Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 7/6 -13/6
i
INNLENT
► SAMANLAGÐUR halli
sveitarfélaganna i landinu
er áætlaður tæpir 2,7 millj-
arðar króna í ár og kemur
til viðbótar 4,2 milljarða
króna halla í fyrra. Saman-
lögð skuldaaukning á þess-
um tveimur árum nemur
þannig tæpum 7 milljörðum
króna, þó tekjur sveitarfé-
laga á sama tímabili hafi
vaxið um 11,5 milljarða
króna.
►ATLI Eðvaldsson tekur við
af Guðjóni Þórðarsyni sem
þjálfari
landsliðsins
í knatt-
spymu.
Pétur Pét-
ursson
verður
þjálfari Is-
landsmeist-
ara KR í
stað Atla.
Islenskir Ijárfestar hafa fest
kaup á meirihluta hlutabréfa
í Stoke City. Búist er við að
Guðjón Þórðarson verði yfír-
maður knattspymumála hjá
Stoke.
►SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
Islands heldur tónleika í
Kennedy Center í Was-
hington DC, einu þekktasta
menningarhúsi Bandaríkj-
anna, > október á næsta ári.
Tónleikamir em liður í há-
tíðarhöldum sem landafunda-
nefnd stendur fyrir í tilefni
1000 ára afmælis landafund-
anna í Vestuheimi. Þá verður
sérstök Islandskynning í
Epcot Center í Disney World
í Orlando í apríl á næsta ári.
►FULLTRUAR fimm
sjúkrahúsa í Norbotten í Sví-
þjóð hafa boðið læknastúd-
entum á 5. og 6. ári við í HI
störf. Fulltrúar sjúkrahús-
anna hafa verið hér á landi
síðustu daga.
Bjóða í stórfyrirtæki
á Nýfundnalandi
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna
hefur ásamt tveimur fyrirtækjum í
Kanada gert tilboð um kaup á öllum
hlutabréfum í FPI Limited á
Nýfundnalandi. Heildarvelta FPI á síð-
asta ári nam 33 milljörðum og hagnaður
var 387 milljónir króna. Aðilarnir sem
að tilboðinu standa telja að hægt sé að
gera rekstur fyrirtækisins enn arðbær-
ari. SH er með fimmtungshlut í tilboð-
inu sem gildir til áramóta.
Dag’sektir og ekki
nafnleynd
FJÁRMÁLAEFTIRLITINU verður
heimilt að leggja allt að fimm milljóna
króna dagsektir á aðila, sem senda ekki
umbeðnar upplýsingar eða sinna ekki
úrbótum sem stofnunin hefur óskað eft-
ir, og í vissum tilvikum allt að tíu millj-
óna króna sektum á dag, samkvæmt
nýju stjómarfrumvarpi sem samþykkt
var á ríkisstjórnarfundi í vikunni. Þá
hefur forstjóri Fjármálaeftirlitsins lýst
þeirri skoðun sinni að innherjar eigi að
koma fram undir nafni þegar þeir eiga
viðskipti eins og tíðkast í flestum ná-
grannalöndum.
Efasemdir ESA
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA,
hefur vemlegar efasemdir um að ríkis-
aðstoð við kvikmyndaiðnað, af því tagi
sem áformuð er með lögum sem sam-
þykkt voru á Alþingi í marz sl., standist
ákvæði EES-samningsins. Þetta kemur
fram í greinargerð stofnunarinnar um
úttekt sína á löggjöfinni.
Hækkun fast-
eignamats
VERULEG hækkun verður á fasteigna-
mati sem á að liggja fyrir 1. desember.
Líklegt er að fasteignamat á íbúðarhús-
næði á höfuðborgarsvæðinu hækki um
fast að 20%. Á þessu ári hefur fasteigna-
verð á svæðiiiu hækkað mjög.
Friðarferlið
endurvakið
VONIR hafa vaknað um, að friðarferlið í
Miðausturlöndum hafi verið endurvakið á
fundi Yasser Arafats, leiðtoga Palestínu-
manna, Ehud Baraks, forsætisráðherra
ísraels, og Bill Clintons, forseta Banda-
ríkjanna, í Ösló í síðustu viku. Eiga frið-
arviðræðumar að hefjast aftur og er
stefnt að því, að þeim ljúki með sam-
komulagi í september á næsta ári. Ekki
var upplýst hvað mönnum fór á miili og
engin opinber tilkynning var gefin út að
fundinum loknum. Viðræður Israela og
Palestínumanna hefjast hins vegar á
morgun, mánudag, í borginni Ramallah á
Vesturbakkanum og eiga drög að sam-
komulagi að liggja fyrir í febrúar. Meðal
málanna er framtiðarstaða Jerúsalems,
byggðir ísraela á Vesturbakka, og mál-
efni palestínskra flóttamanna. I Ósló var
haldin minningarathöfn um Yitzhak Ra-
bin, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels.
Flugslysið enn
sama ráðgátan
EKKI hefur enn takist að ná neinu
braki sem máli skiptir úr Boeing 767-
farþegaþotunni frá EgyptAir, sem fórst
með 217 manns undan ströndum
Massachusetts í Bandaríkjunum fyrir
viku. Er vitað hvar flakið liggur á hafs-
botni en veður kom í veg fyrir aðgerðir
alla síðustu viku. Vonir stóðu þó til, að
það batnaði nú um helgina. Greinst hafa
merki frá svörtu kössunum og var
bandaríska strandgæslan tilbúin tii að
reyna að ná þeim upp með fjarstýrðu,
sérútbúnu tæki. Eru mestar vonir
bundnar við, að þeir geti ráðið þessa
gátu, sem flugslysið er, en Jjóst er, að
eritthvað mikið hefur farið úrskeiðis.
Ratsjármerki sýna, að vélin hefur
steypst úr 33.000 feta hæð í 16.700 fet,
klifrað síðan í 24.000 fet og aftur niður í
10.000 fet. Þá komu fram mörg mið á
ratsjám, sem bendir til, að vélin hafi þá
verið búin að brotna í sundur. Hafa
sumir látið sér detta í hug, að knývendir
hafi bilað en aðrir vísa því á bug.
►NOKKUR árangur er sagð-
ur hafa náðst á ráðstefnu
173 ríkja um gróðurhúsaá-
hrif í Bonn í Þýskalandi.
Stóðu viðræðurnar í hálfan
mánuð og tóku þátt í þeim
þau ríki, sem unnu að Kyoto-
bókuninni fyrir tveimur ár-
um. Enn hafa þó of fá ríki
staðfest sáttmálann til að
hann geti tekið gildi.
►RRUSSNESKIR hermenn
hafa opnað aftur landamæri
Tsjetsjníu og Ingúsetíu og
hafa þúsundir flóttamanna
streymt yfir til síðarnefnda
landsins. Er fólkið að flýja
hernað Rússa gegn skærulið-
um múslima í Tsjetsjníu og
ljóst er, að Rússar stefna að
því að ná öllu landinu undir
sig. Evrópuráðsþingið í
Strassborg hefur hvatt Rússa
til að koma á vopnahléi en
Ieitt hjá sér kröfur um, að
þeir verði beittir einhvers
konar refsiaðgerðum.
►NÝKJÖRINN forseti
Indónesíu, Abdurrahman
Wahid, hefur ljáð máls á at-
kvæðagreiðslu meðal íbúa í
Aceh-héraði um sjálfstæði en
margir telja, að verði það
sjálfstætt, muni það leiða til
þess, að Indónesia leysist
upp sem ríki. Herinn í
Indónesíu tilkynnti á fimmtu-
dag, að hafist yrði handa við
brottflutning hermanna frá
Aceh síðar f mánuðinum og
vrði þá hætt hernaði gegn
skæruliðum aðskilnaðar-
sinna, sem staðið hefur í
mörg ár. Þrátt fyrir þetta
telja margir liklegra, að
stjórnin í Jakarta gangi ekki
lengra en að leyfa íbúum í
Aceh meiri sjálfstjóm og
hugsanlega, að þeim verði
heimilt að taka upp fslömsk
lög.
FRÉTTIR
Sljdriimálaumræður á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins
Aukin sátt um nauðsyn
Flj ótsdals virkj unar
í ALMENNUM stjórnmálaumræð-
um á aðalfundi miðstjómar Fram-
sóknarflokksins, sem fram fóra á
fóstudagskvöld á Hótel Loftleiðum,
kom fram almenn sátt um afstöðu
til Fljótsdalsvirkjunar. Itrekuðu
flestir fundarmanna nauðsyn þess
að ráðist væri í virkjunina og m.a.
ályktaði miðstjóm Sambands ungra
framsóknarmanna (SUF) í þá veru
á sérstökum fundi sínum.
I umræðunum á föstudagskvöld
var góður rómur gerður að ræðu
Halldórs Ásgrímssonar, formanns
Framsóknarflokksins, fyrr um dag-
inn, en byggða- og umhverfismál
lágu þó þyngst á mönnum. Tengdu
margir þetta tvennt saman og m.a.
sagði Jónas Hallgrímsson, varaþing-
maður Framsóknarflokksins á Áust-
urlandi, að yrði ekki af virkjun fyrir
austan myndi fólk ekki pakka í tösk-
ur heldur gáma og flýja hinar dreifðu
byggðir. Sagðist hann tilbúinn til að
færa þá fóm að Eyjabakkar fari und-
ir uppistöðulón til að bregðast við
þeim vanda sem við blasir á Austur-
landi í atvinnu- og byggðamálum.
Sáttatónn í umhverfis-
verndarsinnum í flokknum
Steingrímur Hermannsson, fyrr-
verandi formaður Framsóknar-
flokksins, tók til máls á fundinum
og vildi hann fullvissa Austfirðinga
um að hann hefði aldrei sagst vera á
móti Fljótsdalsvirkjun, því hann
skyldi hversu miklu máli hún skipti
fyrir atvinnulíf þar eystra. Hins
vegar hefði hann viljað að virkjunin
færi í umhverfismat.
Sagði Steingrímur að því færi
fjarri að fullvíst væri að hvergi yrði
virkjað þótt tilteknar framkvæmdir
væra settar í umhverfismat. Taldi
hann einfaldlega að slíkt mat væri
af hinu góða, og sagði Steingrímur í
því sambandi að á sínum tíma hefði
áreiðanlega verið staðið mun betur
að Blönduvirkjun hefði hún verið
sett í umhverfismat. Tók hann þó
fram að það væri óbifanleg sann-
færing sín að sjálfbær þróun yrði
mál málanna á næstu öld.
Ólafur Magnússon kvaðst í sinni
ræðu harma að komið hefði til
deilna innan flokksins vegna fyrir-
hugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Hann
hefði hins vegar ekki getað setið
undir því að farið væri með rangt
mál í fjölmiðlum um samþykktir síð-
asta flokksþings um virkjunarmálin.
Sáttatónn var hins vegar í um-
hverfisvemdarsinnum innan Fram-
sóknarflokksins og reyndar lýstu
langflestir fundarmanna yfir fullum
stuðningi við virkjun Jökulsár á
Fljótsdal og sá Jón Kristjánsson,
þingmaður Framsóknarflokksins,
ástæðu til að þakka fundarmönnum
sérstaklega fyrir afstöðu þeirra í
þeim efnum.
Á fundinum á fóstudagskvöld
tóku margir fundarmanna undir
hörð orð flokksformannsins í garð
Vinstrihreyftngarinnar - græns
framboðs í setningarræðu en
nokkrir höfðu áhyggjur af því að
Vinstri grænir væra að höggva í
fylgi framsóknarmanna úti á lands-
byggðinni.
Enn fremur var tekið undir þá
hugmynd Halldórs að komi til sölu
Landssímans verði flutningskerfí
stofnunarinnar haldið í ríkiseigu.
RÚV fjármagnað beint með
skatttekjum ríkisins?
Loks tóku margir undir þau orð
að styrkja þyrfti stoðir Ríkisút-
varpsins. Lýsti m.a. Gissur Péturs-
son, sem situr í útvarpsráði fyrir
framsóknarmenn, þeirri skoðun
sinni að menntamálaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins legði RÚV í einelti.
Sagði Gissur að Framsóknarflokk-
urinn og Sjálfstæðisflokkurinn
gætu e.t.v. starfað vel saman að
mörgum málum, en þessir flokkar
gætu aldrei náð sátt um RÚV.
Þegar Halldór Ásgrímsson var
síðan spurður að því hvemig hapn
teldi að tryggja mætti tekjur RUV
með öðrum hætti en afnotagjöldum,
líkt og nú er, sagði hann að vel
mætti hugsa sér að stofnunin fengi
rekstrarfé sitt beint frá sköttum,
yrði sett beint á fjárlög ríkisins.
Tillögur um framtíðarskipulag miðbæjar Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður:
MIÐBÆR
----Helstu gönguleiðir
r"" ' I Önnur notkun
i" " "'I Verslanasvæði
f‘;'Bílastæði
I Qræn torg
lL„i Samgöngumiðstöðvar
Kennileiti
skemmtilesning
Höskuldur skipherra bregður
upp svipmyndum frá langri
starfsævi í Landhelgisgæslunni,
björgunarferðum á úthöf í
fárviðri og brotsjó og átökum
við herskip hennar hátígnar.
Leiftrandi frásögn þar sem
skoplegu hliðar tilverunnar fá
að njóta sín.
Mél og mennlng
malogmennlng.ls
Laugaveg! 18 • Slml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Verslun og
menning efld
NÝJAR tillögur Richards Abrams
frá breska ráðgjafarfyrirtækinu
Bernard Engle miða að því að
þétta byggð í miðbæ Hafnarfjarð-
ar og stuðla að því að efla þar
verslun og menningu. Abrams tel-
ur að höfnin gegni mikilvægu
hlutverki í mótun bæjarins og að
skipuleggja eigi miðbæjarsvæðið
á þann hátt að Hafnaríjörður
haldi sérkennum sínum, sem hann
telur að tengist höfninni.
Flutningur á hafnarstarfseminni
á suðursvæðið gefur svigrúm til að
skipuleggja íbúðabyggð og menn-
ingarstarf á norðubakkanum og
segir Sigurður Einarsson, formað-
ur skipulagsnefndar Hafnarfjarð-
ar, að þar séu margir skemmtileg-
ir möguleikar fyrir hendi.
Tillögur breska ráðgjafarfyrir-
tækisins verða kynntar á opnum
fundi í Hafnarborg nk. mánudags-
kvöld og hefst fundurinn kl. 20.