Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Bændur í Afghanistan huga að valmúaakri. Ópíumrækt hefur aukist stórlega í landinu og hafa vestræn ríki
miklar áhyggjur af ástandinu.
Stóraukin eiturlyfja-
framleiðsla Afghana
veldur áhyggjum
Samkvæmt nýlegri
skýrslu Sameinuðu
þjóðanna hefur Afghan-
istan nú tekíð afgerandi
forystu í ræktun á óp-
íumi og framleiðslu á
heróíni sem úr því er
unnið. Kári Þór Sam-
úelsson segir að ef
marka megi skýrsluna
séu nú allt að 75 prósent
af heróíni á heimsmar-
kaði unnin úr ópíumi
sem ræktað er í Afghan-
istan.
ATÖK og eiturlyf fara oft
saman en sú aukning á
ópíumframleiðslu sem
orðið hefur í Afghanistan
á rætur sínar að rekja til slæms
stjórnmálaástands í hinum ýmsu
löndum. Um miðjan áttunda ára-
tuginn féllu ríkisstjórnir Laos og
Víetnam sem olli mikilli truflun á
heróínframleiðslu og smygli frá
Gullna þríhyrningnum sem á þeim
tíma framleiddi megnið af efninu
fyrir heimsmarkaðinn. Nokki'um
árum síðar skullu á metþurrkar á
svæðinu er varð til þess að fram-
leiðslan dróst saman enn meir. Til
að mæta þörf á markaðnum fyrir
heróín byrjuðu Afghanar og Pak-
istanir að rækta ópíum í miklu
magni. Árið 1979 féll svo keisara-
stjórnin í íran, sem þá var stór
ræktandi ópíums, en við tók klerk-
astjórn Ayatollah Khomeinis sem
leit á ópíumræktun og neyslu sem
böl er skyldi útrýma í landinu og
varð þeim vel ágengt í þeirri bar-
áttu sinni. Afghanskir og pakist-
anskir bændur juku þá framleiðslu
sína enn meir og sökum gífurlegr-
ar spillingar herforingjastjórnar-
innar í Pakistan á þessum tíma
gátu heróínframleiðendur óheftir
stundað iðju sína í landinu svo
lengi sem gi-eiðslur þeirra til emb-
ættismanna voru fullnægjandi. Var
framleiðslunni hagað með þeim
hætti að megnið af ópíumi var
ræktað í Afghanistan, það síðan
flutt til Pakistan og unnið í heróín
og loks smyglað þaðan til um-
heimsins.
Það gerðist svo á þessum tíma
að Sovétríkin sálugu ákváðu að
hnykkla vöðva sína og fóru með
her inn í Afghanistan í þeim til-
gangi að styðja við bakið á þáver-
andi stjóm landsins, sem Sovét-
menn höfðu reyndar komið á
sjálfir með sérsveitum og myrkra-
verkum tveimur árum áður.
Það var á tímum Afghanistan-
stríðsins 1979 til 1989 sem ópíum-
ræktun í landinu hófst fyrir alvöru
er hinir heilögu stríðsmenn (muja-
heddin) hinna ýmsu hópa og ætt-
bálka í landinu sameinuðust gegn
hinum „guðlausu“kommúnistum og
höfðu brýna þörf fyrir vopn. Það lá
beinast við að nýta gullið á ökrun-
um til að fjármagna vopnakaupin
og því meira sem hægt var að
rækta og selja þeim mun fleiri
vopn var hægt að kaupa hinum
megin við landamærin í Pakistan.
Það var svo í byrjun níunda ára-
tugarins að ógrynni af heróíni
voru framleidd í Pakistan en eftir-
spurn á Vesturlöndum, þar sem
best verð var hægt að fá, hafði
hins vegar náð hámarki og fór
dvínandi. Hræódýrt heróin hlóðst
! því upp í Pakistan og var ekkert
1 annað að gera fyrir framleiðendur
en að reyna að pranga því inn á
heimamenn og varð útkoman
stærsti heróínfaraldur sem um
getur hjá nokkurri þjóð í heimin-
um. Urðu meira en tvær milljónir
Pakistana vímuefninu að bráð á
skömmum tíma. Það versta var að
ólíkt hinum eldri ópíumneytend-
um, sem fyrir voru í landinu voru
langflestir heróínneytendurnir af
yngri kynslóðinni sem margfaldaði
skaðsemina fyrir þjóðfélagið.
Eftir að Sovétmenn höfðu
hrökklast frá Afghanistan líkt og
öll önnur stórveldi er þar höfðu
reynt að ná völdum í aldanna rás
töldu Mujaheddin-skæruliðarnir
sigurinn vísan en Najibullah, for-
seti landsins, reyndist harðari í
horn að taka án aðstoðar Sovét-
manna en talið var í fyrstu. Eftir
nokkurt þrátefli komst á eins kon-
ar friður í landinu þótt enn kraum-
aði biturleiki milli andstæðra fylk-
inga.
Talebanar ná völdum
Öllum að óvörum komu Taleban-
ar fram á sjónarsviðið árið 1996,
sem þruma úr heiðskíru lofti,
vopnaðir kóraninum og fullkomn-
um vopnum og náðu á skömmum
tíma 2/3 hluta landsins á sitt vald.
Talebanar komu á hreintrúar-
stjórn er bannaði allt vestrænt og
tók landið aftur til fortíðar í má-
lefnum kynjanna. Hefur þeim þó
enn ekki tekist að ráða niðurlögum
Mashuds, fyrrverandi leiðtoga
mujaheddin og nokkrum þjóð-
flokkum í norðurhluta landsins
sem ekki láta bugast. Allir aðilar í
baráttunni hafa að sjálfsögðu yfir-
ráð yfir víðfeðmum ópíumökrum
og nota afurðirnar til að standa á
móti hver öðrum í þrátefli sem
varað hefur í þrjú ár.
Þótt ræktun á ópíumi í Afghan-
istan hafi aukist jafnt og þétt und-
anfarna tvo til þrjá áratugi kemst
sú aukning ekki í hálfkvisti við þá
aukningu sem orðið hefur í landinu
síðan Taleban-skæruliðarnir tóku
þar völdin árið 1996. Þykir það
skjóta svolítið skökku við að hinir
hreintrúuðu múslímar Talebana,
sem lýst hafa yfir andúð sinni á
öllu sem vímu getur valdið, í sam-
ræmi við túlkun þeirra á Kóranin-
um, skuli ríkja yfir landi þar sem
slík aukning hefur orðið. Ef til vill
er skýringin sú að notkun ópíum-
efna er stranglega bönnuð innan
valdamarka Talebana og er neysla
efnanna ekki mjög útbreidd meðal
almennings þótt margt bendi til að
hún fari vaxandi. Það getur varla
virst annað en jákvætt fyrir leið-
toga Talebana að landið er nú eitt
það ríkasta á svæðinu, sem er ein-
ungis eiturlyfjunum að þakka, á
meðan skuggahliðar framleiðsl-
unnar koma fram utan landamær-
anna. Sumir halda því reyndar
fram að ópíumframleiðslan í land-
inu sé hluti af baráttu Talebana
gegn „trúleysingjum“Vesturlanda
þótt ekki liggi fyrir beinar sannan-
ir um að svo sé.
Þótt opinberlega vilji Talebanar
ekki viðurkenna að þeir hagnist
beint á ópíumviðskiptunum (fyrir
utan trúartíund sem þeir leggja á
allar landbúnaðarafurðir) er alveg
ljóst að samskipti þeirra við heró-
ínframleiðendur og smyglara eru
umfangsmikil. Til dæmis er einn
stærsti heróínsalinn í Kandahar,
höfuðborg Talebana, Haji Bashar
Muhammed, góðvinur klerksins
Mohamed Omar sem er leiðtogi
Talebana. Börðust þeir hlið við
hlið á móti Sovétmönnum en
nokkrum árum síðar, er Mullah
Omar setti á fót trúarlegar her-
sveitir sínar, gaf Muhammed hon-
um nokkurt magn af vopnum til að
byrja baráttu sína.
Eftir sigur Talebana flutti Mu-
hammed heróínverksmiðjur sínar
til Kandahar og lifir þar í vellyst-
ingum undir vernd stjórnarinnar.
Það þykir einnig sannað að Tal-
ebanar innheimti beinan skatt af
heróínverksmiðjum er starfa á yf-
irráðasvæðum þeirra, og þess eru
einnig dæmi að klerkar blessi óp-
íumfarma áður en lagt er upp í
smyglleiðangra sem sýnir glöggt
hið nána samstarf á milli trúarleið-
toga, stjórnarinnar og glæpahópa
sem stjórna smyglinu.
Þrýstingur Vesturlanda
hefur ekki áhrif
Samkvæmt skýrslu Sameinuðu
þjóðanna sem í var vitnað í byrjun
nemur heildarvelta á viðskiptum
með ólögleg vímuefni í heiminum
meira en 400 milljörðum Banda-
ríkjadala, eða um það bil 30 þús-
und milljörðum íslenskra króna.
Þessi upphæð jafngildir um átta
prósentum af alþjóðlegum vörusk-
iptum í heiminum. Þótt yfirvöld á
Vesturlöndum sem og annars stað-
ar berjist að því er oft virðist von-
lausri baráttu við hið mikla bákn
sem eiturlyfjaviðskiptin eru þá
halda þau baráttu sinni ótrauð
áfram með ýmsum hætti.
Til dæmis er algengt að Vestur-
lönd styðji við bakið á ríkisstjórn-
um sem eiga við framboðshlið
vandamálsins að etja innan landa-
mæra sinna. Vandinn við að heyja
baráttuna gegn ópíumi í Afghan-
istan er hins vegar sá að einungis
þrjú ríki í heiminum - Sádi-Arab-
ía, Pakistan og Sameinuðu arab-
ísku furstadæmin - viðurkenna
Talebana sem réttmæta valdhafa
landsins. Þetta hefur leitt til þess
að ekkert samstarf er til staðar á
milli Vesturlanda og Talebana við
upprætingu á ópíumökrum lands-
ins. Til að bæta gráu ofan í svart
hafa samskipti Bandaríkjanna og
Talebana versnað til muna eftir að
að þeir síðarnefndu neituðu nýlega
að framselja hinn meinta hryðju-
verkamann Osama bin Laden, sem
búsettur er í landinu um þessar
mundir.
Ráðamenn Talebana benda aftur
á móti á að ef samstarf við ríki
Vesturlanda við upprætingu fíkni-
efna eigi að eiga sér stað verði
þeir fyrst að hljóta viðurkenningu
Sameinuðu þjóðanna sem hinir
réttmætu valdhafar í Afghanistan
en það er eitthvað sem fæst ríki
heims, með Bandaríkin í broddi
fylkingar, eru reiðubúin að fallast
á.
Árangur hefðbundinna
aðgerða vafasamur
Það eina sem hægt hefur verið
að gera til að stemma stigu við
flæði ópíumefna frá Afghanistan
er að reyna að uppræta efnin er
þeim er smyglað úr landinu á leið
á markaði erlendis. íranar hafa til
dæmis átt í baráttu við afghanska
heróínsmyglara um margra ára
skeið og hafa þeir að undanförnu
hert aðgerðir sínar í von um að
bæta samskipti lands síns við
Vesturlönd. Barátta þessi er hins
vegar mjög kostnaðarsöm í bæði
peningum og mannslífum, þar sem
smyglararnir eru ávallt vel vopn-
um búnir og hika ekki við að tak-
ast á við landamærasveitir Irana
ef þeim er ógnað, vitandi að þeirra
bíður ævilangt fangelsi verði þeir
handteknir. Samkvæmt heimildum
frá Teheran hafa smyglarar orðið
2.650 landamæravörðum að bana
sl. 15 ár og einungis í síðasta mán-
uði voru meira en 30 drepnir í bar-
daga við aðeins einn hóp smyglara.
Þrátt fyrir góðan vilja írana er
landið ennþá helsta leið smyglara
með vörur sínar á leið á markaði í
Evrópu. í Tajikistan fyrir norðan
Afghanistan hafa Bandaríkjamenn
verið að aðstoða stjórn landsins
með stofnun sérstakra öryggis-
sveita sem hafa með upprætingu á
ópíumi að gera en það er dýrt verk
og tímafrekt. Einnig hafa Pakist-
anar og Bandaríkjamenn um ára-
bil átt náið samstarf við uppræt-
ingu á heróínframleiðslu og
smygli, með takmörkuðum ára-
ngri.
Jafnvel þótt Vesturlönd fengju
aðgang að Afghanistan til að
stunda baráttuna gegn bölinu er
allsendis óvíst og jafnvel vafasamt
hvort það myndi skila einhverjum
árangri. Til dæmis hafa Banda-
ríkjamenn stundað baráttu sína
við eiturlyfjasmyglara í Kólombíu
um margra ára skeið með því að
dæla gríðarlegu fjármagni og her-
gögnum í landið, en ekki er að sjá
að teljandi minnkun á framboði
vímuefna frá landinu hafi átt sér
stað. Gróðinn af viðskiptunum
heldur auk þess uppi andstæðum
fylkingum í borgarastyrjöld sem
varað hefur áratugum saman, svip-
að og í Afghanistan.
Það hafa einnig verið færð rök
fyrir því að aðgerðir Vesturlanda
og þá sérstaklega Bandaríkja-
manna hafí oft neikvæð áhrif í
framleiðslulöndum eiturlyfja. Til
að vinna góðvild Bandaríkjastjórn-
ar og fá áframhaldandi fjárhagsað-
stoð verða mörg þessara landa að
eyða sívaxandi skerfi af takmar-
kaðri fjárhagsaðstoð sinni til að
berjast gegn eiturlyfjakóngum á
meðan önnur brýn verkefni sitja á
hakanum. Ef þessi ríki virðast
ekki nógu dugleg í baráttu sinni fá
þau á sig svartan stimpil Banda-
ríkjastjórnar er leiðir svo til minni
fjárhagsaðstoðar. Með þessu hefur
tekist að færa hluta af kostnaði og
ábyrgð vegna vímuefnavandans yf-
ir á þróunarlönd í stað þess að
eyða vestrænu fjármagni í að
minnka eftirspurn.
Talebanar gefa Vesturlöndum
hins vegar langt nef hvað þetta
varðar og nota hina gífurlegu óp-
íumframleiðslu landsins til að ná
fram viðurkenningu Vesturlanda á
stjórn Talebana og þar með mögu-
leika á samstarfi við upprætingu á
ópíumframleiðslu í landinu.
Mögulegar afleiðingar
offramleiðslunnar
Það eru skiptar skoðanir meðal
ráðamanna í Evrópu um hvaða
áhrif offramboð af heróíni mun
hafa í viðkomandi löndum. Þar
sem talið er að um 90 prósent af
heróíni á Evrópumarkaði eigi ræt-
ur sínar að rekja til Afghanistan
halda svartsýnismenn því fram að
sölumenn muni reyna að ná til sín
eins mörgum viðskiptavinum og
mögulegt er með því einfaldlega
gefa þeim ókeypis heróín í þeirri
von að þeir ánetjist því. Er heróín-
vandinn í Pakistan gott dæmi
þess. Aðrir segja að vegna offram-
boðs verði heróínið á markaðnum
mun hreinna en áður og því megi
búast við auknum dauðsföllum
meðal neytenda sökum of stórra
skammta. Bjartsýnni menn halda
því hins vegar fram að markaður
fyrir heróín í Evrópu sé þegar
mettaður og hafi verið svo lengi.
Því muni reynast erfitt fyrir sölu-
menn efnisins að pranga vöru sinni
inn á fólk sem þekkir fullvel
hversu alvarlegar afleiðingar her-
óínneysla getur haft í för með sér.
Höfundur er stjómmálafræðingur,
búsettur í Damnörku.