Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 37 Morgunblaðið/Þorkell BALDUR fer ekki dult með aðdáun sína á Auði og skýrir plöntuna sína Auði tvö. Blóðþyrst grænmeti utan tír geimnum Litla hryllingsbúðin opnar fyrir viðskipti í Borgarleikhúsinu í kvöld. í aðalhlutverki er plantan Auður tvö, sem í rauninni er blóð- þyrst geimvera sem stefnir að heimsyfírráð- um og ætlar að éta alla sem á annað borð er nokkur blóðdropi í. Hávar Sigurjónsson leit inn í Hryllingsbúðina rétt fyrir opnun. „VIÐ höfum tekið eftir því að enda- lokin koma áhorfendum mjög á óvart,“ segir Þórunn Lárusdóttir sem fer með hlutverk ljóskunnar Auðar, en Þórunn er að stíga sín fyrstu spor á leiksviði eftir leiklistar- nám í Bretlandi undanfarin ár. „Auður leynii- á sér þótt hún virðist einföld á yfírborðinu," segir Þórunn og segir æfingamar á Hryllingsbúð- inni hafa verið óskaplega skemmti- legar. „Þetta er svo skemmtileg saga og grípandi tónlist að það er eklá annað hægt,“ segir hún. Fyndið og óhugnanlegt Plantan Auður tvö er heilmikið hagleiksverk og hryllileg ásýndum eins og lög gera ráð fyrir- Hún talar og syngur eins og þrautþjálfaður rokksöngvari sem ekki er furða þegar nánar er að gætt. „Það hefur heilmikið að segja að inni í plönt- unni er leikari," segir Valur Freyr Einarsson sem fer með hlutverk Baldurs. „Þeir Ari (Matthíasson), sem er inni í plöntunni, og Bubbi (Morthens), sem gefur henni rödd- ina, skapa í sameiningu mjög sterka persónu. Mér finnst eins og ég sé að leika á móti manneskju, það er sterkt samband á milli okkar,“ segir Valur Freyr án þess að blikna. Þau Valur Freyr og Þóninn hafa komið sér fyrir með kaffibolla eftir æfingu og sett sig í mátulega alvar- legar stellingar til að ræða hinn væntanlega sumai'smell Borgar- leikhússins. „Þetta hefur alla burði til að verða smellur. Skemmtileg, fyndin og haéfilega óhugnanleg saga. Litríkar persónur og frábær tónlist. Fjölmargir muna líka eftir sýningu Hins leikhússins í Gamla bíói fyrir 14 árum og vilja rifja upp kynnin,“ segir Valur Freyr. „Eg kunni öll lögin úr þeirri sýningu og lék Auði á háu hælunum hennar mömmu heima í stofu,“ segir Þór- unn og upplýsir að Auður hafí síðan verið eitt af draumahlutverkunum. Handjárnuð á morgnana í Litlu hryllingsbúðinni kynn- umst við munaðarleysingjanum Baldri, sem varð þeirrar gæfu að- njótandi að vera tekinn í fóstur af frænda sínum, blómasalanum Markúsi. I búðinni vinnur hin íðil- fagra Auður sem fram að þessu hef- ur ekki átt miklu láni að fagna í samskiptum við karlmenn. Hún á nú í sambandi við mótorhjólatöffar- ann og tannlækninn Brodda, sem kvelur hana á alla lund; flesta morgna mætir Auður of seint vegna þess að hún var að reyna að farða yfir glóðaraugun eða af því að hún tafðist við að losa sig úr handjám- unum. Baldur dreymir um að ná ástum Auðar og skfrir nýju óþekktu plöntuna sína að sjálfsögðu Auði tvö, draumadísinni til heiðurs. Fyrir tilviljun kemst Baldur að því að Auður tvö þrífst einungis á blóði og hann vekur sér und á fingri og gef- ur henni að sjúga. Auður tvö heimt- ar sífellt meira blóð og að því kemur að Baldur þjáist af blóðleysi og verður að leita annarra leiða til að seðja hina blóðþyrstu plöntu. Hon- um verður auðvitað mikið um þegar í ljós kemur að Auður tvö getur tal- að, en áttar sig á því að ýmsir möguleikar eru í stöðunni þegar plantan býðst til að uppfylla óskir hans ef hann sjái henni fyrir nægu blóði. „Þetta er svona spennandi blanda af Fást og innrásinni frá Mars,“ segir Valur Freyr alvörugef- inn. Hinn saklausi Baldur vill allt til vinna að ná ástum Auðar fögru og fellst hikandi á tillögu plöntunnar. Þakklátur og jákvæður „Baldur er fullkominn sakleys- ingi í upphafi og Markús frændi hans fer óskaplega illa með hann. LISTIR AUÐUR tvö er óseðjandi og Baldur verður að grípa til örþrifaráða. GÖTUSTELPURNAR þrjár, Regína Ósk Óskarsdóttir, Selma Bjömsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir láta sig sjaldnast vanta til að taka undir sönginn og styðja við atburðarásina. og hún felur sig á bakvið útlitið.“ „Hún hefur ákaflega lágt sjálfs- mat,“ skýtur Valur Freyr inn í. „Ekkert lægi-a en Baldur,“ svarar Þórunn. „Nei, þau hafa bæði mjög lágt sjálfsmat," samþykkir Valur Freyr. „Hún er foreldralaust grey og allir karlmenn sem hún hefur þekkt hafa farið illa með hana. Hún segist sjálf hafa átt mjög „sjúskaða fortíð“. Var í slæmum samböndum og dansaði á nektar- búllum," segir Þórunn með samúð í röddinni. „Þetta var nú ekki svo alvarlegt,“ segir Valur Freyr hug- hreystandi. Það er Gísli Rúnar Jónsson sem hefur þýtt og staðfært verkið en að sögn þeirra Vals Freys og Þórunn- ar gerist það „einhvers staðar á milli Reykjavíkur og Ríó de Jan- eiró“. „En plantan er keypt í Hveragerði, hjá Adam í Eden,“ bætir Þórunn við. Söngtextana þýddi Magnús Þór Jónsson en aðr- ir aðstandendur sýningarinnar eru Kenn Oldfield leikstjóri og honum til aðstoðar er Árni Pétur Guðjóns- son. Aðrir leikendur en þeir sem þegar eru nefndir em Hera Björk Þórhallsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir, Selma Björnsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Tón- listarstjóri er Jón Ólafsson. Höf- undur leikmyndar er Stígur Stein- þórsson og búninga gerir Una Collins. Lýsingu hannar Ögmund- ur Þór Jóhannesson. Tónlistar- menn í sýningunni em Jón Ólafs- son, Karl Olgeirsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón Elvar Hafsteins- son og Friðrik Sturluson. TANNLÆKNIRINN Broddi er haldinn óseðjandi kvalalosta. Stefán Karl Stefánsson í einu af átta hlutverkum sínuni í Litlu hryllingsbúðinni. Samt er Baldur þakklátur og sér hið jákvæða í öllu. „Hann leyfir mér að sofa undir afgi-eiðsluborðinu, gefur mér undanrennu og kex og gólf til að sópa,“ segir hann. En svo fer plantan að hafa áhrif á hann og hann breytist í kjölfarið, verður á endanum alveg geðveikur og endar sem morðingi,“ segir Valur Freyr. Blaðamaður hefur orð á að þetta sé ekkert sérstaklega falleg saga. Hún fer vel af stað, er hugljúf og rómantísk en smám saman fara að renna tvær grímur á áhorfandann, plantan stækkar og stækkar, Bald- ur gengur sífellt lengra og lengra og Auður verður sífellt meira hissa. „Já, þetta kemur henni dálítið á óvart,“ segir Þómnn. „Við megum samt ekki gleyma okkur í svona al- varlegum pæhngum. Sagan og per- sónurnar gera í aðra röndina dálít- ið grín að öðram söngleikjum. Héma er blandað saman hugljúfri ástarsögu, ýktum persónum og stjörnu B-myndanna, plöntu utan úr geimnum sem étur fólk.“ Með sjúskaða fortíð Er Auður hin eina og sanna ljóska? „Hún er auðvitað ljóshærð og afskaplega hjartagóð. Þetta er stúlka sem hefur átt mjög erfítt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.