Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 E 13 - mRFSFOLK mm Vegna fjölgunar verslana og aukinna umsvifa, viljum við gjarnan ráða fleiri starfsmenn. Um er að ræða margvísleg störf við áfyllingar og önnur tilfallandi verslunarstörf, sem kalla á ábyrgð, ótvíræðan dugnað, jákvætt viðmót og reglusemi. Vaktavinna, kvöldvinna. Við leitum að: Duglegu, reyklausu og lífsglöðu fólki á aldrinum 18-30 ára. Við bjóðum: Góðan og kraftmikinn starfsanda og góð laun fyrir gott fólk. Þeir sem áhuga hafa, eru vinsamlega beðnir að koma til viðtals, á morgun mánudag 30. ágúst kl. 15-17 og þriðjudag 31. ágúst kl. 16-18, á skrifstofur 10-11, að Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin). Athugið, fyrirspurnum er ekki svarað í síma, en þeim gjarnan svarað í ofangreindum viðtölum. Farið verður með allar upplýsingar sem algjört trúnaðarmál. 10-11 er ungt og framsækið fyrirtæki í örum vexti. Það rekur nú 14 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og mun þeim fjölga enn á næstunni. Velgengni sína þakkar fyrirtækið m.a. starfsfólki sínu. Áhersla er því ætíð lögð á, að gott fólk veljist til starfa. Sölumaður notaðra bíla TOYOTA P. Samúelsson ehf. er lifandi og áhugavert fyrirtæki sem hefur veriö leiðandi á íslenska bílamarkaðnum til margra ára. Rfk áhersla er lögð á mikla og góða þjónustu við viðskiptavini. Fyrirtækið býður upp á gott og líflegt starfsumhverfi þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín. Óskum eftir að ráða sölumann í söludeild notaðra bíla. Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum sölumanni sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi starf. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu, söluhæfileika og áhuga og þekkingu á bílum. Reynsla af sölumennsku er æskileg. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PriceWaterhouseCoopers merktar „Toyota sölumaður" fyrir 7. september nk. PrICB/VATeRHOUs^OOPERS § Upplýsingar veitir Auður Daníelsdóttir hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Netfang: audur.danielsdottir@is.pwcglobal.com Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302 www.pwcglobal.com/is ÞemaS Löggiltir endurskoðendur Aðildarfélag Grant Thornton International Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða nýja starfsmenn: Endurskoðendur sem vinni að endurskoðun, reikningsskilum, skattskilum og ráðgjöf. Viðskiptafræðinga (og nema) af endurskoðunarkjörsviði sem vinni að alhliða endurkoðunarstörfum. Lögð verður áhersla á að starfsþjálfun nýtist sem best fyrir þá sem þreyta vilja löggildingarpróf til endurskoðunarstarfa. Starfsfólk með reynslu af bókhaldi, reikningsskilum og skattskilum. Við leitum að metnaðarfullu fólki sem hefur hæfni og vilja til að beita vönduðum og sjátfstæðum vinnubrögðum. Umsóknum um framangreind störf skal skila til ÞEMA ehf., Suðurlandsbraut 20,108 Reykjavík, fyrir 1Q september 1999. í umsóknum þurfa m.a. að koma fram upplýsingar um menntun, námsárangur, og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar verða veittar i sima 520-7000 ÞEMA er aðili að Grant Thornton International (GTI) en það eru alþjóðleg samtök endurskoðenda í 93 þjóðlöndum. Heildarfjöldi starfsmanna er yfir 20.000 á 580 endurskoðunarskrifstofum. Aðild að GTI tryggir okkur beinan aðgang að mikilvægri upplýsingamiðlun og gefur starfsfólki okkar m.a. kost á fagmenntun erlendis á ýmsum sérsviðum. Vilt þú góða vinnu? Yfir 400 manns á aldrinum 17-80 ára starfa i ræstingardeild Securitas og hópurinn stækkar sífellt vegna aukinna verkefna. Starfsmenn fá kennslu og þjálfun og bestu áhöld og efni sem völ er á. Einnig fá starfsmenn stuðning frá ræstingarstjórum og flokkstjórum. Hjá okkur er gott að vinna! Hlutastörf við daglega ræstingu. Við getum boðið störf á morgnana, síðdegis, kvöldin eða nóttunni í öllum hverfum höfuðborgarsvæðis- ins. Hægt er að velja um 2-7 tíma vinnu á dag. Tilvalið fyrir heimavinnandi og skólafólk sem hentar að vinna hluta úr degi. Afleysingar. Þegar starfsfólk í daglegum ræstingum forfallast, koma afleysingastarfs- menn til skjalanna. Þetta er því fjölbreytt starf þar sem farið er á mismunandi staði. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Hreingerningar. Við leitum að fólki sem vill vinna á mismundandi tímum í hreingerning- um. Næg vinna. Heilar stöður eða hlutastörf. Upplýsingar og umsóknareyðublöð vegna starfanna fást hjá starfsmannastjóra, Síðu- múla 23, kl. 10.00-12.00 og 14.00-16.00. Netfang: erna@securitas.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.