Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 22
> 22 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
%
i
*
ROKKSTOKK
í KEFLAVÍK
SÍÐUSTU tvö ár hefur lífleg hljómsveitakeppni, Rokk-
stokk, verið haldin í Keflavík þar sem keppt hafa um hijóð-
verstíma og útgáfu hljómsveitir hvaðanæva af landinu. Nú
stendur fyrir dyrum þriðja keppnin af þeim toga, haldin 17.
og 18. september í Bæjarbíói í Keflavík.
IKeflavík veltu menn því
fyrir sér að halda árlega
rokkhátíð, en eftir að félags-
miðstöðin Ungó tók við
verkefninu varð úr hljóm-
sveitakeppni. Aðstandendur
keppninnar segja að tónlist-
arlíf í Reylganesbæ hafi
alltaf verið blómlegt og með
keppninni vilji félagsmið-
stöðin auka enn þá grósku.
„I þau skipti sem keppnin
hefur verið haldin fara alltaf
allir sem eru að grúska eitt-
hvað að semja og æfa nokk-
ur lög fyrir Rokkstokk, en
keppnin er ekki bara fyrir
Keflvíkinga heldur alla sem
vilja,“ segir Jón Rúnar
Hilmarsson.
I síðustu keppni voru
hljómsveitir á þriðja tug og
líklegt að enn fleiri sveitir
skrái sig til keppni að þessu
sinni. Jón Rúnar segir að
brugðist verði við því ef þörf
krefur, en annars verða
keppniskvöldin tvö og úrslit
síðan kynnt á sérstöku
kvöldi þar sem sex bestu
sveitimar spila.
Meðal helstu atriða Rokk-
stokk hefur verið að gefinn
er út geisladiskur með sveit-
unum sem lengst ná í
keppninni, en að auki fær
sigursveitin í verðlaun
hljóðverstíma og útgáfu á
plötu. Jón Rúnar segir það
sitt mat að þátttaka í keppn-
inni sé ódýrasta leiðin fyrir
bílskúrshljómsveitir til að
komast á plast. „Útgáfan er
heimild um hvað sé að ger-
ast hverju sinni í bílskúrum
landsmanna og þótt þetta
verði líklega aldrei söluháar
plötur þá eru þetta
skemmtilegar heimildir að
okkar mati.“
Getið er sigurlaunanna,
en fleiri verðlaun eru í boði.
Pannig fá fimm aðrai’
hljómsveitir hljóðversupp-
töku á einu lagi sem sett
verða sem aukalög á Rokk-
stokk 99 diskinn, besti gít-
Umdeildur sextett
ÞVÍ HEFUR verið haldið
fram að allar listir reyni að
nálgast tónlistina og víst láta
margir sér ekki nægja að
sinna bara einu listformi; til
eru fjölmargir málarar sem
leika tónlist eða rithöfundar
sem mála myndir og svo má
telja. Egill Sæbjömsson er
myndlistarmaður sem ekki
hefur getað látið tónlistar-
gyðjuna afskiptalausa og fór
svo að hann sendi frá sér
plötu á dögunum.
Egill segist hafa fengist
við tónlist frá því hann
var unglingur, byrjaði að
spila á kassagítar þrettán
ára og spilaði mikið á hann
næsta árið, þegar í ljós kom
að gítarinn var vitlaust
stilltur. Eftir að búið var að
stilla gítarinn varð Egill sér
úti um fleiri hljóðfæri og tók
að taka upp lög í einskonar
heimahljóðveri. Lagasafnið
er enda orðið mikið að vöxt-
um, „ég á örugglega fimm
þúsund kassettur", segir
hann en bætir við að hann
sé misduglegur við laga-
smíðamar, enda fái hann yf-
irleitt sína útrás í myndlist-
inni. „Eg dett jafnan í tón-
listina í nokkum tíma í
senn, kannski í nokkra mán-
uði, og sem þá yflrleitt eitt
lag á dag. Platan vai’ð til
upp úr svoleiðis lotu,“ segir
Egill, en eins og áður er
getið gefur hann plötuna út
og framleiðir sjálfur.
Egill hefur smám saman
komið sér upp betri búnaði,
festi meðal annars kaup á
tölvu og vinnur tónlistina og
brennir diskana í henni, en
hann segist stefna að því að
koma sér upp stafrænu
heimahljóðveri á tölvunni og
síðan að tengja stafræna
myndavél við allt saman og
geta þá verið að störfum um
allan bæ við alla þætti tón-
listar.
Á disknum nýja, sem
heitir The Intemational
Rock ‘n Roll Summer of Eg-
ill Snæbjömsson, em fimm
lög sem Egill segir að séu
mjög mótuð af tækninni, til-
raunir og prafur.
Egill hefur tekið þátt í
ýmsum uppákomum, en
aldrei sem tónlistarmaður,
enda segist hann lengst af
hafa haft mikla óbeit á tón-
listariðnaðinum og tónlist-
armönnum. „Eg er því bú-
inn að lifa í afneitun í mörg
ár,“ segir hann og kímir.
FÁAR hljómsveitir hafa
verið eins umdeildar á síð-
ustu árum og þýski
rokksextettinn Ramm-
stein. Hljómsveitin leikur
einkar þekkilega blöndu
af harkalegu rokki og
mulningsdiskói, sem fellur
vel að þýsku textunum.
Ekki er það þó tónlistin
sem hugnast ekki við-
kvæmum sálum, heldur
ímyndin sem mörgum
fínnst glannalegt daður
við þjóðernissósíalisma.
Allt frá því Rammstein
varð til fyrir sex áram
hefur sveitin verið um-
deild, ekki bara fyrir tón-
listina og harkalega
myrka texta, heldur
einnig fyrir sviðsfram-
komuna
sem er
oftar en
ekki leik-
ur að eld-
inum í
bókstaf-
eftir Árna legn
Motthíasson merk-
ingu. Þeir
Rammstein-félagar era
flestir upprunnir í Austur-
Berlín og aldir upp við
kröpp kjör. Að því þeir
segja sjálfir frá varð
stefnan sem sveitin er
hvað frægust fyrir til nán-
ast um leið og þeir félagar
fóru að æfa saman, „enda
voram við allir með á
hreinu hvaða tónlist við
vildum ekki spila“, segir
hljómborðsleikarinn Fla-
ke, en aðrir í sveitinni eru
gítarleikaramir Richard
Kruspe og Paul Landers,
söngvarinn og fyrrverandi
ólympíusundkappinn Till
Lindemann, bassaleikar-
inn Oliver Riedel og
trommuleikarinn
Christoph Schneider.
Ekki var bara að þeir
félagar vissu hvaða tónlist
þeir ekki vildu spila; þeir
vissu og hvernig þeir vildu
láta á sviði og þannig varð
Lindemann snemma al-
ræmdur fyrir það að vilja
helst ekki syngja nema föt
hans stæðu í björtu báli.
arleikarinn fær úttekt frá
Rín, besti söngvarinn,
bassaleikarinn og tölvar-
inn/hljómborðsleikarinn fá
úttekt frá Tónastöðinni og
besti trommuleikarinn fær
úttekt frá Hljóðfærahúsi
Reykjavíkur.
Aðstandendur Rokkstokk
hafa tekið Netið í þjónustu
sína og þannig má skrá
hljómsveitir til þátttöku á
Netinu, en einnig er frekari
upplýsingar að fá á vefsíðu
keppninnar, www.gjor-
by.is/rokkstokk.
Dómnefnd velur sigur-
sveitimar en hana skipa
Júlíus Guðmundsson, sem
sér að auki um upptöku á
Rokkstokk-keppninni fyrir
hönd Geimsteins, Þráinn Á
Baldvinsson, gítarleikari
Klamidíu X, sigursveitar-
innar frá því á síðasta ári,
og Börkur Hrafn Birgisson
gítarleikari Jagúar.
Morgunblaðið/Gíolli
Myndtón-
listarmaður
Egill Sæbjörnsson.
Alræmdir Tónlistarmenn
fyrst og fremst - liðsmenn
Rammstein.
Margir hafa lagst yfir
Rammstein-texta og
telja sig finna þar her-
hvöt til illvirkja og hat-
ursmanna litra, en höf-
undar textanna eru á
öðru máli, segja menn
aðeins amast við
þeim þar sem hljóm-
sveitin sé þýsk. „Við
eram bara að
syngja um ástina,"
segir Lindemann,.
„í öllum sínum fjöl-
breytilegU birtingar-
myndum,“ en oftar en
ekki er yfir ástartextunum
þunglyndislegt yfirbragð
og mikil tregi.
Þunglyndislegir textar
Rammstein-manna, geggj-
uð sviðsframkoma og villt
keyrsla vann hug og
hjörtu þýskrar æsku og
sveitinni hefur gengið allt í
haginn þar í landi. Utan
Þýskalands hefur þeim fé-
lögum einnig tekist vel
upp og þannig seldist síð-
asta breiðskífa sveitarinn-
ar í á þriðju milljón ein-
taka. Rammstein-menn
hafa og lagt mikla áherslu
á að fylgja skífunni vel eft-
ir, meðal annars með tón-
Frá Rokkstokk -
leikaferð um
Bandaríkin, en heldur
þurftu þeir að draga úr
hamaganginum á sviðinu
til að styggja ekki sið-
vanda. Kom þó fyrir ekki,
því skammt er síðan
Lindemann var handtek-
inn eftir að hafa veifað
gervilim á sviði og þannig
styggt siðprúða tónleika-
gesti sem fóra snimmendis
í mál til að fá bætta blygð-
unarkenndina. Ekki varð
svo til að draga úr deilum
um sveitina þegar spurðist
að skotóðu ungmennin
sem myrtu fjölda félaga
sinna í skóla í Colorado
keppninni í Keflavík á síðasta ári.
hefðu haldið sérstaklega
upp á Rammstein og
margir kröfðust þess að
tónlist sveitarinnar, og
fleiri áþekkra, yrði bönn-
uð. Þeir Rammstein-liðar
leggja þó höfuðáherslu á
að sveitin sé ekki pólitísk
og hafi aldrei samið póli-
tískan texta. „Við eram
tónlistarmenn fyrst og
fremst," segja þeir
ákveðnir, en njóta þess þó
áfram sem hingað til að
ögra siðapostulum, enda
betra að vera alræmdur en
öllum gleymdur.