Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 8

Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta sem heyrðist frá Williams á plasti eftir að hann hætti í Take That var smá- skífan Freedom, gam- alt lag eftir George Michael, sem var nokkuð á skjön við fyrri yfirlýsingar Willi- ams um að hann væri hættur að fást við létta popptónlist BRESKI tónlistar- maðurinn Robbie Williams er væntan- legur hingað til lands og heldur tónleika í Laugardalshöll 17. septem- ber næstkomandi. Williams var liðsmaður strákakvin- tettsins Take That á sínum tíma og er sá þeirra Take That-pilta sem lengst hefur náð á tónlistarbrautinni eft- ir að flokkurinn lagði upp laupana þvert ofan í allar spár, en hann telst með vin- sælustu tónlistarmönnum Bretlandseyja á síðustu áratugum. Robert Peter Maximillian Williams fæddist í Stoke- on-Trent fyrir rúmum ald- arfjórðungi. Þegar hann var á sautjánda árinu kom móð- ir hans honum að í prufu fyrir strákahljómsveitina Take That og með henni söng hann næstu fímm árin. Take That varð snemma vinsælasta poppsveit Bret- lands og náði góðum ár- angri víða um heim. Willi- ams hefur sagt svo frá að þau fimm ár sem hann var í sveitinni hafi verið skemmtilegur tími um margt, enda nóg af fé, kyn- lífí og fíkniefnum í boði fyrir þá félaga. Strákasveitir á við Take That endast yfir- leitt ekki nema þrjú til fimm ár, enda eldist aðdáenda- hópurinn og vex upp úr að- dáuninni. Því skiptir miklu fyrir liðsmenn þeirra að hanga ekki í sveitinni of lengi vilji þeir starfa í tón- list á annað borð. Svo fór og með Williams að eftir því sem honum jókst þroski minnkaði áhugi hans á að starfa með Take That, auk þess sem félögum hans og umboðsmanni sveitarinnar fannst sem piltur rækist illa. Þegar hann lét þau orð falla við félaga sína að hann gæti hugsað sér að hætta fljótlega lögðu þeir hart að honum að hætta strax, sem hann og gerði sumarið 1995. Það gekk þó ekki þrauta- laust og piltur lenti í ýmis- legu samningastappi og dómstóiadeilum við um- bann, Nigel Martin-Smith, í kjölfarið. Deilt við umbann Take That var sett saman af umboðs- manninum Nigel Martin-Smith, sem makaði krókinn fyrir vikið, enda fékk hann í sinn hlut fjórðung af allri innkomu sveitarinnar. Williams hefur látið þung orð falla um Martin-Smith og einnig um Gary Barlow, leiðtoga Take That, en flestir spáðu því að Barlow biði glæstur ferill utan Take That, en Willi- ams ekkert nema niðurlæg- ing og vesaldómur. I kjölfar skilnaðarins við Take That hefur Williams átt í deilum við Martin- Smith, enda heldur sá síðar- nefndi því fram að Williams skuldi sér á tíundu milljón. I málaferlum vegna þessa hefur meðal annars komið fram að Martin-Smith þvingaði aðra liðsmenn Ta- ke That til að setja Williams úrslitakosti, enda hafði hann áhyggjur af því að líf- emi piltsins myndi skaða ímynd hljómsveitarinnar og draga úr vinsældum hennar meðal ungra stúlkna. Undir það síðasta segja menn að Williams hafi verið meira og minna sambandslaus við umheiminn vegna drykkju og dóps og ekki bætti úr skák er hann hætti í sveit- inni. Fyrst eftir að Willimas hætti / var rekinn úr Take That sagði hann lítið um þá UGLUSPEGILLINN ROBBIE WILLAMS Skelmirinn Robbie Williams er væntanlegur hingað til lands á næstunni til tónleikahalds. —^--------------------------- Arni Matthíasson rekur sögu frægð og hann hefur náð. Vendipunktur á ferli Robbie Williams var þegar hann kom sér í meðferð í sumar- byrjum 1997, enda má gera því skóna að ferill hans hefði ekki orðið miklu lengri. Ekki hefur hann þó náð fullum tökum á neyslunni, en mjög brugðið til betri vegar. Life Thru a Lens fékk ágætis dóma þeg- ar hún kom út 1997, og framan af seldist plat- an þokkalega. Hún hélst þó ekki lengi á breska breiðskífulist- anum og ekki var annað að merkja en Willimas væri búinn með sinn tíma í sviðs- ljósinu þegar platan I stefndi óðíluga út af j listanum síðla árs | 1997, eftir að hafa selst í um 30.000 ein- tökum, sem þótti mik- il niðurlæging. Þá var það að smáskífan ' Angels var gefin út og skyndilega tók platan kipp; lagið varð gríðarlega vinsælt í Bretlandi og plat- an tók að seljast í bílförm- um í kjölfarið. í 28. viku á breska listanum komst Life forðum félaga sína, en eftir því sem frá hefur liðið hefur hann ekki sparað stóru orð- in og sagði til að mynda í viðtali við þýska blaðið Stem fyrir skemmstu að þeir Take That-félagar hans hefðu verið geðtruílaðir hálfvitar og_ Martin-Smith djöfulóður. Ástandið innan sveitarinnar og óvild félaga hans gagnvart honum hafi leitt hann í svall og svínarí og fyrir vikið hafi hann ver- ið nánast útbrunnið skar þegar hann hætti. Það sem eftir var árs 1995 fréttist lítið af Willi- ams nema sögur af hrika- legu lífemi hans, en nýir vinir hans vora þeir Gallag- her-bræður í Oasis, sem era ekki síður frægir fyrir að totta pyttluna. Fyrsta sem heyrðist frá Williams á plasti eftir að hann hætti í Take That var smáskífan Freedom, gamalt lag eftir George Michael, sem var nokkuð á skjön við fyrri yfirlýsingar Williams um að hann væri hættur að fást við létta popptónlist. Meira spunnið þótti mönn- um í næstu smáskífu, Old Before I Die, og ekki reyndi Willams að leyna dálæti sínu á Oasis í því lagi. 1997 kom svo út fyrsta breiðskíf- an Life Thra a Lens, en vakti ekki mikla hrifningu framan af. Meðferðin vendipunktur unum; ýmist kunna menn alls ekki að meta hann og finna honum allt til foráttu eða þeir hrífast af kæra- leysislegri einlægninni og gefa honum fullt hús stiga. Eins og getið er leikur Williams á tónleikum í Laugardalshöll 17. septem- ber næstkomandi. Hann hefur notið hylli hér á landi á undanfömum áram og gaman verður að sjá hvort íslensk ungmenni kunni að meta ugluspegillinn Robbie Willams. Thru a Lens þannig loks í fyrsta sætið og sat þar lengi. Með Life Thru a Lens tókst Williams að vinna á sitt band nýja aðdáendur og hélt af stað í langa tónleika- ferð til að treysta tökin samhliða því sem hann vann að nýrri skífu. Samstarfs- maður hann við plöturnar tvær er Guy Chambers, sem var meðal liðsmanna The Waterboys á sínum tíma og hefur meðal annars unnið með Karl Wallinger. Platan var samin á ferð og flugi, í rútum og flugvélum og þegar stund gafst milli stríða í búnings- og hótel- herbergjum. WOliams segir þetta vinnulag hafa gefist einkar vel, enda vora lögin prufukeyrð um leið og þau voru tilbúin; lag samið í hljóðprafu fyrr um daginn, var snurfusað seinni part- inn og síðan framflutt um kvöldið. Sótt til vesturs Þrátt fyrir gríðar- legar vinsældir í heimalandinu hefur Robbie Williams ekki gengið eins vel að fóta sig utan þess. Víða í Evrópu er hann reyndar vel vin- sæll, þó ekki jafnist það á við Robbie Williams-æðið sem rannið er á Breta, en vestan hafs hefur honum gengið misjafnlega að ná eyrum Bandaríkjamanna, sem hættir til að taka hluti of alvarlega í takt við kalvínískan þankagang sinn; líklega tekur Robbie Williams lífinu of létt. Hann stefnir þó ótrauður áfram, sendi fyrir skemmstu frá sér sérstaka breiðskífu fyrir Bandaríkja- markað, The Ego has Land- ed, sem er úrval laga af breskum útgáfum hans. Dómar um plötuna hafa verið álíka misjafnir og tónleikaum- sagnir og grein- ar sem birst hafa um Williams al- mennt í Bandaríkj-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.