Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 48
jJB SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Grettir
Ferdinand
Smáfólk
THE TEACHER D!PN'T
. LIKE MY REPOKT,. .
I HAVE A 5NEAKIN6 ▼ WHV
5U5PICION 5HETH0U6HT / DO VOU
IT U)A5 DUM5.. J THINK
1 THAT?
Kennarínn var ekki hrifinn
af rítgerðinni minni.
Ég hef þessa undarlegu Af hveiju
tilfínningu að hún haldi heldurðu
að hún sé heimskuleg. það?
Hún sagði hana
heimskulega.
*
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Söngfuglar, Kór aldraðra, Reykjavík, fór í heimsókn til Hvolsvallar. Á
myndinni eru Arnhildur Valgarðsdóttir, undirleikari, Sigurbjörg Petra
Hólmgrímsdóttir, kórstjórnandi, og Ólafur Ólafsson, formaður eldri
borgara á Hvolsvelli.
*
Ar aldraðra
Frá Jóni Magnússyni:
ÁRIÐ 1999 er tileinkað öldruðum
samkvæmt samþykkt Sameinuðu
þjóðanna, sem er lofs- og þakkar-
vert, já, að við, sem fyllum þann
flokk skulum komast í sviðsljósið á
alheimsvísu. Það líður að lokum árs
aldraðra, eða hvað? Þegar grannt er
skoðað er þetta ár eitthvað frábrugð-
ið öðrum árum aldraðra, nema þá í
orðaleik Sameinuðu þjóðanna. Eg
sem þessar línur rita tel svo ekki
vera, að vísu eru og hafa verið miklar
væntingar meðal okkar öldunganna
um að nú mundi eitthvað sérstakt
líta dagsins ljós, svo sem kjarabætur
sem um munaði og virðing fyrir því
lífsstarfi sem að baki er á langri ævi.
Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi
fær, segir máltækið. Aldraðir eru
ekki þekktir fyrir að sitja með hend-
ur í skauti og bíða eftir björginni ef
líf og heilsa leyfir annað. Já, meðan
heilsa og kraftar leyfa hafa þeir sig
eftir björginni og það gerum við í kór
félagsstarfs aldraðra Reykjavík
(KFAR) ekki í veraldlegum gæðum
heldur fyrir sálartetrið, með því að
æfa söng og já, þrisvar í viku, en kór-
inn er þrískiptur, blandaður kór,
kvennakór, hvannir og karlakór
KKK, söngstjóri er Sigurbjörg
Petra Hólmgrímsdóttir, og undir-
leikari Arnhildur Valgarðsdóttir,
sem er táknið um að kynslóðabilið
geti unnið saman því að hún er
„barnabarnið" okkar kórfélaganna í
þeim skilningi þegar aldur er til við-
miðunar. Aðstöðu til æfinga höfum
við í Félags- og þjónustumiðstöðinni
Vesturgötu 7 sem hefur verið og er
mjög góð, þ.e.a.s. á 1. hæð, en miður í
kjallara 1 og 2. Það er okkar ham-
ingja í KFAR að gleðja fólk með
söng okkar, sem felst m.a. í því að
heimsækja Félags- og þjónustumið-
stöðvar, hjúkrunarheimili og aðrar
stofnanir þar sem fólk á ekki heim-
angengt. Þá höfum við heimsótt
nágrannasveitarfélög sem við getum
kallað höfuðborgarsvæðið.
I upphafi ársins eða 28. jan. bauð
Rannveig Rist, forstjóri ISAL, okk-
ur að heimsækja álverið og syngja
fyrir starfsmenn, sem var á mat-
málstíma, sem er tvískiptur og þá
söngskráin flutt tvisvar, og var okk-
ur vel tekið. Þá nutum við góðs af
frábærum málsverði, sem og að
skoða og fræðast um álið. Það er ár-
visst hjá okkur að heimsækja lands-
byggðina og 25. mars var farið í
heimsókn til jafnaldra á Hvolsvelli
og í nágrenni. Þar tók á móti okkur
formaður öldunga, Ólafur Ólafsson
fv. kaupfélagsstjóri, með vösku liði,
og eftir að söngskrá hafði verið flutt
beið okkar glæsilegt kaffihlaðborð
og svo var stemmningin góð að stig-
inn var dans á eftir, við harmoniku-
leik sem Ólafur útvegaði. Síðan tók
bílstjórinn okkar við. Við héldum
söngskemmtun í Bústaðakirkju 24.
apríl ásamt kvennakór kirkjunnar,
Glæðum, og var mjög ánægjuleg
með tilheyrandi kaffihlaðborði. Þá
fórum við í söngferð til aldraðra á
Egilsstöðum 14.-16. maí, sem var
mjög gefandi fyrir okkur, sem og
heimafólk sem kappkostaði að gera
okkur dvölina skemmtilega. Það var
farið í skoðunarferð um Fljótsdalinn,
undir leiðsögn Bjöms Pálssonar,
eldri borgara á staðnum, já, Val-
þjófsstað og Skriðuklaustur m.a. Þá
var boð inni hjá Kvenfélaginu (eldri)
í félagsheimilinu með glæsilegu hlað-
borði. Þar voru og flutt ávörp, sem
og fróðleikur um menn og málefni. Á
sunnudegi var síðan söngskemmtun
í kirkjunni með kór Héraðsbúa og
KFAR með ágætum. Um kvöldið var
síðan flogið heim eftir ógleymanlega
ferð.
Það hefur verið stiklað á stóru, en
það sem af er árinu höfum við komið
fram 20 sinnum og nú á aðventunni
bíða okkar 5-6 staðir. Já, söngurinn
er okkar mál og flutningur tóna
hvort sem er um mannsröddina eða
önnur hljóðfæri að ræða.
Það varð breyting á nafni kórsins
nú í vikunni og heitir hann nú Söng-
fuglar: kór aldraðra í Reykjavík,
skammstöfun SKAR.
JÓN MAGNÚSSON.
Frá söngskemmtun í Bústaðakirkju 24. apríl sl.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.