Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 14

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 14
14 E SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 Innanlandskerfi Samskipa er rekið undir vörumerkinu Landflutningar-Samskip og er miðstöð þess í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ Leðurvöruframleiðsla Leðuriðjan Atson ehf. er rúmlega 60 ára gamalt iðnfyrirtæki sem framleiðir Atson leðurvörurn- ar. Okkur vantar laghent fólk í sníðslu, sauma- skap og samsetningu. Auk þess að vera áhugasöm(samur) um að vinna við leðurframleiðslu þarf viðkomandi að vera stundvís og reglusöm(samur), heiðar- leg(ur), dugleg(ur) og opin(n) fyrir möguleik- um. Bókhald — hlutastarf Leðuriðjan leitar einnig að bókhaldara til starfa. Um hlutastarf er að ræða. Ef þú ert sú (sá) sem við leitum að og hefur áhuga á að vinna hjá framsæknu íslensku iðn- fyrirtæki, vinsamlega skilaðu inn skriflegri um- sókn til afgreiðslu Mbl. fyrir fimmtudaginn 2. september nk. merkt: „Leður '99". Leðuriðjan er reyklaust fyrirtæki. Radisson S4S SAGA HOTEL R E Y K| A V I K The difference is genuine. Húsvörður Vilt þú komast í traust og gott starfsumhverfi? Ef svo er þá er Radison SAS Hótel Saga rétta fyrirtækið. Við leitum að handlögnum og traustum manni til að sinna ýmsum viðhalds- og viðgerðar- störfum, t.d. rafvirkja eða manni með þekkingu og reynslu á því sviði. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Ahugasamir vinsamlegast leggi inn umsóknir hjá starfsmannastjóra sem veitir nánari upplýs- ingar á staðnum eða í síma 525 9818 virka daga milli kl. 13.00 og 16.00. Radisson SAS Hótel Saga er reyklaus vinnu- staður. Hótel Saga og er frá og með 1. janúar 1999 hluti af Radisson SAS, alþjóðlegu hótelkeðjunni. Radisson SAS-hótelin leggja áherslu á velferð starfsmanna, að ávallt sé hæfasta fólkið í hverju starfi og er allt starfsfólk þjálfað samkvæmt því. Stefna keðjunnar er að flytja fólk til í starfi innan hótelkeðjunnar eins og hægt er. Innan Radisson SAS-hótelkeðjunnar eru um 200 hótel í Evrópu, Asíu og N-Afríku. Aðalsmerki keðjunnar eru stöðluð þjónustuhugtök og miða öll að því að gera gesti sína 100% ánægða. A KÓPAVOGSBÆR Viltu starfa við daggæslu barna á eigin heimili? í Kópavogi er þörf á fleiri dagmæðrum til starfa í öllum hverfum. Æskilegt er að viðkomandi geti starfað allan daginn. Dagmæður starfa eftir reglugerð nr. 198/1992 um daggæslu barna í heimahúsum. Umsækjandi þarf — að vera orðinn 20 ára, — að hafa lokið 60 klst. grunnnámskeiði fyrir dagmæður, eða hafi aðra uppeldismenntun, — að skila læknisvottorði og sakavottorði, — að hafa fullnægjandi húsnæði og útivist- araðstöðu. Þeir sem hafa áhuga á þessu, vinsamlegast hafi samband við daggæslufulltrúa Félags- sviðs Kópavogs í síma 570 1400. Framreiðslufólk óskasttil starfa á nýjan og glæsilegan stað. Reynsla æskileg. Nánari upplýsingar veitir Friðrika í síma 586 8300 fyrir þriðjudaginn 7. september. Starfsfólk óskast í vöruhúsaþjónustu Samskip óska eftir dugmiklu starfsfólki með þjónustulund og ábyrgðarkennd í vörumóttöku Landflutninga-Samskipa. Um erað ræða störf við vörumóttöku, þjón- ustu við viðskiptavini og almenna vörumeð- höndlun. Vinsamlegast sendið inn skriflegar umóknir sem fyrsttil Baugs Sigurðssonar, rekstrarstjóra Landflutninga-Samskipa, sem veitir allar nán- ari upplýsingar í síma 569 8424. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmái. Landfhttmngar 0****»w***0 + * // *0**0**0*0***0*0 %*J***0* SAMSKIP Skútuvogi 8, 104 Reykjavík. Sími 569 8400, fax 569 8657. N LU T T Framtíðarstörf í boði fyrir jákvæða, duglega og reglusama einstaklinga í verslun okkar, NETTÓ í Mjódd, vantar nú þegarfólktil almennra afgreiðslustarfa. Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf. Við- komandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Leitað er eftir jákvæðum, duglegum & reglusömum einstaklingum sem eru til- búnir til að veita viðskiptavinum verslun- arinnar góða þjónustu. Agæt laun í boði fyrir réttu einstaklingana! Nánari upplýsingar veitir Lovísa, verslunar- stjóri NETTO í Mjódd, sími 699 1748. Umsóknum ber að skila til verslunarstjóra. Starfsmannastjóri KEA. CTlT' hjálparstarf V^TT'J kirkjunnar Ráðgjafi Hjálparstarf kirkjunnar óskar eftir að ráða fé- lagsráðgjafa eða manneskju með reynslu af félagsþjónustu til þess að hafa umsjón með innanlandsaðstoð stofnunarinnar. Starfið felst í: • Viðtöium og ráðgjöf, • úthlutun mataraðstoðar, • að útvega mat í matarbúr, • hafa umsjón með flokkun og frágangi fatnaðar sem berst stofnuninni, • að miðla upplýsingum. Starfshlutfall er minnst 50% en gæti orðið meira eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað í lok október. Vinsamlega skilið umsóknum til Hjálparstarfs kirkjunnar, Laugavegi 31, Reykjavík, fyrir 15. september. Söngfólk óskast Kór Hafnarfjarðarkirkju auglýsir eftir söngfólki í allar raddir, sérstaklega karlaraddir. Spennandi verkefni framundan. Kórinn er launaður kór. Allar upplýsingar veitir Natalía Chow, kórstjóri, í símum 555 1346 og 699 4613. íþ róttavö ru versl u n Framtíðarstarf — helgarstarf Við óskum eftir framtíðarstarfsmanni (hálfsdagsstarf) í verslun okkar sem er í Kringlunni. Einnig vantar okkur fólk í afleysingarvinnu (helgarvinna). Skilyrði er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af almennum sölu- eða þjónustustörf- um, séu þjónustuliprir og umfram allt ábyrgð- arfullir. Ahersla er lögð á metnaðarfullan og hressan einstakling, eldri en 18 ára, sem hef- ur einhverja þekkingu á íþróttavörum. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir 3. september, merktar: „Maraþon — 8585". n Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Hjúkrunarfræðingar! Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavík, sjúkrahússvið, óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomu- lagi. Á sjúkrahússviði hefur megináhersla verið lögð á bráðaþjónustu, skurðlæknisþjónustu, öldrunarhjúkrun og fæðingarhjálp. Áhugasamir hjúkrunarfræðingar, við aðstoð- um við að útvega húsnæði svo er aðeins um 30 km akstursfjarlægð frá stór-Reykjavíkur- svæðinu á Suðurnesin. Vinsamlegast hafið samband og fáið nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra eða fram- kvæmdastjóra í síma 422 0500. Keflavík, 28. ágúst 1999. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. EILBRIGÐISETOFN L1 Nl N r IsAFJARÐARBÆ Mótunarstarf á nýrri stofnun Auglýst er laus til umsóknar staða hjúkrunar- forstjóra á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofn- unarinnar, ísafjarðarbæ. Hér er kjörið tækifæri fyrirtvo eða fleiri áhugasama hjúkrunarfræð- inga að taka þátt í mótunarstarfi á nýrri stofn- un, en 2 stöður hjúkrunarfræðinga eru einnig lausar. Umsækjandi um starf hjúkrunarfor- stjóra hafi framhaldsmenntun í heilsugæslu- hjúkrun og/eða haldgóða reynslu af stjórnun- arstörfum á heilbrigðissviði. Ráðið verður í stöðuna fljótlega eða skv. nánara samkomu- lagi. Umsóknarfresturerframlengdurtil 17. september nk. Umsóknir berist til framkvæmdastjóra, Guð- jóns S. Brjánssonar, sem einnig veitir nánari upplýsingar, netfang qbrians@fsi.is. sími 450 4500/897 4661. Heilbrigðisstofnunin, ísafjarðarbæ, var stofnuð 1. janúar 1998, þegar sex stofnanir í sveitarfélaginu voru sameinaðar í eina stjórnunarlega heild. Þetta eru heilsugæslustöðin og Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði, heilsugæslustöðvarnar og hjúkrunarheimilin á Flateyri og Þingeyri auk heilsugæsluselja á Suðureyri og í Súðavík. Samkvæmt ný- samþykktu skipuriti stofnunarinnar er henni skipt upp i tvö svið, heilsugæslusvið og sjúkrasvið. Gert ráð fyrir að á hvoru sviði starfi yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri. Eitt helsta markmið stjórnenda stofn- unarinnar við sameininguna er að skapa aðstæður til að geta boðið metnaðarfulla þjónustu á starfssvæðinu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Annað markmið er að starfrækja stofnunina af hagkvæmni, samhliða því að hlúa að hagsmunum starfsmanna í hvívetna og skapa þeim gott vinnuumhverfi. Framundan er uppbygg- ingar- og mótunarskeið í starfi stofnunarinnar og nýráðinn hjúkrunar- forstjóri mun því takast á við spennandi og krefjandi verkefni, sem gera ríkar kröfur til lipurðar í samstarfi, ferskleika og skipulagshæfi- leika i góðum hópi fagfólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.