Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 41
ÁSDÍS
KJARTANSDÓTTIR
+ Ásdís Kjartans-
dóttir fæddist
19. aprfl 1917 að
Presthúsum í Reyn-
ishverfi í Mýrdal.
Hún andaðist á
Landspítalanum 25.
október sl., þá rúm-
lega 82 ára. Hún
var dóttir hjónanna
Ingibjargar Jó-
hannsdóttur og
Kjartans Finnboga-
sonar söðlasmiðs og
áttu þau níu börn
og var __ Ásdís
næstyngst. Öll eru
nú systkinin látin.
Ásdís ólst upp í Presthúsum
til 4 ára aldurs og síðari upp-
vaxtarárin bjó hún í Vík í Mýr-
dal. Er faðir hennar Iést 1931
fluttist hún til Reykjavíkur með
móður sinni og
systkinum. Veikindi
hijáðu Ásdísi á
yngri árum. Hún
fékk berkla en með
þrautseigju tókst
henni að vinna bug
á þeim og náði
heilsu á ný. Fór hún
síðan á vinnumark-
aðinn og vann m.a.
hjá versluninni
Remedíu og síðan
hjá Happdrætti
DAS. Hóf hún þar
störf við aðalum-
boðið við Aðalstræti
haustið 1963 og vann þar allt til
hún lét af störfum um sjötugt.
Utför hennar fer fram frá Ás-
kirkju á morgun, mánudaginn
8. nóvember og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Við minnumst föðursystur okkar,
Ásdísar Kjartansdóttur, sem hluta
af okkar uppvexti og í gegnum tíð-
ina fylgdist hún vel með okkur
systkinunum. Dísa frænka var
heimagangur hjá foreldrum okkar
alla tíð og við munum þegar hún
kom léttstíg inn stéttina í Hólm-
garðinum á sunnudagsmorgnum og
fyllti heimilið af sinni hjai-tahlýju
og kátínu. Pað var ekkert sem Dísa
frænka var ekki tilbúin að gera fyr-
ir okkur stystkinin. Við vissum
alltaf að við vorum velkomin til
hennar, hvort sem það var á heimili
hennar eða vinnustað.
Hún kom okkur alltaf á óvart
með því að gauka einhverju smá-
ræði að okkur. Dísa var mikil
handavinnukona og það voru ekki
fáar peysurnar sem hún prjónaði á
okkur systkinin. Sumar ílíkurnai'
eigum við enn og hafa þær gengið
kynslóða á milli, enda handbragðið
frábært. Sama gilti um gardínu-
sauminn og prýða gardínur hennar
heimili okkar allra. Dísa var ekki
mikið fyrir að elda mat, en þótti
gott að borða og vildi iðulega fá að
vita hvernig ætti að framreiða þær
kræsingar sem lagðar voru á borð
fyrir hana.
Eftir að við systkinin eignuðumst
fjölskyldur fylgdist Dísa grannt
með uppvexti barna okkar og oft
var eins og hún væri þriðja amman
þeÚTa. Börnin okkar minnast henn-
ar sem Dísu litlu og höfðu þau alltaf
gaman af henni.
Þegar Dísa eignaðist sitt fyrsta
heimili í Hörðalandi minnumst við
hvað hún hafði gaman af að punta
og gera fínt hjá sér og var stolt af
þessu litla hreiðri sínu. Á miðjum
aldri tók Dísa bflpróf og eignaðist
sinn fyrsta bíl og vorum við systk-
inin áhyggjufull yfir að hún Dísa
okkar færi sér að voða, en hún ók
stórslysalaust fram á síðasta daga.
Dísa átti sér athvarf austur í Mýr-
dal ásamt systrum sínum. Þar hélt
hún góðum tengslum við ættfólk
sitt. Við systkinin dvöldum þar oft á
tíðum í góðu yfírlæti og það voru
ófáar ferðimar sem við fórum með
henni yfír Reynisfjall eða út að
dröngum. Alltaf var hún tilbúin að
keyra til Víkur ef okkur langaði í
gosdrykk eða ís.
Við viljum þakka Dísu frænku
fyrir allar okkar samvenistundh’ og
við vitum að hún dvelur nú í góðum
hópi. Dísa vissi vel hvert leiðin lá og
hún kveið ekki umskiptunum yfir í
annan heim og vissi að þar biðu
hennar þeir sem á undan henni fóru
og hún unni sem mest.
Við biðjum henni Guðs blessunar
og megi hún hvfla í friði.
Hvíl í friði frænka mín
farin í aóra heima
ávallt skulum við minnast þín
megiGuðþiggeyma.
Ingibjörg, Kjartan, Egill
og Anna Sigríður.
Á morgun verður borin til grafar
mágkona mín, Ásdís Kjartansdótt-
ir. Við kynntumst þegar ég giftist
bróður hennar, Jóhanni. Dísa
frænka eins og við kölluðum hana
var mikill sjúklingur á yngri árum,
en með dugnaði og svolítilli þrjósku
náði hún góðri heilsu.
Dísa var næst yngst af mörgum
systkinum, þó fannst mér hún alltaf
yngst, því hún var svo fíngerð og
lítil.
Dísa ferðaðist mikið um landið
þegar hún var ung og var stolt yfír
að hafa klifið fjöll með vinum sín-
um. Hún elskaði líka að vera í sum-
arbústaðnum í Mýrdalnum og þar
lék hún við hvem sinn fingur úti í
náttúrunni og ekkert fannst henni
skemmtilegra en að hafa bræðra-
börnin með. Dísa eignaðist ekki
börn, en hún elskaði börn. Hún átti
góða vini í húsinu í Selvogsgrunn,
tvo litla drengi sem hún dáði mjög
og saknaði mikið þegar þeir fluttu
úr húsinu.
Alltaf vildi Dísa vera að gera öðr-
um greiða og ég held að ég hafi
engum kynnst sem hafði jafn mikla
ánægju af að hjálpa öðrum. Hún
var alltaf tilbúin.
Dísa átti góða bíla og var það
hennar ánægja að setjast upp í bfl-
inn sinn og bruna af stað, hvort
heldur upp í sveit eða koma í heim-
sókn sem hún gerði oftast annan
hvern dag síðustu árin.
Við söknum öll Dísu okkai’ og
biðjum henni Guðs blessunai’.
Soffía Bjarnadóttir.
Elsku Dísa frænka, núna ert þú
farin frá okkur, dáin og komin til
himna. Þessu átti nú enginn von á
strax en svo fór sem fór og eitt er
víst að minning okkar um þig er
ljúf og mun ávallt fylgja okkur
gegnum lífið.
Að koma inn í Selvogsgrunn 11
til ömmu Ingibjargar og ykkar
systra var alltaf svo skemmtilegt.
Frá því ég man eftir mér hafið þið
alltaf búið þar og heimsóknirnar
þangað voru tíðar á mínum yngri
árum. Glaðlyndi og greiðvikni ein-
kenndi þig og vildir þú alltaf allt
fyrir mig gera ef svo bar undir.
Auðvitað er alltaf sárt að sjá á eftir
ættingjum og vinum sem deyja en
samt innst inni er hægt að vera
þakklátur fyrir það hversu fljótt
þetta bar að og var sjúkralega þín
stutt. Þú vissir augljóslega hvað var
í vændum. Þú sást þína nánustu
sem horfnir eru og vissir að þín vai’
vænst. Á svona stundum rifjar
maður upp með sjálfum sér og með
eftirlifandi ættingjum, þær ljúfu
samverustundir sem við áttum
saman. „Dísu driver" kallaði ég þig
oft og hafðir þú gaman af. Það eru
ekki margir sem leika það eftir að
taka bílpróf um fimmtugt og keyra
fram og aftur og njóta þess eins og
þú gerðir alltaf. En að fara út ómál-
uð og ópúðruð, það kom ekki til
greina af þinni hálfu. Þú varst pínu-
lítil pjattrófa í þér og hvað var eig-
inlega að því? Fórst þú ófáar ferð-
imar austur í Mýrdal og naust þess
að dvelja í sveitinni þinni fögru með
Dyrhólaey fyrir sjónum. Það átti
sko vel við þig og þú dvaldir þar
margar vikurnar á sumrin með
þeim Önnu og Siggu systrum þín-
um.
Dísa hafði mikið yndi af börnum
og var ég svo lánsamur á síðasta ári
að eignast son og veit ég að þú
varst mikið búin að njóta þess að
fylgjast með honum þetta tæplega
fyrsta ár ævi hans. Hittumst við
þess vegna mun oftar en áður og
fallega teppið sem þú heklaðir
handa honum umvafði hann hlýju
fyrstu vikurnar í lífi hans. Það var
alveg yndislega fallegt og vel unnið.
Ekki að undra þar sem handlagni
þín var umtöluð. Kom hann alltaf
með í heimsóknirnar á spítalann og
hrifning þín og ást til hans var svo
falleg og sást vel að þér leið betur
er hann var nærri. Eitt er víst að ég
mun fræða hann vel um alla ætt-
ingjana sem horfnir eru og mun
minningin um þig, elsku frænka,
lifa að eilífu.
Baldur Ö. Kjartansson.
Mig langar til þess að kveðja
kæra vinkonu og nágranna með ör-
fáum orðum.
Um sextán ára skeið bjuggum
við í sama húsi en þar bjó Dísa með
systrum sínum, þeim Önnu og Sig-
ríði, sem nú eru látnar. Þær voru
góðir nágrannar, skemmtilegar og
góðviljaðar. Oft gættu þær dóttur
minnar stund og stund þegar hún
var minni og mikið lá við. Þá sátu
þær allar saman, horfðu á sjónvarp
og gæddu sér um leið á ís eða ein-
hverju öðru góðgæti sem þær syst-
ur áttu í fórum sínum. Hún minnist
nú þessara stunda með þakklæti og
söknuði.
Eftir að Dísa varð ein, að systr-
um hennar látnum, urðu kynni okk-
ar nánari. Það var notalegt að
spjalla við hana yfir kaffibolla. Við
áttum báðar ættir okkar að rekja
austur í Mýrdal þó ekki gætum við
rakið þær saman. Ég sakna þess
núna að þær stundir urðu ekki
fleiri.
Dísa var fínleg og glaðleg yfirlit-
um. Hún lét skoðanir sínar í ljós
tæpitungulaust en sýndi einnig vin-
áttu sína og tryggð afdráttarlaust
ef því var að skipta.
Það hlýjaði um hjartaræturnar
að sjá hana nú síðari árin eignast
„ömmubörn11 í börnunum í húsinu,
þeim Alexander, Oddi og Thelmu.
Hún var óþreytandi við að ræða við
þau og hjálpa þeim í hvívetna. Það
leyndi sér ekki að sú væntumþykja
var gagnkvæm. Þau heimsóttu
hana daglega og gátu oft ekki á sér
setið að banka upp á hjá henni
eldsnemma í morgunsárið til þess
að kasta á hana kveðju áður en þau
héldu út í annir dagsins. Ég veit að
Dísa mat þetta mikils.
Nútíminn var Dísu á engan hátt
framandi. Hún ók litla netta bflnum
sínum um allan bæ þótt komin væri
jrfir áttrætt og var ávallt vel heima í
því sem var að gerast í þjóðfélaginu.
Orðin reisn og sæmd koma fram
í hugann við að minnast Dísu. Hún
vann öll sín verk af alúð og heilind-
um. Það ber að þakka að dauðastríð
hennar varð ekki langt. Hún þurfti
ekki að verða háð ummönnun ann-
arra, það var ekki hennar stfll.
Við Unnur Diljá, dóttir mín,
sendum öllum nánustu ættingjum
og vinum einlægar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning þessarar
mætu konu.
Þórunn Halla Guðlaugsdóttir.
bflinn sinn (kærastann), henni
fannst svo gaman að keyra.
Dísa var mjög náin vinkona okk-
ar. Oft var spjallað um allt milli
himins og jarðar því hún Dísa vissi
sko alveg hvað var að gerast í ver-
öldinni, og í pólitík var hún með allt
á hreinu.
Á köldum vetrarkvöldum fengum
við okkur sérríglas, „einn á tána“
eins og hún kallaði það.
Elsku Dísa, þín verður sárt
saknað en við þökkum þér yndis-
leg kynni og minninguna um þig
munum við geyma í hjörtum okkar
alla tíð.
Ég fel í forsjá þína
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma,
öll þöm þín svo blundi rátt.
(M. Joch.)
Guðrún, Hörður, Alex,
Oddur og Thelma Dís.
Góð vinkona okkar og fyrrver-
andi starfsfélagi, Ásdís Kjartans-
dóttir, er látin. Hún starfaði hjá
Happdrætti DAS í 24 ár. Allt frá
þeim tíma er hún lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir hélt hún tryggð viðy-
sitt gamla fyrirtæki og kom reglu-
lega í heimsókn til okkar og fékk
sér kaffi og ræddi um lífið og tilver-
una.
Dfsa eins og hún var kölluð var
alltaf kát og hress og aðdáunarvert
hve kvik hún var ætíð í hreyfingum
þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir
hana. Það verður söknuður hjá okk-
ur að fá nú ekki að njóta vináttu
Dísu lengur tfl að hressa okkur við í
skammdeginu. Henni hefur nú ver-
ið falið mikilvægara verkefni á æðri
stöðum.
Að leiðarlokum viljum við þakka r
henni fyi’ir vináttuna og kveðjum
hana með söknuði. Blessuð sé
minning hennar.
Starfsfólk Happdrættis DAS.
SIGRÍÐUR
EINARSDÓTTIR
+ Sigríður Einars-
dóttir fæddist
að Tjörnum í Vest-
u r-Eyj afjall ah reppi
10. janúar 1936.
Hún lést 3. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristbjörg Guð-
mundsdóttir og Ein-
ar Jónsson búendur
að Tjörnum og síð-
ar á Bakka í Aust-
ur-Landeyjum.
Sigríður giftist
Hannesi Arngríms-
syni og eiga þau
dótturina Elfu Hrund.
Utför hennar fór fram 11.
október frá Fossvogskirkju.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum vinkonu minnar,
Sigríðar Einarsdóttur, sem lést 3.
október síðastliðinn. Sísí eins og
hún var ávallt nefnd af vinum sinum
var skorin upp við hjartagalla íýrir
sex árum en banamein hennar var
ki-ansæðastífla.
Hannes, eiginmaður Sísíar, hefur
verið vinur minn til margra ára og
eftir að Sisí og hann hófu búskap
árið 1983 kom ég oft í heimsókn til
þeirra og varð aðnjótandi gestrisni
þeirra, en að sjálfsögðu
var húsmóðirin þar í
íyrirrúmi. Mig langar
til að þakka Sísí minni
fyrir allan þann vel-
geming, sem hún sýndi v
mér, þegar ég kom í
heimsókn á heimili
þeirra. Þar voru ætíð
hlýjar móttökur og
höfðinglegar veitingar.
Fyrir allmörgum ár-
um fórum við Hannes
að heimsækja vinafólk
okkar, sem hafði fest
sér sumarbústaðaland
að Grímsstöðum í
Mýrasýslu. Það skipti engum togum
að við Hannes heilluðumst svo af
landinu að við festum okkur lóðirr
hlið við hlið fyrir okkar eigin sumar-
hús. Við höfum átt þar margar góð-
ar stundir, við tveir saman og síðar
með Sísí og Elfu Hrund dóttur
þeirra, sem er sextán ára. Nú er
Sísí horfin af vettvangi, en um síð-
ustu helgi, 29.-31. október nutum
við Hannes og Elfa Hrund dvalar í
bústöðum okkar og minntumst í
huga okkar eiginkonu, móður og
vinkonu, Sigríðar Einarsdóttur.
Guð blessi minningu hennai’ og
styrki eftirlifandi eiginmann og
dóttur.
Sverrir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VILBORG PÁLSDÓTTIR,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnar-
firði þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.30.
Guðrún Sigurjónsdóttir, Stefán Þorleifsson,
Geir Sigurjónsson, Bergsveina Gísladóttir,
Margrét Sigurjónsdóttir,
Páll Sigurjónsson,
Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Einar Karlsson,
Sigurður Sigurjónsson, Margrét Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Á morgun kveðjum við góða vin-
konu og minningar síðustu ára leita
á hugann; Dísa sem fylgdist með
börnunum okkar vaxa, Dísa sem
átti alltaf plástur á sárin, Dísa sem
tók oft á móti Alex úr skólanum,
Dísa sem las ævintýri fyrir Odd og
kenndi Alex og Oddi kvöldbænir,
Dísa sem við heyrðum oft vera að
sauma á efri hæðinni því hún Dísa
gat nefnilega saumað allt í sauma-
vélinni sinni, Dísa í joggingalla og
kínaskóm, Dísa í sólskini að þrífa
ÚtfararstofQn annast meginhluto allra útfara d höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266—www.utfarastofa.com