Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 27 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hópur fulltrúa frá yfirdýralækni og helstu heilbrigðisstofnunum ásamt vísindamönnum hjá Tilrauna- stöð landbúnaðarins að Keldum vinnur nú að rannsókn á faraldursfræði kampýlobakter hérlendis. ,sarar_ tn*'u1A mPV'°' milli fuglanna í hópnum. Jarle segir að nú sé reynt að einangra hvern kjúklingahóp í hverju búi enn betur en fyrr. Hertar ráðstafanir núna beinist meðal annars að því að tryggja enn betur að smit í hópnum berist ekki yfir í aðra hópa. Allar tegundir búfjár skoðaðar Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segii- að í könnuninni sem ríkisstjórnin ýtti úr vör í ágúst verði meðal annars tekin sýni úr öllum búfjártegundum á landinu og Holl- ustuvernd ríkisins taki auk þess sýni úr öllum flokkum matvæla og vatni. „Við tökum sýni úr kjúklingum, svínum, lömbum, folöldum og kálf- um í sláturhúsi og loks úr gæludýr- um. Hollustuvernd skoðar aftur á móti matvæli og afurðir, kjöt í verslunum, ógerilsneydda mjólk og neysluvatn hér og þar á landinu. Enn hefur ekki fundist kampýlobakter í afurðum en mynd- in verður ekki skýr fyrr en allar nið- urstöður liggja fyrir. Við viljum því sem minnst tjá okkur fyrr en það gerist. Auk þessarar könnunar höfum við hert allar ráðstafanir gegn út- breiðslu sýkilsins á kjúklingabúum og í kjúklingasláturhúsum. Við vitum að bakterían er mjög víða í umhverfinu og getur t.d. verið í villtum fuglum eins og mávum og hröfnum. Þeir geta þá mengað drykkjarvatn búfjár á beit. Sé þetta svona í náttúrunni getur verið erfitt að koma í veg fyrir að mengunin berist inn í alifuglahúsin. Þau eru samt sem áður lokuð og aðgerðir okkar miða að því að tryggja enn betur en fyrr að smit geti komist inn í þau.“ Halldór segir að þótt ekki komist mörg aðskotadýr eða mikið af saur þeirra inn í húsin geti það nægt og ekki megi gleyma að loft þurfí líka að streyma inn í þau og þar þurfi að nota vatn. Ekki sé talið mikið um loftborið smit en víða sé byrjað að rannsaka vatnið sem fuglamir fái. Sums staðar sé það beinlínis sótt- hreinsað. „Einnig fer fóður að sjálfsögðu inn í húsin en talið er mjög ólíklegt að kampýlobakter sé í fóðri, bakter- ían á erfitt með að lifa í þurru fóðri. Líklegasta smitleiðin - menn Þá er eftir fjórða smitleiðin og það eru mennirnir. Líklega eni þeir mesta hættan og gerðai- eru nú auknar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að menn beri með sér smit úr umhverfinu inn í alifuglahúsin. Tryggja þarf að þeir sem fara inn gangi um sérstakt fótabað og skipti jafnvel um skófatnað og galla og allt sem flutt getur smitið inn. Gæta þarf mikillar nákvæmni til þess að slíkt eftirlit gangi alveg upp. A hinn bóginn er þetta ekki mikill fjöldi fólks sem um er að ræða. Haldnir hafa verið fundir með þeim og mikil fræðsla er í gangi.“ En telur Halldór að dýra- læknar og aðrir hafi lagt nægi- lega áherslu á þennan síðast- nefnda þátt í fyrirbyggjandi að- gerðum? „Aðgerðirnir sem við gripum til í því skyni að halda niðri salmon- ellu voru sama eðlis og þær gengu mjög vel. Brýnt var fyrir mönnum að ganga snyrtilega um og sótt- hreinsa húsin eftir að hver kjúklingahópur hafði verið fluttur á brott til slátrunar. Þetta hefur því verið í gangi í mörg ár. Margar þjóðir myndu vera ánægðar með ár- angurinn sem náðist í *baráttunni gegn salmonellu hér. En við sjáum vísbendingar um að kampýlóbakter geti verið erfiðari viðureignar að þessu leyti en salmonella. Salmonella fannst ekki í tvö ár á alifuglabúunum og það hefði ekki tekist ef einhver sóðaskapur hefði verið í gangi.“ En eitthvað fór nú samt úrskeiðis á Asmundarstöðum, þar voru dæmi um óvarkárni. Er þetta ekki dæmi um að mannlegir brestir fá stundum yfirhöndina og þarf ekki að gera fyrirvaralausar skyndikannanir öðru hverju? „Það er gert, þannig ferðir hafa verið famar og það hefur verið strangt eftirlit. Menn héldu vöku sinni þótt salmonella hætti að finn- ast. Við höfum alltaf bent á að hún gæti komið upp aftur. En við ís- lendingar sýnum agaleysi í mörgu, það er rétt. I málum af þessu tagi þyrfti allt að því heraga vegna þess auk*" \o9ar toaKte* rsvK\n9a oianna gera KjúKWnð roe ðal land» toljóta jootuo irá laKíöti* að menn verða að vera svo ná- kvæmir í vinnubrögðum eigi þetta að takast.“ Halldór segir að greinst hafi • kampýlobakter í vatnsbólum sum- arbústaðalanda. „Það er alveg ljóst að orsakir þessarar miklu aukning- ar í tíðni kampýlóbaktersýkinga meðal manna hér á landi hljóta að vera fleiri en smitun frá kjúklinga- kjöti. Aukningin hefur líka verið mikil á honum Norðurlöndunum þótt mengunin í kjúklingum sé til- tölulega lítil í Noregi og Svíþjóð er hún algeng þar í fólki. Sýkingar- valdarnir eru fleiri. Við þekkjum dæmi þess fyrir ein- um eða tveim ái'atugum að kampýlobakter í menguðum vatns- bólum á Stöðvarfirði og á Akranesi olli stöðugum veikindum meðal fólks. Þá var talið að vatnsbólin hefðu mengast af völdum drits úr villtum fuglum.“ Hann segir að við slátrun á sauð- fé, nautgripum og hrossum sé hægt að tryggja allvel að saur úr dýrun- um valdi ekki mengun í kjötinu sem ætlað er til neyslu. Hins vegar sé það mjög erfitt í kjúklingaslátrun, um allt öðruvísi vinnubrögð sé að ræða vegna smæðar fuglanna og sköpulags þeirra. Halldór segist ekki álíta að snögg aukning á framleiðslu alifuglakjöts hér hafi valdið því að eftirlitsaðilai' og framleiðendur hafi ekki náð að tryggja jafngott eftirlit og áður, t.d. í sláturhúsinu á Hellu. Hann segir að notuð séu nýleg tæki við slátrun- ina og allar aðstæður séu sambæri- legar við það sem gerist erlendis í þeim málum. Reglur um eftirlit séu einnig svip- aðar enda eigi embættið mikið sam- starf við önnur Norðurlönd og reynt sé að gæta þess að kröfurnar séu jafnmiklar hér. Islenskir dýralækn- ar séu líka yfirleitt menntaðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Þeir fari til þessara landa í kynnis- ferðir og séu vel með á nótunum. En hvað með umgengni við gælu- dýr? Halldór segir að tekin verði með skipulegum hætti sýni úr þeim. „Erlendis er rætt um að mengun frá gæludýrum geti verið líkleg or- sök sýkingar í mönnum. Það sama gæti verið uppi á teningnum hér, ég yrði ekki undrandi á því. Hins vegar hafa sýkingar í mönnum hérlendis ekki verið tengdar beint við gælu- dýr en kannski hefur enginn hugsað út í þann möguleika. Með rannsókn- unum sem ég nefndi tekst okkur vonandi að skýra myndina í þessu eins og öðru.“ Halldór segir að hér sem víða annars staðar hafi útbreiðsla kampýlobakters komið nokk- uð flatt upp á menn. Menn hafi vitað af tilvist bakterí- unnar en hún ekki verið jafnmikið til umræðu og salmonella. Hann er spurður hvort framleiðendur hér hafi reynt að humma fram af sér vandann en vísar því á bug. Umræðan í sum- ar hafi verið býsna fyr- irferðarmikil en kannski þörf. Hún hafi hins vegar verið óvægin, ásakanir hafi komið fram um vanhæfni og enn sé ekki séð fyrir endann á þeim mál- um. Aðalatriðið að fólk var að veikjast „En auðvitað mega menn ekki gleyma aðalatriði málsins, að fólk var að veikjast. Miðað við það hvað margir veiktust hér var full þörf á að taka á þessu með fullum krafti og það tel ég að hafi verið gert. Um- ræðan varð til þess að fólk gerði sér grein fyrir því sem var að gerast og stundum þarf nú að kosta miklu til við að koma upplýsingum á fram- færi. Sýkingum í fólki hefur snar- fækkað í sumar og haust, væntan- lega að hluta til vegna þess að fólk gætir sín betur við matseld og vegna áðurnefndra ráðstafana á bú- unum. Rannsóknir á kampýlobakter eru miklu skemur á veg komnar en á salmonellu en við stefnum að því að ná tíðninni hér niður eins langt og unnt er. Þetta er í umhverfinu eins og salmonella og margir voru svart- sýnir á að hægt yrði að draga úr viðgangi hennar. En við ætlum okk- ur að ná sama árangri með kampýlobakter. Reynslan verður að leiða í ljós hvort það tekst.“ 1899-1999 100 ára hátíðin miðasalan er hafin 100 ára hátíó KR fer fram laugardaginn 13. nóvember í nýju félagsheimili KR. Miðasala á hátíðina er hjá deildum félagsins og á skrifstofu aðalstjórnar í KR-heimilinu alla virka daga kl. 10 -12. Sjáumst á hátíð aldarinnar! ÞU FINNUR ORUGGIEGA hhslu EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HJEFI „" HJÁ OKKUR jmi KENNARAR SKÓLATj® enska 0*KAR MÁL NÁMSKEIÐIN HEFJAST 1. NÓVEMBER ÁHERSLA Á TALMÁL FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ í BOÐI INNRITUN STENDUR YFIR I SIMA 588 0303 EÐA 588 0305. Hringdu og fáðu frekari upplýsingar EnskUskólinn FAXAFENI 10, 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.