Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Rauða hafíð
Áhugi Davíðs á köfun vaknaði
þegar hann dvaldist í ísrael árið
1993. Hann hafði þá lokið námi í
MH, var rúmlega tvítugur og lang-
aði til að ferðast um ísrael og Eg-
yptaland. „Ég fór til ísraels og
vann þar á samyrkjubúi, en vegna
peningaþurrðar fór ég að vinna á
báti sem sigldi með ferðamenn um
Rauða hafíð. Á kili bátsins voru
stórir gluggar og gátu ferðamenn
skoðað lífíð neðansjávar, fískana,
kóralana og jafnvel einstaka kafara
sem voru á sveimi. Þá spurði ég
sjálfan mig hvað ég væri að gera
inni ef ég gæti verið þarna úti. Ég
fór síðan á byrjunarnámskeið í köf-
un í Israel og eftir það varð ekki
aftur snúið. Eg fékk „bakteríuna".
Davíð kom heim en hélt síðan
aftur utan og dvaldi þá í Egypta-
landi þar sem hann stundaði köfun.
Hann fór síðan til Danmerkur þar
sem hann starfaði og bjó um tíma.
„Vorið 1996 „tók sjúkdómurinn
sig upp aftur“ og ég ákvað að ná
mér í atvinnuréttindi í köfun. Ég
fékk réttindi sem aðstoðarkennari
og leiðsögumaður og vann um tíma
í dönskum köfunarskóla. Frásagnir
starfsbræðra minna í köfunarskól-
anum af dvöl í Taílandi urðu til
þess að ég fékk áhuga á landinu, og
ekki síst hafínu. Þá lá beinast við
að fljúga suður á bóginn, sem ég og
gerði. Ég hafði ekki loforð um
vinnu þegar ég kom til Taílands en
fór á milli staða og komst svo að í
einum köfunarskólanum. Um jólin
‘96 fékk ég svo kennsluréttindi
frá alþjóða fyrirtækinu
PADI, sem þjálfar
kennara og prófar
í köfun, og eft-
ir þeirra
kerfi kenni
Davíð ásamt Jóni Snæberg í
Rauða hafínu þar sem ævintýr-
ið byrjaði.
Fiðrildafiskar. Dæmigerðir nffiskar. „Þeir eru afar félags-
lyndir, alitaf saman í hópum. Fyrirsætan blundar í þeim, um
leið og þeir sjó myndavélina snúa þeir sér til að ljósmyndar-
inn nái fögrum vangasvip þeirra."
Henm leist nú ekkert a
blikuna þvi það rigndi
sex fyrstu vikurnar."
t Davíð með unnustu
H sinni og fyrrum nem-
anda í köfun, Ann
Ri Sangthong.
Sefjandi heimur
Davíð býr á eyjunni Phuket
ásamt sambýliskonu sinni Ann
Sangthong, sem var einn af fyrstu
nemendum hans í köfunarskólan-
um. Hún starfaði lengi á hollenskri
ferðaskrifstofu í Phuket en rekur
nú eigin ferðaþjónustu. Davíð hef-
ur ýmist starfað sem fastráðinn
kennari við köfunarskóla eða verið
í lausamennsku.
„I flestum tilvikum starfa ég í
tengslum við skólana. Þeir hringja
í mig ef þá vantar mann til að
kenna og leiða hópa í köfunarferð-
um. Þá er siglt út að eyjaklasa í
Andamanshafí og stundum upp til
Burma, og kafað þaðan. Ferðirnar
taka oftast fjóra til tíu daga. Sem
leiðsögumaður gæti ég öryggis
bæði á bátnum og í köfun, og sýni
og fræði fólkið um vistkerfíð sem
: --'ilMiiflr -
■■■■
■ -~^ji JflWWLi—-
STÆRSTI hluti jarðar er undir
vatni og þar er falleg furðuveröld
sem aðeins fáir menn fá að sjá. Da-
víð Sigurþórsson kafari nýtur
þeirra forréttinda að sjá dýrðina
því að djúpin eru vinnustaður hans.
Hann hefur verið kaf'ari í sex ár,
síðustu þrjú árin í Tælandi þar sem
hann býr. Hann kafar með ferða-
menn og atvinnuljósmyndara í haf-
inu við Taíland og Burma, eða
Myanmar eins og landið heitir nú,
og þekkir hegðunarmynstur há-
karls ekki síður en rækjunnar. Á
sumrin kemur hann heim til Is-
lands, stundar garðyrkjustörf og
kannar lífríkið ofanjarðar. En að
sjálfsögðu er lífíð neðansjávar for-
vitnilegra fyrir þá sem fara sjaldan
með höfuðið í kaf.
Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson
Ókindin. títhafshákarl um þrír metrar á lengd. „Hann var búinn að vinna sig upp í ákveðið ætistuð og straukst við höfuð mér. Hann var áræðnari,
annað augað hvítt, auðsjáanlega gamall harðjaxl."