Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 31 FRÉTTIR Morgunblaðið/Finnur Pétursson Börn úr gruimskólanuni léku á flautu og píanó. Aðventan gengur í garð Tálknafírði-Nú líður senn að jólum og undirbúningur farinn vel af stað hjá mörgum. Eitt af því sem tilheyrir undirbúningi jólanna á Tálknafirði er aðventusamkoman þar sem fólk kemur saman til þess að hlýða á söng og talað orð. Að þessu sinni var sam- koman haldin í íþrótta- og félags- heimili Tálknafjarðar. Sóknarnefnd Stóru-Laugardalssóknar stóð að undirbúningi samkomunnar ásamt söngfólki frá Tálknafirði, Bfldudal og Barðaströnd, sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti, og Marion Worthman, organista. Sameiginlegur kór Tálknfirðinga, Bílddælinga og Barðstrendinga söng nokkur jólalög, skólakór grunnskól- ans söng og léku nemendur úr skól- anum undir á flautur og píanó. Pá flutti sr. Sveinn stutta hugvekju þar sem hann minnti sóknarbörn sín á boðskap og innihald jólanna. Samkomunni lauk síðan á því að Bjarni Snæbjörnsson söng einsöng við undirleik Marion Woi'thman og fluttu þau lagið Ó helga nótt eftir Adolphe Adam við ljóð Sigurðar Björnssonar. Var þeim fagnað vel og innilega í lokin. Fyrirhugað er að halda aðventu- samkomu í félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd og í Bíldudalskirkju. Jólabasar Kattavina- félagsins JÓLABASAR Kattavinafélagsins verður haldinn, í dag, sunnudaginn 12. desember í Kattholti, Stangarhyl 2, milli kl. 13-17. Strætisvagnaleiðir lOogllO. Margt fallegra og eigulegra muna á boðstólum. Dýravinir, komið og styrkið kisurnar sem hvergi eiga heima, segir í fréttatilkynningu. -------------- Leiðrétt Karl Gústaf Svíakonungur í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær um afhendingu Nóbelsverð- launa var ranglega sagt að Gústav Adolf Svíakonungur hefði verið við- staddur verðlaunafhendinguna. Hið rétta er að sjálfsögðu að það var Karl XVI Gústaf Svíakonungur sem þarna var átt við. Hann tók við krún- unni af afa sínum, Gústavi VI Adolf árið 1973. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessari leiðinlegu villu. Gáfu Umhyggju afrakstur jólakortasölu NÍU ára nemendur úr Skólaseli Ártúnsskóla hafa gefið Styrktarsjóði Um- hyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, af- rakstur jólakortasölu sem þau útbjuggu sjálf og seldu með aðstoð leikskóla- kennaranna Magneu Ein- arsdóttur og Guðrúnar Erlu Björnsdóttur. í frétta- tilkynningu frá Umhyggju segir að félagið þakki þess- um duglegu og framtaks- sömu börnum hjartanlega fyrir þetta ómetanlega framtak. Á myndinni sjást krakk- arnir ásamt þeim Magneu, Guðrúnu og skólastjóra Ártúnsskóla, Rannveigu Andrésdóttur. MYNDBANÐSUPPTÖKUVÉLAR Panasonic NVrDS8 m \g0 ,:tí: Panasonic NV-RX18 Panalsa VHS-C, 45xzoom, 0,3 lux, 9 myndeffectar, 7AE myndstillingar, gleiðhornlinsa, aílt að 8 klst. rafhlöðuending (CGR-V816), fjarstýring. SUíM FCCVS fAjg mm BRAUTARHOLTI 2 * SÍMI 5800 800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.