Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
í DAG
Arnað heilla
ORÐABÓKIN
Fylgilag - samflot
EITT sinn var í blaði rætt
um tilraunir til að sameina
tvenn samtök útgerðar-
manna í eina heild. I frétt-
inni komst biaðamaður
þannig að orði, þegar Ijóst
var, að ekkert yrði úr
þessu áformi, að önnur
samtökin hefðu reynt að fá
hin samtökin til fylgilags
við sig. Síðar þennan dag
mátti svo einnig heyra
sama orðalag um þessa til-
raun í frétt í Ríkisútvarp-
inu. Frómt frá sagt hrökk
ég við að heyra no. fylgilag
í þessu sambandi, því að
ég kannaðist við allt aðra
merkingu í því orðasam-
bandi, sem sé þá, sem
stendur í orðabókum. í
OM frá 1983 eru eftirtald-
ar merkingar gefnar upp
við no. fylgilag: foruneyti,
leiðsaga; ástasamband: fá
konu til f[ylgilag]s (við
sig). Ég hygg, að síðasta
merkingin sé algengust i
máli okkar. Því má ljóst
vera að no. fylgilag, eins
og blaðamaðurinn notaði
það, hentar engan veginn
þeirri máltilfmningu, sem
flestir munu hafa í þessu
sambandi, og er raunar
óheppilegt. I ísjenskri
samheitaorðabók (IS) við
no. fóruneyti eru nefnd
nokkur no., sem geta verið
samheiti við það, m.a. no.
samflot. Það orð hefði
einmitt farið vel í því sam-
bandi, sem stóð í blaðinu
um útgerðarmál. Samtök-
in reyndu að fá hin sam-
tökin í samflot við sig. Ég
held enginn hefði misskilið
frétt blaðamannsins
þannig orðaða, enda um
sjávarútveg að ræða. -
J.A.J.
^/\ÁRA afmæli. Á
I vfmorgun, mánudag-
inn 18. október, verður
sjötug Hrefna Kristín
Gísladóttir, Vallartröð 1,
Kópavogi. Hún og eigin-
maður hennar, Ingimund-
ur Ingimundarson, bif-
reiðastjóri, eru stödd í
Portúgal á afmælisdaginn
ásamt dætrum sínum.
Svartur leikur og vinnur.
STAÐAN kom upp í deilda-
keppni Skáksambands Is-
lands um síðustu helgi.
Þröstur Árnason var með
hvítt, en Jón Viktor Gunn-
arsson hafði svart og átti
leik.
24. - Hxe4! 25. Rxe4 -
Re2+ 26. Khl - Dxh4+ 27.
Dh2 - Dxe4 28. a5 - Hd5
29. f3 - De3 30. g4 - h5 31.
a6 - hxg4 32. a7 - Hh5 33.
Dxh5 - gxh5 34. a8=D -
Dg5 35. Db8 - g3 og hvítur
gafst upp.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæh, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, Sent í
bréfsíma 569-1329,
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Éinnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Moigunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
OZ\ÁRA afmæli. Á
OV/morgun, mánudaginn
18. október, verður áttræð
Guðrún E. Bergmann,
Hæðargarði 35, Reykjavík.
Guðrún tekur á móti ætt-
ingjum og vinum á Hótel Is-
landi í dag kl. 15.
IT ÁRA afmæli. Næst-
I tfkomandi mánudag,
18. október, verður sjötíu og
fimm ára Ragna Þ. Stefáns-
dóttir, Sogavegi 34,
Reykjavík. Hún tekur á
móti ættingjum og vinum á
heimili sínu á afmælisdag-
inn frá kl. 16-20.
SK4K
llmsjón Margeir
I'étursson
ÁSDÍS Á BJARGI
Ásdís var í iðju og draumum
ein um hitu þá
að elska - og stuðla að Grettis gengi
og gæfu hans að þrá.
En vonir bæði og bænir hennar
baming vildu fá.
Snemma kenndi mikla manninn
móðuraugað glöggt,
sá í barnsins vögguvoðum
viðbragð hetjusnöggt,
það var yndi, - en annars vegar
örlögmyrkrið dökkt.
Kvíðinn óx, og þrautir þyngdust,
þegar hann komst á legg.
Stríðnin, hvefsnin, bernskubrekin
brýndu lýðsins egg. -
Ein hún kveið og ein hún skildi
allt það skapahregg.
Djánafár úr íoðurgarði
fór hinn sterki sveinn.
Heillaósk né afturkomu
orðaði þar ei neinn.
Með honum gekk á mikla veginn
móðurhuginn einn.
Jakob Thorarensen.
^/AÁRA afmæli. í dag,
f Vf sunnudaginn 17. októ-
ber, verður sjötug frú Diljá
Esther Þorvaldsdóttir, hús-
freyja og verslunarmær,
Ægisíðu 64, Reykjavík. Hún
gerir sér glaðan dag í Kaup-
mannahöfn ásamt bónda
sínum, Bjarna Guðjónssyni,
framreiðslumanni. Biðja þau
fyrir bestu kveðjur til alls
ættfólks og vina.
/?/\ÁRA afmæli. Á morg-
vJvfun, mánudaginn 18.
október, verður sextugur
Björn Kristjánsson, veit-
ingamaður, Efstalandi, Ölf-
usi. Eiginkona hans er Sig-
ríður Svava Gunnarsdóttir.
Þau eru að heiman.
STJÖRNUSPA
eftir Franees Urake
VOG
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur sterka sannfær-
ingu og ert reiðubúinn til
að leggja ýmislegt á þig
málstað þínum til sigurs.
Hrútur _
(21. mars -19. apríl)
Þótt ráðlegt sé að hafa and-
vara á sér, er ástæðulust að
mála skrattann á vegginn.
Líttu heldur á björtu hliðarn-
ar; þær gefa lífinu gleði.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Margt verður til að dreifa at-
hygli þinni. Sestu niður og
gerðu lista yfir það, sem þú
ætlar að gera. Og láttu hann
ráða ferðinni útúrdúrlaust
Tvíburar t ^
(21. mai - 20. júní) nA
Tækifærið bíður þín handan
homsins. Undirbúðu þig vel
svo ekkert fari nú úrskeiðis,
þegar á hólminn er komið.
Reyndu svo bara að njóta
stríðsins.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er fleira um að hugsa en
veraldleg verðmæti, þótt
þeirra þurfi líka við. Gaum-
gæfðu stöðu þína og leitastu
við að auðga þig líka á andlega
vísu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Þér er óhætt að láta hugboð
þitt ráða, því oftar en ekki
dettur þú ofan á réttu lausnina
svona fyrirhafnarlaust En
íreistaðu ekki gæfunnar um of.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (C1>L
Þrátt fyrir vinsældimar skaltu
varast að bera öll þín vanda-
mál á torg vináttunnar. Sum
eiga þar heima, en önnur ekki
og haltu þeim íyrir þig.
(23. sept. - 22. október) m
Láttu ekld orð og athafnir
annarra stjóma þínum. Gefðu
þér góðan tíma til þess að
kynnast málum af eigin raun
og myndaðu þér svo skoðun
sem er þín.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Stundum þarf að grípa til sér-
stakra aðgerða til þess að
vekja athygli samferðarmann-
anna. Gættu þess þó að ganga
ekki of langt; það hefhir sín.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) itjr
Það er engin minnkun að þvf
að þekkja takmörk sín og við-
urkenna þau. Vertu óhræddur
við að leita aðstoðar á þeim
sviðum, sem ekki era á þínu
valdi.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) Æ
Það getur tekið tímann sinn að
stilla saman strengina. Ekki
herða á hlutunum, heldur
leyfðu lífinu að hafa sinn gang.
Þá blómstrar hamingjan.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Það er aldeilis furðulegt, hvað
litlu hutimir geta leitt af sér
mikla gleði. Láttu það því eftir
þér að byggja þig upp með
þessum jákvæða hætti.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) >%■«>
Þú verður að leyfa sjálfum þér
að njóta sannmælis. Þú getur
ekki búist við því að aðrir
kunni að meta hæfileika þína,
ef þú gerir það ekki sjálfur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 51
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér
hlýhug með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á
95 ára afmœli mínu 29. september sl.
Andrjes Gunnarsson.
ÆTISTENSLAR FYRIR GLER
60 TEGUNDIR - EINNIG SÉRGERÐIR
ItÓöinsgötu 7 Sími 562 84481
Nýlega opnaði Antik 2000 verslun að
Langholtsvegi 130, með úrval af fallegum
mublum og ýmsum öðrum antik vörum
Sérverslun með gamla muni og húsgögn
Opiðalla daga:
Mán. - föst. 12:00 - 18:00. Helgar: 12:00 - 16:00
Langholtsvegur 130, sími: 533 33 90
Opið kl. 13—16 í dag
15% afsláttur af tvískiptum dressum
— aðeins í dag
Eddufelli 2 - sími 557 1730.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15.
SJÁLFSDÁLEIÐSLA
STYRKUR
EINKATIMAR/NAMSKEIÐ
Sími 694 5494
Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
Nániskeiðið hefst 2. nóvember
Reynsia Dana af gagna-
grunnum á heilbrig&issviði
Thorkild I.A. Sörensen prófessor og yfirlæknir við Institut for
Sygdomsforebyggelse í Kaupmannahöfn heldur fyrirlestur um
reynslu Dana af gagnagrunnum á heilbrigðissviði í kennslustofu 101
í Odda kl. 20.00 mánudaginn 18. október 1999.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
Thorkild I.A. Sörensen hefur meðal annars sérþekkingu á Land-
spatientregistret í Danmörku, gagnagrunni, sem tekur við upplýs-
ingum úr sjúkraskýrslum frá danska heilbrigðiskerfinu.
Sá gagnagrunnur hefur verið nýttur á margvíslegan hátt til læknis-
fræðilegra rannsókna.
Opnar umræður verða að fyrirlestrinum ioknum.
Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn í Odda
Sérmerktar íþróttatöskur!
Kr. 2.850 m/nafni.
Litir: Blár — rauður — grænn. ísaumað nafn
Hægt er að fá aukaáletrun (t.d. heimilisfang eða símanúmer).
Fáið bækiing eða skoðið
vöruúrvaliö á vefnum
Sendingarkostnaöur bætist við vöruverö.
Afhendingartími 7-14 dagar.
PÖNTUNARSIMI virka daga kl. 16—19
557 1960
* _(D!KS
f