Morgunblaðið - 10.08.1999, Page 2

Morgunblaðið - 10.08.1999, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Eyjamenn fögnuðu sigri í Grindavík Hlynur var bjarg vætturinn MARK fyrirliða ÍBV, Hlyns Stefánssonar, tveimur mínútum fyrir leikslok gegn Grindavík, innsiglaði sigur liðsins á Grindavík í heimsókn þess til Suðurnesjamanna á sunnudaginn; lokatölur 2:1. Sigurinn var e.t.v. ekki sanngjarn miðað við gang leiksins þar sem jafntefli var meira í spilunum. Hann var liði ÍBV nauð- synlegur í titilvörninni þar sem það fylgir KR eftir eins og skugg- inn sem fyrr og útlit fyrir hörkukeppni á síðasta þriðjungi leiktíð- arinnar. Eyjamenn voru mun sterkari framan af öllum fyrri hálfleik, léku oft og tíðum ágætlega úti á vellinum en gekk ívar brösuglega þegar Benediktsson nær dró markinu. skrifar Heimamenn héldu sig nokkuð til hlés og freistuðu þess að komast upp völlinn með skyndisóknum. Helsti veikleiki þeirra var hins vegar að þeir misstu knöttinn alloft á miðj- um eigin vallarhelmingi með þeim afleiðingum að hver sóknin buldi á marki þeirra á fætur annarri. Eyja- menn fengu sumsé oft fyrirhafnar- lítil sóknarfæri, sem þeim gekk illa að færa sér í nyt. Fyrsta almennilega marktæki- færið kom á 13. mínútu er Ingi Sig- urðsson sendi stungusendingu inn á Steingrím Jóhannesson, en Stein- grímur missti knöttinn aðeins of langt frá sér og Albert Sævarsson, markvörður Grindavíkur, hirti knöttinn áður en Steingrímur gat lætt honum í markið. Skömmu síð- ar tók Ingi horn og Hlynur skallaði rétt fram hjá. Rétt áður en Eyja- menn komust á blað fyrsta sinni varði Albert vel skot Inga af 20 metra færi og Hlynur átti þrumu- skot sem fór rétt yfir. Hinum meg- in vallarins var fátt um færi, Hlyn- ur var sem kóngur í ríki sínu í vörn- inni og Grindvíkingar komust lítt áleiðis. Sökum þess að Zoran Miljkovic var í leikbanni að þessu sinni hljóp Guðni Rúnar Helgason í hans skarð í vöminni og tókst ágætlega upp. Fyrsta mark Eyjamanna kom á 34. mínútu og var rökrétt framhald ÍÞR&mR FOLK ■ ARNÓR Guðjohnsen meiddist í nára á æfíngu sl. fimmtudag og gat því ekki leikið með félögum sínum gegn KR á sunnudaginn. ■ ZORAN Miljkovic lék ekki með ÍBV gegn Grindavík þar sem hann tók út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda. ■ SINISA Kekic var valinn knatt- spyrnumaður júlímánaðar í Gr- indavík og fékk hann af því tilefni styttu og gjafabréf á máltíð á mat- sölustað áður en viðureign Grinda- víkur og ÍBV hófst. ■ EINS klukkutíma seinkun varð á leik Grindavíkur og IBV sökum þess að ófært var frá Eyjum lengi vel á sunnudaginn. Loks þegar opnaðist fyrir flug tóku Eyjamenn næstu vél og lentu á Keflavíkur- flugvelli þar sem það var styttra að fara til Grindavíkur en frá Reykja- vík. Komu leikmenn ÍBV til Gr- indavíkur réttri klukkustund fyrir leik. „VIÐ áttum að vera búnir að gera út um leikinn, við vorum klauf- ar að tapa leiknum því möguleikinn á sigri var ekkert síður okkar megin,“ sagði Björn Skúlason, Grindvíkingur, og var daufur í dálkinn í leikslok. „Við áttum nokkur góð færi til að skora fram- an af síðari hálfleik en í lokin var meira jafnvægi á leiknum og þeim tókst með heppni að skora. Úrslitin eru okkur gríðarleg vonbrigði," sagði Björn ennfremur. „Sérstaklega af því að við vorum vel stemmdir fyrir leikinn og ætluðum okkur sigur.“ Bjöm segir að sigurmárk ÍBV megi skrifa á einbeitingarleysi liðs Grindavíkur, komið var nærri leikslokum og menn hafi efalaust verið famir að sætta sig við jafn- tefli. „Þá gleyma menn sér augna- blik og það er nóg til þess að tapa. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að leika upp á janftefli á lokamínútunum. Nú verðum við bara að hysja upp um okkur buxurnar á lokakaflanum. Fyrir utan leikinn við Breiðablik á dögunum eru liðin ekki að gera mik- ið á móti okkur, við erum aðallega að tapa á okkar eigin klaufaskap.“ „Grindvíkingar fengu sín tækifæri til þess að skora í síðari hálíleik, nýttu þá ekki, en við nýttum okkar og þar skildi á milli," sagði Hlynur Stefansson, fyrirliði ÍBV og sá sem skoraði sigurmarkið gegn Grindavík. „Það er alltaf gaman að skora, mað- ur gerir svo lítið af því í seinni tíð þannig að mökin eru ánægjuleg þeg- ar þau koma,“ sagði Hlynur um mark sitt tveimur minútum fyrir leikslok. Þetta var annað mark Hlyns á íslandsmótinu í sumar. „Leikurinn var jafn og Grindvík- ingar áttu alveg sömu möguleika og við. Eftir að við náðum forystunni í fyrri hálfleik bökkuðum við of mikið og þeir fengu sjálfstraustið og fengu möguleika til að gera út um leikinn. Við hins vegar höfðum þetta, ekki veitir af í keppninni við KR.“ Hlynur segir að þreytu gæti í herbúðum IBV eftir erfiða leiki og ferðalög að undanfömu og það hafi sett verulegt mark sitt á frammi- stöðu leikmanna að þessu sinni. „Þannig að ég held að við getum verið þakklátir fyrir stigin þrjú að þessu sinni.“ af því sem áður hafði gengið á í leiknum. Það kom einnig upp úr keimlíku færi og Steingrímur hafði fengið fyrr í leiknum og höfundur þess var Ingi Sigurðsson. Við markið færðist ró yfir ís- landsmeistarana, þeir færðu sig aftar á völlinn og slökuðu á klónni. Grindvíkingum óx ásmegin og sjálfstraust til sóknar. Scott Rams- ey gerði Eyjamönnum lífið leitt með lipurlegum leik og skapaði hann nokkrum sinnum hættu eins og framherjinn Grétar Hjartarson, sem ógnaði Eyjamönnum sífellt. Jöfnunarmark Grindavíkur á 41. mínútu kom upp úr samvinnu þeirra tveggja. Eftir jöfnunarmarkið hljóp nokk- ur harka í leikinn og því höfðu leik- menn gott af því er atkvæðalítijl og frekar slakur dómari leiksins, Ólaf- ur Ragnarsson, flautaði til leikhlés. Grindvíkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og höfðu uppi talsverða sóknartilburði fyrstu 20 mínúturnar og komu þeir Eyja- mönnum oft í nokkum vanda. Grét- ar skoraði mark á 57. mínútu sem réttilega var dæmt af vegna rang- stöðu. Skömmu síðar fékk hann því dauðafæri á markteig eftir send- ingu Óla Stefáns Flóventssonar. Birkir sýndi hins vegar hvers hann er megnugur er hann varði frábær- lega skalla Grétars út við stöng, hélt samt ekki knettinum sem hrökk í átt til Grétars á ný, en hon- um tókst ekki að skora enda greip hann nokkurt fát. Heldur dofnaði yfir leiknum og virtist sem Grind- víkingar hefðu gefist upp á að skora og ætluðu að sætta sig við jafn- teflið. Leikurinn var tíðindalítill um stund og fór aðallega fram á miðj- unni. Síðasta stundarfjórðunginn hljóp hins vegar skyndilegt fjör í leikmenn á ný og kom þá skemmti- legasti hluti leiksins, þar sem leik- menn drógu hvergi af sér. Ramsey átti glæsilega sendingu inn á Duro Mijuskovic sem brást bogalistin, einn gegn Birki í dauðafæri. Rams- ey átti einnig skot úr aukaspyrnu sem rétt fór yfir. Allt kom fyrir ekki en svo virtist Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson ÍVAR Bjarklind og Scott Ramsey í baráttu í Grindavík. sem einbeitingin væri betri í her- búðum Eyjamanna þótt leikmenn virkuðu talsvert þungir, margh- hverjir að minnsta kosti. Sigur- markið var þeim kærkomið og það fór vel á því að það skoraði sá leik- maður sem ásamt Birki Kristins- syni stóð upp úr í liði ÍBV, Hlynur Stefánsson. Markið var sem köld vatnsgusa framan í leikmenn Gr- indavíkur sem höfðu sætt sig við jafnteflið, eftir að hafa þó verið nærri því að skora. Hlynur og Birkir voru sem áður segir bestu leikmenn ÍBV að þessu sinni. Þá var Ingi Sigurðsson sterk- ur og gerði usla. Kom það einkenni- lega fyrir sjónir að honum skyldi vera skipt út af um miðjan síðari hálfleik. Goran Aleksic var lipur í fyrri hálfleik en minna bar á honum í síðari hálfleik. Baldur átti ágæta spretti, en aðrir geta eflaust gert betur. Gæfan var hins vegar með Eyjamönnum og er það vafalaust styrkleikamerki þegar lið vinna þrátt fyrir að eiga slaka leiki, ekki síst þar sem ÍBV hefur ekki gengið allskostar vel í Grindavík í gegnum tíðina. Grindvíkingar voru lánlausir að halda ekki a.m.k. öðru stiginu, sem þeir þurfa svo mjög á að halda í baráttunni í neðri hlutanum. Á móti kemur að Eyjamenn skortir einnig stig, þannig að jafntefli voru kannski slæm úrslit fyrir báða þótt ævinlega séu töpin verri. Grétar, Ramsey og Óli Stefán voru bestu menn Grindavíkur að þessu sinni. Nú er það Grindvík- jnga að bíta í skjaldarrendur á síð- asta spretti deildarinnar eins og undanfarin ár. Gestgjafar EM 2004 ákveðnir í október TILKYNNT verður í október hverjir verða gestgjafar úr- slitakeppni Evrópumóts landsliða árið 2004. Talsmað- ur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, skýrði frá þessu á mánudag, en fjögur lönd hafa sótt formlega um að halda keppnina. Það eru Portúgal, Spánn og Austur- ríki og IJngverjaland hafa lagt inn sameiginlega um- sókn. Gríðarleg vonbrigði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.