viðunandi lífs- kjör þeim til handa í öllu góðærinu. Góðærið á íslandi hefur sett okkur á stall sem eina af ríkustu þjóðum heims þótt hinir verst settu beri skarðan hlut frá borði í því góðæri. Hér er um mannréttindi að ræða. Mannréttindi að allir hafi nóg til hnífs og skeiðar í landi þar sem lífs- kjör og lífsgæði eru með því besta sem þekkist í heiminum í dag. Um þetta málefni ættu allir þingmenn að geta sameinast hvar í flokki sem þeir standa, og beitt sér fyrir því á komandi kjörtímabili að tryggja öll- um þegnum landsins viðunandi lífs- kjör. Annað er ekki sæmandi einni ríkustu þjóð heims. Höfundur er félagsfræðingur, um- sjónarmnður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar og stundar MA-nám við Háskóla íslands. Skyldur sveitar- félaga og tekju- stofnar þeirra SVEITARFELOGIN í landinu hafa miklum skyldum að gegna og samkvæmt lögum eru þeim falin fjölmörg samfélagsleg verkefni til úrlausnar. Slík verk- efni eru t.d. skilgreind í lögum um grunnskóla, leikskóla, félagsþjón- ustu sveitarfélaga og ýmsum reglugerðum, svo sem á vettvangi um- hverfismála. Jafnframt sinna þau ýmsum svokölluðum valkvæð- um verkefnum, t.d. á sviði íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála. Auknar kröfur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sveitarfélaga og draga úr tekjum þeirra. Það á við um upptöku virðis- aukaskatts í stað sölu- skatts, nýjan fjár- magnstekjuskatt og samhliða breytingar á öðrum sköttum svo sem tryggingagjaldi og einnig skattaafslátt vegna fjárfestinga ein- staklinga í atvinnu- rekstri og skattfrelsi líf- eyrisiðgjalda. Endurskoðun á tekju- stofnum sveitarfélaga Sífellt eru gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga um margs konar fram- kvæmdir og þjónustu, ekkert síður frá þeim sem síðan gagnrýna einstök sveitarfélög fyrir skuldasöfnun, háa skatta, þ.e. útsvör og fasteignaskatta og þjónustugjöld. Sveitarstjómir taka ákvarðanir um það og bera ábyrgð á því í hversu miklar fram- kvæmdir skuli ráðist hverju sinni. Þeirri ábyrgð er ekki hægt að vísa eitthvað annað. Hins vegar er þrýst- ingurinn á sveitarstjómir um auknar framkvæmdir og rekstur á mörgum sviðum gríðarlega mikill. Það á t.d. við um byggingu grunnskóla, leik- skóla, íþróttahúsa, listasafna, tónlist- arhúsa, leigmbúða, frágang útivistar- svæða o.fl., auk margvíslegra verk- efha á sviði umhverfismála. Ástæður skuldasöfnunar Mörg sveitarfélög hafa verið að auka skuldir sínar mjög verulega á undanfómum árum og misserum og til þess liggja ýmsar ástæður. M.a. hafa þau fjármagnað byggingar margvíslegra þjónustumannvirkja og aðrar mikilvægar framkvæmdir, svo sem á sviði umhverfismála að vem- legu leyti með lánsfé, sem leiðir síðan til aukins rekstrar- og fjármagns- kostnaðar. Einnig ráðstöfuðu sveit- arfélögin milljörðum króna til að spoma gegn atvinnuleysi á árunum 1993 til 1995. Ennfremur fela ný lög og reglu- gerðir, m.a. á sviði félagsþjónustu og umhverfismála, oft í sér ákvæði sem leiða smátt og smátt til kostnaðar- auka fyrir sveitarfélög án þess að þau hafi fengið sérstaka eða tiltekna viðbótartekjustofna til að sinna þess- um auknu verkefnum. Þessu til viðbótar hafa ýmsar breytingar á skattakerfinu hin síðari ár bæði orðið til þess að auka útgjöld 20% afsláttur Náttúrulegt sótthreinsiajl Tea Tree huðkrem Apótekin Dreifing: Niko S: 568-0945 I Ijósi þróunar í fjár- málum sveitarfélaga að undanfomu lagði fulltrúaráð Sam- bands íslenskra sveitarfélaga til að tekjustofnar sveitarfélaga yrðu tekn- ir til endurskoðunar með tilliti til Iög- skyldra verkefna þeirra. Félagsmála- ráðherra hefur nú skipað nefnd með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga til að ganga í það verkefni. I stefiiuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjómar er ákvæði þess efiiis að fyr- irkomulag fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði á landsbyggðinni verði endurskoðuð þannig að skatt- stofninn endurspegli betur raunverð- mæti fasteigna. Framkvæmd álagn- ingar fasteignaskatts miðað við nú- gildandi fyrirkomulag leiddi til mik- illar jöfnunar á tekjum sveitarfélaga. Nýtt álagningarkerfi fasteignaskatta sem þjónar sömu markmiðum, þ.e. að skattkerfið nýtist öllum sveitarfé- Fjármálastjórn Áformað er að viðhalda jafnvægi í rík- isbúskapnum og reka ríkissjóð með tekjuaf- ganffi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Stefna þarf að sama markmiði í fjármálum sveitarfélaga. lögunum til tekjuöflunar án mikillar mismununar þeirra í milli, er vand- fúndið. Það getur ekki verið ætlun nýrrar ríkisstjómar að breytingar á fast- eignaskatti leiði til lækkunar tekna sveitarfélaga á landsbyggðinni án þess að það verði bætt upp með öðr- um hætti. Eitt fyrsta verkefni endur- skoðunamefndar tekjustofnalaganna verður því væntanlega endurskoðun á álagningu fasteignaskatts. Megin- verkefni nefndarinnar er þó að leggja fram tillögur sem miði að því að tekjustofnar sveitarfélaga séu í sam- ræmi við lögskyld verkefni þeirra, að sveitarfélögin hafi sjálfsforræði um nýtingu þeirra og að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga sé sem skýmst. Margvíslegar upplýsingar og gögn liggja fyrir um það að tekjustofnar sveitarfélaga hafi lýmað á sama tíma og útgjöld þeirra hafa aukist, m.a. vegna nýrra laga og reglugerða. Það er viðfangsefni fulltrúa ríkis og sveit- arfélaga að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti sú mismunun verð- ur leiðrétt. Agaleysi á vinnumarkaði Nokkrar starfsstéttir og hags- munahópar hafa undanfarin misseri beint óbilgjömum kröfum um hækk- un launa umfram gildandi kjara- samninga að sveitarfélögunum og fylgt þeim eftir með hópuppsögnum. Ríkið hefúr einnig staðið frammi fyr- ir sams konar aðgerðum. Þetta aga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.