Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Marglytta. Á stærð við sundbolta. „Hún er fljótandi vistkerfi. Tún-
fiskarnir leita verndar hjá henni og þetta er ekki anialegt húsnæði
sem þeir hafa til umráða. Höll með súlum og göngum, en baneitruð."
Ljónfiskur. „Angar hans og uggar eru eitraðir og hafa margir farið
flatt á því að sýna honum bliðuhót. Annars er þetta værukær náungi
sem kærir sig ekki um umstang."
ið úr kútnum, svo hratt gekk á
það!
Þessi „ókind“ straukst við höfuð
mér og ég neyddist til að gefa
henni einn á’ann með myndavélinni
til að hún léti segjast. Fór svo til
félaga minna og lauk við mitt loft.
Það hvarflaði að mér svona eftir á
að ég hefði kannski verið í hættu.
í heitum sjó er minna um hættu-
lega hákarla, hvítháfana svo-
nefndu. Þess má kannski geta að
mesta fjölda hvítháfa miðað við
stærð hafsvæðis er að finna í Mið-
jarðarhafinu. Skráðar heimildir um
árásir hákarla á fólk á þeim stað
eru þó engar tíl.“
Daglegt amstur
rækjunnar
Næturköfun er einnig vinsæl
meðal þeirra sem þrá spennuna.
„Það fer aðeins fiðringur um
menn þegar þeir fara með lugtina
niður í myrkrið. Og þá sjá þeir aft-
ur nýjan heim. Fiskar og önnur
kvikindi sem sofa á daginn fara á
kreik í ljósaskiptunum, kóralar
verða loðnari, litadýrðin meiri og
veiðin fer í fullan gang.“
Og hvaða kvikindi hrífa kafarann
mest?
„Eg er hrifinn af litlum kvikind-
um sem oft eru mun litríkari og
furðulegri en þau stærri. Mér
finnst skemmtilegast að fara hægt
yfir og fylgjast með hegðunar-
mynstri þeirra, makavali, félagslífi
og daglegu amstri. Sjá rækjumar
hreinsa fiska og slást um æti og yf-
irráðasvæði. Atgangi þeirra má oft
líkja við vinnu á bílaþvottastöð.
Þær bíða í hóp saman eftir kúnnan-
um, og þegar hann kemur svo
brunandi inn á stæðið stökkva þær
á hann allar sem ein og þrífa hann
og hreinsa rösklega. Á meðan bíða
aðrir kúnnar hinir rólegustu eftir
að röðin komi að þeim.
Þetta er furðulegur heimur og
fjölbreytileikinn er óendanlegur. I
hverri einustu köfun sér maður
eitthvað nýtt. En þótt tveir menn
kafi saman sjá þeir ekki alltaf það
sama.
Kvikmyndagerðarmenn og ljós-
myndarar sem ég kafa með taka
ekki annað í mál en að sjá hákarl
og risaskötu, þannig myndir selj-
ast. Þeir hafa af þeim sökum minni
áhuga á hinu smáa. Oftast er fólk
upptekið af því að vera í þessari
veröld og fá að gleyma stað og
Trúðafiskur. Pínulítill og hugaður. „Hann býr sér heimili í sæfífli og ver sambýling sinn með kjafti og klóm,
goggar jafnvel í kafarann og kippir í ermi hans. í raun er það sæfífillinn sem ver trúðafiskinn með eitruð-
um öngfum sínum og í staðinn heldur sá síðarnefndi sníkjudýrum frá og sér um hreingerningar.“
Sæhestur. Á stærð við blýant. „Hann er ofveiddur og orðinn afar sjaldgæfur neðansjávar. Hins vegar má
sjá hann í tugatali þurrkaðan sem lyklakippu á mörkuðum, og Kínveijar nota hann í Iyf.“
stund. En eftír því sem fólk fær
meiri reynslu fer það að taka betur
eftir því sem er að gerast í kring-
um það, og þá eykst ánægjan."
Þingvallavatn ævintýri
En þótt félagslífið sé blómlegt
neðansjávar er það ekki síður
áhugavert ofansjávar. Og hvernig
er það fyrir Islending að búa í
Tælandi?
„Það hefur bæði sína kosti og
galla. Veðrið er gott, alltaf sól og
blíða, fólkið alúðlegt og maturinn
með því besta. Þetta er mjög þægi-
legt líf, annað verður ekki sagt.
Gallinn er hins vegar sá að maður
er alltaf útlendingur og sem slíkur
ætíð í órétti. Útlendingar eru ríkir
á mælikvarða Tælendinga og því
finnst þeim síðarnefndu sjálfsagt
að útlendingar borgi brúsann til
dæmis ef um smáárekstur er að
ræða, hvort sem þeir sjálfir eru í
rétti eður ei. Og best er að borga
bara, þegjandi og hljóðalaust. En
flestir era mjög vingjarnlegir og
maður verður ekki var við streitu
eða þetta lífsgæðakapphlaup sem
tíðkast hér heima.“
Á sumrin er rigningartími í
Taílandi og þá kemur Davíð heim
til Islands.
„íslenska sumarið togar í mig,
ég fæ alltaf fiðring á vorin. Þá vil
ég koma heim og endurnýja tengsl-
in við landið.“
I þetta sinn kom unnustan með
honum og hvernig leist henni á
landið og fólkið í norðri?
„Henni leist nú ekkert á blikuna í
fyrstu því það rigndi sex fyrstu vik-
urnar. Það var dálítið óheppilegt
fyrir mig því sem sannur þjóðernis-
sinni hafði ég lýst því yfir að nafn
landsins segði ekkert til um veður-
far þess. En veðrið batnaði og nú
líst henni vel á landið. Henni finnst
hins vegar lífið vera hraðara hér en
úti og hefur orð á því að fólk sé á sí-
felldum þönum. En hún hefur unnið
mikið með útlendingum og þekkir
orðið vestrænt hugarfar.“
Tengslin við landið neðansjávar
eru oft endurnýjuð líka, en hver er
munurinn á að kafa hér og í höfum
heitu landanna?
„Hvað sjálfa köfunina snertir er
munurinn meðal annars fólginn í
hitastigi vatnsins. í Taflandi er ég í
léttum búningum en hér kafar fólk
oftast í þurrbúningum sem eru
kannski ekki alveg eins meðfæri-
legir. En það venst þó fljótt og er
smávægileg fórn fyrir þá frábæru
lífsreynslu sem köfun er. Aðstaðan
til köfunar og námskeiðahalds er
líka sífellt að batna hérlendis og
það er mikil uppsveifla í greininni.
Það er ekki langt síðan að menn
nánast kenndu sjálfum sér að kafa
hér á landi, en núna getur næstum
hver sem er lært köfun undir hand-
leiðslu reyndra kennara.
Mér finnst gaman að kafa hér.
Lífríkið er allt annað, litadýrðin er
að vísu ekki eins mikil, þorskurinn
er ekkert sérlega litfagur, en mað-
ur sér seli, höfnmga og skepnur
sem maður sér ekki í suðurhöfum.
Landslagið er líka ólíkt, bæði í
sjó og vötnum. Þingvallavatn er
ævintýri líkast. Vatnið er kristal-
tært og skyggnið því afar gott, eins
og kafarar segja. í Þingvallavatni
kafa menn í gjám, Silfra er sér-
staklega áhugaverð, fara ofan í
gljúfur og gil, inn í hella og gegn-
um göt og göng, og sjá magnaðar
hraun- og bergmyndanir."
Hvort Davíð kafar í köldum eða
heitum sjó í framtíðinni er enn á
huldu. Framtíðarákvörðun er ekki
enn komin upp á yfirborðið. „Eg er
orðinn góðu vanur. Með köfun sá
ég leið til að ferðast og vinna fyrir
mér. Ég verð í Taflandi næsta vet-
ur en síðan ætla ég að endurskoða
málin hvað búsetu snertir. Það eru
margir staðir bæði ofan- og neðan-
sjávar sem ég get hugsað mér að
kanna nánar.“
Hvað er skemmtilegast við þetta
starf ef frá er talið félagslíf smá-
dýranna?
„Mér finnst skemmtilegast að
fara með fólk í fyrstu köfun. Það er
svo gefandi að fara með taugaó-
styrkt fólk niður í djúpin og sjá það
koma upp aftur í sigurvímu."