Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ + '/ í) JXJ L J J + j'i v Í J . j I J.\ Á li Ji rJ Á\ U / t+s *. í I c*# Tiu ara afmælis KK- sextettsins var minnst með hljómleikum í Austurbæjarbíói í október 1957. Guð- mundur Steingrímsson situr við trommurnar á bak við hljómsveit- arstjórann Kristján Kristjánsson, Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason, Jón Sig- urðsson, Árni Schev- ing, Kristján Magnús- son og Ólafur Gaukur. ÞAÐ var kátt héma um laugardagskvöldið á Gili, söng MA-kvartettinn iorö- um. Hér eru það Álfta- gerðisbræður sem hafa tekið völdin og ferst það vel úr hendi, enda í hópi vinsælustu skemmtikrafta landsins, að sögn Ólafs Laufdal, veitingamanns á Broadway. „Ég þarf ekki annað en að auglýsa Álfta- gerðisbræður og þá smekkfylli ég húsið,“ segir Laufdal hróðugur enda er honum málið skylt. Hér er líka ein af þjóðsagnaper- sónum íslenskrar dægurtónlistar, Ragnar Bjamason söngvari, að æfa fyrir opnunarhátíð á „tónlistar- veislu aldarinnar", ásamt hinum „nýju Öskubuskum“, ungum stúlk- um sem hafa vakið athygli fyrir framgöngu sína á ABBA-sýningum á Broadway. Þær heita Guðbjörg Magnúsdóttir, Hulda Gestsdóttir og Rúna Stefánsdóttir og hafa greini- lega gaman af því að syngja þessi gömlu lög, þótt þau séu ekki bein- línis „tónlistin þeirra“. Auk Ragnars má sjá á sviðinu aðra þjóðsagnapersónu úr íslensku dægurtónlistarlífi, Gunnar Þórðar- son hljómsveitarstjóra, sem hefur annast útsetningar og stjórnað æf- ingum á þessari dagskrá. „Við höf- um lagt gríðarlega vinnu í að undir- búa þetta og sú vinna hefur að miklu leyti hvílt á herðum Gunn- ars,“ segir Ólafur veitingamaður, greinUega ánægður með sinn mann. Kynningar verða eins og útvarps- kynningamar voru á „gömlu guf- unni“ og annast Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þá hlið mála og EgUl Eðvarðsson sér um sviðsetningu. Tuttugasta öldin, fyrsta öld dæg- urtónlistar á íslandi, hefur senn runnið sitt skeið á enda. Af því tU- efni mun veitingahúsið Broadway í samvinnu við Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag tónskálda og textahöfunda, Samband hljóm- plötuútgefenda, Ríkisútvarpið og Morgunblaðið standa að þessari veglegu tónlistar- og skemmtidag- skrá til að minnast vinsælustu skemmtikrafta þjóðarinnar bæði látinna og núlifandi frá upphafí dægurtónlistar á þessari öld og fram tU dagsins í dag. „Það er vel við hæfi á þessum tímamótum að votta þessu fólki virðingu með því að rifja upp feril þeirra," segir Ólafur Laufdal og bætir svo við: „Hér er um að ræða söngvara, dúetta, tríó, kvartetta, einstaka hljómlistarmenn og hljóm- sveitir, leikara, eftirhermur og grínista, sem gert hafa garðinn frægan á þessari öld.“ Á opnunarhátíðinni næstkomandi laugardag, 4. september, mun Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra, ásamt formönnum viðkom- andi félaga, setja hátíðina og sagði Ólafur að nærvera ráðherrans væri kannski staðfesting á því að menn væm nú loksins famir að líta á dægurtónlist sem hluta af íslenskri menningu. „Auk þess verða margir af upphaflegum flytjendum laganna sem flutt verða á opnunarhátíðinni sérstakir heiðursgestir þetta kvöld,“ sagði Ólafur ennfremur. Skemmtidagskrá aldarinnar „Ég leyfi mér að fullyrða að þessi skemmtidagskrá er ein sú viða- mesta sem sett hefur verið á svið KIL Dans- og dægurlög 20. aldar verða rifj- uð upp í veitinga- húsinu Broadway nú í vetur og verð- ur opnunarhátíðin þar næstkomandi laugardagskvöld.Að / sögn Olafs Laufdal veitingamanns er hér um að ræða eina viðamestu skemmtidagskrá sem sett hefur verið á svið hér á landi á þessari öld. Sveinn Guðjónsson fylgdist með æfingum og rifjar upp þróunina á þessari fyrstu öld íslenskrar dægurmenningar. Hinar nýju Öskubuskur: Hulda, Guðbjörg og Rúna. hér á landi á þessari öld,“ sagði Ólafur Laufdal ennfremur. „Fjöl- miðlar munu gera þessari dagskrá góð skil með margvíslegum hætti. Sjónvai-pið mun festa þennan við- burð á fOmu fyrir komandi kynslóð- ir og hljómplötuútgefendur áforma að gefa út fjölda hljómdiska af þessu tilefni.“ Ólafur sagði að sýningunum yrði skipt upp í nokkrar aðskildar dag- skrár og væru fjórar þær fyrstu nú þegar ákveðnar. Á fyrstu sýning- unni verða teknir fyrir einsöngvar- ar, dúettar og kvartettar frá fyrstu árum dægurtónlistar á Islandi og ber sú sýning yfirskriftina „Laug- ardagskvöldið á Gili“. Þar verða tekin fyrir lög eins og Nótt í Atla- vík og Bella símamær sem Adda Örnólfs og Ólafur Briem gerðu vin- sæl, Bjartar vonir vakna og Bimbó með Öskubuskum, Það er svo margt með Smárakvartettinum á Akureyri, Selja litla og Rósir og vín með Smárakvartettinum í Reykja- vík, Ó pabbi minn með Ingibjörgu Þorbergs, Ekki fædd í gær með Birni R. Einarssyni, Nú liggur vel á mér með Ingibjörgu Smith, Draumur að vera með dáta með Soffiu Karls, Draumur fangans og Litla stúlkan við hliðið með Erlu Þorsteinsdóttur, Pabbi vill mambó með Jóhanni Möller og Tónasystr- um, Sjana síldarkokkur með Svavari Lárussyni, Ástartöfrar með Sigrúnu Jónsdóttur og svo auðvitað Laugardagskvöld á Gili, Næturljóð, Rokkarnir eru þagnaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.