Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 57 FÓLK í FRÉTTUM Andri Snær Magnason les upp úr bók sinni, Sögunni af bláa hnettinum. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson Benedikt Erlingsson Ieikari rappar Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson. Ljósmynd/Friðrik Erlingsson Dísa litla í Götuhúsum kveikir á jólatrénu við Álfsstétt á Eyrarbakka og hefur sjálfan Pottasleiki sem aðstoðarmann. Aðventugleði á Eyrarbakka ÞRÁTT fyrir að frostið hafi komið í veg fyrir að lúðrasveitin gæti blásið af list var kveikt á jólatrénu við Álfs- stétt á Eyrarbakka á laugardag og jólasveinarnir stálust úr hellinum hennar Grýlu mömmu til að vera með. í byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka, er nú sýning á göml- um heimasmíðuðum jólatrjám og jólaskrauti frá fyrri tíð. Þar var troð- fullt á laugardag þegar boðið var upp á jólaglögg og upplestur. Guðjón Friðriksson las úr öðru bindi ævisögu Einars Benediktsson- ar. Steindór Anderssen, fomaður kvæðamannafélagsins Iðunnar, kvað nokkur erindi úr Ólafs rímu Græn- lendings, eftir Einar Benediktsson. Hann kvað líka nokkur erindi úr nýrri barnabók eftir Gunnar Karls- son myndlistarmann sem heitir Grýlusaga og inniheldur söguljóð um þessa frægustu skessu landsins. Andri Snær Magnason las úr bók Jólagjafirnar r I RCWELLS Kringlunni 7, sími 5 88 44 22 sinni, Sögunni af bláa hnettinum, og var upplestur hans afar innblásinn og fjörugur og hitti í mark hjá yngri sem eldri áheyrendum. Benedikt Erlingsson leikari lauk dagskránni með því að rappa Gunnarshólma eft- ir Jónas Hallgrímsson við mikla hrifningu. Anna Mjöll syngur í Metropolitan Hafði ekki hugsað ANNA Mjöll Ólafs- dóttir söngkona verð- ur þriðji íslendingur- inn til að syngja í Metropolitan- óperunni, þegar hún kemur þar fram í kvöld ásamt Julio Igl- esias. Áður hafa Kristján Jóhannsson og María Markan þanið raddböndin á þessum merka stað. Verður fest á filmu svona langt Anna Mjöll syngur ásamt Julio Iglesias í Metropolitan á sunnudaginn. „Þetta er einkaskemmtun fyrir alla helstu fjárinálajöfra New York borgar þar sem ég kem fram með Julio og við syngjum þá dagskrá sem við erum vön að syngja. Eg hef starf- að með honum núna f þijú ár. Dag- skráin er venjulega um tveir túnar, þrír ef hann er í stuði, einn ef ekki,“ segir Anna Mjöll og hlær við, „þetta fer allt eftir aðalgæjanum. Yfirleitt finnst honum voða gaman og það er alveg að gera út af við okkur hin.“ - Hvernig lög eru þetla? „ Voða mikið ástarlög, jafiivel í suðrænum stíl, mjög ljúf lög yfir- leitt.Við erum tvær sem syngjum með honum. Við syngjum bakraddir og svo til skiptis með honum. Þetta verður ofsalega spennandi, ég fer með myndavélina með mér. Þetta ætla ég sko að festa á filmu.“ - Finnst þér ekki mikiil lieiður að fáað syngja í Metropolitan ? „Jú, þetta er aiveg ótrúlegt, ég hefði aldrei trúað þessu. Maður tek- ur sjálfan sig ekki það al varlega að maður hafi hugsað svo langt." Anna MjöII hefúr nú sungið með Julio í hátt á þriðja ár og segir það geta orðið býsna ævintýralegt, eins og þessir tónleikar beri vitni um. „Við ferðumst mjög mikið og er- um orðin hálfgerðir flökkumenn," segir hún. - Hvað finnst kærastanum um það? „Ætli við séum ekki ennþá saman af því að við sjáumst aldrei," segir Anna MjöII og hlær. „Annars þekkir hann þetta vel, hann er líka tónlist- armaður, og er t.d að fara að spila undir hjá Streisand í Las Vegas um áramótin, og ég ætla að fara og sjá hana syngja. Það verður líka mjög spennandi.“ - Stefnir þú að því að syngja aftur í Metropolitan og vera þá sjálf aðal- stjaman? „Auðvitað vill maður sjálfur vera aðalsljarnan, en ég ætla að njóta þess á meðan ég er að syngja með Julio. Svo sjáum við til hvað gerist. Upp á framann er mjög fínt að syngja með honum, en það venst samt og maður hættir að sjá hvað maður er heppinn. Grasið er alltaf grænna hinum megin.“ - Verður þú spenntari en vana- lega að syngja í Metropolitan? „Það verður örugglega ákveðin spenna í loftinu. Það er engin spum- ing að þetta verða ekki venjulegir tónleikar fyrir okkur, bara út af staðnum. Maður ber vissa virðingu fyrir sjálfri Metropolitan-óperunni." TEMUERA MORRISON MAGNAÐ FRAMHALD MYNDARINNAR ONCEWERE WARRIORS Hér er komið sjálfstætt framhald myndarinnar Eitt sinn stríðsmenn. Frá sama höfundi og með sömu leikurum. Kröftug, óvægin, raunsæ, spennandi og gefur fyrri myndinni ekkert eftir. Eitt sinn stríðsmenn 2 er stórmynd sem allir hafa beðið eftir og verða að sjá. Bönnuð innan 16 ára. EVRÓPUFRUMSÝNING: EITT SINN STRÍÐSMENN 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.