Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 2
2 E SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLYSINGAl
Erfðarannsóknir
Vegna aukinna verkefna leitum við nú að fólki til starfa á
rannsóknarstofu okkar. Um er að ræða mjög áhugaverð
og krefjandi vísindastörf á rannsóknarstofu sem keppir
við þær bestu á sínu sviði í heiminum.
Leitað er að einstaklingum sem hafa háskólamenntun
(B.Sc. eða M.Sc.) á einhverju eftirfarandi sviða:
• Sameindalíffræði
• Lífefnafræði
• Erfðafræði
• Efnafræði
• Meinatækni
• Líffræði
Aðrir eiginleikar sem leitað er að eru m.a. starfsreynsla á
rannsóknarstofu, geta og vilji til að tileinka sér ný
vinnubrögð og hæfileiki til að vinna náið með öðrum.
Nýir starfsmenn sem ekki hafa beina reynslu af
rannsóknum í erfðafræði munu við upphaf starfs hljóta
starfsþjálfun í aðferðum nútíma erfðarannsókna.
Umsóknum með ítarlegum upplýsingum um náms- og
starfsferil skal skilað til starfsmannastjóra merktum
„Erfðarannsóknir" á netfang asta@decode.is eða í pósti
til íslenskrar erfðagreiningar, b.t. starfsmannastjóra,
Lynghálsi 1, 110 Reykjavík sem allra fyrst.
íslensk erfðagreining er rannsóknarfyrirtæki á sviði mannerfðafraeði. Markmið fyrirtækisins er að finna
erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og flýta með þeim hætti leit að nýjum aðferðum til lækninga. Hjá
fyrirtækinu starfa nú 260 manns, þar af um 170 á rannsóknarstofu. Frekari upplýsingar má fá á heimasíðu
íslenskrar erfðagreiningar: www.ie.is
ÍSLENSK
ERFÐAGREINING
---^-----------------------------------------------------
✓
f Fjölgað verður um 10 ný stöðugildi röntgentækna hjá okkur
F\t /i i i I i r'
Akershus \
fylkeskomiuune
Hefur þú áhuga á að vinna með okkur á líflegri og
viðkunnanlegri röntgendeild? Umsóknamr. 579
Þá er SIA staðurinn - 20 mín. akstur frá miðbæ Oslóar.
Sjúkrahúsið er staðsett í friðsælu umhverfi þar sem samgöngur
eru góðar og stutt er í öll þægindi og þjónustu Oslóborgar. Ef
þér finnst þetta freistandi þá ættir þú að sækja um starf hjá
okkur. Þá getur þú átt von á spennandi og fjölbreyttum
starfsferli.
Við getum boðið:
- Fjölbreytt starf í faglegu umhverfi.
- Líflegan og spennandi vinnustað.
- Námskeið og fyrirlestra.
- Góð launakjör.
(Launaþrep 21 —23, 201.300-238.100 nkr. + vaktaálag).
- Aðstoð við að finna húsnæði.
- Mjög virkan íþróttaklúbb við sjúkrahúsið.
- Leikskólapláss.
- Greiðslu flutningskostnaðar.
- Ákveðinn tíma til aðlögunar í starfi.
DEILDARRÖNTGENTÆKNIR Umsóknarnr. 536
Laus er staða deildarröntgentæknis sem hefur umsjón með
mammografíurannsóknum.
Við leitum að manneskju með alhliða reynslu af röntgentækni,
brjóstamyndatökum og sem býr yfir góðum samskipta- og
samstarfshæfileikum. Áhugi og hæfileikar til að leiða fólk í starfi,
kenna því og leiðbeina verða taldir til tekna.
Ábyrgðarsvið viðkomandi er dagleg stjórnun mammografíu-
deildarinnar, þjálfun og gæðastjórnun. Deildin sér um að fylgja
eftir rannsóknum fyrir Romerike og Follo. Deildin vinnur í nánu
samstarfi við leitarstöðina í Akershus.
Hringdu og fáðu meiri upplýsingar um deildina!
Yfirhjúkrunarfræðingur deildarinnar, Brit B. Opheim.
Sími 0047 6792 8602,
eða aðstoðar-yfirröntgentæknir Elisabeth Jarsve.
Sími 0047 6792 8653.
Frá launum dregst 2% gjald í lífeyrissjóð. Umsóknir merktar
viðkomandi umsóknarnúmeri, ásamt starfsferilsskrá, meðmæl-
um og Ijósritum af skírteinum (sem verða ekki send til baka),
sendist til Sentralsykehuset i Akershus, Personalavdelingen,
I474 Nordbyhagen. Umsóknarfrestur er til 15. sept. 1999.
Bifvélavirki
eða nemi
Bifvélavirki, bifrelðasmiður og/eða nemar
óskast sem fyrst til starfa
á verkstæði fyrirtækisíns á Kirkjusandi.
Góð starfsaðstaða.
Nánari upplýsingar veitir
yfirverkstjóri eða þjónustustjóri
í síma: 581 2533, milli kl. 8-16 virka daga.
Konur jafnt sem karlar
eru hvattar til að sækja um.
Vanur sölumaður
óskast strax í byggingavöruverslun.
Svar sendist til afgreiðslu Mbl. merkt:
„A - 8522".