Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 15
Eru rimlagardínurnar óhreinar? Við hreinsum: Rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Allan Sækjum og sendum ef óskað er. sólarhringinn. Tæknihreinsunin öoineimum 35, sími 533 3634, GSM 897 3634. Námskeiá í grasalækningum Anna Rósa Róbertsdóttir Grasalœknir - Ilmolíunuddari Verður haldið 27. júní frá ld. 13 - 17 að Sogavegi 108. Kennd verður meðferð algengra íslenskra jurta og sýnd gerð jurtasmyrsla. - einkaviðtöl og ráðgjöf - Skráning ísíma: 561 4646 (e. kl. 20), Gsm: 6973760 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 B Morgunblaðið/Atli Vigfússon KAMPAKÁTIR veiðimenn við Laxá í Aðaldal, f.v. Jón Helgi Vigfússon, Vigfús B. Albertsson, Jón Helgi Björnsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir með fallega morgunveiði. Börnin rót- fiskuðu í Elliðavatni Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon JOSCHA T. Orloffmeð silungana sjö. Segðu Ppiiiince! Það eiga allir möguleika á verðlaunum í Prince Polo leiknum því öll svipbrigði eru tekin góð og gild. Eina skilyrðið er að Prince Polo sjáist vel á ljósmyndinni og að hún sé póstlögð fyrir 10. ágúst Úrval mynda mun birtast hálfsmánaðarlega í Dagskrárblaði Morgunblaðsins í allt sumar. „Besta Prince Polo brosið" verður svo valið og kynnt í blaðinu 18. ágúst. Keppt er um fjölda glæsilegra vinninga. Taktu þátt og sendu mynd! Utanáskriftin er: Besta Prince Polo brosið, Pósthólf 8511,128 Reykjavík. ÁRLEGUR barna- og unglingadag- ur SVFR við Elliðavatn var haldinn um síðustu helgi og heppnaðist prýðilega að sögn Stefáns Á. Magn- ússonar umsjón- armanns barna- og unglingastarfs SVFR. Alls mættu 27 félags- menn 16 ára og yngri ásamt systkinum og for- eldrum. Alls veiddust 18 urriðar sem vógu á bil- inu 200 til 350 grömm. Aflakló dags- ins var Joscha T. Orloff, 12 ára gamall og nýgenginn í SVFR, en hann veiddi 7 urriða. í stúlknaflokki sigraði Ásdís Björg Ólafsdóttir, 14 ára, með fjóra urriða og hún veiddi einnig stærsta fisk dagsins sem var 350 grömm. Alls voru 9 krakkar með afla. Að sögn Stefáns var mikil og góð stemmning hjá veiðifólkinu og væri þegar komin mikil eftirvænting eft- ir næsta dagskrárlið í barna- og unglingastarfinu, en það eru tveir veiðidagar í Elliðaánum, annar í júlí og hinn í ágúst. Síðan yrði klykkt út í haust með uppskeruhátíð að vanda. Rassblauti forstjórinn Eitt af því sniðugasta sem hér er selt og framleitt af því sem kalla má aukabúnað stangaveiðimanna eru sætaábreiðurnar sem eru fram- leiddar og seldar í Skóstofunni á Dunhaga. Lárus Gunnsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði byrjað með þessa fram- leiðslu fyrir nokkrum árum og væri nú svo komið að hann hefði ekki undan. „Nú síðast var hjá mér einn af þekktari forstjórum í Reykjavík. Hann var farinn að ganga undir nafninu rassblauti forstjórinn. Hann hefur verið að veiða hér og þar öll sumur og bflsætin þornuðu aldrei á milli. All- ir farþegarnir fram í bflnum hjá honum urðu og rassblautir. Þess- ar ábreiður eru sannkölluð þarfa- þing,“ sagði Lárus. Stofnar hasla sér völl Veiði gengur prýðisvel í Tanga- vatni í Landsveit, en í það er sleppt eldissilungi sem Sveinn Sigurjóns- son á Galtalæk, eigandi vatnsins, el- ur sjálfur . Sveinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri bú- inn að snúa sér algerlega að urriða og svo hefði hann sleppt nokkru af smálaxi að auki. Hann hætti með bleikju vegna þess hve hún var dyntótt að taka agn. Urriðinn er „Skaftfellingur eins og ég sjálfur," sagði Sveinn og bætti við að hann væri af Grenlækjarstofni og svo skemmtilega vildi til að fiskurinn heldur silfurlitnum sem menn álíta að fylgi sjógöngu. „Það er annars merkilegt, að ég hef séð bleikjur í vatninu sem eru komnar af hrygn- ingu eldisfiska og í fyrra fann ég tvo unglaxa sem leituðu úr vatninu. Laxinn hefur því einnig hrygnt. Eg hef giánd sem kemur í veg fyrir að fiskur sleppi, en til að hafa vaðið fyrir neðan mig þá hef ég m.a. ekki afráðið að sleppa regnbogasilungi í vatnið,“ sagði Sveinn. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI KÓPAVOGUR GRAMMAR SCHOOL Nám sem nýtist þér! Framhaldsnám á skrifstofubraut Nú stendur yfir innritun í framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á töivunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Kennt frá 17.20 til 21.00, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og frá kl. 9.00 til 13.00 á laugardögum. Inntökuskilyrði: Nemendur sem lokið hafa a.m.k. 5 önnum í framhaldsskóla eða hafa sambærilega menntun. Þeir nemendur sem hafa lokið námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennsla hefst 30. ágúst en innritun stendur yfir til 25. júní. Upplýsingar veitir kennslustjóri bóknáms milli kl. 9.00 og 15.00. MENNTASKÓLINN I KÓPAVOGI Ferðamálaskólinn - Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskólinn Digranesvegur - IS 200 Kópavogur - fsland Simi/Tel: 544 5510. Fax 554 3961.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.