Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 3
NONNI OG MANNI • 6306 / SfA
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 E ‘á
Landssími íslands hf. er eitt stærstaþjónustufyrirtæki landsins og er hlutafélag í samkeppni á markaðiþar sem stöðugar nýjungar eru og
verða allsráðandi á komandi árum. Fyrirtækið stefniraðþví að vera áfram ífararbroddi á sínu sviði.
m-M ‘t
Landssíminn leitast við að veita bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu sem völ eráhverju sinni, og rekur eittfullkomnasta fjarskiptákerfi
heimsins.
IÁTTU SLAG STANDA!
Landssíminn óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður:
TÖLVUÞIÓNUSTUDEILD
Fulltrúi
Starfið felst í:
• Símsvörun, verkefnaúthlutun og tölvuþjónustu við
notendur
• Vinnu við verkbókhald og umsjón með kostnaðar-
skýrslum og eignaskráningu
• Viðveruskráningu, móttöku og bókun reikninga
Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf eða sam-
bærilega menntun og góða tölvuþekkingu. Viðkomandi
þarf að vera skipulagður, þjónustulundaður og eiga gott
með mannleg samskipti.
RANNSÓKNARDEILD
Sérfræðingur
Starfið felst í:
• Rannsóknarvinnu við verkefni á fjarskiptasviði
• Kynningu á verkefnum og miðlun upplýsinga
• Þátttöku í ýmsum tilrauna- og samstarfsverkefnum
Við leitum að verkfræðingi eða tölvunarfræðingi með
áhuga á íjarskiptanetum. Viðkomandi þarf að hafa gott
frumkvæði og vera úrræðagóður. Góð íslensku- og ensku-
kunnátta nauðsynleg.
GSM-þjónusta
Vörustjóri
Starfið felst í:
• Innkaupum, útboðs- og samningagerð
• Gerð söluáætlana, kynningar- og námskeiðahaldi
• Innlendum og erlendum samskiptum við viðskipta-
vini
Við leitum að viðskipta- eða rekstrarfræðingi með starfs-
reynslu. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, lipur í mann-
legum samskiptum og tilbúinn að tileinka sér nýjimgar.
STARFSMANNADEILD
Sérfræðingur
Starfið felst í:
• Úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga úr
launa- og starfsmannabókhaldi
• Krefjandisérverkefnumísamvinnuviðstarfsmanna-
stjóra
Við leitum að einstaklingi með menntun á sviði viðskipta
eða hagfræði. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og
þekkingu á tölfræði og úrvinnslu talna úr tölvukerfum.
NOTENDABÚNADARDEILD
Markaðsfulltrúi
Starfið felst í:
• Sölu og markaðssetningu á símalausnum
• Þarfagreiningu, tæknilegri ráðgjöf til viðskiptavina
og tilboðsgerð
• Þekkingaröflun innanlands og erlendis
Við leitum að einstaklingi með rekstrar-, viðskipta- eða
tæknimenntun og/eða aðila með góða þekkingu á sím-
kerfum og tölvukerfum. Góð íslensku- og enskukunnátta
nauðsynleg, kunnátta í dönsku er kostur.
Tölvari
Starfið felst í:
• Uppsetningu á hugbúnaði og myndfundabúnaði
• Kennslu í notkun hugbúnaðar
Við leitum að rafeindavirkja eða einstaklingi með mikla
reynslu í tölvumálum. Viðkomandi þarf að hafa góða
skipulags- og samstarfshæfileika og þarf að geta kennt
hópi fólks.
Lagerstarfsmaður
Starfið felst í afgreiðslu á vörum af lager notendabúnaðar-
deildar.
Við leitum að tölvusinnuðum einstaklingi með góða
samskipta- og skipulagshæfileika.
Fulltrúi
Starfið felst í móttöku á vörum sem þarfnast viðgerða og
skráningu, og gerð verkbeiðna.
Við leitum að einstaklingi með góða tölvukunnáttu og
hæfni í mannlegum samskiptum.
Tæknimaður
Starfið felst í uppsetningu á símkerfum, mótöldum og
rúterum á mismunandi gagnaflutningssambönd.
Við leitum að rafeindavirkja eða tæknimenntuðum
einstaklingi. í boði er áhugavert starf í tæknilegu um-
hverfi sem er að taka miklum breytingum.
í boði eru góð laun, krefjandi og áhugaverð verkefni, góður starfsandi og möguleiki á endurmenntun.
Farið verður með umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál.
OFANGREIND STÖRF HENTA JAFNT KONUM SEM KÖRLUM.
V
Nánari upplýsingar veita Klara B. Gunnlaugsdóttir og Herdis Rán Magnúsdóttir hjá Ráðgarði frá kl. 10-12 í sima 5331800.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 5. september, merktar „Landssíminn" og viðeigandi starfi.
RÁÐGARÐUR
Furugerði 5 • 108 Reykjavík • www.radgardur.is
J