Morgunblaðið - 10.08.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 10.08.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓT í GOLFI ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 B S» Ivar Hjartarson Morgunblaðið/Golli iafa náð fugli á sjöundu braut - kom- enti Björgvin aldrei undir. Verð bara að sætta mig við þetta MÉR líður bara ágætlega. Ég verð bara að sætta mig við þetta. Ég náði ekki markmiðinu sem ég hafði sett mér í mótinu - að leika á tvö hundruð og áttatíu höggum. Ég var þremur höggum frá því,“ sagði Örn Ævar Hjartar- son, sem beið lægri hlut fyrir Björgvini Sigurbergssyni í umspili um Islandsmeistaratitilinn. „Ég er því ekki alveg sáttur, sérstaklega vegna þess að ég lék þennan hring ekki eins og ég ætlaði mér. Ég lék ekki af þeirri ákveðni sem ég vildi. Ég hitti líka ekki jafn margar brautir og æskilegt er og var oft í vandræðum með að hitta flatirnar. Ég var heldur ekki nógu ákveðinn í púttunum. Þetta var ekki eins og ég vildi hafa það,“ sagði Örn. „Þetta er ef til vill skiljanlegt. Ég hef aldrei verið í þessari að- stöðu - að vera í síðasta holli í landsmóti. Ég er heldur ekki van- ur að spila með svona marga áhorfendur," sagði hann. Með hvaða hugarfarí mættirðu til leiks fyrir hringinn? >,Ég var ekkert feiminn við þetta þegar ég mætti á svæðið. Ég hafði ákveðið að reyna að leika á 280 höggum og þurfti því að leika síðasta hringinn á tveimur undir pari. Það lagðist mjög vel í mig.“ Hvað hugsaðirðu á átjánda teig, þegar munurinn var tvö högg og ein hola eftir? „Ég taldi að ég yrði að fá fugl - að það væri eini möguleikinn á að jafna. Við vorum báðir á svipuðum slóðum eftir teighöggið. Ég áttaði mig ekki alveg á högginu sem hann sló. Sjálfur sló ég lélegt högg, um þrjátíu metrum of stutt. Ég vildi fá boltann alveg að stöng- inni. Ég sló heldur varfærnis- lega.“ Hvernig leið þér yfír púttinu fyrir pari á átjándu, sem þú varðst að setja í til að komast í umspil? „Ég var óvenju rólegur yfir því og sagði sjálfum mér að ég myndi fá mér einn feitan hamborgara ef boltinn færi í,“ sagði Örn og hló. Hann sagðist einnig hafa orðið ei- lítið undrandi á síðustu flötinni. „Fyrsta púttið hans kom mér á óvart því hann hafði púttað mjög vel af þessu færi. Hann virtist bara of varkár.“ Stí' 5f Morgunblaðið/Golli Fjórir 1 dagar í stuttbuxum ÖRN Ævar Hjartarson er jafnan rólyndislegur á að líta og er það enn á þessari mynd þótt hann hafi hér saxað á forskot Björg- vins Sigurbergssonar með góðu pútti. A myndinni til hliðar ósk- ar Öm Ævar Björgvini Sigur- bergssyni til hamingju með fs- landsmeistaratitilinn eftir að sá síðarnefndi hafði lokið leik á tí- undu braut, þriðju og síðustu holunni í umspilinu. ll ►lli 59 Sá að minn tími var kominn Björgvini Sigurbergssyni var létt eftir að hafa tryggt sér sigur í umspilinu við Örn Ævar Hjartarson. Sigurinn var honum sætur. Hann var á heimavelli, dyggilega studdur af klúbbfélögum sínum, og sýndi auk þess sálrænan styrk er hann hélt velli þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skakkaföllum á átjándu braut- inni, þeirri sem allir héldu að yrði lokahola mótsins. „Ég var ánægður með að þetta skyldi loksins vera bú- ið - að sigurinn skyldi loks vera í höfn,“ sagði Björgvin. „Það var gaman að vinna á heimavelli og mik- ilvægt fyrir mig að verða Islands- meistari þar. Það var notalegt að sjá hve margir fylgdust með, sem var raunar gott fyrir okkur alla. Mér finnst gaman að spila fyrir áhorf- endur og umgjörðin var skemmti- leg.“ Áður en úrslitin voru kunn hafði Björgvin sagt að samkvæmt hefð- inni væri sigurinn hans. Sigurpáll Geir Sveinsson varð íslandsmeistari árið 1994 og í fyrra. Björgvin sigraði árið á eftir Sigurpáli, 1995, og stóð fast á þeirri skoðun sinni að h;ð sama gilti um mótið í ár. „Ég sá að minn tími var kominn,“ sagði Björg- vin. Birgir Leifur Hafþórsson sigr- aði árið á eftir Björgvini, 1996, og Þórður Emil Ólafsson 1997. Er Björgvin var spurður hvort hann þyrfti þá ekki að bíða lengi eftir næsta sigri sínum, því Sigurpáll yrði að hampa bikamum fyrst, svaraði hann: „Nei, nei. Nú er allt mynstrið horfið, því Birgir Leifur er ekki lengur með.“ Þetta er skarplega at- hugað hjá Björgvini, því Birgir Leif- ur sem sigraði á eftir Björgvini síð- ast, er atvinnumaður og hefur því ekki keppnisrétt á Landsmóti. Þvi er ljóst að hefðin verður rofin á Akureyri á næsta ári og hyggst Björgvin vera þar fremstur í flokki. Ætlaði að slá fremst á flötina Björgvin sagðist mjög ánægður með hvernig hann sneri blaðinu við eftir mistökin sem hann gerði á átj- ándu brautinni, þar sem hann glat- aði tveggja högga forystu. „Ég varð svolítið vonsvikinn með að hafa ekki náð að gera út um mótið þarna. Það var slæmt að fá fyrsta skrambann í mótinu á síðustu holunni. Þetta var klaufaskapur. Ég sagði þó strax við sjálfan mig að það væru þrjár holur eftir og að það þýddi ekkert að svekkja sig á þessu. Ég var mjög ánægður með hvernig mér tókst að ýta þessu frá mér. Ég hafði leikið svo vel að ég kveið því ekki að fara í umspil. Við áttum báðir jafn mikla möguleika á sigri.“ Hvernig ætlaðirðu að leika braut- ina? „Ég ætlaði að slá fremst á flötina og sjá hvað Örn myndi gera. Það var erfitt fyrir hann að sækja fugl frá þeim stað sem hann var. Ég hefði farið brosandi á fyrsta teig í umspil- ið ef hann hefði fengið fugl og ég skolla. Ég sló hins vegar of fast. Adrenalínið var greinilega orðið mikið og ég var miklu ákveðnari í högginu en ég átti að vera. Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að nota fleygjárn eða níu-jám, tók níu-járn- ið og ákvað að slá létt högg. Ég hafði slegið mörg slík högg og gengið vel.“ Björgvin sagði að það hefði ekki verið ráðlegt að reyna að slá nærri holunni frá staðnum þar sem bolti hans lá innan um steinana. Þess í stað fór hann lengri leið og sló stutt inn á stærsta hluta flatarinnar. „Það var ekkert vit í því, með tveggja högga forskot. Ég þurfti þá að fara yfir steina og það eru sandgryfjur á bak við flötina. Hinn kosturinn var mun auðveldari. Örn var búinn að pútta og hann var ekki búinn að tryggja parið,“ sagði Björgvin. Hann kvaðst enn fremur ekki hafa hugað nógu vel að fjórða högginu, löngu pútti upp halla. „Ég var klaufi í fyrsta púttinu. Ég hafði púttað vel af þessu færi, en gaf mér ekki nógu mikinn tíma í þetta pútt. Ég fann það um leið og ég hafði lokið við það. Ég ætlaði mér greinilega að reyna að komast írá þessu spennulaust." Björgvin átti þá íyrir höndum pútt, sem hefði getað tryggt honum sigur, án alh'a vandræða sem umspili fylgja. „Það var bara aðeins of mikið brot í því. Ég hélt að boltinn myndi læða sér í, en hann beygði frá,“ sagði hann. Þetta var annað þrípútt Björg- vins í mótinu. Það fyrra var á sjö- undu flöt á fyrsta hring. ÖRN Ævar Hjartarson vakti mikla athygli á Landsmótinu í golfi, ekki aðeins vegna leiks síns, sem var oft og tíðum glæsilegur, heldur einnig vegna þess eins að hann lék alla hring- ina í stuttbuxum. Það þótti sjálfsagt á fimmtudag og föstudag, þegar veðurguð- irnir léku við mótsgesti. Hinsvegar var lengstum skýjað um helgina og var orðið heldur svalt þegar kvölda tók. Hvað var Örn þá að gera í þessum stutt- buxum sínum? „Ég setti mér tvenn markmið fyrir mótið. Annað þeirra var að leika á tvö hundruð og átta- tíu höggum, en hitt að leika alla fjóra dagana í stuttbux- um,“ sagði Örn. Hann fer brátt til stærðfræðináms í Louisiana-ríki í Bandaríkj- unum, en þar hóf hann nám í fyrrahaust. Mótsgestir voru því forvitnir og vildu vita hvernig Örn væri klæddur við golfleik þar. Hann vildi þó ekki svara því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.