Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sæplast á Dalvík orðið stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum
Morgunblaðið/Kristján
Steinþór Ólafssson framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu misseri og starfrækir nú verksmiðjur í fjórum
löndum, Islandi, Indlandi, Kanada og Noregi.
FIMM VERKSMIÐJUR
ÍFJÓRUM LÖNDUM
VIÐSKÍPTI JflVINNULÍF
Á SUIMNUDEGI
► Steinþór Ólafsson er fæddur á Akureyri 25. maí árið 1960 og
ólst þar upp. Hann útskrifaðist sem vélfræðingur frá Vélskóla Is-
lands árið 1982. Ari síðar hóf hann nám við Tækniháskólann í Óð-
insvéum í Danmörku og varð rekstrartæknifræðingur þaðan. Hann
hóf MA-nám við University of Southern California í Bandaríkjun-
um og stundaði það á árunum 1991 til 1993 er hann lauk námi.
Eftir að hann flutti heim til Islands starfaði hann hjá Eimskip til
ársins 1996 en þar var hann deildarstjóri yfír þeirri deild sem sá
um lestun og losun skipa. Árin 1996 og 1997 vann hann hjá Þor-
móði ramma-Sæbergi, Granda og fleirum í Mexíkó við að byggja
upp útgerð þeirra þar. Hann starfaði hjá Eimskip frá þeim tíma,
var forstöðumaður áætlunarsiglinga félagsins. Steinþór var ráðinn
framkvæmdastjóri Sæplasts um mitt ár 1998. Eiginkona hans er
Elín Gautadóttir, verkfræðingur hjá Landsbréfum.
I verksmiðju Sæplasts á Dalvík.
eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
REKSTUR Sæplasts hf. á Dalvík
hefur vaxið mjög hratt síðustu
misseri. Félagið rekur nú fjórar
verksmiðjur í jafnmörgum löndum
og tekur við þeirri fimmtu um
næstu áramót og verða starfsmenn
þess þá orðnir um 220 talsins.
Fyrirtækið var stofnað árið 1984
og hóf starfsemi á Dalvík um mitt
það ár og voru starfsmenn þess þá
fimm. Hjá Sæplasti voru þá aðal-
lega framleiddar hverfisteyptar
vörur, plastker, vörubretti og
fleh-a, einkum ætlað fyrirtækjum í
sjávarútvegi. Arið 1989 sameinaðist
Plasteinangrun á Akureyri
Sæplasti en það félag framleiddi
sprautusteyptar trollkúlur fyrir
sjávarútveg. A síðasta ári var keypt
ný hverfísteypusamstæða og hefur
afkastageta verksmiðjunnar á Dal-
vík ríflega tvöfaldast síðan.
Steinþór Ólafsson framkvæmda-
stjóri Sæplasts hóf störf hjá fyrir-
tækinu um mitt síðasta ár og stóð
þá m.a. frammi fyrir því verkefni að
snúa taprekstri félagsins árið á
undan í hagnað. Arið 1997 var
Sæplast rekið með rúmlega 30
milljóna króna tapi og er það eina
árið í sögu félagsins sem tap hefur
orðið á rekstrinum. Steinþór sagði
að gripið hefði verið til aðgerða,
starfsfólki fækkað, röradeild fé-
lagsins var seld sem og eignir. Það
auk almenns aðhalds og söluaukn-
ingar varð til þess að viðsnúningur
varð í rekstri og var félagið gert
upp með 55 milljóna króna hagnaði
á síðasta ári.
Gríðarstórt markaðs-
svæði í Asíu
Fyrir réttum þremur árum
stofnaði Sæplast dótturfélag á Ind-
landi, Sæplast India, og á í því 51%
hlutafjár, Verkfræðistofan Meka á
16% og aðrir, m.a. heimamenn, eiga
það sem á vantar. Verksmiðjan,
sem er í Ahmadabad í Gujarat-
fylki, var tekin í notkun í október í
fyrra, en þar eru framleidd plast-
ker. Gert er ráð fyrir að velta fé-
lagsins á Indlandi verði um 20
milljónir á næsta ári og eru starfs-
menn 25.
Sæplast hafði selt ker inn á Asíu-
markað, en með því að stofna eigin
verksmiðju í nálægð við markaðinn
var hægt að lækka flutningskostn-
að umtalsvert.
„Þetta er nokkurs konar þróun-
arverkefni, en það er komið vel af
stað og er í góðum farvegi. Allar
okkar áætlanir varðandi reksturinn
á Indlandi hafa staðist," sagði
Steinþór, en stofnkostnaður við
verkefnið í heild nemur rétt innan
við 50 milljónum króna. „Með
rekstri verksmiðjunnar í Indlandi
erum við að horfa til Asíumarkaðar
og þá til lengri tíma. Þetta er gríð-
arstórt markaðssvæði, um einn
milljarður manna býr í landinu og
við munum einnig sækja inn á
markaði í Sri Lanka, Pakistan og
Bangladesh í náinni framtíð. Þarna
eru því miklir möguleikar."
Verksmiðjur keyptar
í Noregi og Kanada
Fyrr á þessu ári, eða í maí síðast-
liðnum, keypti Sæplast tvær hverfi-
steypuverksmiðjur, annars vegar
verksmiðju í eigu Dynoplast A/S í
Saint John í New Brunswick-fylki í
Kanada og hins vegar verksmiðju í
eigu Dynoplast A/S í Salangen í
Noregi.
Steinþór sagði að Sæplast hefði
lengi leitað leiða til að komast inn á
markað í Norður-Ameríku og skoð-
að ýmsa kosti eins og samvinnu við
fyrirtæki þar eða sameiningu. Tek-
in var um það ákvörðun hjá
Dynoplast að selja plastdeild félag-
ins og festi breskt fjárfestingafélag
kaup á henni, sem aftur seldi
Sæplasti og hið sama var uppi á
teningnum varðandi verksmiðjuna í
Noregi.
Hjá Sæplast-Canada starfa um
70 starfsmenn og er veltan á næsta
ári áætluð um 650 milljónir króna,
þannig að um nokkuð stærri verk-
smiðju er að ræða en á Dalvík. Þar
eru framleiddar fjölbreyttar vörur
úr plasti, en megináherslan er lögð
á einangruð ker og plastbretti fyrir
fisk og annan matvælaiðnað. Meðal
plastafurða sem framleiddar eru í
kanadísku verksmiðjunni má nefna
sérstök bretti sem notuð eru í flug-
vélum, frystigáma fyrir kjúklinga-
iðnað, kerrur og vagna til nota í
matvælaiðnaði sem og flotbryggjur
og vatnstanka.
Sæplast-Canada hefur átt gott
samstarf við Tyson Food, sem hef-
ur höfuðstöðvar í Arizona í Banda-
ríkjunum og er sjötti stærsti
kjúklingaframleiðandinn þar í
landi. Sæplast-Canada hefur í sam-
vinnu við Tyson Food þróað sér-
stakan plastgám fyrir kjúklinga-
framleiðslu.
Færum okkur nær markaðnum
og styrkjum stöðuna
Sæplast-Norge var stofnað í júní
í sumar og rekur verksmiðju í Sa-
langen þar sem aðallega era fram-
leidd einangi-uð ker og bretti fyrir
fiskiðnað og aðra matvælafram-
leiðslu. Framleiðslan fer aðallega á
markað í Noregi og er áætlað að
hlutdeild verksmiðjunnar í markaði
þar í landi sé um 60%. Þá hefur
verksmiðjan einnig sótt á markað í
írlandi og Danmörku. Hjá verk-
smiðjunni starfa um 20 manns og
er veltan áætluð um 180 milljónir
króna.
„Með kaupum á þessum verk-
smiðjum eram við að færa okkur
nær markaðnum og styrkja þannig
okkar stöðu, það hefur þegar gefið
góða raun,“ sagði Steinþór. Félagið
hefur ekki látið staðar numið í land-
vinningum sínum, því í síðasta mán-
uði var undirrituð viljayfirlýsing
um kaup Sæplasts á plastverk-
smiðju í eigu Polimoon í Álasundi í
Noregi, en hún var áður í eigu
Dynoplast A/S. Samningur um
kaupin var nýlega undirritaður og
er stefnt að því að Sæplast taki við
rekstrinum um næstu áramót.
Verksmiðjan framleiðir m.a. flot,
belgi, björgunarhringi, fríholt og
fjölmargar vörur aðrar sem tengj-
ast sjávarútvegi og siglingum. Velt-
an er áætluð um 600 milljónir
króna á ári og vörurnar seldar um
allan heim. Starfsmenn era um 70
talsins.
Stefnt að kaupum á fleiri
verksmiðjum í útlöndum
Steinþór sagði stöðu Sæplasts á
markaði í Noregi og reyndar mun
víðar styrkjast mjög við þessi kaup.
Með kaupum á þessum tveimur
verksmiðjum í Noregi og í Kanada |
er Sæplast orðið stærsta fyrirtæki
á sínu sviði í heiminum, en áætluð
heildarvelta þess á næsta ári er um
tveir milljarðar króna. „Við höfum
áhuga fyrir að fjárfesta enn frekar í
útlöndum og áætlanir gera ráð fyr-
ir að við kaupum tvær til fimm nýj-
ar verksmiðjur á næstu árum. Við
höfum verið að skoða ýmsa valkosti
í þessum geira, sjávarútvegi og
matvælaframleiðslu, enda það svið I
sem við þekkjum best. Fyrirtækið j
mun því enn eiga eftir að vaxa og á |
alla möguleika á því,“ sagði Stein-
þór.
Fjármagnað með
hlutafjárútboði
Hann sagði að þrátt fyrir miklar
fjárfestingar hafi félaginu ekki ver-
ið steypt í of miklar skuldir og eigið
fé þess sem hafi verið um eða yfir
50% verði eftir fjárfestingar ársins
og hlutafjárútboð um 37%.
Nýtt hlutafjárútboð í Sæplasti
hófst í liðinni viku og era boðnar 30
milljónir að nafnvirði, um 270 millj-
ónir ki'óna. Það fé verður notað til
að greiða niður kaup á verksmiðj-
um félagsins í útlöndum. Núver-
andi hluthafar hafa forkaupsrétt á
genginu 9. „Hluthafahópurinn hef-
ur staðið þétt við bakið á okkur,
hann hefur trú á fyrirtækinu og
menn hafa ekki verið að rjúka til og
selja þó upp hafi komið erfiðleikar,"
sagði Steinþór en hluthafar í
Sæplasti eru um 380 talsins. Bréf
félagsins hafa hækkað um 80% á
árinu.
Gott starfsfólk
Steinþór lauk einnig lofsorði á
starfsfólk félagsins, sem átt hefði
mikinn þátt í að snúa rekstri þess
við á tímum erfiðleika með sam- |
hentu átaki. „Okkar fólk hefur sýnt
það og sannað að það er tilbúið að
taka á þegar á reynir og það er
mjög góður andi hjá okkur, enda
væri þetta varla hægt annars. Fyr-
irtækið hefur vaxið afar hratt að
undanförnu án þess að bætt hafí
verið við mannskap, þeir sem fyrir
eru hafa bætt á sig vinnu og hafa
gert það með glöðu geði,“ sagði
Steinþór. Aukin umsvif fyrirtækis- .
ins kalla á breytingu á stjórnskipu-
lagi þess og hefur stjórn félagsins
ákveðið að endurskoða skipurit og J
stefnumörkun félagins, en þeirri
vinnu lýkur í upphafi næsta árs.