Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Forvamir
■ ennaraháskólanemar
sem hafa íþróttir sem
valgrein taka námskeið í
■ ^Bkíþróttameiðslum undir
stjórn Gauta Grétarssonar, lög-
gilts sjúkraþjálfara, þar sem lögð
er áhersla á þjálfun með það að
keppikefli að meiðsl verði lítil sem
engin samfara þjálfuninni. Farið
er yfir helstu orsakir meiðsla þar
sem greint er á milli líkamlegra
þátta, þjálffræðilegra þátta, um-
hverfis, undirlags og annarra
þátta. Þyngd/fituhlutfall, fóta-
lengdarmunur og hryggskekkja
eru dæmi um líkamlega þætti,
sem geta orsakað meiðsl. Of lítil
upphitun, röng uppbygging æf-
inga, misvægi í vöðvastyrk, stirð-
leiki og ofþjálfun eru á meðal
þjálffræðilegra þátta sem meðal
annars ber að hafa í huga í þessu
sambandi. Gervigras, möl, harð-
fenni og bleyta eni allt atriði sem
geta orsakað meiðsl en auk þess
má nefna útbúnað, aldur, reynslu-
leysi, slaka tækni, þreytu, fyrri
meiðsl og snertiíþróttir auk and-
legra þátta. Ennfremur er kynnt
hvemig nota má ýmsar mælingar
til að fylgjast með ástandi og
framförum og gera æfingaáætlun
út frá mælingunum.
„Ef kennararnir kunna þetta
ekki er ekki hægt að ætlast til þess
að hinn almenni leiðbeinandi kunni
þetta,“ segir Gauti um tilurð nám-
skeiðsins. „Það skiptir öllu máli að
rétt sé æft á hverju stigi og því er
mikilvægt að kennarar tileinki sér
rétt vinnubrögð. Eg hef líka verið
með námskeið í þessa veru fyrir
þjálfara hjá Iþróttasambandi Is-
lands, en þau hafa ekki verið nægi-
lega mörg til að skila víðtækum ár-
angri auk þess sem þau hafa ekki
náð til nógu margra. Hins vegar er
þessi þáttur, forvömin, gífurlega
mikilvægur í allri þjálfun og mikil-
vægt að kennaramir geri honum
skil.“
Lágmarka
meiðslatiðni
Gauti hefur sjálfur þjálfað í 20
ár og segist oft velta því fyrir sér
hvernig menn geti í raun tekið að
sér þjálfun án þess að leggja rækt
við forvamirnar. Hann fylgir köll-
un sinni eftir á öllum vígstöðvum.
Er yfirmaður handboltaþjálfunar
yngri flokka Gróttu á Seltjamar-
nesi, hefur haldið miðaldra og það-
an af eldri mönnum ungum með
reglubundinni leikfimi í líkams-
ræktarstöðinni Þokkabót og áður
Ræktinni undanfarin 10 ár, er
sjúkraþjálfari KR og aðstoðar auk
þess önnur lið og einstaklinga í
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur fyrir
utan fyrmefnda kennslu við Kenn-
araháskólann.
„Það hlýtur að skipta miklu máli
fyrir hvern þjálfara að keppnis-
menn hans séu heilir og tiIfelHð er
að með réttum aðferðum er hægt
að lágmarka meiðslatíðnina veru-
lega,“ segir Gauti. „í stað þess að
vinna með meiðslapakka, endur-
hæfingu, vil ég miklu frekar vinna
forvamarstarfið, __ en þjálfunin
skiptist í þrennt. I fyrsta lagi að
fyrirbyggja sjúkdóma og meiðsl. I
annan stað að auka afreksgetu ein-
staklinganna, hvort sem um er að
ræða krakka í íþróttum, almenm
ing á öllum aldri eða afreksfólk. I
þriðja lagi að lækna þá sjúku og
hjúkra þeim sem hafa orðið fyrir
einhverju hnjaski en þetta er þátt-
ur sem heilbrigðiskerfíð sinnir og
við sjúkraþjálfarar störfum við frá
degi til dags.“
Árangur í handboltanum
Jóhann Ingi Gunnarsson, sál-
fræðingur og fyrrverandi hand-
hafa
allt að segja
Athygli vakti að leikmenn Islands-
og bikarmeistara KR í knattspyrnu
karla misstu varla úr leik í sumar
vegna meiðsla. Þegar grannt er
skoðað hefur þetta verið einkenn-
andi fyrir lið sem Gauti Grétarsson
sjúkraþjálfari annast, en hann
sagði Steinþóri Guðbjartssyni að
hann hefði ekki fundið upp hjólið
heldur væri þetta árangur mark-
vissrar þjálfunar sem byggð væri á
vísindalegum grunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með handboltaþjálfun allra yngri flokka Gróttu á
Seltjarnarnesi og fylgist með því að rétt sé að æfingunum staðið.
knattleiksþjálfari, sagði í viðtali
við Morgunblaðið fyrir nokkrum
misserum að Haukar í Hafnarfirði
hefðu beðið sig að taka við þjálfun
liðsins og koma því í fremstu röð.
„Við Gauti Grétarsson aðstoðar-
þjálfari minn settum okkur að ná
þessu markmiði á þremur árum.
Það tókst á öðru ári,“ var meðal
annars haft eftir honum, en
Haukar urðu deildarmeistarar
1994.
„Jóhann Ingi var strax mjög já-
kvæður gagnvart því að sinna for-
vörnum í æfingum og uppbygg-
ingu og hefur alltaf verið,“ segir
Gauti. „Ég sá meðal annars um
líkamlega þáttinn, halda mann-
skapnum við efnið og halda mönn-
unum frá meiðslum. Þetta tókst
bærilega, menn sáu að eftir því
sem þeir voru í betri æfingu voru
minni líkur á að þeir meiddust og
þeir þurftu minni tíma til að ná
sér. Énda voru leikmenn lítið frá
vegna meiðsla og liðið fagnaði
deildarmeistaratitli."
Gauti tók við þjálfun meistara-
flokks karla hjá Gróttu 1995 og lið-
ið kom mest á óvart í deildinni á
tímabilinu og komst í átta liða úr-
slit. „Þetta voru ungir strákar með
litla reynslu og vegna fámennis
máttum við ekki við því að missa
menn frá vegna meiðsla. Strákarn-
ir voru í misjöfnu ásigkomulagi og
sumir í vægast sagt mjög döpru
standi en lagt var upp með það að
enginn meiddist, menn hresstust
við álagið og komu svo sannarlega
á óvart í deildinni.“
Reynslan skilaði
sér hjá KR
Eins og margoft hefur komið
fram varð meistaraflokkur KR í
karla- og kvennaflokki íslands- og
bikarmeistari á nýafstöðu keppn-
istímabili í knattspyrnu. Gjarnan
er sagt að til að ná árangri þurfi
góðan þjálfara, sterka liðsheild og
trausta stjórn en meira þarf til. I
tilfelli karlaliðs KR gegndu ýmsir
aðstoðarmenn þjálfarans mikil-
vægu hlutverki en Gauti áréttar
að þjálfarinn standi og falli með
árangri liðsins og öll vinna ann-
arra verði ekki framkvæmd nema
með fullu samráði og samþykki
hans, Atla Eðvaldssonar í þessu
tilviki.
Atli tók við þjálfun KR-liðsins
haustið 1997 og hætti því 1. nóv-
ember sl. þegar hann var ráðinn
landsliðsþjálfari til tveggja ára en
Gauti starfaði með honum hjá KR.
„Þegar Atli kom til KR vildi hann
taka á meiðslum leikmanna, sem
voru meiri en góðu hófi gegnir, og
stjórnin var sama sinnis," segir
Gauti. „I kjölfarið var tekin upp
kerfisbundin og vísindaleg þjálf-
un. Staða leikmanna með tilliti til