Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Wilt Chamerlain í leik með Philadelphia 1968. haldin voru deilur um skiptingu tekna af viðureigninni. Chamberlain fór mikinn í ævi- sögu sinni „A lifelong bachelor" þar sem hann kvaðst hafa sængað með 20 þúsund konum á lífsleið- inni, sem þýðir að hann haft um þrjár konur fyrir rekkjunauta á hverri nóttu í um 20 ár. Þessi um- mæli komu honum illa og hann kvaðst síðar hafa séð eftir að hafa látið þau á prent. Er hann var 55 ára sagðist hann sannfærður um að geta leikið í NBA á ný og ef hann sneri aftur ætlaði hann sér að ná flestum fráköstum í deildinni. Hann lét meira segja að sér kveða í kvikmyndum og lék með austur- ríska vöðvatröllinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni „Conan the Barbarian“ árið 1984. Þjáðist af hjartakvilla síðustu árin Chamberlain átti við hjartakvilla að stríða síðustu ár ævi sinnai-, var meðal annars lagður inn á spítala fyrir nokkrum árum, en þrátt íyrir heilsuleysi stundaði hann líkams- rækt af kappi og keppti í maraþon- hlaupum og iðkaði aðrar íþrótta- greinar eins og ekkert hefði í skorist. Akefð hans virðist hafa dregið hann til dauða, ef marka má ummæli systur hans, Selina Gross, sem telur að hann hefði átt að fara sér hægar. „Við vissum að hann átti við vandamál að stríða, en gerðum okkur ekki grein fyrir hve alvarlegt það var. Kannski hefur öll þessi hreyfing haft slæm áhrif á hann, en hann fór vel með sig og fór reglu- lega til læknis." Síðustu vikur voru Chamberlain erfiðar, hann léttist svo góðu hófi gegndi og sagði önnur systir hans, Barbara Lewis, að hann hefði litið illa út nokkrum dögum áður en hann lést. Cham- berlain fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á þriðjudag - bana- meinið var taiið hjartaáfall. Wilton Chamberlain varð 63 ára að aldri. Körfuknattleiksáhugamenn, vin- ir og fyrrverandi félagar í NBA- deildinni hafa ekki sparað stóru orðin um ágæti Chamberlains á vellinum er fjölmiðlar hafa leitað til þeitra undanfarna daga. Phii Jackson, þjálfari Los Angeles La- kers, sagði meðal annars í samtali við Los Angeles Times frá því er hann lék á sínu fyrsta ári í NBA- deildinni og tókst að hindra skot frá Chamberlain í einum leik. „Þá sagði einhver við mig að ég hefði gert mildl mistök því Chamberlain gleymdi aldrei ef einhver hefði bet- ur gegn honum. Það kom á daginn því hann varði hvert skot sem ég skaut á körfu í þeim leikjum sem við áttumst við eftir það. Hann þoldi ekki að vera niðurlægður." Jackson segir að líkja hefði mátti Chamerlain við sofandi risa, sem lék flesti leiki án vandkvæða. „En ef hann reiddist í leik var hann hamslaus af bræði allt þar tö yfir lauk.“ Walt Frazier, fyrrverandi leik- maður New York Knicks, segist gjarnan spurður út í hver sé besti leikmaður sem leikið hafi í NBA- deildinni í Bandaríkjunum. „Ég segi ætíð að það velti á ýmsum hlutum. Til dæmis sé Bill Russell sigursælasti leikmaðurinn, Big 0 sé sá fjölhæfasti en Wilt Chamberlain er ofurmenni. Það sem hann afrek- aði er nánast broslegt," sagði Fr- azier. Hcimild: NBA stjömurnar, eftir Eggert Þór Aðalsteinsson og Þórlind Kjartansson. Bandarískur körfuboltaheimur kveður Wilt Chamberlain risavaxna sjátfsímynd Wilton Norman Chamberlain, sem var 2,15 m á hæð og ætt- aður frá Philadelphiu, þótti strax hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann lét til sín taka í menntaskóla og varð eftirsóttur hjá háskólum, sem vildu fá hann í sínar raðir. Hann lék sitt fyrsta ár í NBA-deildinni árið 1959, gerði þá 36,7 stig að meðaltali í leik og komst á stall með bestu miðherjum deildarinnar. Tímabilið 1961-62 tókst honum að gera 50,4 stig að meðaltali og 100 stig í einum og sama leiknum, er Philadelphia Warriors vann New York 169:147 2. mars 1962. Glæsi- legt met sem stendur enn og mun væntanlega gera um ókomna fram- tíð. Sjálfur segir Chamberlain að hann hafi ekki átt sinn besta leik þann dag. Hann bjó í New York á þeim tíma þrátt íyrir að leika fyrir Philadelphiu og kvaðst ekki hafa sofið dúr nóttina fyrir leikinn. Hann tók lestina um morguninn, kom við í leikjagarði og hélt síðan á leikinn og gerði 100 stig. Sá sem hefur komist næst honum að stig- um í einum leik er hann sjálfur en Chamberlain, sem þekktur var undir heitunum „Wilt the Stilt“ og „The Big Dipper", gerði 78 stig í leik árið áður en þá var þrífram- lengt. Hann náði jafnframt tvívegis að gera 73 stig í leik. Næstur hon- um yfir stigahæstu leikmenn í ein- stökum leik er Michael Jordan með 37,1 stig - reyndar á Chamberlain 56 met í NBA-deildinni en Jordan aðeins fjögur. Fyrstur til að gera 4 þúsund stig Leiktíðin 1961-62 var um margt merkileg fyrir Chamberlain. Auð- vitað verður stigamets hans alltaf minnst enda einstakt afrek. Hann varð einnig fyrsti leikmaðurinn til að komast yfir 4.000 stiga múrinn á einum vetri, gerði 4.029 stig, og hann tók 25,7 fráköst að meðaltali þennan vetur og er það þriðji besti árangur einstaklings í sögu NBA. Chamberlain vermir sjálfur fyrsta og annað sætið í fráköstum, tók 27,2 fráköst að meðaltali veturinn áður og þar áður, 1959-60, tók hann 27,0 fráköst að meðaltali. Það sem kemur samt einna mest á óvart þegar ferill Chamberlains er skoðaður er að þetta keppnistíma- bil lék hann að meðaltali í 48,5 mín- útur en körfuknattleiksleikur í NBA stendur í 48 mínútur. Hann lék sem sagt hálfri mínútu lengur að meðaltali en hver leikur stóð. Skýring er að sjálfsögðu á þessu; þetta tímabil lenti Warriors tíu sinnum í framlengingu. Vart þarf að taka það fram að enginn leikmaður hefur leikið eins margar mínútur með liði sínu á heilu tímabili. Chamberlain afrek- aði einnig þennan vetur að leika allan leiktímann í 79 leikjum af 80 sem liðið lék og alls lék hann í 3.882 mínútur af þeim 3.890 sem í boði voru fyrir hann. Hann hvfldist sem sagt í átta mínútur þetta leik- tímabil. Chamberlain á fleiri met í NBA-deildinni. Hann tók til dæmis 55 fráköst í leik Philadelphia og Wilton Chamberlain þykir einn fremsti körfuknattleiksmaður sem litið hefur dags- ins ljós. Hann er einkum þekktur fyrir að hafa gert 100 stig í einum og sama leiknum en færri vita að hann á 55 önnur met í NBA-deildinni. Chamberlain, sem andaðist á dögunum, 63 ára að aldri, vissi vel af hæfíleikum sínum og haft var á orði að hann væri risi með risavaxna sjálfsímynd. Einn mesti körfuknattleiksmaður allra tíma, Chamberlain, er eini leikmaðurinn sem hefur skorað 100 stig í leik í NBA-deildinni. Boston 24. nóvember 1960 og það þrátt fyrir að Bill Russell, hans helsti andstæðingur, léki með Boston. Stórleikur Chamberlains dugði þó ekki til sigurs því Russell og félagar höfðu betur, unnu 129:132. Óspar á yfirlýsingar Chamberlain lék 14 ár í NBA- deildinni en tókst aðeins tvisvar sinnum að hampa meistaratitli, með Philadelphia 76ers 1967 og Los Angeles Lakers árið 1972. La- kers þótti yfir að ráða einstöku liði það ár og tapaði aðeins 13 leikjum, vann 69, þar af 33 leiki í röð. Hann lauk ferli sínum tímabilið 1972-73 og hóf þjálfun en gafst fljótlega upp á þeim starfsvettvangi. Hann var engu að síður mikið í sviðsljós- inu enda óspar á yfirlýsingar sem fyrr og naut þess að lesa ummæli sín á prenti eða sjá sig gorta í sjón- varpi. Hann var meðal íyrstu blökkumanna í bandarískum körfuknattleik á 7. áratugnum sem þorðu að láta ýmis ummæli flakka og var fyrir vikið umdeildur af áhugamönnum um körfubolta, enda ekki til siðs að þeldökkir leik- menn væru spurðir álits á þeim tíma. Er ferli hans lauk hélt hann áfram þar sem frá var horfið og var einkum drjúgur að bera sig saman við þá leikmenn sem léku í NBA- deildinni síðar enda tölfræðin nær öll honum í hag. Þá skoraði hann eitt sinn á Muhammed Ali í box- keppni. Chamberlain var sann- færður um að vinna Ali og það sem kom í veg fyrir að keppnin yrði Risi með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.