Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 3

Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ þrífst neðansjávar. Fólkið sem ég fer með er flest með réttindi í köf- un og þeim sem hafa þau ekki kennir maður. Þótt fólk sé vant að kafa, fer það yfirleitt ekki á staði þar sem það þekkir hvorki landslag né strauma nema í fylgd leiðsögu- manns.“ Hvernig tilfinning er það að vera undir yfirborðinu? „Það er eins og að koma í nýja veröld. I sjónum hreyfa menn sig í þyngdarleysi og geta stjórnað floti sínu. Ef þeir kafa yfir sprungur og gil, finnst þeim sem þeir fljúgi yfir fjöll og firnindi. Margir eru taugaóstyrkir þegar þeir kafa í fyrsta sinn og verða að yfirvinna ótta við ímyndaðar hætt- ur. Ég verð ósjaldan að beita sál- fræðinni, sýna vissa umhyggju og vera léttur og brosandi, jafnvel þótt aðstæður séu kannski ekki sem bestar. Nemendur horfa ætíð á kennarann til að sjá hvernig hann bregst við. Ég leiði hópinn svo um þessa veröld, oftast fer ég með tvær til átta manneskjur niður i einu. Þær eru ekki tengdar bátnum með taumi, eru aðeins með loftkút og hann dugar í um það bil þrjú korter. Það er manninum ekki eig- inlegt að anda í kafi og það getur tekið suma svolítinn tíma að venj- ast þvi. En einn dag venjast menn öndun og hreyfingu og þá verða þeir sem selir á sundi. Fólk sem er með yfirlýsingar um eigin vanhæfni í köfun áður en lagt er í hann í fyrsta sinn, kemur ljóm- andi upp og spyr: Hvenær get ég farið aftur?“ Hvað er það sem heillar það svona? „Það hefur lengi langað til að sjá þessa veröld. Um sjötíu prósent jarðar er undir vatni, veröld sem fæstir sjá en er þó áþreifanleg. Þegar ég ferðast til framandi staða nægir mér ekki að vera ofansjávar, ég verð líka að sjá það sem er neð- ansjávar, enda er það miklu fal- legra. Dagsbirtan nær oft niður á 30 metra dýpi og hvítur sandurinn endurkastar birtunni. Menn sjá furðulega veröld, allt að því „súrr- ealíska“. Stundum minnir hún á teiknimynd. Litadýrðin er ótrúleg og formin óraunveruleg. Það er líka mjög sefjandi, draumkennd til- fínning að vera neðansjávar, fólk heyrir fá hljóð. Þetta er eins og að vera í draumaveröld. A marga hef- ur það afslappandi og róandi áhrif. Köfunarferðir eru mjög vinsælar meðal fólks úr viðskiptalífinu. Þeg- ar höfuðið er komið í kaf missir það tengslin við hinn harða heim sem ríkir ofansjávar og gleymir hvert það er.“ Ókindin Köfunarferðir eru ekki síður vin- sælar hjá spennufíklum. Hjá þeim fer adrenalínið fyrst í gang þegar þeir komast í selskap hákarla. Og Davíð veit hvar þeir halda sig. „Reyndar fer mjög óverðskuldað orðspor af hákörlum, kolkröbbum og þess háttar skepnum. Yfirleitt eru þetta meinlaus dýr, en þó er betra að fara að öllu með gát. Við erum gestir í umhverfi þeirra og okkur ber að sýna lífríkinu og um- hverfinu virðingu. Mergui-eyjaklasinn við Burma hefur verið lokaður frá stríðsárum en er nú að opnast. Eyjarnar eru mjög spennandi, mannaferðir hafa verið fátíðar og skepnur bæði ofan- og neðansjávar því óvanar mannin- um. Á eyjunum lifa villtir fílar og tígrisdýr og hafið er krökkt af há- körlum, tegundum sem við vissum ekki áður að væru til. Þar má með- al annars finna hvalháfinn, há- karlategund sem getur orðið um 17 metrar á lengd. Hann er svifæta með stærðarkjaft, en sauðmein- laus. Fyrir marga er það hápunkt- urinn að sjá þessa skepnu og hún er eftirsótt myndefni fyrir kvik- myndagerðarfólk og Ijósmyndara. Frá meginlandinu og að vinsæl- um köfunarstap í Burma er um tólf tíma sigling. Á þeim stað eru út- hafshákarlar um þrír metrar á lengd. Þar eru ekki hinir dæmi- gerðu og stuttu rifhákarlar sem eru orðnir mannvanir og sem sjást æ sjaldnar á fjölförnum slóðum kafara. Uthafshákarlinn er óvanur mönnum og því ekki hræddur við þá. En yfirleitt eru hákarlar hræddir við okkur og í þeim tilvik- um sem þeir hafa ráðist á menn hafa þeir ef til vill tekið feil á fólki og sel eða skjaldböku. Þeir nema bylgjur og þegar menn skutla fisk gefur saerður fiskurinn frá sér bylgjur. I misgripum bíta hákarl- arnir svo í kafarana. Þeir ráðast ekki á fólk alla jafnan, en maður getur þó aldrei fullyrt neitt í þeim efnum.“ Hefur enginn þeirra gerst nær- göngull við þig? „Reyndar jú, einn er mér minn- isstæður. Sums staðar er hákörlum gefið að éta til að laða þá að, og þegar hákarlar á þessum stað heyra vélarhljóð koma þeir í von um að fá æti. Eitt sinn kom ég á köfunarstað með lítinn hóp stuttu eftir að hákörlum hafði verið gefið að éta. Þá eru þeir nærgöngulir, hafa unnið sig upp í ákveðið ætist- uð og vilja meira. Maður verður að vera varkár, halda sig við botninn og líta vel í kringum sig því þeir koma að manni úr öllum áttum. Mér hafði skolað aðeins burt frá samfylgdarmönnum og fjórir há- karlar voru farnir að sveima í kringum mig. Ég var að benda öðr- um kafara á hákarl til að mynda og skildi ekki hvers vegna maðurinn benti í sífellu á mig í stað þess að koma sér að verki. En þá hafði ég ekki gætt að mér og var kominn með einn nærgöngulan yfir höfði mér. Oftast fælir maður þá frá sér með loftbólum, andar að sér og frá sér þegar þeir nálgast, en þessi lét ekki segjast. Hann var áræðnari, annað augað hvítt, auðsjáanlega gamall harðjaxl. Þetta var í fyrsta sinn sem ég komst nálægt því að ljúka við loft- SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 B 3 hágæða ofnar Einu ofnarnir sem hlotið hafa vottun frá Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á íslandi. Rekstrarþ rýsti n g u r MPa (10bar) íslenskur staðall. ÍST EN 442. OFNASMIÐJA REYKJAVIKUR Vagnhöfða 11 • TI2 ReykJavíK • Sfmi: 577-5177 • Fax: 577-5178 ofnasmldjareykjavikurðslmnet.is Fréttir á Netinu tg>mbl.is SUMARAUKI FYRIK HANDHAFA FIÖFSKYI DUKOpMS Vikuferð í sólina á Benidorm m eða Mallorca á aðeins 24.900!* ÖRUGGLEGA i bá er tækiíæri nuna tn ao wua - „LbbumVöku-HelsafefeW' Handhöfum Fjölskyldukortsins býðst nú sannkallaður sumarauki á ótrúlegu tilboðsverði. Cala Mandia á Mallorca dagana 6.-13. september á verði frá kr. 24.900 miðað við 4 í íbúð en kr. 29.900 miðað við 2 í íbúð. Cala Mandia er sannkölluð fjölskylduparadís með frábærri aðstöðu til íþrótta, leikja og skemmtunar. Gist er á Punta Reina í fallegum, loftkældum Benidorm á Spáni dagana 7.-14. september á verði frá kr. 24.900 miðað við 4 í íbúð en kr. 29.900 miðað við 2 í íbúð. Á Benidorm eru óþrjótandi möguleikar á afþreyingu og skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Gist er á Levante Club í góðum íbúðum. Félagar í klúbbum Vöku-Helgafells fá Fjölskyldukortið án endurgjalds og geta nýtt sér þetta frábæra tilboð. Skráning í ferðina fer fram hjá Samvinnuferðum-Landsýn í síma 569 1010 og hefst á morgun, mánudag. Takmarkað sætaframboð! Fyrstir panta fyrstir fál . HOUSE ÁTT einhvern af hinum sig þá fyrir a, nanudvm--- oS ýmSa Kluuua --------- ttritónlist, Laxnesskhibbin jy^ ^ ^þess að geta ráð þig hjá VQku-He ga að bíða? *' Þessar einstæðu Íerðrn ^ eft ^________ k. •Miðað við 4 í íbúð. Innifalið er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjóm. Verð miðast við staðgreiðslu. SamvimHriirlnisn VAKA-HELGAFELL f~Jónlhttir\afn ásRrtlte) nújjyjkfMjómtnitm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.