Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 B 7 Hannesar Hlífars? „Hann þarf fyrst og fremst að vera góður á taugum - hafa stáltaugar, það skiptir miklu máli. Það er hins vegar ekkert ein- falt fyrir menn að verða taugasterk- ir, ef þeir eni það ekki frá náttúr- unnar hendi. Slíkt er erfítt að læra að ráði. Það er að vísu hægt að læra að vinna undir álagi og stunda heilsurækt en það dugir ekki nema að ákveðnu marki,“ segir Hannes. Sjálfur hefur hann stundað heilsu- rækt stundum en ekki nóg; „ég þarf að taka mér tak núna,“ segir hann og brosir. Ekki telur Hannes að þeir framúrskarandi skákmenn sem hann hefur kynnst um dagana hafi endiiega neinn sérstakan sameigin- legan eiginleika sem geri þá að góð- um skákmönnum. „Þeir eru mjög mismunandi en oft er hægt að sjá stíl þeirra við skákborðið endur- speglast í persónunni sjálfri. Ulf Ánderson var á yngri árum þekktur fyrir hinn hvassa stíl sinn en svo fór hann að tileinka sér hæglætislegri stfl, reyna t.d að vinna skákir á endatöflum. Þegar ég kynntist manninum fannst mér þetta ekki einkennilegt, ég fann að þetta var hæglætismaður - hann tefldi í sam- ræmi við sína persónugerð. Það kemur svo sem ekki mikið fram á mótum hvort menn eru skemmti- legir eða leiðinlegir sem persónur, en auðvitað utan þeirra. Það hefur stundum komið upp á mótum að menn ásaka hvor annan fyrir „sál- fræðihemað". Þetta kom t.d. upp svo sem kunnugt er í einvígi Kar- povs og Kortsnojs. Þegar mótin eru löng og teflt er við sama manninn verður sálfræðiþátturinn talsvert fyrirferðarmeiri en ella. Sjálfur hef ég ekki lent mikið í þessu, en aðeins þó. Á Ólympíumóti voru skákmenn frá Kasakstan t.d. með ýmis „trick“ svo sem að standa fyrir aftan stól mótstöðumanns míns og rugga sér. Ég lét það atferli ekki trufla mig. Þetta var einu sinni leikið við Jón Hjartarson, hann sagði að bragði: „Sit down,“ og það dugði. Ég á yfir- leitt auðvelt með að einbeita mér, en auðvitað er það ekki einhlítt. Það hefur reynst mér vel að standa þá upp frá borðinu, fá mér kaffi og brjóta aðeins upp stöðuna. Þá kem- ur maður oft frískur að borðinu aft- ur og sér nýja möguleika í stöð- unni.“ Erfitt að sofna eftir tapaða skák Ætli taugaspennan haldi aldrei vöku fyrir Hannesi á mótum? „Það kemur fyrir, sérstaklega getur ver- ið erfitt að sofna eftir að hafa glutr- að niður gjörunninni stöðu og tapa. Manni verður ekki svefnsamt í bráð eftir slíka atburði," segir Hannes og hlær. „Ég man eftir einu atviki úr meistaramóti unglinga, 20 ára og yngri. Ef ég hefði gert jafntefli í umræddri skák hefði ég orðið Evr- ópumeistari unglinga á þessu móti. Ándstæðingurinn fórnaði manni - ég tók ekki manninn og tapaði skák- inni og varð í öðru sæti eftir að hafa verið efstur þar til í síðustu umferð- inni. Þessu var erfitt að kyngja, ég sofnaði seint eftir það tafl. Ég tefldi við þennan sama mann í fyrra um réttinn til þess að komast á heims- meistaramótið í Las Vegas. Þá vann ég hann mjög örugglega og hafði gaman af því - minntist þá um- rædds atriðis mjög vel.“ Skák er fyrst og fremst einstak- lingsíþrótt en stundum eru þó send lið skákmanna á mót, t.d. Ólympíu- mót; er það ekki góð tilbreyting? „Jú, það er mjög gaman að vera í slíku liði, það skiptir líka máli að lið- sandinn sé góður. íslendingar hafa oft staðið sig betur í liðakeppni. Is- lensku skákmennirnir hafa það framyfir þá sem eru í erlendu liðun- um að þeir þekkjast yfirleitt mjög vel, koma enda frá sama staðnum, Reykjavík, meðan erlendu skák- mennirnir koma víðs vegar að úr sínum heimalöndum. Islenskur skákstfll er að mörgu leyti í ætt við hinn rússneska skóla. Við Islend- ingar vinnum sjaldan stórt þegar við teflum við austantjaldslöndin, en aftur á móti getur okkur gengið vel við lið t.d. frá Suður-Ameríku, þar sem skákstíllinn er talsvert ólíkur okkar. Atvinnumennska er ekki mjög auðveld í skák. Á Norðurlöndum eru menn t.d. mikið í því að skrifa í blöð og tefla í skákklúbbum fyrir borgun, þannig er það líka í Þýska- landi. Hér er mjög vel búið að skák- mönnum að mínu viti. Þeir hafa tækifæri til þess að kenna og fá laun fyrir, ef svo væri ekki væri þetta vonlítil barátta. Víðast hvar er atvinnumennska erfið nema að menn séu komnir í hóp hinn tuttugu bestu í heiminum. Sumir skrifa skákbækur, en það er mikil vinna og fremur illa borguð. Hins vegar hefur löngum verið mjög nauðsyn- legur þáttur að hafa aðgengilegt gott lestrarefni um skák. Tölvumar eru núna orðnar mjög mikilvægar, ekki síst Netið. Ég tefli ekki mikið á Netinu en nota það til þess að fylgj- ast með skákum beint. Ég er áskrif- andi að skákgögnum og fæ um 50 Skákmenn eru mjög mis- munandi en oft er hægt að sjá stíl þeirra við skákborðið endurspeglast í persónunni sjálfri. þúsund skákir í hverjum mánuði til þess að skoða. Lætur stundum hugboðið ráða Að sögn Hannesar hefur skák ekki breyst mjög mikið nema hvað snertir byrjunarkunnáttu. „Núna eru menn komnir með tölvufori’it sem hægt er að nota til að skoða skákbyrjanir, athuga með hugsan- lega afleiki og mistök. í flóknum stöðum þar sem reiknikunnáttu er þörf er mikið lið í tölvunni. Hægt er líka að skoða skákir andstæðings mjög nákvæmlega í tölvu og finna út hvar hann er veikastur fyi'ir; þetta hjálpar. I dag eru allir með tölvur og geta séð hvaða byrjun var tefld í hverri og einni skák tiltekins manns síðustu mánuði. Þá er mikil- vægt að hafa á takteinum margvís- legar byrjanir þannig að ekki sé hægt að „kortleggja" mann hvað það snertir." Skyldi Hannes alltaf fara eftir fyrh’fram áætlun í upphafi skáka eða skyldi hann láta hugboð ráða? „Yfirleitt fer ég að skákborð- inu með tiltekna byrjun í huga en fyrir kemur að ég fæ hugboð um að réttara væri að hefja skákina öðru- vísi og læt það þá ráða. Ég er þó ekki hjátrúarfullur við skákborðið. Þótt mig dreymi eitthvað fyrir mót sem ég gæti túlkað á einhvem ákveðin veg þá reyni ég að gera það ekki, ég reyni þvert á móti að hafa óvissuþáttinn sem stærstan. Jafnvel þótt ég hafi á tilfinningunni að mér muni ganga vel þá læt ég það ekki í ljós og leyfi mér ekki að hugsa um það. Oft hefur mér gengið vel einmitt þegar ég býst ekki við neinu. Þá er um að gera að láta vel- gengnina ekki hafa þau áhrif að maður tapi einbeitingunni." Þegar Hannes er spurður um uppáhalds skákmann sinn þegir hann litla stund og svarar svo; Kar- pov. „Hann hefur sérstakan skák- stfl, hann vinnur oft þegar staðan er jöfn. Hann hefur óvenjulega mikla hæfileika til að vinna úr slíkum stöðum. Þegar maður fer yfir skák- irnar rennur upp fyrir manni hægt og rólega hvemig hann vinnur úr svona stöðum. Karpov er rólegur maður og það er erfitt að sjá við fyrstu sýn á honum að hann sé svona góður að tefla. Hann leynir á sér. Kasparov er hins vegar fyrst og fremst krafmikill skákmaður og hefur góða reikningshæfileika. Spassky var hæfíleikamikill skák- maður en latur við heimavinnuna. Hann var þó aldrei skákmaður á við Karpov. Kortsnoj er enn að tefla, hann er 68 ára og hefur staðið sig mjög vel að undanförnu. Það er því aldrei að vita hvenær hápunktinum er náð á skákferlinum," segir Hann- es Hlífar. Að lokum ræðum við um nauðsyn þess fyrir skákmann að fara vel með sig. „Áfengi hefur t.d. slæm áhrif, það getur verið í lagi að fá sér einn eða tvo bjóra til að slaka á eftir taflmennsku, en meira má það ekki vera. Það er yfirleitt mikilvægt til þess að ná árangri að hafa taugarn- ar í lagi eins og fyrr sagði. Liður í því er líka að hafa góða fótfestu í líf- inu yfirleitt, helst að eiga íbúð og hafa að öðru leyti gott bakland,“ segir Hannes. Hann er greinilega að vinna samkvæmt þessari kenn- ingu, hann er um þessar mundir að koma sér fyrir í íbúð sem hann hef- ur nýlega fest kaup á við Miðstræti - fyrstu íbúðinni sem hann hefur eignast. „Það er vissulega ánægju- legt að flytja hingað inn með titill- inn Skákmaður Norðurlanda, en slíkur titill er auðvitað aðeins liður í langri þróun.“ Næsti áfangi hjá Hannesi Hlífari Stefánssyni er að verja Islandsmeistaratitil sinn. Að því loknu taka væntanlega við ný og ný mót, innlend og erlend. Svona er greinilega líf atvinnuskákmannsins, það er eðli málsins vegna markað af sífelldri keppni. Það er ábyggilega ekki að ófyrirsynju að Hannes Hlíf- ar telur keppnisskapið annan mikil- vægasta eiginleika skákmannsins - á eftir hinum bráðnauðsynlegu og fyrrnefndu stáltaugum. leggir þig fram Betrunarhúsið er fullbúin Ukamsræktarstöð við Garðatarg í Garðabæ. Við höhun nú stórbætt aðstöðu fyrir bamagæshi Hjá okkur fínnur þú einnig næg búastæði og lelðin 01 okkar er aldrei löng, hvar sem þú býrð á höfuðbargarsvæðinu. Allir sem byrja í líkamsrækt gera það af góðum hug. En það er ekld nóg að byrja. Það þarf að halda áfram af fullri alvöru ag sefa rétt ag reglulega. Við hjálpum þér af stað ag hvetjum þig áfram þegar á reynir. Við bjóðum aerabic, spinning, yoga, kickbaxing og taebo. Þá bjóðum við einnig hið vinsæla Body Pump og einn glæsilegasta tækjasal landsins. HAMMEH STRENGTH Skráning á fitubrennslunáinskeið er hafin! Þar sem þú skiptir máli Garðatorgi 1 • Garðabær • Sími: 5G5 8898

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.