Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Er ekki heldur seint í rassinn gripið, hafa Evurnar ekki verið að þessu prfli frá fyrstu tíð?
Farið fram á skýrslu
um ófrjósemisaðgerðir
SAMÞYKKT hefur verið á Alþingi
að leyfa beiðni um skýrslu frá heil-
brigðisráðherra um ófrjósemisað-
gerðir sem gerðar voru hér á landi
árin 1938-1975 en það eru þing-
menn Samfylkingar sem standa að
beiðninni.
I greinargerð með skýrslubeiðn-
inni segir að áhrif mannkynbóta-
stefnunnar séu auðsæ í lögum nr.
16 frá 1938 en tilgangur þeirra
laga var að koma í veg fyrir úr-
kynjun í samfélaginu og var íyrir-
myndin sótt til bandarískra og
skandinavískra laga.
Segir að lögin hafi einkum verið
sett til höfuðs úrkynjunarvandan-
um sem talinn var stafa af treggóf-
uðum, fávitum og geðveikum. „Svo
virðist sem lögin hafi endurspegl-
að tíðarandann vel því að þau voru
samþykkt einróma á Alþingi.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að víða
erlendis voru gerðar fjölmargar
ófrjósemisaðgerðir án vitundar og
samþykkis þeirra sem í hlut áttu,
t.d. í Svíþjóð á árunum 1934-76,“
segir m.a. í greinargerð.
Fram kemur einnig að íslenska
ríkið hafi með dómi árið 1996, sem
ekki var áfrýjað, verið dæmt til að
greiða manni 4 millj. kr. bætur
fyrir ólögmæta ófrjósemisaðgerð
sem gerð var á honum 18 ára
gömlum árið 1973. Segir í greinar-
gerðinni að í ljósi þessara upplýs-
inga vakni spurningar um hvort
fleiri dæmi séu þess að fólk hér á
landi hafi verið gert ófrjótt án vit-
undar þess. Skýrslubeiðnin sé lögð
fram svo komast megi til botns í
því hvort mannréttindi hafí verið
brotin á fleiri íslendingum en þeim
sem vann mál sitt fyrir dómi árið
1996.
NS-7 hljómflutningstæki
• 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni
• Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant
• Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way)
• Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið
Þau hrífa bæði
59.900
kr. stgr.
augu og eyru
NS-9 hljómflutningstæki
• 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni
• Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant
• Stafræn tenging • Tviskiptur hátalari (2 way)
• Subwoofer • Hátalarar lika til í rósavið
69.900
kr. stgr.
þegar hljómtæki skipta máli
Það er 3. ára ábyrgö á Pioneer
hjá Bræðrunum Ormsson.
BRÆÐURNIR
tpORMSSON
Lógmúlo 8 • Sfmi 533 2800
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
www.ormsson.is
Alþjóðahreyfing Zonta 80 ára
Sex Zonta-
klúbbar hér
Dögg Pálsdóttir
morgun eru átta-
tíu ár liðin síðan
bandaríska konan
Marian deForest stofn-
aði fyrsta Zontaklúbbinn
í Buffalo í Bandaríkjun-
um. Nú eru starfandi um
það bil tólf hundruð
Zontaklúbbar í 68 lönd-
um með u.þ.b. 35 þúsund
félögum. Fyrsti íslenski
Zontaklúbburinn var
stofnaður 1941, Zonta-
klúbbur Reykjavíkur, og
var ísland sjöunda landið
sem slíkur klúbbur var
stofnaður í. Nú eru starf-
andi sex Zontaklúbbar á
landinu með um það bil
tvö hundruð félögum.
Dögg Pálsdóttir hæsta-
réttarlögmaður er um-
dæmisstjóri 13. svæðis
Zontahreyfingarinnar, sem nær
yfir ísland, Danmörku, Noreg,
og Litháen - með um 1300 fé-
lagskonum. Hún var spurð hvað
Zontastarfsemin fæli í sér?
„Zonta er alþjóðleg hreyfing
kvenna sem hefur það að mark-
miði að bæta stöðu kvenna hvar
sem er í heiminum á lagalegu og
stjórnmálalegu sviði, svo og hvað
varðar efnahag og menntun. Til
að ná þessu markmiði styðja
Zontaklúbbarnir verkefni á
þessum sviðum, bæði á alþjóða-
vettvangi og hvert í sínu landi.
Alþjóðaverkefni Zonta hafa ver-
ið fjölmörg, flest í samvinnu við
ýmsar stofnanir Sameinuðu
þjóðanna, einkum UNICEF og
UNIFEM. Zontahreyfingin veit-
ir einnig styrki til kvenna sem
stunda nám í geimvísindum og
skyldum greinum og í viðskipt-
um. Megin alþjóðaverkefni
Zontahreyfingarinnar fyrir
tímabilið 1998-2000 er unnið í
samvinnu við UNICEF og teng-
ist baráttu gegn umskurði
kvenna í smáríkinu Burkina Fa-
so (áður Efri-Volta) og hyggjast
samtökin leggja 21 milljón króna
til þessa verkefnis á tímabilinu.
Alþjóðasamtökin hafa einnig um
nokkurra ára skeið barist gegn
ofbeldi gegn konum.“
- Hvað eru íslensku Zonta-
klúbbarnir að gera?
„Alhr íslensku klúbbarnir hafa
stutt alþjóðaverkefni Zonta sem
hér hafa verið nefnd en jafn-
framt hafa allir klúbbar hér ver-
ið í umfangsmiklu líknarstarfi
hver í sinni heimabyggð. Sem
dæmi má nefna að Zontaklúbbur
Reykjavíkur hefur frá upphafi
sérstaklega styrkt málleysingja
og heyrnarskerta. Zontaklúbbur
Akureyrar, sem varð 50 ára á
þessu ári, hefur frá upphafi rek-
ið Nonnasafn á Akureyri. Zonta-
klúbbur Selfoss hefur
styrkt dagheimili
þroskaheftra og gefið
tæki til heilbrigðis-
stofnana á Selfossi.
Zontaklúbburinn Þór-
unn hyrna á Akureyri hefur gef-
ið tæki til heilbrigðisstofnana á
Akureyri, auk þess sem sá
klúbbur styrkir bókasafn Há-
skólans á Akureyri. Zontaklúbb-
urinn Embla í Reykjavík hefur
styrkt Kvennaathvarfið, Heima-
hlynningu Krabbameinsfélags-
ins, barnaheimilið að Geldinga-
læk og skammtímavistun fyrir
fjölfötluð börn. Yngsti Zonta-
klúbburinn er Zontaklúbburinn
Fjörgyn á ísafirði, hann hefur
styrkt júgóslavneska flóttamenn
á ísafirði og veitt einstaklingum
styrki vegna námskeiða.“
- Hvað gerið þið til fjáröflun-
ar?
►Dögg Pálsdóttir fæddist í
Reykjavík árið 1956. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð 1975 og
lagaprófi frá Háskóla íslands
1980. Hún starfaði um tæplega
15 ára skeið hjá heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu
en hefur frá ársbyrjun 1996
rekið eigin lögmannsstofu.
Dögg hefur tekið mikinn þátt í
félagsmálum og er nú um-
dæmisstjóri 13. svæðis Zonta-
hreyfingarinnar. Hún er gift
Ólafi ísleifssyni framkvæmda-
sljóra og eiga þau einn son,
Pál Ágúst.
„Hver klúbbur hefur eigin fjár-
öflunai-Ieiðir sem aðallega er
sala á ýmsum hlutum, svo sem
jóla- og tækifæriskortum, jóla-
föndri ýmislegu, hörpu og rækj-
um, sumarblómum, kertum og
fleira. Vorið 1998 stóðu klúbb-
arnir sameiginlega að sölu á
gulri silkirós, en gul rós er ein-
kenni Zontahreyfingarinnai'.
Agóðinn af sölunni varð 3,8 millj.
kr. og rann hann til styrktar-
sjóðs Umhyggju, félags til
stuðnings langveikum börnum."
- Er eitthvað þessu líkt á döf-
inni n úna?
„Alþjóðahreyfingin hefur
beint þeim , tilmælum til
klúbbanna í hverju og einu landi
að efna til fjáröflunar í tengslum
við 8. mars, sem er alþjóðlegur
baráttudagur kvenna. Zonta-
klúbbarnir eru með í undirbún-
ingi fjáröflun í mars eða apríl á
næsta ári og ágóði af þeirri fjár •
öflun mun renna til baráttunnar
gegn umskurði stúlkubarna í
Burkina Faso. Nánar verður um
þá fjáröflun fjallað þegar nær
dregur.“
-Er þetta mikilsverður vett-
vangur fyrir kvenna-
starf?
„Já, ég tel að svo sé.
Þarna fá konur ómet-
anlegt tækifæri til að
kynnast öðrum kon-
um úr ýmsum starfsgreinum,
efla tengsl sín á milli og láta gott
af sér leiða. Alþjóðahreyfing
Zonta hefur veitt viðurkenningu
konum sem skarað hafa framúr
á alþjóðavettvangi og verið
brautryðjendur á sínu sviði. Það
er sérlega ánægjulegt að geta
nefnt það hér að Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti
íslands, var kjörin heiðursfélagi
í alþjóða Zontahreyfingunni fyrr
á þessu ári, fyrsta íslenska kon-
an sem fær þá viðurkenningu.
Meðal erlendra kvenna sem
þessa viðurkenningu hafa hlotið
eru t.d. Liv Ullman, Corazon
Aquino og Simone Veil.“
Markmiðið að
bæta stöðu
kvenna