Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Er ekki heldur seint í rassinn gripið, hafa Evurnar ekki verið að þessu prfli frá fyrstu tíð? Farið fram á skýrslu um ófrjósemisaðgerðir SAMÞYKKT hefur verið á Alþingi að leyfa beiðni um skýrslu frá heil- brigðisráðherra um ófrjósemisað- gerðir sem gerðar voru hér á landi árin 1938-1975 en það eru þing- menn Samfylkingar sem standa að beiðninni. I greinargerð með skýrslubeiðn- inni segir að áhrif mannkynbóta- stefnunnar séu auðsæ í lögum nr. 16 frá 1938 en tilgangur þeirra laga var að koma í veg fyrir úr- kynjun í samfélaginu og var íyrir- myndin sótt til bandarískra og skandinavískra laga. Segir að lögin hafi einkum verið sett til höfuðs úrkynjunarvandan- um sem talinn var stafa af treggóf- uðum, fávitum og geðveikum. „Svo virðist sem lögin hafi endurspegl- að tíðarandann vel því að þau voru samþykkt einróma á Alþingi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að víða erlendis voru gerðar fjölmargar ófrjósemisaðgerðir án vitundar og samþykkis þeirra sem í hlut áttu, t.d. í Svíþjóð á árunum 1934-76,“ segir m.a. í greinargerð. Fram kemur einnig að íslenska ríkið hafi með dómi árið 1996, sem ekki var áfrýjað, verið dæmt til að greiða manni 4 millj. kr. bætur fyrir ólögmæta ófrjósemisaðgerð sem gerð var á honum 18 ára gömlum árið 1973. Segir í greinar- gerðinni að í ljósi þessara upplýs- inga vakni spurningar um hvort fleiri dæmi séu þess að fólk hér á landi hafi verið gert ófrjótt án vit- undar þess. Skýrslubeiðnin sé lögð fram svo komast megi til botns í því hvort mannréttindi hafí verið brotin á fleiri íslendingum en þeim sem vann mál sitt fyrir dómi árið 1996. NS-7 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið Þau hrífa bæði 59.900 kr. stgr. augu og eyru NS-9 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tviskiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar lika til í rósavið 69.900 kr. stgr. þegar hljómtæki skipta máli Það er 3. ára ábyrgö á Pioneer hjá Bræðrunum Ormsson. BRÆÐURNIR tpORMSSON Lógmúlo 8 • Sfmi 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND www.ormsson.is Alþjóðahreyfing Zonta 80 ára Sex Zonta- klúbbar hér Dögg Pálsdóttir morgun eru átta- tíu ár liðin síðan bandaríska konan Marian deForest stofn- aði fyrsta Zontaklúbbinn í Buffalo í Bandaríkjun- um. Nú eru starfandi um það bil tólf hundruð Zontaklúbbar í 68 lönd- um með u.þ.b. 35 þúsund félögum. Fyrsti íslenski Zontaklúbburinn var stofnaður 1941, Zonta- klúbbur Reykjavíkur, og var ísland sjöunda landið sem slíkur klúbbur var stofnaður í. Nú eru starf- andi sex Zontaklúbbar á landinu með um það bil tvö hundruð félögum. Dögg Pálsdóttir hæsta- réttarlögmaður er um- dæmisstjóri 13. svæðis Zontahreyfingarinnar, sem nær yfir ísland, Danmörku, Noreg, og Litháen - með um 1300 fé- lagskonum. Hún var spurð hvað Zontastarfsemin fæli í sér? „Zonta er alþjóðleg hreyfing kvenna sem hefur það að mark- miði að bæta stöðu kvenna hvar sem er í heiminum á lagalegu og stjórnmálalegu sviði, svo og hvað varðar efnahag og menntun. Til að ná þessu markmiði styðja Zontaklúbbarnir verkefni á þessum sviðum, bæði á alþjóða- vettvangi og hvert í sínu landi. Alþjóðaverkefni Zonta hafa ver- ið fjölmörg, flest í samvinnu við ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna, einkum UNICEF og UNIFEM. Zontahreyfingin veit- ir einnig styrki til kvenna sem stunda nám í geimvísindum og skyldum greinum og í viðskipt- um. Megin alþjóðaverkefni Zontahreyfingarinnar fyrir tímabilið 1998-2000 er unnið í samvinnu við UNICEF og teng- ist baráttu gegn umskurði kvenna í smáríkinu Burkina Fa- so (áður Efri-Volta) og hyggjast samtökin leggja 21 milljón króna til þessa verkefnis á tímabilinu. Alþjóðasamtökin hafa einnig um nokkurra ára skeið barist gegn ofbeldi gegn konum.“ - Hvað eru íslensku Zonta- klúbbarnir að gera? „Alhr íslensku klúbbarnir hafa stutt alþjóðaverkefni Zonta sem hér hafa verið nefnd en jafn- framt hafa allir klúbbar hér ver- ið í umfangsmiklu líknarstarfi hver í sinni heimabyggð. Sem dæmi má nefna að Zontaklúbbur Reykjavíkur hefur frá upphafi sérstaklega styrkt málleysingja og heyrnarskerta. Zontaklúbbur Akureyrar, sem varð 50 ára á þessu ári, hefur frá upphafi rek- ið Nonnasafn á Akureyri. Zonta- klúbbur Selfoss hefur styrkt dagheimili þroskaheftra og gefið tæki til heilbrigðis- stofnana á Selfossi. Zontaklúbburinn Þór- unn hyrna á Akureyri hefur gef- ið tæki til heilbrigðisstofnana á Akureyri, auk þess sem sá klúbbur styrkir bókasafn Há- skólans á Akureyri. Zontaklúbb- urinn Embla í Reykjavík hefur styrkt Kvennaathvarfið, Heima- hlynningu Krabbameinsfélags- ins, barnaheimilið að Geldinga- læk og skammtímavistun fyrir fjölfötluð börn. Yngsti Zonta- klúbburinn er Zontaklúbburinn Fjörgyn á ísafirði, hann hefur styrkt júgóslavneska flóttamenn á ísafirði og veitt einstaklingum styrki vegna námskeiða.“ - Hvað gerið þið til fjáröflun- ar? ►Dögg Pálsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð 1975 og lagaprófi frá Háskóla íslands 1980. Hún starfaði um tæplega 15 ára skeið hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu en hefur frá ársbyrjun 1996 rekið eigin lögmannsstofu. Dögg hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum og er nú um- dæmisstjóri 13. svæðis Zonta- hreyfingarinnar. Hún er gift Ólafi ísleifssyni framkvæmda- sljóra og eiga þau einn son, Pál Ágúst. „Hver klúbbur hefur eigin fjár- öflunai-Ieiðir sem aðallega er sala á ýmsum hlutum, svo sem jóla- og tækifæriskortum, jóla- föndri ýmislegu, hörpu og rækj- um, sumarblómum, kertum og fleira. Vorið 1998 stóðu klúbb- arnir sameiginlega að sölu á gulri silkirós, en gul rós er ein- kenni Zontahreyfingarinnai'. Agóðinn af sölunni varð 3,8 millj. kr. og rann hann til styrktar- sjóðs Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum." - Er eitthvað þessu líkt á döf- inni n úna? „Alþjóðahreyfingin hefur beint þeim , tilmælum til klúbbanna í hverju og einu landi að efna til fjáröflunar í tengslum við 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Zonta- klúbbarnir eru með í undirbún- ingi fjáröflun í mars eða apríl á næsta ári og ágóði af þeirri fjár • öflun mun renna til baráttunnar gegn umskurði stúlkubarna í Burkina Faso. Nánar verður um þá fjáröflun fjallað þegar nær dregur.“ -Er þetta mikilsverður vett- vangur fyrir kvenna- starf? „Já, ég tel að svo sé. Þarna fá konur ómet- anlegt tækifæri til að kynnast öðrum kon- um úr ýmsum starfsgreinum, efla tengsl sín á milli og láta gott af sér leiða. Alþjóðahreyfing Zonta hefur veitt viðurkenningu konum sem skarað hafa framúr á alþjóðavettvangi og verið brautryðjendur á sínu sviði. Það er sérlega ánægjulegt að geta nefnt það hér að Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, var kjörin heiðursfélagi í alþjóða Zontahreyfingunni fyrr á þessu ári, fyrsta íslenska kon- an sem fær þá viðurkenningu. Meðal erlendra kvenna sem þessa viðurkenningu hafa hlotið eru t.d. Liv Ullman, Corazon Aquino og Simone Veil.“ Markmiðið að bæta stöðu kvenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.