Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 10
10 E SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðaritari
Skrifstofa Alþingis leitar að starfsmanni í stöðu
alþjóðaritara á alþjóðasviði Alþingis.
ALÞI N G I
Hlutverk alþjóðasviðs er að veita
alþjóðanefndum þingmanna á vegum
Alþingis þjónustu og aðstoða við annað
alþjóðlegt samstarf á vegum Alþingis.
Starfsmenn alþjóðasviðs eru fjórir.
Alþjóðaritari starfar sem ritari alþjóðanefnda þingsins og vinnur önnur verkefni
er tengjast alþjóðastarfi Alþingis. Starfið er fjölbreytt og því fylgja mikil ferðalög.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun.
• Framhaldsmenntun sem getur nýst í starfinu er æskileg.
• Þekking á alþjóðamálum og -stofnunum er nauðsynleg.
• Reynsla af alþjóðasamskiptum er æskileg.
• Mjög gott vald á a.m.k. einu Norðurlandamáli er skilyrði.
• Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg.
• Kunnátta í frönsku og/eða þýsku kemur sér vel í þessu starfi.
Staðan er laus strax. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Félags starfsmanna Alþingis.
Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers
merktar „Alþingi" eigi síðar en 13. september nk. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
PrICBA/ATeRHOUs^OOPERS §
Upplýsingar veita Drífa Sigurðardóttir og jóney H. Gylfadóttir hjá
Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300.
Netföng: drifa.sigurdardottir@is.pwcglobal.com
joney.h.gylfadottir@is.pwcglobal.com
Höfðabakka 9
112 Reykjavík
Sími 550 5300
Bréfasími 550 5302
www.pwcglobal.com/is
Fulltrúi
framkvæmdastjóra
þróunarsviðs
Framkvœmdastjóri þróunarsviðs
Eimskips leitar að aðstoðar-
manni til að vinna náið með sér
að ýmsum verkefnum.
Hlutverk þróunarsviðs er að samræma gerð
og framkvæmd stefnumótunar, markmiðs-
setningar og markmiðsáætlana fyrir fyrirtækið
í heild og fylgjast með og vinna að þróun á
nýjum viðskiptamöguleikum sem tengjast
heildarstefnu fyrirtækisins. Undir þróunarsvið
heyrir jafnframt kynningardeild fyrirtækisins.
EIMSKIP
Sími 525 7373 • Fax 525 7^379
Netfang: info@eimskip.is
Heimasíða: www.eimskip.is
V_______________________________
-lilBil............ 1 .....
Ndltlengurlagermaður
Vörutiltekt í frystígeymsiu
Aðföng óska að ráða mann til starfa í frysti-
geymslu vöruhúss fyrirtækisins að Skútu-
vogi 7. Starfið er fólgið í tiltekt pantana á
frosnum matvörum.
Vinnutíminn er frá kl. 9-18 virka daga og til
hádegis annan hvern laugardag.
Leitað er að hörkuduglegum og drífandi
starfsmanni sem er nákvæmur og getur
unnið sjálfstætt.
Umsóknum skal skilað I afgreiðslu
AÐFANGA að Skútuvogi 7 en þar er einnig
hægt ad nálgast umsóknareyðublöð.
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson
rekstrarstjóri í síma 530-5600.
Starfssvið
• Samræming og eftirfylgni stefnumarkandi
áætlana félagsins.
• Verkefni tengd skipulagsmálum félagsins.
• Mat á nýjum fjárfestingum eða rekstrarbreytingum
í samstarfi við aðra starfsmenn eða ráðgjafa.
• Ýmis verkefni á sviði upplýsingatækni, fjármála eða
annarra verkefna í samvinnu við framkvæmdastjóra
þróunarsviðs eða aðra framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Hæfniskröfur
• viðskiptafræðimenntun eða verkfræðimenntun
• framhaldsnám frá erlendum háskóla
• stefnumarkandi hugsun
• skipulögð vinnubrögð
• hugmyndaauðgi
• samskiptahæfileikar
• mjög góð enskukunnátta
• góð almenn tölvukunnátta
Leitað er að drífandi og samstarfsliprum starfsmanni
sem er tilbúinn að takast á við spennandi verkefni.
Starfið getur boðið upp á áhugaverða framtíðar-
möguleika. Umsóknir sendist til starfsmannastjóra
Eimskips, Hjördísar Ásberg, Pósthússtræti 2,101
Reykjavík fyrir 9. september n.k.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær
sem trúnaðarmál.
_____________________________________________________)
Blaðbera
vantar á Álftanesi, Bessastaðahreppi:
Bjarnastaðavör — Litlabæjarvör —
Sviðholtsvör.
^ Upplýsingar gefnar í síma 569 1122
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Sérfræðingur
í markaðsdeild
íslandsbanki hf. leitar að
sérfræðingi í markaðsdeild.
Starfið felst í þjónustuþróun, markaðs-
setningu á þjónustu bankans við fyrirtæki
og félagasamtök, samkeppnisgreiningu
og öðrum sértækum verkefnum.
Umsækjandi þarf að hafa góða skipulags-
hæfileika, geta sýnt frumkvæði og sjálfstæði
í vinnubrögðum og geta átt góð samskipti
við samstarfsmenn og viðskiptavini.
Viðskiptamenntun er nauðsynleg auk
góðrar tölvukunnáttu.
Nánari upplýsingar veitir Andrea Þ. Rafnar,
forstöðumaður markaðsdeildar,
í síma 560 8212.
Umsóknir berist Guðmundi Eiríkssyni,
starfsmannaþjónustu Islandsbanka hf.
Kirkjusandi, 155 Reykjavík,
fyrir 3. september 1999.
ÍSLANDSBANKI
Iðntæknistofnun vinnur að þróun, nýsköpun og aukinni
framieiðni i íslensku atvinnulifi. Á stofnuninni fara fram
rannsóknir, greiningar, prófanir, tækniyfirfærsla, fræðsla og
ráðgjöf. Frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækj-
um eru veittar almennar upplýsingar og leiðsögn. Áhersla er
lögð á náin tengsl við atvinnulífið.
Forstöðumaður
Impru
Staða forstöðumanns Impru —
þjónustumiðstöðvar frumkvöðla og fyr-
irtækja er laus til umsóknar. Um er að
ræða daglega stjórnun deildarinnar sem
þjónustar frumkvöðla og fyrirtæki og
rekur fjölda átaksverkefna fyrir íslenskt
atvinnulíf. Á deildinni starfa níu manns.
Þar er jafnframt rekið Frumkvöðlasetur
fyrir ný fyrirtæki.
Umsækjendur þurfa að hafa háskóla-
menntun og viðamikla reynslu af sam-
starfi og samvinnu við frumkvöðla og
fyrirtæki. Hvatt ertil umsókna frá konum
jafnt og körlum.
Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur
Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar.
Launakjör eru skv. kjarasamningi ríkis-
ins. Umsóknum skal skila til Iðntækni-
stofnunar, Keldnaholti, 112 Reykjavík,
fyrir 13. september nk. Öllum umsókn-
um verður svarað.
lóntæknistof nun ■ ■
IÐNTÆKNISTQFNUN ÍSLANDS
Keldnaholti, 112 Reykjavík
Slmi 570 7100
Ertu
metnaðargjarn/gjörn?
Elskarðu að ferðast?
Ertu samviskusamur/söm og áreiðanleg/ur,
en ert ekki með þau laun sem þú vildir hafa?
Viltu geta vaxið með fyrirtæki í sífelldum vexti
á heimsmælikvarða?
Ef þetta á við þig, hafðu þá samband í síma
881 6230. Þekking á interneti og tungumálum
mjög æskileg.