Morgunblaðið - 17.10.1999, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Þáttur Alþjóðabankans í mótun heilbrigðisstefnu þróunarríkjanna
Jane Robinson er prófessor í hjúkrunarfræðum.
Morgunblaðið/Ásdís
Mikilvægi
hjúkrunar hefur
iðulega gleymst
JANE Robinson á að baki langan
feril innan hjúkrunarfræða. Hún
var prófessor á hjúkrunarsviði við
Nottingham-háskólann á Englandi,
um langt skeið og var einnig ráðgjafi um
hjúkrunarfræðileg verkefni fyrir Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunina (WHO). Fyrir-
lestur Robinsons, sem haldinn var á vegum
Rannsóknarstofnunar í heilbrigðisfræðum,
fjallaði einkum um alþjóðlega stefnumótun á
sviði heilbrigðismála og þátt Alþjóðabank-
ans á því sviði.
Mikilvægi faglegrar meðvitundar
„Ég var fengin til að vinna fyrir Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunina fyrir rúmum tíu
árum. Fram að þeim tíma höfðu fyrst og
fremst læknar verið fulltrúar heilbrigðis-
stétta en á þessum tíma fór hlutur hjúkrun-
arfræðinga vaxandi. Við skipulögðum mikla
ráðstefnu sem haldin var í Vínarborg og
fengum meðal annars til hennar hjúkrunar-
fræðinga frá Austur-Evrópu.
Á þessum tíma var Áustur-Evrópa að
opnast og mikilvægt var að koma á sam-
bandi við þessi lönd til að þróa þar hjúkrun
og hjúkrunamám. Ástandið í þessum lönd-
um var mjög 'slæmt. Starf hjúkrunarfólks
hafði iyrst og fremst þróast innan sjúkra-
húsa og af mikilli forræðishyggju; litið var á
hjúkrunarfólk sem aðstoðarmenn lækna en
ekki sem sjálfstætt fagfólk. Fagleg meðvit-
und var því lítil. Þá var ástandið á heilbrigð-
isstofnunum víða hörmulegt og allir muna
eftir fréttamyndum frá sjúkrahúsum og
munaðarleysingjahælum í Búlgaríu og
Rúmeníu eftir að múrinn féll. Það er auðvit-
í huga margra er það
Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin (WHO) sem
mótar alþjóðlega stefnu
í heilbrigðismálum.
Nýlega hélt Jane Robin-
son, prófessor í hjúkr-
unarfræðum, fyrirlestur
um þátt Alþjóðabankans
í stefnumótun á þessu
sviði og kom þar margt
athyglisvert í ljós.
Salvör Nordal hitti
Robinson að máli.
að augljóst að inni á slíkum stofnunum vant-
aðgmjög upp á faglega meðvitund.
Árið 1992 var ég síðan beðin um að taka
þátt í vinnuhópi á vegum alþjóðlegu heil-
brigðismálastofnunarinnar (WHO) sem gert
var að koma með tillögur er vörðuðu mennt-
un hjúkrunarfólks víða í heiminum, en það
er mjög mikilvægt að námið sé hluti af æðri
menntun.
Áhrif Alþjóðabankans
í framhaldi af ráðgjafarstarfi fyrir WHO
og áhuga á alþjóðlegri stefnumörkun í heil-
brigðismálum fékk Jane Robinson styrk til
að kynna sér starfsemi Alþjóðabankans á
sviði heilbrigðismála.
„Alþjóðabankinn hefur mjög mikil áhrif á
stefnumótun í heilbrigðismálum í þróunar-
löndunum. Frá því um 1970 hefur bankinn
haft á stefnu sinni að veita fátækum löndum
lán til að styrkja innviði sína svo hægt sé að
bæta heilsufar íbúanna, til dæmis með því
að ná í hreint vatn, koma á bólusetningum
gegn malaríu og til að auka almennt hrein-
læti. Þetta svið bankans hefur aukist með
hverju ári. Það er því ekki aðeins Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin sem mótar stefnu í
þessum málum, heldur er nauðsynlegt að
rannsaka líka þátt Alþjóðabankans. Vera
mín hjá Alþjóðabankanum var mjög lær-
dómsrík. Ég fór á vegum hans meðal annars
til Indónesíu og Gambíu sem var mjög fróð-
legt. Þá sannfærðist ég um að innan bank-
ans starfar mikið hæfileikafólk sem leggur
sig allt fram í sínu starfi. Þarna á sér stað
mjög mikil umræða um þessi málefni sem
var mjög fróðlegt að taka þátt í.
Þegar bornar eru saman stofnanir eins og
Alþjóðabankinn og Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin er íyr-st að athuga að þær vinna
mjög ólíkt og hafa ólík markmið. Markmið
Alþjóðabankans er að veita lán sem komi
sem flestum þegnum landsins að gagni og
með það að markmiði að styrkja hagkerfi
viðkomandi lands. WHO veitir hins vegar
ríkisstjómum ráðgjöf á sviði heilbrigðis-
„Alþjóðabankinn
hefur mjög mikil áhrif
á stefnumótun
í heilbrigðismálum
í þróunarlöndunum."
mála. Þar er unnið út frá því sjónarmiði að
aðgangur að heilbrigðisþjónustu séu ein af
grundvallar mannréttindum hvers manns. Á
fimmta áratugnum ríkti bjartsýni á sviði
heilbrigðismála og var talið að með aukinni
þekkingu og tækni væri hægt að ná tökum á
mestu heilbrigðisvandamálunum. Þá var
líka talið að hægt væri að aðstoða fátæku
löndin til að ná þróuðu löndunum í þessum
efnum. Það var því mikið lagt upp úr því að
veita þessum fátæku löndum tæknilega
lausnir. Eftir olíukreppuna, sem fór mjög
illa með þessi fátæku lönd, var ljóst að þessi
hugmyndafræði hafði ekki borið árangur,
þvert á móti voru fátæku löndin aldrei
skuldugri og verr sett á sviði heilbrigðis-
mála en fyrr. Þessar stofnanir voru gagn-
rýndar mikið fyrir sinn þátt í vanda þróun-
arríkjanna. Þetta hefur haft í fór með sér að
stofnanirnar hafa orðið að endurskoða
markmið sín og leiðir.
Það hefur meðal annars verið reynt að
fara aðrar og ódýrari leiðir til að bæta heil-
brigðisþjónustuna. Þessar leiðir hafa reynt
mikið á hjúkrunarfræðinga enda er það víða
svo þar sem fáir læknar eru á hvern íbúa að
hjúkrunarfræðingar veita megnið af heil-
brigðisþjónustunni. Samt er það svo að mjög
litlu fjármagni er í raun veitt til hjúkrunar
og menntunar á hjúkrunarfræðingum þrátt
fyrir vaxandi þátt þeirra í heilbrigðisþjón-
ustunni."
Fjölbreytni
Hver er þá lærdómurinn sem draga má af
síðustu áratugum? „Það er ekki alltaf auð-
velt að sjá afleiðingarnar fyrir og stefna op-
inberra stofnana höfðu í sumum tilfellum
óvæntar afleiðingar og því var árangurinn
ekki sá sem menn höfðu vænst. Auðvitað er
mikilvægt að reyna að sjá hlutina fyrir en á
tímum mjög örra breytinga á öllum sviðum
mannlífsins verður það sífellt erfiðara. Af
þessum sökum er mikilvægt að alþjóðlegar
stofnanir séu sveigjanlegar og hafi fjöl-
breytt markmið og leiðir að þeim, í stað þess
að ríghaldið sé í eina stefnu. Það er einnig
mikilvægt að alþjóðlegar stofnanir stilli
saman strengi sína eins og Alþjóðabankinn
og Alþjóða heilbrigðisstofnunin hafa nýlega
gert. Það sem ein stofnun gerir hefur áhrif á
aðrar. Um leið og skuldsetning þróunarríkj-
anna eykst verður efnahagskerfið veikara
og þá versnar ástandið á sviði heilbrigðis-
mála.?
Ósýnileg störf
Það eru rúm fjörutíu ár síðan Jane Robin-
son hóf störf við hjúkrunarfræði og mikil
þróun hefur orðið á starfi hjúkrunarfræð-
inga síðan og fagleg vitund aukist.
„Störf hjúkrunarfræðinga hafa verið van-
metin. Það má líkja þeim við heimilsstörfin,
engin tekur eftir þeim fyrr en hætt er að
gera þau. Um þetta eru ótal dæmi eins og
um krabbameinssjúklinginn sem var í með-
ferð inni á stofnun sárkvalinn. Eina nóttina
sat hjúkrunarfræðingir yfír honum og hélt í
höndina á honum. Daginn eftir sagði hann
að hann hefði ekki lifað nóttina af án hjúkr-
unarfræðingsins. Nokkrum mánuðum síðar
þegar hann var kominn til heilsu og var
spurður um góðan bata sagði hann: „Þeir
eru stórkostlegir, þessir læknar.“
Svona hefur þetta verið, mikilvægi hjúkr-
unarinnar hefur iðulega gleymst. Hjúkrun-
arfræðingar hafa núna miklu breiðari
menntun og eru farnir að taka mun meiri
þátt í rekstri stofnana. Þannig hefur falgeg
vitund og metnaður aukist til muna. Fagið
er líka að breytast með aukinni hagræðingu
á stofnunum. Legudögum fækkar og þá
veitist mun styttri tími til eiginlegrar hjúkr-
unar. Hluti af vanda hjúkrunarstarfsins er
að þetta er ennþá kvennastarf. Og eins og
önnur kvennastörf eiga þær á brattann að
sækja. Þótt miklar breytingar hafi orðið á
síðustu árum er þó enn langt í land.“