Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 17.10.1999, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SL. fimmtudag var kynnt á Reyðarfirði skýrsla um um- hverfisáhrif álvers á Reyðar- firði. í skýrslu þessari eru tekn- ar saman margvíslegar upplýs- ingar um fyrirhugaða fram- kvæmd við byggingu álvers og áhrif þeirra bæði á samfélag og umhverfi. I skýrslunni eru fróð- legar upplýsingar um byggða- þróun á Austurlandi og þar kemur m.a. fram, að íbúum Austurlands hefur fækkað um 800 frá árinu 1990. Þetta er al- varleg þróun, sem sýnir, að það dugar ekki til, þótt í þessum landshluta séu rekin nokkur mjög öflug fyrirtæki í sjávarút- vegi. Skýrsla þessi er tekin saman á grundvelli 7. greinar laga nr. 63 frá 21. maí 1993. Skipulags- stjóri birtir þessar upplýsingar innan tveggja vikna frá því að þær berast honum og hefur al- menningur þá fímm vikur til þess að koma að athugasemd- um. Innan átta vikna frá því að skipulagsstjóri hefur birt þessa tilkynningu eða skýrslu fram- kvæmdaraðila ber honum að kveða upp úrskurð um það hvort fallizt er á framkvæmd við hið fyrirhugaða álver með eða án skilyrða eða hvort ráðizt skuli í frekara mat á umhverfís- áhrifum. Endanlegan úrskurð skipu- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. lagsstjóra er hægt að kæra til umhverfisráðherra og verður það að gerast innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur. Umhverfisráðherra hefur svo átta vikur til þess að kveða upp úrskurð sinn. Þetta er það ferli, sem nú er hafið í sambandi við fyrirhugað- ar framkvæmdir við álver á Reyðarfirði. Þetta ferli er í samræmi við þau lög, sem sett voru á Alþingi fyrir rúmum 6 árum. Eins og sjá má er þessi málsmeðferð til fyrirmyndar. Allar upplýsingar eru teknar saman, almenningur á kost á að koma að athugasemdum og þar til bærir aðilar taka hinar end- anlegu ákvarðanir. Þegar þetta ferli er komið í gang varðandi álver á Reyðar- firði vaknar sú spurning hvers vegna í ósköpunum það má ekki líka fara fram í tengslum við Fljótsdalsvirkjun. Landsvirkj- un, sem framkvæmdaraðili þeirrar virkjunar, mun innan tíðar skila skýrslu, sem vafa- laust verður bæði ítarleg og vönduð um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar. Hvers vegna má sú skýrsla ekki fá sömu meðferð og skýrslan um álverið, sem á að tengjast þeirri virkjun? Því hefur verið haldið fram af stjórnvöldum í heilt ár að það mundi tefja virkjunarframkvæmdir og koma í veg fyrir samninga við Norsk Hydro. Ef þessi máls- meðferð hefði hafizt fyrr væri henni senn að ljúka en jafnvel þótt hún fari ekki í gang fyrr en nú er ljóst að tíminn er næg- ur. Það sem fyrst og fremst gæti tafið þetta ferli í sambandi við Fljótsdalsvirkjun er ef skipulagsstjóri kæmist að þeirri niðurstöðu að afla þyrfti frekari upplýsinga. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu, að hann mundi óska eftir frekari upplýsingum. Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, hefur látið í ljósi þá skoðun, að alþingismenn séu ekki síður hæfir til að taka þessar ákvarðanir en embættis- menn og ekki skal dregið úr því en hvers vegna tóku alþingis- menn þá ekki ákvörðun um það við lagasetninguna 1993 að þeir sjálfir skyldu taka þær ákvarð- anir, sem skipulagsstjóra er falið lögum samkvæmt? Það getur varla verið ástæða til að segja sem svo, að alþingismenn séu ekki síður vel til þess fallnir að taka ákvörðun í sambandi við Fljótsdalsvirkjun en það sé allt í lagi að skipulagsstjóri geri það varðandi álverið. Eða hvað? Það ferli sem nú er hafíð í sambandi við álver á Reyðar- fírði og er til fyrirmyndar er jafnframt sterk hvatning um að hið sama verði gert varðandi Fljótsdalsvirkjun. Ríkisstjórnin mundi sýna mikil hyggindi með því að hverfa frá þeirri fyrirætl- an að afgreiða virkjunina í krafti meirihluta atkvæða á Al- þingi og láta hana í þess stað fá sömu meðferð og álverið, sem er forsenda fyrir því, að hún verði byggð. Það er forsenda fyrir því, að sæmileg sátt geti tekizt um þessar framkvæmdir ef niðurstaða slíks umhverfis- mats yrði jákvæð á annað borð, sem enginn veit fyrirfram, en yrði hún neikvæð er ekkert vit í framkvæmdunum. UMHVERFISMAT Á ÁLVERI OG VIRKJUN Andardráttur kýrinnar í náttmyrkrinu M: Lýsingar þínar á æskuumhverfinu hafa á sér þjóðsögulegan blæ. Þú hefur snemma verið hand- genginn þessum sögum. G: Já, þær voru mér veruleiki, sem ég virti og óttaðist. Einhverju sinni að vetrarlagi, þegar ég var inni í baðstofu einn saman, fann ég gamalt brýni. Ég kastaði því í ein- hverju hugsunarleysi upp í loftið, og um leið og það féll í gólfíð greip mig geigvænleg hræðsla, því ég sá allt í einu fyrir mér höfuð Þórs með blæðandi sár í enni, en brýnið stóð í undinni. Þetta var goðsögnin um heinina eða brýnið, sem stendur í höfði Þórs og hreyfist í undinni og vekur honum sársauka í hvert skipti, sem maður kastar brýni. Og nú hafði ég unnið það óhappaverk að valda þessu heiðna goði kvölum og óþægindum. Það var ógæfu- merki og ég þorði ekki að segja nokkrum lifandi manni frá því. Eg var hræddur um að örlögin yrðu mér andsnúin. Þannig voru þjóðsög- umar partur af lífi manns og veru- leika. M: En kom Þór til að gera upp sakimar? G: Nei, ekki sjálfur, en örlögin hafa stundum leikið mig grátt, eins og reyndar ýmsa aðra. Eg held að máttarvöldin eigi sér sinn líkama og gætu þannig særzt og þjáðst af sársauka, við eigum að vara okkur. Sjáðu til, þetta er heiðnin, óttinn við hin duldu öfl, sem við þekkjum ekki. Svona hugsaði maður þá, þetta lá í loftinu, þjóðsagan, goðsagnir, rím- ur, íslendinga sögur. Eg hugsa svona enn, því í heimi sagnanna á listin heima. M: Stóra myndin þín, sem þú kall- ar Skammdegisnótt, er hún ekki í ætt við þjóðsögu? G: Það má vel vera. Ég get sagt þér, hvernig hún varð til og svo getur þú dreg- ið þínar ályktanir. Fyrir eitthvað tuttugu ámm var ég gestur á sveitabæ að vetri til. Á nóttunni heyrði ég, að það vom skepnur hin- um megin við þilið, þar sem ég svaf. Það vora hrútar sem stönguðust í myrkrinu. Þá varð mér hugsað til þess, þegar hafðar vom kýr undir palli. Það hafði ég aldrei séð, en stundum heyrt þess getið. Og þá kom mér í hug mynd: það var kýr, sem bar með sér birtu og yl sum- arsins inn í kulda og harðneskju vetramæturinnar. Og mér kom í hug einvera og ótti manneskjunnar í þessari löngu nótt. Mér fannst ilmurinn og birtan frá kúnni verma konu, sem sat með sofandi bam og dreymdi sumarið. Aðaluppistaðan í þessu öllu var samt andardráttur kýrinnar í næturmyrkrinu. Og ég bjó strax til nafn á myndina, það var reyndar ekki nafn heldur þema: „Við andardrátt kýrinnar dreymir barnið fugl sumarsins". Ég var ánægður með þetta mótíf, ég átti nógar teikningar af kúm og ég gerði aragrúa af litaskissum og teikningum. Ég var að gaufa með þetta í fjórtán ár og málaði loksins stóra mynd á einni viku. Á meðan ég vann að málverkinu, minntist ég gamalla mynda af enskum kirkjum frá miðöldum, og ég minntist líka gamalla katalónskra málverka. Mér fannst línan keltnesk í myndinni, ég var ánægður með það. Ég sigldi, að mér fannst, framhjá öllum módem- isma. Það var gott undir lit svona mótíf, dökkblá nótt, hvít stjama, blár fugl í grænu grasi. Og svo hafði ég mína uppáhaldsliti, rauð- leitt og últramarinblátt líkt og í gamalli kirkjurúðu. Ég var glaður og deleraði eins og fullur sjóari á balli uppi í sveit, þegar ég hafði lok- ið við myndina. Ánnars er ég venju- lega eins og hálfgalin manneskja, þegar ég mála. Þetta er nauðsyn- legt, maður má aldrei hleypa í brýrnar eða neitt slíkt, heldur dansa á tánum. Þá verður starfið ánægjulegt. Einstaka sinnum hef ég farið með ljótar vísur, til dæmis þegar ég hef difið penslinum í hvítt í staðinn fyrir svart, heldurðu ekki að það sé gott að fara með ljótar vísur í harðindum? M: Jú, jafnvel oftar. En þú hefur gert fleiri myndir úr þjóðsögum? G: Nei, eiginlega hef ég ekki gert það. Samt getur verið að ég hafi málað eina og eina mynd, en ég hef haft lítinn áhuga á slíkri list og oft- ast hafa þetta verið teikningar eftir pöntun. en á hinn bóginn get ég ekki gengið ósnortinn fram hjá ver- öld þjóðsögunnar, því þar fannst mér að sál þjóðarinnar og landsins renni saman í eitt. Einhvem veginn sé ég alltaf landið á bak við þjóðsög- una, hvað svo sem annars kann að gerast í þeirri sögu. Ég er til dæmis lítið gefinn fyrir þessar skemmti- legu sögur af skrýtnum kerlingum og körlum, en það er einhver ör- lagarík reisn yfir ýmis konar for- dæðuskap í þessum sögum eins og í frásögninni af Parthúsa-Jóni eða sögum af álfum og ástum þeirra og mennskra manna. Mér finnst að þjóðsagan hafi náð langt hér á landi og skáki, eins og stundum vill verða, þessum svokölluðu heimsmeistur- um í iistinni. Þessi óbærilegi sárs- auki ástarinnar með banagran að baki minnir mig á þann stóra heims- meistara og þjóðsagnaskáldjöfur Garcia Lorca. Hann segir: - „Á nál- aroddi snýst ást mín.“ M. HELGI spjall RÚMT ár er nú liðið frá því að jafnaðarmenn (SPD) unnu sigur í þing- kosningunum í Þýska- landi og kanslaraefni þeirra, Gerhard Schröd- er, myndaði stjórn með Græningjum. Almennt var litið svo á að þáttaskil hefðu orðið með þessum sigri jafnaðarmanna; 16 ára valda- skeiði Helmuts Kohls kanslara var lokið og ný kynslóð tekin við stjórnartaumunum. Sýnt þótti að Schröder hygðist tryggja að efnahagslegur skriðþungi Þýskalands fengi betur notið sín innan hinnar sameinuðu Evr- ópu og að Þjóðverjar myndu reka ákveðnari utanríkisstefnu en fram til þessa þar eð segja mætti að uppgjörinu við hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar væri loks lokið. Fleira kom til. Græningjar höfðu aldrei áð- ur setið í ríkisstjóm Þýskalands og það þótti tímanna tákn er leiðtogi þeirra tók að sér embætti utanríkisráðherra. Schröder hafði fyrir sitt leyti lagt á það áherslu að hann væri þýsku viðskiptalífi vinsamlegur og að Þjóðverjar þyrftu ekki að óttast að Jafnaðar- mannaflokkurinn hygðist innleiða á ný sósíal- íska stjórnarhætti. Kanslarinn nýi boðaði breytingar og umbætur á fjölmörgum svið- um í Þýskalandi og atvinnuleysinu hét hann að berjast gegn af fullum krafti. Það var því ekki að ástæðulausu sem Schröder var borinn saman við þekktustu leiðtoga jafnaðarmanna á Vesturlöndum nú um stundir þá Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Eins konar „þríeyki" nútímalegra jafnaðar- manna sýndist hafa tekið völdin í forusturíkj- um Vesturlanda, þótt það kunni að vísu að vera álitamál að telja Clinton í hópi jafnaðar- manna. Bandarísk stjórnmál era flóknari en svo að hægt sé að skilgreina þau með sama hætti og stjórnmál t.d. í Evrópu. En allir hafa þessir leiðtogar lýst sig fylgismenn „þriðju leiðarinnar" svonefndu í stjórnmál- um, sem boðar m.a. að persónuleg ábyrgð eigi að vega þyngra í nútímanum en „rétt- indi“ þegnanna í velferðarríkjum Vestur- landa. Á þeim 12 mánuðum, sem liðnir era frá sigri jafnaðarmanna, hefur ekkert gengið Schröder í haginn. Raunar hefur kanslarinn átt í þvílíkum erfiðleikum að telja má það nánast einsdæmi. Og hremmingum Gerhards Schröders virðist hvergi nærri lokið; margir telja að hann fái tæpast haldið velli lengur en fram á vor fari fram sem horfir. Þetta „undrabam" þýskra stjórnmála virðist í vörn á öllum vígstöðvum. mmmmmmmmm hvað hefur „Ný miðja“ val?ð þessu pólitíska ” J J gæfuleysi? Fyrir það fyrsta hefur kanslarinn aldrei notið þess trausts og þeirra persónuvinsælda, sem for- veri hans naut. Vinsældir Schröders tóku að fninnka strax eftir að hann hafði myndað rík- isstjóm sína og þeirri þróun hefur hann ekki megnað að snúa við. Almennt var talið að af- sögn helsta keppinautar hans innan SPD, Oskar Lafontaine fjármálaráðherra, í mars í ár myndi koma til með að styrkja stöðu kanslarans en honum hefur ekki tekist að nýta sér tækifærið og treysta tök sín á flokknum. Öflugur vinstriarmur innan flokksins, sá sem Lafontaine leiddi, hefur af- ar takmarkaðar mætur á Schröder svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Að auki era fylgis- menn Græningja honum yfirleitt heldur and- snúnir. Við skoðun leiða þessir erfiðleikar í ijós hversu hæpið það var að bera Schröder sam- an við þá Blair og Clinton forseta. Báðir þessir leiðtogar staðsettu flokka sína á miðju stjórnmálanna í Bretlandi og Bandaríkjun- um. Hvað Blair varðar gleymist oft að hann er ekki nema að hluta ábyrgur fyrir þeirri endumýjun, sem átt hefur sér stað innan breska Verkamannaflokksins. Það starf höfðu forverar hans hafið löngu áður en Blair var kjörinn leiðtogi flokksins. Vissulega er að finna andstöðu innan breska Verkamanna- flokksins við stefnu forsætisráðherrans en þar ræðir um jaðarhópa og þingmeirihluti Blairs er óvenju traustur. Innan bandaríska Demókrataflokksins ríkti almennur vilji fyrir því að flokkurinn færði sig til hægri og nálgaðist miðju stjórn- málanna þar vestra enda höfðu repúblíkanar ráðið forsetaembættinu í 12 ár þegar Clinton tókst að bera sigurorð af George Bush í kosningunum haustið 1992. Þessi „endumýjun" eða endurmat hafði á hinn bóginn ekki farið fram innan þýska Jafnaðarmannaflokksins nema að litlu leyti. Schröder hamraði reyndar á því fyrir kosn- ingarnar að til væri orðin „ný miðja" í þýsk- um stjórnmálum, sem jafnaðarmenn hefðu skiigreint. Þá þegar þótti mörgum stefna þessi óljós og á þeim 12 mánuðum, sem liðnir era frá því Schröder hófst til valda, hefur sú mynd lítið skýi'st. Öflugur armur vinstri- sinna af gamla skólanum var og er enn and- vígur því fráhvarfi frá viðteknum kennisetn- ingum þýskrar jafnaðarmennsku, sem Schröder boðaði. Verra þótti mörgum að ekki var ljóst hvað koma ætti í staðinn. Þessi gagnrýni virðist hafa verið réttmæt að því leyti að ákaflega erfitt er að festa hendur á nákvæmlega hver hugmyndafræði kanslar- ans er og hver sérstaða hans er í þýskum stjórnmálum. Niðurstaðan er því sú að Schröder hafi ekki unnið sigur á Kristilegum demókrötum sökum stefnu sinnar og persónuvinsælda heldur hafi þar fyrst og fremst verið um að ræða viðbrögð almennings við þaulsetu Kohls kanslara á valdastóli. Erfiðleikar Schröders varpa þannig forvitnilegu ljósi á ýmsa þætti nútíma stjómmála og þann vera- leika, sem pólitískir leiðtogar standa nú frammi fyrir og lýsir sér m.a. í minnkandi þolinmæði kjósenda og þverrandi flokksholl- ustu. Hitt er að sönnu rétt, að Schröder og Jafn- aðarmannaflokkurinn hafa reynt að innleiða djúpstæðar breytingar í Þýskalandi, breyt- ingar, sem mjög margir eru sammála um að séu nauðsynlegar en fáir era tilbúnir til að þola. Þar ræðir einkum um niðurskurð á fjár- frekustu sviðum velferðarkerfisins, lækkun bóta og eftirlauna, breytingar á skattakerf- inu og almenna viðleitni til að auka sveigjan- leika í þýsku atvinnulífi. Öflug andstaða hef- ur myndast við umbætur þessar og ekki bæt- ir úr skák að flokksmenn kanslarans börðust gegn svipuðum umbótum, sem Helmut Kohl reyndi að knýja í gegn á sínum tíma. ■■■■■ HUGTAKIÐ „STÖÐ- Varðstaða Ugleika“ er að finna í um legi þetta hugtak varð- stöðu um réttindi og hagsmuni launþega og því hlutverki hafa þýsk verkalýðsfélög sinnt af miklum þrótti. Jafnframt hefur vinstri armur Jafnaðarmannaflokksins staðið vörð um annað kunnuglegt hugtak, sem er „fé- lagslegt réttlæti" en á þeirri hugmynd er þýska velferðarkerfið grandvallað. Þær um- bætur, sem kanslarinn hefur boðað, lúta all- ar að breytingum á velferðarkerfinu, sem margir túlka á þann veg að hverfa eigi frá grundvailarkennisetningum flokksins um hið „félagslega réttlæti“. Við þetta bætist síðan fyrirstaða, sem byggð er á andúð á persónu kanslarans. Hann þykir lítt við alþýðuskap og er vændur um að hafa takmarkaðan skilning á hagsmunum almennings en þess dýpri vitneskju um þarfir þýskra stórfyrir- tækja. Þýskaland er þriðja stærsta hagkerfi í heimi og langöflugasta ríki Evrópu, hagkerfi þess er t.a.m. þriðjungi stærra en Frakk- lands, sem er í öðra sætL Þýska efna- hagsundrið eftir síðari heimsstyrjöldina byggðist á blönduðu hagkerfi félags- og markaðshyggju þar sem áhersla var lögð á stöðugleika, samninga og samstöðu í nafni sameiginlegra markmiða fyrirtækja og sam- taka launamanna. Á síðari áram hefur þeim á hinn bóginn fjölgað stöðugt, sem telja að þetta kerfi sé tímaskekkja, í það skorti sveigjanleika, sem aftur sé forsenda fyrir viðbrögðum og aðlögun að þeim breyttu tím- um er ríkja með tilkomu hinna hnattvæddu alþjóðlegu viðskipta. Þjóðverjar geti ekki viðhaldið bæði kerfi þessu og samkeppnis- hæfni sinni á alþjóðlegum mörkuðum. Þróunin á undanliðnum mánuðum hefur frekar orðið til að styrkja þá, sem þessu halda fram, í trúnni frekar en hitt. Á sama tíma hefur andstaðan við umbótaáætlun Schröders orðið harðari. Klofningurinn verð- ur því djúpstæðari. Þjóðverjar sýnast standa frammi fyrir sársaukafullu uppgjöri. „félags- ; réttlæti“ stjórnmálaumræðu velflestra landa. í Þýskalandi merkir REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 16. október ■■■■■^l „RÍKISFJÁRMÁLIN Skuldafen eru í rúst.“ Auðvelt er að ímynda sér hví- lík viðbrögð yfirlýsing sem þessi myndi kalla fram ef t.a.m. íslenskur ráðamaður léti hana frá sér fara. Þessi ummæli lét hins vegar Hans Eichel, fjármálai’áðherra Þýskalands, falla á dögunum. Og ekki var það að ófyrir- synju. Þýska ríkið er að sökkva í skuldafen. Skuldir ríkissjóðs hafa þrefaldast á síðustu tíu árum og er sú þróun að stóram hluta rak- in tO kostnaðar við sameiningu Þýskalands. Fjórða hvert mark, sem þýskir skattborgar- ar greiða tU samfélagsins, fer nú í að greiða vexti af skuldum ríkisins en einungis þessar greiðslur nema 82 mOljörðum þýskra marka á ári. Á sama tíma sligar atvinnuleysi hag- kerfið, en það mælist nú rám 10% og hefur lítið sem ekkert minnkað á síðustu áram. Ellilífeyris- og bótaþegum fjölgar þar eð ald- urssamsetning þjóðarinnar tekur breyting- um. Allt ber því að sama branni; uppskurður á þýska velferðarkerfinu í víðtækum skOningi þess orðs virðist óumflýjanlegur. Schröder kanslari býr hins vegar ekki yfir nægilegum pólitískum styrk til að knýja fram umbætur þessar. Og hans eigin flokksmenn standa ekki að öllu leyti að baki honum. Milli steins og sleggju HAFI STAÐA kanslarans verið veik fyrir verður ekki annað sagt en að hann hafi orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru í kosning- um til sveitarstjórna og sambandslands- þinga á síðustu vikum. Hvert vígi SPD af öðru hefur fallið í kosningum þessum og er nú svo komið að flokkurinn hefur ekki leng- ur meirihluta í efri deild þýska þingsins, Bundesrat. Þetta gerir kanslaranum nánast ókleift að kalla fram þann stuðning, sem honum er nauðsynlegur hyggist hann koma áætlunum ríkisstjórnarinnar um sparnað í framkvæmd. Þýskir fjölmiðlar hafa á síðustu dögum birt kafla úr bók Oskar Lafontaine er hann nefnh’ „Hjartað slær til vinstri". Bókin var formlega kynnt á bókamessu í Frankfurt á miðvikudag en þýskir stjórnmálaskýrendur era almennt sammála um að með ritun henn- ar hafi Lafontaine hafið atlögu að kanslaran- um, sem miði að því að skaða tiúverðugleika hans. Lafontaine sakar Schröder um að hafa svikið kosningaloforðin,, segir hann ófæran um að starfa með öðram og að stjóm hans hafi nú horfið tO „ný-frjálshyggju“ þvert á það, sem boðað hafi verið fyrir kosningarnar. Því er spáð að erfitt verði fyrir Schröder að snúa þessari þróun og hans bíði aðeins frekari ósigrar. I maímánuði fara fram kosn- ingar tO þingsins í Nordrhein-Westphalen, sem er fjölmennasta þýska sambandslandið og telja sumir þýskir stjórnmálaskýrendur að kanslarinn fái tæpast haldið velli verði flokkur hans fyrir afhroði þar. Þá berast fregnir af ólgu innan flokks Græningja, sem vitanlega er ekki fallin til að styrkja stjóm Schröders í sessi þótt deOur um starfsaðferð- ir og hugmyndafræði hafi löngum sett mark sitt á þau samtök. Hitt er rétt að hafa í huga að ákveðin hefð hefur skapast fyrir því í þjóðmálaumræðum í Þýskalandi að magna upp erfiðleika kanslar- ans. Helmut Kohl þurfti einnig að sætta sig við nokkra erfiða ósigra skömmu eftir að hann hafði tekið við kanslaraembættinu 1982 og síðustu 6-8 árin af valdaferli hans var því mun oftar en ekki spáð að endalokin væra skammt undan. Allir reyndust þessir spá- dómar rangir og Kohl naut fáheyrðra yfir- burða í þýskum stjórnmálum allt þar til haustið 1998 er kjósendur töldu tímabært að breyta tO. Oráðlegt er því með öllu að draga þá álykt- un að Schröder fái ekki haldið velh. Kanslar- inn hefur sýnt að hann er slyngur pólitískur baráttumaður auk þess sem hann er annálað- ur fyrir seiglu ef ekki beinlínis þrjósku. Á hinn bóginn er einnig hæpið að bera kanslar- ann saman við Helmut Kohl hvað þetta varð- ar. Kohl var óskoraður leiðtogi CDU og stjórnaði flokknum í raun eins og herforingi. Sérhverja andstöðu barði hann niður strax í fæðingu enda var hann oft vændur um ein- ræðislega tilburði. Þessi lýsing á augljóslega ekki við Gerhard Schröder, flokkur hans er klofinn og tæpast Morgunblaðið/RAX getur talist sannfærandi að Rudolf Scharp- ing, vamarmálaráðherra Þýskalands, neydd- ist á dögunum tO að lýsa því opinberlega yfir að hann styddi kanslarann og hefði ekki hug á að reyna að hreppa embætti hans. Að auki er hefð fyrir slíkum átökum innan þýska Jafnaðarmannaflokksins. Flokkurinn hefur tvívegis áður ráðið yfir kanslaraembættinu og í bæði skiptin urðu deilur innan flokksins tO þess að veikja alvarlega stöðu kanslara SPD er þeir börðust fyrir pólitísku lífi sínu. í bæði skiptin lauk þeirri baráttu með ósigri. Að auki nutu þessir kanslarar flokksins, þeir Willy Brandt og Helmut Schmidt, mun meiri persónuvinsælda en Schröder. Hörðustu andstæðingar Schröders halda því og fram að hvað pólitíska hæfileika varðar verði hann seint borinn saman við þá Schmidt og Brandt. EðlOegt er að grannt sé fylgst með þróun mála í Þýskalandi sökum þess hversu mikil- vægt ríkið er í efnahagslegu og pólitísku til- liti. Áhrif pólitískrar og efnahagslegrar óvissu kann að taka að gæta utan landamæra Þýskalands nái Schröder og menn hans ekki að rjúfa kyrrstöðuna. Spumingar hafa þegar vaknað um leiðtogahlutverk Þjóðverja innan Evrópusambandsins, forastu Þýskalands á efnahagssviðinu og pólitískan skriðþunga Schröders. Að auki leiða hremmingar kanslarans í ljós hversu mikinn pólitískan styrk leiðtogai’ í Vestur-Evrópu þurfa að hafa til að knýja fram breytingar í samfélaginu. Stjórnmála- þróunin í Þýskalandi vekur því einnig sér- staka athygli þar eð Þjóðverjar standa aug- ljóslega ekki einir þjóða Evrópu frammi fyrir erfiðum breytingum á velferðarkerfi síðustu áratuga. ■■■■■■ KANSLARIÞÝSKA- Fylgishrun lands er í sérlega þröngri stöðu og hon- um mun reynast erfitt að snúa vöm í sókn. Forsendur shkra umskipta era í raun tvær; í fyrsta lagi þarf kanslarinn að ná tökum á Jafnaðarmannaflokknum og bijóta á bak aft- ur þá andstöðu, sem þar er að finna. Það verk kann að reynast erfiðara en ella nú þegar Lafontaine hefur rofið þögnina og ráðist gegn kanslaranum. I annan stað þarf Schröder að freista þess að knýja fram stuðning á þingi við niðurskurðaráætlanir þær, sem unnar hafa verið í fjármálaráðuneytinu. Þær kveða á um 30 mOljarða marka samdrátt í opinber- um útgjöldum á næsta ári og alls um 150 mOljarða marka spamað á fjórum áram. Þeir era auðfundnir í Þýskalandi, sem telja þessa sparnaðaráætlun hvergi nærri duga. Schröder á því erfitt verkefni fyrir hönd- um og allt eins má telja að andstæðingar kanslarans hyggist nýta sér veika stöðu hans tO að ganga milli bols og höfuðs á honum í pólitísku tilliti, í samræmi við leikreglur stjórnmálanna. Reynslan kennir að leiðtog- inn stendur ávallt tæpt ef undirsátarnir ótt- ast fylgistap og jafnvel pólitíska útskúfun undir áframhaldandi forystu hans. Vera kann að kanslari Þýskalands hafi til að bera þá kænsku og hæfileika til samninga, sem nú verður kallað eftir tO að tryggja stuðning við niðurskurðaráformin. Að öðrum kosti verður stjórn Gerhards Schröders sem lömuð með þeim afleiðingum að Þjóðverjar munu ekki fá notið þeirrar forustu, sem þeh’ þurfa á að halda annai-s vegai’ til að bregðast við kerfislægum vanda í hagkerfinu og hins vegar að axla þá ábyi’gð er fylgir því að vera risaveldi í Evrópu. Að auki leiða erf- iðleikar kanslar- ans í ljós hversu mikinn pólitískan styrk leiðtogar í Vestur-Evrópu þurfa að hafa til að knýja fram breytingar í sam- félaginu. Sijórn- málaþróunin í Þýskalandi vekur því einnig sér- staka athygli þar eð Þjóðveijar standa augljós- lega ekki einir þjóða Evrópu frammi fyrir erf- iðum breytingum á velferðarkerfi síðustu áratuga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.