Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 24

Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 24
24 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Á að fara eitthvað ut? Síminn GSM hefur gert reikisamninga við yfir 100 farsímafyrirtæki í meira en 50 löndum. Þannig er tryggt að þú ert í aðeins símtalsii'arlægð frá þínum nánustu á ferð þinni um heiminn. Síminn GSM. í traustu sambandi erlendis. SÍMINN<3SM WWW.BSM.IS Bókmenntadag- skrá í Norræna húsinu BÓK er engin eyja - The Fabulous Four & a Blondie er yfirskrift bók- menntadagskrár með fimm finnsk- um rithöfundum í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16. Rithöfundamir eru Timo Emamo, Jakko Heini- maki, Tapio Koivukari, A.W. Yrjána og Asta Piiroinen. Boðið verður upp á tónlist og orð vel krydduð með grallaraskap og prakkarastrikum, segir í fréttatilkynningu. Rithöfundamir eiga það sam- merkt að taka sig ekki of hátíðlega og allir hafa þeir fleiri en eitt starf á hendi. Timo Emamo er útgefandi og ritstjóri, Jaakko Heinimáki, rit- höfundur, blaðamaður og prestur er þekktur höfundur kristilegra bók- mennta (fékk verðlaun fyrir kristi- lega bók ársins 1997 í Finnlandi), A.W. Yrjáná, skáld og tónlistarmað- ur. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1997 og hefur komið út í sjö upplög- um. Hann er einn vinsælasti rokk- tónlistarmaður Finnlands. Tapio Koivukari, kaliaður „rödd hinna innfæddu“ (hlaut Nortamo-verð- launin 1999 og Koskenkorva verð- launin 1990). Tapio Koivukari bjó á íslandi í nokkur ár, lagði stund á guðfræði og kenndi m.a. á Vest- fjörðum. Asta Piiroinen er rithöf- undur og blaðamaður og býr í Stokkhólmi. Hún hefur sent frá sér smásagnasafn og þrjár skáldsögur. Auk ritstarfa hefur hún unnið sem skjalaþýðandi og túlkur. Smásögur undir heitinu Pour Cat, verða gefn- ar út í Finnlandi í mars á næsta ári. Ein af smásögum hennar birtist í safnriti í Svíþjóð um finnskan húmor, sem En Bok för Alla gaf út. Rithöfundamir tengjast útgáfufyr- irtækinu LIKE, sem er lítið neðan- A.W. Yrjáná Timo Ernamo Tapio Koivukari Asta Piiroinen jarðarbókaforlag í Helsingfors og hefur vakið mikla eftirtekt undan- farinn áratug meðal bók- menntasinnaðra Finna og er nú orðið að meðal- stóru bókaforlagi. Like er helsti út- gefandi íslenskra samtímabók- mennta í Finnlandi og í haust koma út á þess vegum verk eftir Þórarin Eldjám, Einar Má Guðmundsson og Vigdísi Grímsdóttur. Dagskráin verður á finnsku og ís- lensku. Jaakko Heinimáki Sá á hund sem elur BÆKUR Náttnrufræði- rit ÍSLENSKI FJÁRHUNDURINN eftir Gísla Pálsson. 276 bls. Útgefandi er Bóka- útgáfan á Hofi. Verð kr. 3800. LÍFSEIG varð sú saga í ferðabókum af landi okkar á miðöld- um, að íslendingar seldu hunda sína dýrt, en gæfu börn sín kaup- mönnum, svo að hin önnur hefðu fæði. Hafa ummæli þessi farið fyrir brjóstið á mörgum, en upphaf þeirra má rekja til manns að nafni Martin Behaim, sem gerði fyrstu kúlumynd jarðar 1492 og segir hann frá þessu þar. Því er þetta rifjað upp hér, að nýkomin er út bók um íslenzka fjárhundinn, þar sem í stuttu máli er sagt frá sögu hans, helztu einkennum og síðan er kynning á fremstu ræktendum kynsins hér á landi. Segja þeir frá hundum sínum og starfi. Þá eru einar 30 Ijósmyndir af litbrigðum íslenzka hundsins og sagt frá nöfn- vi'mb l.is —AL.UMf= e/TTHWkÐ tJÝTl— um á þeim, sem er mjög fróðlegt. I bókar- lok er afbragðsskrá yf- ir hundanöfn, tekin saman af Hermanni Pálssyni. En þar með er ekki öll sagan sögð, því að hver kaíli er síð- an birtur bæði á þýzku og ensku. Lengir þetta því bókina um tvo þriðju að undanskild- um myndum, sem eru fjölmargar. Mjög fljótt er farið yfir sögu íslenzka hundsins, en þó er greint frá brautryðj- andanum Mark Watson og sagt ít- arlega frá ræktunarstarfi Sigríðar Pétursdóttur á Olafsvöllum, en þau eiga bæði lof skilið fyrir ár- vekni sína. Verður það seint full- þakkað. Einnig er greint frá stöðl- um við ræktunarmarkmið eins og þau eru sett fram nú. Frásagnir rúmlega 50 ræktenda af hundum sínum eru oft byggðar á faglegum grunni eins og vera ber og er ekki alltaf auðvelt fyrir óinnvígða að skilja mál þeirra. Til dæmis stend- ur á einum stað, að Kría hafi verið HD-mynduð og sé FRI og augn- skoðun hafi verið neikvæð, og seg- ir þetta flestum heldur lítið. Af augljósum ástæðum bera menn yf- irleitt lof á hundinn sinn og hrósa honum fyrir geðprýði og gáfur. Það er þetta með gáfurnar, sem manni verður ósjálfrátt hugsað til þess við hvern eigandinn miðar Gísli Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.