Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 14

Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR BAKVERKIR geta verið mikið vandamál. LÆKNISFRÆÐI// engm ráð til að fyrirbyggja bakverki? Bakverkir og þursabit læra að hreyfa sig á réttan hátt en aðrir draga það í efa. Sem bet- ur fer lagast bakverkir langoftast af sjálfu sér á tiltölulega stuttum tíma og einungis mjög sjaldan er þörf á öflugri meðferð eða skurð- aðgerð. Eitt hefur breyst mikið í meðferð bakverkja á síðari árum og það varðar hvíld og rúmlegu. Áður fyrr var talið best að með- höndla þursabit og aðra bakverki með því að liggja þá úr sér. Það er líka svo að sumir sem fá þursa- bit eða brjósklos geta ekki annað en legið í rúminu í nokkra daga. Hins vegar hefur komið í ljós að verkimir hverfa fljótar og minni hætta er á að þeir verði langvarandi ef sjúklingur- inn hreyfir sig eins mik- ið og hann mögulega getur og reynir að lifa eðlilegu lífi. BAKVERKIR eru verulegt heilbrigðisvandamál sem valda sjúkling- unum ómældum óþægindum og kosta þjóðfélagið mikla fjármuni, einkum í vinnutapi. Samkvæmt tölum frá N-Ameríku og Evrópu þjást 70-85% fólks af bakverkjum einhvem tíma ævinnar. A hverjum tíma má gera ráð fyrir að á bilinu 15-30% hafi óþægindi frá baki og munur milli karla og kvenna er óverulegur. Bakverkir era sjaldgæfir hjá bömum en um tvítugt fara þeir að verða algengir og það helst síðan í öllum aldursflokkum þar fyrir ofan. Þeir sem einu sinni hafa fengið bakverki era í mikilli hættu að fá þá aftur; um 85% fá aftur bakverki einhvern tíma ævinnar og 20-40% fá þá aftur innan eins árs. Lang- flestir sem fá bakverki jafna sig fljótt og vel og stór hluti hefur jafnað sig að fullu innan tíu daga. Gerðar hafa verið nokkrar vel skipulagðar tilraunir með fyrirbyggjandi aðgerðir og sameiginlegt með þeim öllum er að þær hafa gefist illa. Astæður bakverkja geta verið margar en eru misalgengar. Langalgengasta ástæðan er talin vera tognun í hryggvöðvum eða hryggsinum. Þegar slíkt gerist wmmmmmmmmm skyndilega er það oft kallað þursabit (hex- eskud eða lumbago á er- lendum málum). Talið er að um eftir Mognús 2-3% þeirra sem Jóhannsson fá bakverki séu með brjósklos og sumir þeirra fá einkenni um þrýsting á taug. Á milli hryggjarliðanna er mjúkur þófi sem situr í sinahulstri og dempar höggin sem verða á hryggsúluna t.d. við gang. í mjó- baki, og einstaka sinnum í háls- hrygg, getur það gerst að rof komi í þetta sinahulstur og hluti þófans pressist þar út, þetta er kallað brjósklos. í hryggnum sjálfum gefur brjósklos svipuð óþægindi og venjulegt þursabit. Sá hluti þófans sem pressast út frá hryggsúlunni nær stundum að þrýsta á taugastofna sem ganga út frá mænunni. Þessir tauga- stofnar flytja bæði skyn- og hreyfitaugar og þrýstingur á þær getur því valdið dofa í húð og máttleysi í vöðvum. Þegar slíkt gerist leiðir verkinn úr mjóbakinu og niður í rasskinn, læri eða kálfa. Einungis um 1% af bakverkjum gefur einkenni um þrýsting á taug, það gerist langoftast í mjó- baki og er stundum kallað þjótak (sciatica eða ischias á erlendum málum). Um helmingur þessara sjúklinga jafnar sig á minna en sex vikum. Mikið hefur verið reynt að finna orsakir bakverkja og hverj- ir séu í mestri hættu að fá slíka verki. Þeir sem era með hrygg- skekkju, ilsig eða eru hávaxnir fá sennilega oftar í bakið en aðrir, en enginn er öraggur um að sleppa. Börn fá mjög sjaldan bakverki og ef það gerist er ástæða til að rannsaka það nánar. Um helmingur kvenna fær bak- verki á meðgöngu, þeir byrja oft- ast eftir sjötta mánuð og geta staðið í allt að sex mánuði eft- ir fæðingu. Sumir telja að hægt sé að koma í veg íyr- ir bakverki með réttri líkams- þjálfun eða með því að o Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 Gott fólk athugið! Vetrarstarfið hefst 1. sept. í HATA-YOGA er lögð áhersla á fimm þætti til viðhalds góðri heilsu. • RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. • LÍKAMLEG ÁREYNSLA í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum bióðrás. • RETT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. • RETT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. • JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Sértímar fyrir barnshafandi konur. Byrjendatímar og tímar fyrir vana yogaiðkendur. T I L S Ö L U Þessi glæsilegi farþegabátur er sölu. Báturinn uppfyllir öll skilyrði Siglingar stofnunar og hefur verið notaður hérlendis sl. 12 ár með góðum árangri. Báturinn, sem tekur 60 farþega, er í toppstandi. Frekari upplýsingar í síma 438 1450 hjá EYJAFERÐUM Stykkishólmi. Netfang: Eyjaferdir@islandia.is i fn ~ n ti ii iiiwamirr ~ t r ríti n r r TÆKNIISýkna vísindin farsímana að lokum ? UM SKAÐLEYSIEÐA - SEMIFARSÍMA MALIÐ snýst vitaskuld um hið margrædda atriði, hvort ör- bylgjur frá farsímum skaði heila manna. Höfuðið er í símtalinu eins og örlítið í örbylgjuofni. Bylgjulengdin er svipuð og í hon- um, en afl bylgnanna mörgum stærðarstigum minna. I stuttu máli má segja að ekkert hafi sannast til né frá um skaðsemi farsímanna fyrir mannsheilann. Eins og fyrri daginn skiptast menn í tvo hópa. Verndarsinnar æpa að mati framleiðenda úlf- ur úlfur. Verndarsinnar segja að allur vafi eigi að koma var- fæminni til góða, og stöðva eigi framleiðslu a.m.k. farsíma sem era ekki með stefnuloftnet sem beini bylgjunum í átt frá höfði talenda. Aðeins einn minniháttar framleiðandi hefur hafið framleiðslu á slíkum sérgerðum loftnetum. Þetta er Telital, áður Hagenuk. Hvað á að ganga langt í varfæm- inni? Er það næg ástæða til breytingar framleiðslu að t.d. 0,01 prómills aukning sé á krabbameini, heilaæxli eða krabbameini í sog- æðakerfinu eftir tuttugu ára notk- un? Þetta myndi þýða fjögur þús- und ný tilfelli krabbameins innan tuttugu ára, sé notkunin sú sem hún er nú. Dauf- heyrast framleið- Egilsson endur við aðvörunum, líkt og tó- baksframleiðendur, eða leyna þeir e.t.v. upplýsingum af ótta við að missa spón úr aski sínum? Það gerðu tóbaksframleiðendur á sínum tíma. Vitað er að framleiðendur far- síma hafa í a.m.k. einu tilfelh reynt að hafa áhrif á rannsóknamiður- stöður sér í hag. Slíkt er þó minni háttar mál miðað við allt það sem lyfjaiðnaðurinn hefur gert til að hafa áhrif á vísindi lyfjafræðinnar. Hvað gerist eða gerist ekki? Vit- að er að geislunin fer að verulegu leyti inn í notandann. Maður sem umlykur tækið í greip sinni og heldur því þétt að eyra fær 70-80% hennar inn í sig. Heilinn er hvað við- kvæmastur í þessu efni. Geislunin veldur hitun heilavefs um allt að 0,1 gráðu á Celsius. Þetta er svipuð hitun höfuðs- ins og kemur af að vera í sterkri sól. En á hvaða stigi standa rannsóknir á hinni hugsan- legu skaðsemi? Hvorki hefur tekist að sýna fram á skaðsemi né skað- leysi á óyggjandi veg. Verið er að vinna að yfirgripsmikilli danskri rannsókn um málið, sem tekur til nánast allra núverandi krabba- meinssjúklinga í Danmörku. Eftir á að koma í ljós hvort þeir hafi talað í farsíma meir en aðrir svo að mark- tækur munur sé á. Það flækir vita- skuld allar rannsóknir að krabba- mein þarf tíma til að þróast, en notkun farsímanna fer fyrst að verða almenn fyrir tíu árum. Framleiðendur eru tregir til að taka þá áhættu sem þeir kveða ekki hafa sannast að sé nokkur. Loftnet sérstakrar lögunar séu oft óvirkari í tilfellum sem mjög reyni á (m.a. hér á landi), nefnilega á mörkum þjón- TELITAL GM410 og Motorola V3688 eru tæki sem senda margfalt minni geislun inn í höfuð manna en flest önnur. Eru einhver slík tæki til sölu hér á landi? ustusvæða. Á meðan beðið er frétta af rannsóknum, og sú bið getur orð- ið löng, er ekki um annað að gera, vilji menn fara varlega, en hafa loft- netið alltaf dregið út að fullu og tala sem minnst í síma inni í bfl. Málm- kassi bílsins magnar rafsegulsviðið margfaldlega. (Þar fyrir utan ætti enginn að láta sjá sig undir bílstýri við að tala í farsíma, þetta er per- sónuleg skoðun höf., en margir eru sammála. En margir brjóta þá reglu, eins og sjá má á akreinum höfuðborgarinnar.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.