Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 24
* 24 E SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
*
>
-V
BRESKA bíómyndin Nott-
ing Hill með Hugh Grant
og Juliu Roberts er
dæmigerð, gamaldags
rómantísk gamanmynd með tveim-
ur stórstjörnum nútímans. Henni
hefur vegnað ákaflega vel í miða-
sölunni um allan heim sem sýnir að
komi vegleg ástarmynd í bíóin og
fyndin í þokkabót er fólk alltaf til-
búið til þess að skoða hana. Annars
hafa ástarmyndir ekki verið áber-
andi í bíóunum hin síðari ár og
kannski eru þær vanræktar af
kvikmyndagerðarmönnum. Ekki
er það algilt; einhver prýðilegasta
ástarmynd sem gerð hefur verið,
Enski sjúklingurinn, er gott dæmi
um hvað snjallir kvikmyndagerðar-
menn geta gert úr ljómandi fínni
ástarsögu.
Ástarmyndirnar
Bandaríska kvikmyndatímaritið
Movieline bjó nýlega til forvitnileg-
an lista yfir fimmtíu bestu ástar-
myndirnar sem gerðar hafa verið
og kennir þar að vonum ýmissa
grasa (þótt margt vanti þar
einnig). Þær eru eftir marga af
fremstu leikstjórum samtímans og
fyrri tíma og nöfn myndanna eru
mörg hver fyrir löngu orðin greipt
í kvikmyndasöguna, Á hverfanda
hveli og Casablanca þar á meðal.
Alfred Hitchcock á fjórar myndir á
listanum en gæti átt nokkrar fleiri.
Roman Polanski kemur við sögu,
Peter Weir og James Cameron,
svo aðeins fáeinh' séu nefndir.
Margar myndanna eru að sjálf-
sögðu til á leigunum og því virkar
listinn sem ágætur vegvísir ástar-
fuglum sem vilja sjá út á hvað
þetta allt saman gengur.
Elstu myndirnar eru frá árinu
1932 en þær heita Vandræði í para-
dís eða „Ti-ouble in Paradise" og
Bara aðra leiðina eða „One Way
Passage". Sú fyrri er eftir meistara
rómantísku gamanmyndanna,
Ernst Lubitsch, og segir frá svika-
hröppunum Miriam Hopkins og
Herbert Marshall og erfingjanum
Kay Francis, sem er ábyggilega
jafngóð fyrir Marshall og Hopkins.
Kay Francis er einnig í hinni síðar-
nefndu og leikur á móti William
Powell; hún er haldin banvænum
sjúkdómi, hann er á leið í lífstíðar-
fangelsi en þau vita ekki leyndar-
mál hvors annars.
Hitchcock-myndirnar sem
brunnu af ást eru í réttri tímaröð
Rebekka, Alræmd, Lofthræðsla og
loks Marnie (hjá Hitchcock var ást-
in aldrei langt undan og nefna
mætti fleiri myndir eins og
Norðnorðvestur). Leikararnir í
þessum Hithcockmyndum voru
ekki af verri endanum: Joan
Fontaine og Laurence Olivier fóru
með aðalhlutverkin í Rebekku,
Cary Grant og Ingrid Bergman í
Airæmdri, Jimmy Stewart og Kim
Novak í Lofthræðslu og loks Sean
Connery og Tippi Hedren, sem lík-
lega er sú sísta af þeim, bæði mynd-
in og leikkonan. Ástarmyndir
Hitchcocks eru auðvitað um leynd-
armál og lygar eins og augljósast er
kannski í Lofthræðslu þar sem kon-
an í sambandinu gerist varia dular-
fyllri eða myndin skemmtilegri.
Af eldri myndunum á listanum
má ennþá hafa gaman af „It Happ-
ened One Night“ eða Það gerðist
eitt kvöld frá 1934 þar sem
Claudette Colbert og Clark Gable
(ástarhnoss númer eitt á þessum
árum) leggja upp í langferð og Ga-
ble fer úr skyrtunni. Þá er hún
ekki síðri rómantíska gamanmynd-
in Búðin á horninu eða „The Shop
Around the Comer“ frá 1940 eftir
Lubitsch; hún er með Stewart
og Margaret Sullavan
sem fara létt
með að
slá út
Tom
Ástin á hvíta
tjaldinu
Allen og ástin
✓
Astarmyndirnar eru stundum kallaðar
klútamyndir og mörgum fínnst þær
kannski væmnar en sumar hverjar eru
með bestu og vinsælustu myndum sem
gerðar hafa verið að sögn Arnalds
Indriðasonar, sem skoðaði lista yfír
nokkrar frægar ástarsögur sem
festar hafa verið á filmu.
Yul Brynner og Deborah Kerr í Konungurinn og ég.
for the Road“ á móti Albert Finn-
ey, einskonar vegamynd um ástar-
samband í hættu. I millitíðinni lék
Hepburn svo í „Breakfast at
Tiffany’s" á móti George Peppard.
Frá þessu skeiði em einnig
myndirnar Konungurinn og ég
með Yul Brynner og Deborah
Kerr, stórfengleg í litaskrúði og
ekki spillir tónlist Rodgers og
Hammersteins. Og „Beauty and
the Beast“ eða Fríða og dýrið eftir
Jean Cocteau þykir gera ævintýr-
inu frábær skil.
Þegar komið er nær nútímanum
má finna eina og eina góða ástar-
mjmd þótt slíkar myndir séu eins
og áður sagði frekar á undanhaldi.
Kínahverfið eftir Polanski er saka-
máiamynd strangt til tekið en ást-
arsagan í henni milli Jake Gittes
(Jack Nicholson) og Evelyn
Mulwray (Faye Dunaway) er
mergjuð og eins og margar slíkar
dauðadæmd. Á níunda áratugnum
voru gerðar myndir á borð við
„Moonstruck" með Cher og
Nieholas Cage undir stjórn Norm-
an Jewisons og „Mrs. Soffel“ með
Mel Gibson og Diane Keaton sem
gerist í fangelsi og segir af ástum
dauðadæmds morðingja og eigin-
konu fangelsisstjórans. Hún reyn-
ir að bjarga sálu hans en svo fer að
hún hjálpar honum að flýja. Þá
gerði Woody Allen, sem alltaf fjall-
ar um ástina á einn eða annan veg,
eina af sínum bestu myndum á
þessum tíma, Kaírórósina eða
„The Purple Rose of Cairo“.
Kannski er hún óður til ástar-
myndanna. Hún segir af ástum
hinnar lánlausu Miu Farrow, er
hefur sérstaka unun af rómantísk-
um myndum, og kvikmyndastjörn-
unnar glæsilegu, sem stígur af
hvíta tjaldinu og niður til hennar í
bíósalinn.
Og loks má nefna Jörð í Afríku
eða „Out of Africa“ með Robert
Redford og Meryl Streep. Redford
hefur átt misjafna daga í róman-
tísku myndunum eftir því sem ár-
unum hefur fjölgað (Hestahvísiar-
inn var hræðileg) en var í essinu
sínu þarna og Streep á hátindinum.
Ástarsagan var kannski fornaldar-
leg en Afríka bætti hana upp.
Ekki er hægt að skilja við ástar-
myndalistann án þess að nefna
tvær myndir í viðbót. Sú fyrri er
Enski sjúklingurinn sem áður var
minnst á. Þar er á ferðinni klassísk
ástarsaga með síðari heimsstyrj-
öldina í bakgrunni. Frásagnarað-
ferðin er spennandi, sagan um hina
stolnu ást í eyðimörkinni er
óvenjulega sterk og örlög elskend-
anna ættu að fá hjartað til þess að
taka kipp, jafnvel í hinu mesta
dauðyfli.
Hin myndin er Titanic eftir
James Cameron. Ástæðan fyrir
því að hún varð svona gríðarlega
vinsæl er lýsing Camerons á sjálfu
slysinu en honum tókst að hreyfa
við milljónum áhorfenda með ást-
arsögunni milli Leonardo DiCa-
prio og Kate Winslet, jafnvel þótt
hún væri einfeldingsleg og jafnvel
hallærisleg. Konungur heimsins
vai'ð einnig konungur ástarsög-
unnar.
Köld ást; Leonardo DiCaprio og Kate Winslet í Titanic.
Ingrid Bergman og Hump-
hrey Bogart í Casablanca.
Clark Cable og Claudette Colbert í Það gerðist
eitt kvöld.
Ralph Fiennes og Kristin Scott-Thomas í Enska
sjúklingnum.
hrey Bogart í hlutverki kaffihúsa-
eigandans Ricks og Ingrid Berg-
man í hlutverki gömlu kærustunn-
ar hans, Ilsu. Af öllum búllunum í
öllum heiminum þurfti hún endi-
lega að rekast inn á mína búllu,
segir Rick angurvær. Og þá er
ekki síður angurvær söngur Sams
um tímann sem líður hjá. Casa-
blanca er ástarsaga úr stríðinu og
kannski er það vegna þess að þau
þurfa að skilja sem samband þeirra
varir að eilífu. Við skulum samt
ekki gleyma að það verður upphaf-
ið að frábærri vináttu.
Audrey Hepburn er mest áber-
andi í ástarmyndunum eftir stríð.
Hún lék í fjöldanum öllum af slík-
um myndum og nægir að nefna
„Funny Face“ og „Sabrina“ og
auðvitað söng- og dansstykkið
„My Fair Lady“. Einnig „Rom-
an Holiday“ frá 1953 þar sem
hún lék á móti Gregory Peck.
Hann var blaðamaður en hún
prinsessa, sálufélagar úr ólík-
um heimi. Þau vita að það er
spurning hversu lengi slík
sambönd endast og taka því þá
ákvörðun að hætta saman á
meðan töfrarnir vara. Þá lék
Audrey Hepburn í „Love in the
Afternoon" frá 1957 á móti Cary
Cooper undir leikstjórn Billy Wild-
ers. Háðfuglinn Wilder átt þátt í
handritinu og gerði Cooper að
auðugum, rosknum manni sem hin
unga Hepburn fær ekki staðist.
Áratug síðar lék Hepburn í „Two
Stewart og
Novak í Loft-
hrseðslu.
Hanks og Meg Ryan í endurgerð-
inni sem sýnd var hér um daginn,
„You’ve Got Mail“.
Leiktu það aftur, Sam
Um þetta árabil eða 1942 er svo
gerð móðir allra ástarmynda,
Casablanca. Hún hefur orðið tilefni
endalausra bollalegginga um hvað
það nákvæmlega er sem gerir hans
svona góða og er listinn sá mjög
langur. Ofarlega á honum
hljóta að vera þau Hump-