Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 B 11 Stein og Carlos Kleiber. Á síðustu árum hafa þeir James Levine (frá 1982) og Daniel Barenboim (frá 1981) verið mest áberandi, auk ítal- ans Giuseppe Sinopoli. Það var Barenboim sem stjómaði næstsíð- asta Hringnum í leikstjórn Harrys Kupfers, en James Levine þeim síð- asta, sem oft er kallaður Rosalie- Hringurinn, eftir sviðs- og búninga- hönnuðinum Rosalie. Sinopoli mun svo stjórna næsta Hring, sem fer á svið árið 2000 í leikstjórn Júrgens Flimm. Wolfgang hefur haldið áfram að leikstýra sjálfur og gerir þá jafnan einnig sviðsmynd verkanna. Hann hefur tvívegis sett Niflungahring- inn sjálfur á svið í Bayreuth (1960 og 1970) auk uppsetninga á öllum hinum óperum Wagners. Nú eru í gangi í Bayreuth tvær sýningar í uppfærslu hans, Parsifal og Meist- arasöngvararnir. Wolfgang hefur einnig beitt sér fyrir mikilhæfum úmbótum og endumýjun á Festspi- elhaus. Um störf hans í Bayreuth og leikstjóraferil verður ekki fjallað frekar í þessari grein, en vetrar- starf Richard Wagnerfélagsins á ís- landi mun hefjast með fyrirlestri Stephan Jöris frá Bayreuth um Wolfgang Wagner og störf hans í Bayreuth. Wolfgang Wagner á íslandi Við hjónin höfum heimsótt Ba- yreuthhátíðina frá árinu 1990 og náð að sjá allar uppfærslur hússins tO dagsins í dag, þar á meðal tvær Hringuppfærslur og tvær uppsetn- ingar á Lohengrin. Arið 1992 tókust kynni okkar við Wolfgang Wagner er við vomm í erindagjörðum Lista- hátíðar í Reykjavík þess efnis að reyna að fá Wagnerappfærslu á Listahátíð 1994. Wolfgang Wagner tók okkur afar vel, minntist þess strax hversu þýðingarmiklar ís- lenskar bókmenntir hefðu verið fyr- ir afa hans, Richard, og hét okkur liðsinni við þessi áform. Wolfgang og kona hans, Gudrun, komu síðan í heimsókn tO Reykjavíkur í janúar 1993 tO að skoða allar aðstæður og gefa ráð með tOliti tO þeirra. Þau komu hingað í beljandi stormi og blindhríð, en létu það ekkert á sig fá og sýndu öllu hér mikinn áhuga. Á skoðunarferð um leikhúsin kynntist maður fyrst óþrjótandi krafti Wolf- gangs og lifandi áhuga bæði á öUu því er lýtur að leikhúsi sem og öðr- um sviðum mannlegs lífs. Tillaga Wolfgangs tO Listahátíðar var ótrú- lega framleg og djörf en um leið sjálfsögð og augljós. Islendingar voru að fara að haída upp á 50 ára afmæli lýðveldisins, stjórn Listahá- tíðar vOdi setja ópera eftir Wagner í viðhafnarsæti við þessi tímamót. Auðvitað kom ekkert til greina nema Niflungahringurinn, þar sem þýsk óperalist rís einna hæst og fellst í faðma við dýrmætan bók- menntaarf Islendinga. Og Wolfgang lagði það tO, sem aldrei hafði áður verið gert í heiminum, hvað þá að uppástungu afkomanda Wagners, að sett yrði upp stytt eins kvölds sýning á Niflungahringnum. Valdir yrðu kaflar eða brot úr þessu 16 stunda langa verki, sem er í raun fjórar óperar. MOli brotanna yrði söguþræði eða samhengi haldið með sérstaklega þar til sömdum texta. Stóðu Wolfgang og samstarfsmenn hans í Bayreuth að baki Listahátíð við uppsetninguna með ráðgjöf og stuðningi allar götur fram að frum- sýningu, en þá komu þau hjón í ann- að sinn til landsins og sáp sýning- una. Frá þeim tíma hafa Islending- ar notið einskærrar velvOdar og hlýju þeirra hjóna. Þau hafa látið íslendingum í té ákveðinn fjölda að- göngumiða á hátíðina árlega, sem era sérstök forréttindi, því annars er margra ára biðtími eftir miðum. Richard Wagnerfélagið, sem stofn- að var 1995, hefur séð um að útdeOa miðunum. Bók væntanleg um áhrif forn- bókmennta á Wagner Eitt af meginverkefnum Richard Wagnerfélagsins hefur annars verið að beita sér fyrir rannsóknum á því, hvemig tengslum Niflungahrings- ins við íslenskar bókmenntir er háttað. Þessi tengsl era enginn ný- uppfundinn sannleikur heldur hafa verið kunn lengi, en einkum í þrengri hóp sérfræðinga. Oftast er þá talað um íslensku bókmenntimar sem gamlar norrænar, germanskar eða skandínavískar bókmenntir, sem er auðvitað rangmæli. Almenn- ingur hefur aftur á móti lengi talið að Niflungahringurinn byggði fyrst og fremst á þýska Niflungaljóðinu. Richard Wagner taldi sjálfur upp þær bækur sem mestu máli skiptu hann við samningu Hringsins, og era þar Eddukvæðin, Snorra Edda, Völsungasaga og Þiðrekssaga ofar- lega á blaði. Einnig skrifaði hann um hvaða þýðingu það hafði fyrir hann er hann fann Siegfried í því tímalausa gervi sem birtist í ís- lensku heimOdunum, þar sem hann verður allt önnur persóna en ridd- arinn og aðalsmaðurinn í Niflunga- ljóðinu. Auk þess gat Wagner þess hve gOdandi bragarhættir á hans tíma hefðu verið alls ónothæfir fyrir þessa einstöku persónu, og hvernig hann hefði fundið í hinum fomís- lensku bragarháttum það tungutak, sem féll algjörlega að hugmyndum hans um persónuna. Og Wagner fór að yrkja með stuðlum og höfuðstöf- um. Það er sérstakt ánægjuefni að geta sagt frá því að nú í haust mun koma út hjá Máli og menningu bók dr. Ama Björnssonar um rannsókn- ir hans á áhrifum íslenskra fombók- mennta á Richard Wagner og Nifl- ungahringinn. 1. ágúst síðastliðinn urðum við hjónin þess aðnjótandi að vera boð- in ein ásamt 5 ára dóttur okkar tO kvöldverðar hjá Wagnerhjónunum á heimili þeirra á Festspielhúgel og tjáðu þau okkur enn sem oftar mik- inn hlýhug tO Islendinga, sem þeim finnst bera af flestum öðram þjóð- um hvað varðar hreinskiptni, kímni- gáfu og skort á uppskrúfuðum há- tíðleika. Er liðið var á kvöldið sofn- aði sú litla undir borðstofuborðinu sem þau Richard og Cosima sátu við forðum daga. I tOefni áttræðisafmælisins var Wolfgang færð að gjöf frá Richai-d Wagnerfélaginu á Islandi sérstök ljósprentun af Konungsbók Eddu- kvæða, bundin fallega inn í skinn. Hið upprunalega handrit hafði Wolfgang áður fengið að skoða und- ir leiðsögn Jónasar Kristjánssonai' í Stofnun Ama Magnússonar árið 1994. Nú þegar sjálfur afmælisdagur- inn er upp ranninn vO ég fyrir hönd Wagneráhugamanna á Islandi færa Wolfgang Wagner sérstakar ham- ingjuóskir í tOefni áttræðisafmælis- ins. Framlag Wolfgangs tO Ba- yreuthhátíðarinnar gegnum tíðina er ómetanlegt. Það er einlæg ósk mín og von að hátíðin í Bayreuth megi njóta starfskrafta hans og konu hans, Gudranar, sem lengst. Höfundur er píanóleikari, formað- ur Wagner-félagsins á íslandi. Þú gætir átt þess host að geta leihið þér a3 laununum þínum í heilt ár! Þá borgum ui3 fynr þig af húsinu, þú fær3 nýjan bíl til afnota, Ui3 borgum hluta í matnum. símanum. bensíni og o.fl., Fylgstu me3 á huerjum degi á Létt 96.1. ShnfaBu niBur nöfn á þremur listamönnum sem þú heyrir á Létt 96.1 á þátttöhusedil sem þú getur nálgast í uerslun llettó í dljódd Inguar Helgasyni Það uerður dregið 3. september næsthomandi FUJIFILM VELDU BESTU FRAMKÖLLUNINA FUJIFILM FRAMKðUUN www.fuiifilm.is FUIIFIIM CRYSTAI ARCHIVi ENDINGARBESTI UÖSMVNDAPAPPÍR SEM TIL ER Ljósmyndavörur Reykjavík, Framköllunarþjónustan Borgarnesi, Myndastofan Sauðarkróki, Ljósmyndavörur Akureyri, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Ljósey Höfn, Filmverk Selfossi, Fótó Vestmannaeyjum, Geirseyrarbúðin Patreksfirði, Framköllun Mosfellsbæjar, Ljósmyndastofa Grafarvogs, Úlfarsfell Hagamel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.