Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 26

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 26
26 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ • • ORVERUR ci'u óhjákvæmi- legur þáttur í lífríkinu, án þeirra myndum við til dæmis ekki geta melt mat- inn og það sem væri verra: allur úr- gangur í náttúrunni myndi hlaðast upp en ekki brotna niður eins og ör- verumar tryggja núna. En sumar örverur valda okkur sjúkdómum og jafnvel dauða. Við bjóðum þeim aldrei af ráðnum hug í mat. Kampýlobakter er gerill, öðru nafni baktería, sem fyrst var greind í búfénaði erlendis fyrir um 80 árum en ekki sem sjúkdómsvaldur í mönnum fyrr en á áttunda áratugn- um. Hann veldur oftast nær aðeins óþægilegum niðurgangi en stundum hættulegri sýkingu, einstaka sinn- um dauða. Algengast er talið að kampýlobakter berist úr alifugla- kjöti í menn. Erfitt er að vinna bug á út- breiðslu sumra örvera með því að nota fúkkalyf, reynslan hefur oft orðið sú að sýklar verða ónæmir fyrir þeim vegna stökkbreytinga. Til verða þolnir stofnar sýkla. Hafa meðal annars komið fram stofnar salmonellu sem þola ýmsar lyfjateg- undir. Sjúkdómar eru víða vanda- mál þar sem fjöldaframleiðsla á dýrum eða fiskum til matar fer fram og Norðmenn hafa dregið úr fúkkalyfjagjöf í fiskeldi, nú er meira um að hver fiskur sé í staðinn bólu- settur. Enn flækir það málið fyrir leik- mönnum að tii eru á bilinu 10 til 20 tegundir af kampýlobakter og þar af eru tvær sem geta valdið sjúk- dómum í mönnum. Heitir önnur jejuni en hin coli og munu þessar bakteríur vera algengasta orsök niðurgangs í Bandaríkjunum, segir í skýrslum stjómvalda þar. Stór- framleiðendur á alifuglakjöti vestra huga nú að því að efla mjög vamir gegn kampýlobakter en ennþá er salmonella þó ofar í huga manna. Aðeins nokkur hluti þess fjölda, ef til vill 10%, sem fær kampýlobakter fær læknismeð- höndlun eða er lagður inn á sjúkra- hús og talið er að flest tilfellin séu vægari en svo að þau lendi í skýrsl- um heilbrigðisyfirvalda. Vandinn er því að verulegu leyti falinn og er áætlað að hér á landi veikist árlega þúsundir manna af bakteríunni. Til era sjaldgæf afbrigði kampýlobakters sem em lífshættu- leg, ein þein-a er svonefnd „ham- borgarabaktería" og „ferðamanna- veikin" á Spáni er líka ein af undir- tegundunum. Greining á bakteríum er sögð vera afar flókin fræðigrein og ertn margt óljóst í því tilliti. Þess má geta að sérfræðingar segja að aðeins sé til ein tegund af salmon- ellu en líklega um 2.000 undirteg- undir! Salmonella er að því leyti ólík kampýlóbakter að sýkingin er yfir- leitt mun hastarlegri í mönnum og hún fjölgar sér auðveldlega í mat- vælum séu aðstæður eins og hiti og annað henni hagstætt. Kampýlóbakter fjölgar sér hins vegar sjaldan vemlega í matnum sjálfum en berst mjög auðveldlega á milli staða við snertingu, hugsan- lega einnig með loftinu. Við fryst- ingu drepst mikið af kampýlobakt- Erlendis velta margir því fyrir sér hvort auknar samgöngur milli heimsálfa og ónæmi ýmissa örvera gagnvart lyfjum geti valdið því að matareitrun af ýmsu tagi verði erfiðari viðfangs á næstu öld en nú. Fyrir nokkrum árum var mest rætt um salmonellu hérlendis en nú er það kampýlobakter. Krislján Jónsson kynnti sér aðgerðir gegn sýklinum. emum en eitthvað lifir samt og til- tölulega lítið þarf til að fólk verði sjúkt, aðeins nokkur hundmð sýkla. Suða eða steiking ríður hins vegar örveranni að fullu og vilji fólk vera alveg ömggt með matinn sem það lætur í sig er slík meðhöndlun mat- arins mikilvægasta skrefið. Það veldur erfiðleikum við að rannsaka kampýlobakter hvað bakterían er afar viðkvæm. Hún þolir til dæmis illa þurrk. Örveran getur vel geispað golunni á þeim stutta tíma sem líður frá því sýni er tekið þar til það er lagt undir smá- sjána. Mikið hefur verið fjallað um kampýlobakter í erlendum fjöl miðlum á síðustu áram og -er því jafnvel spáð að bar- áttan við hann verði harðari en við salmonelluna sem enn er aðalviðfangsefnið víða þótt tekist hafi að snúa hana niður hérlendis, a.m.k. í bili. Kampýlobakter hefur greinst í flestum alifuglabúum lands- ins en einnig í svínabúi, hún finnst auk þess í mjólkurvör- um. Auk þess að greinast í dýram og mönnum hefur kampýlobakter fundist hér í vatnsbólum, meðal annars í sumar- bústaðahverfum. Sílamávar hirða ekki um lög En er hægt að halda óvættinni í skefjum? Sýkillinn finnst í saur fjöl- margra dýra, einnig villtra, og því ljóst að ekki verður hægt að vinna endanlega bug á útbreiðslunni. All- ar ráðstafanir hljóta að beinast að því að draga úr hættunni á því að fólk sýkist. En sílamávar, sem krækja sér í kampýlóbakter jafnt sem salmonellu í Bretlandi, láta sér fátt um finnast þótt mennimir setji boð og bönn og munu sem fyrr drita á víðavangi, einnig við vatnsból. Rannsóknaráð ríkisins ákvað í vor að styrkja þriggja til fjögurra ára rannsókn á faraldursfræði sýkilsins hérlendis og vinnur hópur fulltrúa frá yfirdýralækni og helstu heilbrigðisstofnunum ásamt vís- indamönnum hjá Tilraunastöð land- búnaðarins að Keldum að þessu langtímaverkefni. Þótt búast megi við að skilað verði áfangaskýrslum næstu árin fannst stjómvöldum að brýnt væri að fá fyrr einhverja yfir- sýn í þessum efnum. Miklar umræður urðu í sumar vegna gagnrýni heilbrigðisfulltrúa Suðurlands á vinnubrögð í kjúklingabúinu að Ásmundarstöð- um og ríkisstjómin samþykkti í ágúst að veita þrjár milljónir króna til að gera úttekt á útbreiðslu kampýlobakters í umhverfinu hér á landi. Embætti yfirdýralæknis, Hollustuvemd ríkisins og embætti landlæknis annast þá vinnu sem lýkur senn. Franklín Georgsson, fram- kvæmdastjóri rannsóknastofu Holl- ustuverndar ríkisins, var spurður hvort hægt væri að leysa vandann með hertum aðgerðum á alifugla- búum. Erlendis rf mark- hafa me.»feyns^m gegn SS^BffSS- sýKlamengun. ii „Það er vafalaust hægt að ná miklum ár- angri með því. Erlendis þar sem menn hafa meiri rejmslu af mark- vissum ráðstöfunum gegn kampýlobaktersýkingum í alifugla- eldi, hefur tekist að draga mjög úr þessari sýklamengun. Eg veit þó ekki til að það hafi nokkurs staðar tekist að útrýma henni alveg. Takist hins vegar að draga mikið úr henni er hlutfall alifugla með bakteríuna í sér miklu lægra á markaðnum. Við hjá Hollustuvemd gerðum þegar árið 1986 könnun á því hve mikið væri um kampýlobakter í kjúklingum hér og tíðnin reyndist vera yfir 80% en staðfest tilfelli sýk- ingar í mönnum voru þá afar fá og hægt að rekja helming þeirra til ferðalaga erlendis. Þetta virtist því ekki vera alvarlegt mál og meiri áhersla var lögð á baráttu gegn salmonellamengun í alifuglum. En leyfð var sala á ferskum kjúklingum áramótin 1995-1996 og þeir eru sennilega miklu varasamari en frystir, þar sem magnið af sýklum er hugsanlega miklu meira í fersku vöranni. Aldrei er hægt að útiloka full- komnlega að sýklar geti verið til staðar í hrámeti. Jafnvel þótt við sé- um að mestu laus við salmonellu núna verður að gera ráð fyrir að hún geti af og til leynst í hráefninu. Við verðum þess vegna alltaf að meðhöndla það á jafnöraggan hátt, fullsteikja það eða sjóða það. Ekki síður er mikilvægt að koma í veg fyrir það sem nefnt er krossmengun úr hráefni í önnur matvæli, sérstak- lega matvæli sem era tilbúin til neyslu. Það sem okkar starf gengur auð- vitað út á er að reyna að stuðla að minnkun mengunarinnar og sjá til þess að hún verði sem minnst. Það sem við neytendur hér á Islandi og heilbrigðisyfirvöld krefjumst er að við náum jafngóðum árangri og best gerist annars staðar. Norðmenn tala um að í alifuglaeldinu hjá þeim sé kampýlobaktertíðni minni en 10%.“ Franklín segir að Hollustuvernd hafi á sínum tíma reynt að vinna gegn salmonellu með þvi að fara í verslanir og taka sýni úr varningi þar. Hins vegar hafi mönnum fljótt orðið Ijóst að auka þyrfti kröfur í alifuglaeldinu og setja fram kröfur um að mengaðir fuglar væru ekki sendir með hefðbundnum hætti í sláturhúsin. „Ekki hefur verið farið í sam- bærilegar aðgerðir vegna kampýlobakter og margir spyrja hverju það sæti. Málið er að við föram alltaf svolítið eftir því sem gert er annars staðar í heiminum og menn hafa mér vitandi hvergi gengið svo langt að banna alveg sölu á hrámeti vegna hugsanlegrar kampýlobakter-mengunar. Þetta er ekki einu sinni gert í Noregi, sem er í farar- broddi í heiminum hvað varðar baráttu gegn sýkla- mengun í matvælum. Áhættuþættimir era miklu fleiri en í sambandi við salmonellu og því myndi sölubann ekki bera sama árangur í sambandi við kampýlobakter. Raunhæfara er að beita sér fyrir aðgerðum sem ná að draga markvisst úr menguninni á ákveðnu tímabili, eða þar til ásættanlegum árangri er náð.“ Kjúklingahópar einangraðir Jarle Reiersen, dýralæknir ali- fuglasjúkdóma hjá yfirdýralækni, segir að nú sé verið að vinna að út- tektinni. „Hlutverk okkar hér er einkum að kanna ástandið í þessum efnum í íslenskum búfénaði, alifuglum og öðram dýrum,“ segir Jarle. „Við tökum meðal annars fjölmörg sýni og þegar verkefninu lýkur munum við semja skýrslu þar sem niður- stöðurnar koma fram. Við erum að von að skýrslan komi út um næstu mánaðamót eða í byrjun nóvember og vonum að margt eigi þá eftir að skýrast. Við vitum lítið um útbreiðsluna fram til þessa í umhverfinu hér þar sem þetta hefur ekki verið kannað áður. En erlend gögn benda til þess að bakterían hafi verið töluvert lengi á kreiki þar. Eg gæti vel trúað að þetta sé alls ekki einhver nýr sýkill en bætt aðferðafræði og tæki valda því að menn uppgötva fleira núna. Við vitum til dæmis núna að til er afbrigði sem heitir kampýlóbakter fetus sem veldur fósturláti í sauðfé. Afbrigðið er í sama flokki og kampýlóbakter jejuni sem veldur niðurgangi hjá fólki eins og coli en engum veikindum í dýi-um. Jejuni og coli er því aðeins hægt að skil- greina sem mengun sé hún í dýram en ekki sýkingu. Þess vegna era sumir að velta fyrir sér hvort líta megi á þessar tegundir sem eðlileg- an hlut í innyflum dýra.“ Hann segir því erfitt að segja mikið um aðgerðir í framtíðinni, fyrst verði að hafa grundvöll að byggja á. Menn verði að vita meira um útbreiðsluna, hvar bakterían finnist og í hve miklu magni. Einnig þurfi að reyna að átta sig á því hvort henni sé að vaxa ásmegin í umhverfinu hér og velta fyi-ir sér hverjar ástæðurnar séu þá. Um margt er hægt að geta sér til með því að kanna rannsóknarniðurstöð- ur erlendis en að sjálfsögðu geta að- stæður hér verið öðruvísi og því ekki alltaf hægt að yfirfæra reynslu annarra þjóða. Við þurfum því að gera sjálfstæðar rannsóknir hér. En vitað er að auk alifugla hefur kampýlobakter greinst í sjófuglum hér. Enn er ekki ljóst hvort sýkill- inn er í mófuglum en Jarle segist gjarnan vilja kanna hvort hann finnist til dæmis í rjúpum. ,AUt er þetta spurning um tíma og peninga. Eg er í hóp sem Rannís veitti styrk til þriggja ára vegna rannsókna á þessu sviði, faralds- fræði kampýlobakters. Hópurinn hefur starfað frá því í mars en þá lágu fyrir tölur um sýkingu í fólki frá sýkladeild Landspítalans. Þá var talið nauðsynlegt að kanna strax hvaða gögn við hefðum um málið. Alifuglabændur hafa legið undir miklu ámæli og eru þegar famir af stað með sínar eigin aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu kampýlóbakters. Það er ekkert leyndarmál, þeir þurftu engar fyrir- skipanir til þess og að sjálfsögðu hef ég veitt þeim faglega ráðgjöf í þeim efnum. Menn hafa hert mjög allar um- gengnisreglur. Það voru fyrir í gangi ákveðnar aðgerðir til að fyrir- byggja salmonellusmit og hert hef- ur verið á þeim. Gert hefur verið við eldishús og fleira verið lagað. Kampýlobakter hefur greinst í mörgum húsdýrum en einnig villt- um dýrum og fuglum. Við höfum haft grun um að smit hafi meðal annars borist úr umhverfinu inn í húsin með meindýrum, einkum músum. Sum húsin hafa ekki verið alveg músheld eins og gengur og gerist.“ Hagkvæmni stærðarinnar veldur því að á einu alifuglabúi eru nú tug- þúsundir fugla í einu og þess vegna er vandinn oft fljótur að magnast komi hann upp. Sé einn af fimm þúsund ungum sem verið er að ala til slátrunar með sýkilinn í sér dug- ar það til þess að allir hinir verða komnh- með hann eftir nokkrar vik- ur, svo auðveldlega berst hann á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.