Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 50
* 50 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Hólar í Hjaltadal. Kirkja úr bjargi byggð Dómkirkjan í Hjaltadal var byggð úr rauðgrýti nálægs fjalls, Hólabyrðu. Helgi kirkjunnar fer ekki framhjá nein- um, segir Stefán Friðbjarnarson, sem leggur leið sína heim til Hóla. í HUGVEKJU síðasta sunnu- dags var lítillega fjallað um torf- kirkjur fyrri tíðar, en nokkrar þeirra hafa varðveizt fram á okk- ar daga. Að þessu sinni beinum við athygli okkar að kirkju, sem er úr bjargi gerð, fógrum og sagnfræðilegum dýrgrip, dóm- kirkjunni að Hólum í Hjaltadal. Sú dómkirkja, sem nú prýðir Hólastað, var vígð 20. nóvember árið 1763. Að Hólum var biskups- setur í tæpar sjö aldir (1106 til 1801). Þar var jafnlengi höfuð- staður Norðurlands. Og á bisk- upsstólunum, Hólum og Skálholti, vóru æðstu fræða- og mennta- stofnanir þjóðarinnar öldum sam- an. Kirkjur vóru í flestum íslenzk- um byggðum um miðja 11. öld, það er þegar í biskupstíð ísleifs Giss- urarsonar. Um það leyti byggði Oxi Hjaltason veglega trékirkju að Hóium og lagði til hennar mikil auðæfi, segir í Jóns sögu helga. Sú kirkja brann. í hennar stað var byggð Hólakirkja hin önnur, er stóð fram á daga Jóns Ogmunds- sonar, fyrsta Hólabiskupsins, sem vígður var 1106. Hann lét reisa kirkju snemma á biskupstíð sinni, er var fyrsta dómkirkjan á Hólum. Alls hafa staðið fimm dómkirkjur þar, þrjár byggðar í kaþólskum sið en tvær í lúterskum. Þar sátu 36 biskupar, 23 í kaþólskum sið og 13 í lúterskum. í kaþólskum sið ber hæst nöfn biskupanna Jóns Ögmundssonar (1106-1121), sem varð dýrlingur Norðlendinga, Guðmundar góða Arasonar (1203-1237), sem talinn var sannhelgur maður þegar í lif- anda lífí, og skörungsins og þjóð- hetjunnar Jóns Arasonar (1524-1550). í lúterskum sið rís hæst nafn Guðbrandar Þorláks- sonar (1571-1627). Hann var mik- ill lærdóms- og vísindamaður. Gaf út heilaga ritningu á móðurmálinu (Guðbrandar-biblíu). Það þrek- virki er talið eiga hvað drýgstan þátt í því að íslenzk tunga hefur varðveizt lítið breytt fram á okkar daga. - Hólar eru nú aðsetur ann- ars af tveimur vígslubiskupum okkar og fræðasetur, tengt búvís- indum og fiskeldi. Víkur þá sögunni að Gísla bisk- upi Magnússyni, sem varð skóla- meistari í Skálholti 1737 og bisk- up á Hólum 1755. Hann tók við Hólastóli í nokkurri niðurníðslu en stóð fyrir miklu uppbyggingar- starfi. A hans dögum var reist af steini sú dómkirkja, sem enn stendur að Hólum, ein fárra ald- inna bygginga, sem við höfum af að státa. Gísli biskup Magnússon og Magnús amtmaður Gísiason fóru fyrir Norðlendingum um bygg- ingu hinnar nýju dómkirkju og knúðu konungsvaldið til stuðnings við hana. I fyrstu stóð til að nota timbur í kirkjubygginguna en nið- urstaðan varð önnur. I heimildar- riti um Hóladómkirkju, er Þor- steinn Gunnarsson og Kristján Eldjárn tóku saman (Hólanefnd 1993), er vitnað til skriflegrar um- sagnar Magnúsar amtmanns, þar sem hann leggur til að byggð verði steinkirkja. Hann staðhæfði að það yrði bæði ódýrari kostur og ekki jafn viðhaldsfrekur. En fleira kom til. Orðrétt sagði þessi löngu gengni heiðursmaður: „Náttúran hefur gætt Hólastað fegurra og endingarbetra bygg- ingarefni en unnt er að panta frá öðrum löndum. Nefnilega hinn yf- irmáta fagra rauða sandstein sem þar finnst gnótt af í næsta ná- grenni og múr sá er uppbyggður af sem staðið hefur kringum kirkjuna árum saman. Það virðist ósannlegt að fyrirmuna kirkjunni að verða uppbyggð á þennan máta sem Herrann sjálfur sýnist hafa ætlast til.“ Dómkirkjan á Hólum, reist úr rauðum sandsteini fjallsins, er ómetanlegur dýrgripur, bæði byggingin sjálf og búnaður henn- ar allur. Danskur arkitekt, dansk- ir iðnaðarmenn og danskur fjár- stuðningur komu til sögunnar, sem skylt er að muna og þakka. Islenzkir fagmenn og listamenn lögðu og sitt til, ekki sízt í síðari tíma endurbótum og viðhaldi. En á engan er hallað þótt staðhæft sé að Gísli biskup Magnússon hafi átt drýgstan þátt í tilurð þessarar fjallkirkju heima að Hólum. Þjóð- in stendur í þakkarskuld við alla þá, sem að þessari byggingu komu, fyrr og síðar. Dómkirkja, gerð úr rauðgrýti Hólabyrðu, prýdd fomum og list- rænum búnaði, vafin þúsund ára kirkjusögu þjóðarinnar, laðar til sín erlenda sem innlenda ferða- menn. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því að ganga í og dvelja í Hóladómkirkju, sem gegndi öldum saman forystuhlut- verki í kristnihaldi og menntun þjóðarinnar. Helgi hennar fer ekki framhjá neinum. Jafnvel í þögn hennar má heyra eilíft fyrir- heit hans sem er ljós heimsins: Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar. Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni er ég mitt á meðal þeirra. Vonandi ber þjóðin gæfu til að varðveita vel og af trúmennsku hornsteina giftu sinnar og sögu, Hóla og Skálholt, og bakland þessara biskups- og menningar- setra, boðskap friðar og kærleika. í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fólk í fyrirrúmi FÓLK í fyrirrúmi hefur verið slagorð Framsókn- arflokksins af og til á fjög- urra ára fresti. Framsókn- arflokkurinn á að vera í bestu aðstöðu til að fá fram leiðréttingar á kjör- um aldraðra og öryrkja. Nú er hann svo upptekinn við að keyra í gegn virkjun í Fljótsdal og byggingu ál- vers á Reyðarfirði vegna þess að eyðibyggðastefna þess flokks sem hefur kennt sig við byggðamál er með allt niður um sig í byggðamálum. Hætta er á því þótt virkjun og álver komi haldi áfram að streyma fólk af lands- byggðinni til höfuðborgar- innar. Nú á Framsóknarflokk- urinn að fá Byggðastofnun undir umsjá iðnaðarráð- herra, en nú er svo komið að félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, treystir sér ekki til að setjast í stól formanns Byggðastofnun- ar. Á meðan karpað er um þessi mál á Alþingi, gleymist fólk i fyrirrúmi, aldraðir og öryi-kjar. Kannski fara þeir að muna eftir þessum hópi í þjóðfé- laginu. Hann er líka kjós- endur. Allt þetta mál um virkjanir og álver er orðið hálfgerð leiksýning. Það er kominn timi til að láta tjaldið falla. Gunnar G. Bjartmai-sson. Um Grensáskirkju ÉG get ekki lengur setið á mér og langar að benda á hluti sem mér finnst ekki sæmandi fyrir sóknar- kirkju. Þegar ég fermdist fyr- ir rúmum þremur árum áttum við fermingar- systkinin að fá að ferm- ast í nýju kirkjunni. Hún var ekki tilbúin, við fermdumst því í safnað- arheimilinu og í sárabæt- ur átti okkur að vera boð- ið sérstaklega í nýju kirkjuna. Mér hefur ekki enn verið boðið. Sunnudaginn 28. nóv- ember sáu litlu systkini mín í Stundinni okkar kynnta bókina Framtíðar- landið. I bókinni eru sög- ur sem á að lesa, eina á dag, frá 1. desember til 6. janúar. Þessa bók áttu öll börn á aldrinum tveggja til tíu ára að fá senda heim frá kirkjunni sinni. Litlu systkini mín biðu spennt eftir bókinni en þegar kominn var 3. des- ember og engin bók kom- in var hringt í biskups- embættið. Þar kom í ljós að Grensáskirkjusókn, ásamt örfáum öðrum sóknum á iandinu, var ekki með í þessari gjöf. Ef við hefðum ekki séð bók- ina í barnatímanum hefði hún farið framhjá okkur og fór hún trúlega fram- hjá mörgum heimilum í sókninni. Við þurftum því að kaupa bókina til þess að þessi kristilegi jólaboð- skapur komi líka inn á okkar heimili þó að Grens- áskirkju sé ekki í mun að börnin fái þessa lesningu fyrir svefninn. Að lokum vil ég minnast á frábæra tónleika sem barnakór Grensáskirkju hélt í Langholtskirkju 19. nóvember sl. undir stjóm Margrétar Pálmadóttur í tilefni 10 ára afmælis kórsins. Ég vona að safn- aðarnefnd Grensáskirkju sjái til þess að það verði framhald á þessu upp- byggilega barnastarfi. Sóknarbarn. SKAK llm.sjon Margeir I'étursson STAÐAN kom upp á Evrópu- meistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu. Joe Gallagher (2520), Sviss, hafði hvítt og átti leik gegn Constantin Io- nescu (2430), Rúmeníu. 34. Hxf6! - Kxf6 35. Dh6 - Dc7 og svartur gafst upp. íslendingar sendu ekki lið á mótið fremur en venju- lega. Skáksambandið hér hefur lagt áherslu á þátt- töku í ólympíuskákmótun- um. Hvítur leikur og vinnur. COSPER Eins gott að við bönnuðum Magga að horfa á þetta. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur tekið tölvu- tæknina í sína þjónustu og líkar vel að geta borgað reikninga á Net- inu og losnað þar með við biðraðir í bönkum og sparisjóðum. Um síð- ustu helgi var eindagi á einum reikningi Víkverja og rauk hann því til og greiddi reikninginn sunnudag- inn 5. desember, sem var eindagi. En þegar greiðsluseðillinn kom á tölvuskjáinn var búið að bæta 400 króna vanskilagjaldi og um 380 króna dráttarvöxtum við reiknings- upphæðina þrátt fyrir að á greiðslu- seðilinn væri ritað að slíkir dráttar- vextir og vanskilagjöld yrðu ekki innheimt nema greitt væri eftir eindaga. Ekki verður um það deilt að Vík- verji greiddi á eindaga en ekki eftir hann, þannig að honum fmnst ekki rétt að greiða þessar tæplega 800 krónur aukalega. Hjá SPRON, sem sér um innheimtu á umræddum reikningi var ástæða þessa sögð sú að hjá Reiknistofu bankanna væri greiðslan keyrð inn í kerfið á mánu- dagskvöldi og þá væri komið fram yfir eindaga. Mikið rétt, en varla getur það talist vandamál Víkverja. Er það ekki vandamál bankans eða sparisjóðsins? Fyrst bankar og sparisjóðir bjóða fólki uppá þá þjónustu að greiða reikninga á Netinu verða þeir, og/eða Reiknistofa bankanna, að laga sig að þessu breyttu að- stæðum. Annars eru þeir í raun komnir framúr sjálfum sér í tækn- inni. GAMALL enskur blaðamaður, kunningi Víkverja, komst lífs úr flugslysinu í Múnchen 1958, þeg- ar nokkrir leikmanna knattspyrnu- félagsins Manchester United létust. Hann slasaðist mjög illa, lá lengi á sjúkrahúsi í borginni og gantaðist stundum með það að eftir sjúkra- húsvistina hefði hann líklega að minnsta kosti verið orðinn hálfur Þjóðveiji - honum hefði verið gefið svo mikið þýskt blóð! Ekki var sér- lega gott á milli Englendinga og Þjóðverja á árunum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, en hann fúls- aði ekki við þýska blóðinu. Það bjargaði lífi hans. Víkveija datt þetta í hug þegar hann las grein um starfsemi Blóð- bankans og viðtal við Svein Guð- mundsson bankastjóra hér í blaðinu fyrir viku. Ljóst er að Blóðbankinn er ein nauðsynlegasta stofnun landsins, og þau ummæli Sveins at- hyglisverð, að mati Víkverja, hvem- ig hugsunarháttur þai'f að breytast í þjóðfélaginu gagnvart honum og raunar ýmsu öðru í heilbrigðiskerf- inu. Hann telur að viðhorfsbreyt- ingu þurfi; að fólk hætti að hugsa um að alltaf sé verið að eyða pen- ingum heldur sé verið að kaupa verðmæti. Hann kveðst telja eina ástæðu rekstrarvanda spítalanna þá að yfir- völd vilji ekki horfast í augu við það hvað þjónustan kostar í raun og veru. Síðan segir í greininni: Sveinn viðurkennir að margt í heil- brigðisþjónustunni sé erfitt að verð- leggja. „Hlutabréf fyi'irtækja hækka og lækka af ýmsum ástæð- um, en ég spyr sem svo: hvers virði er það fyrir þjóðfélagið ef við lækn- um mikið sjúkt bam á vökudeild? Eða ef bami með geðræna erfið- leika á unglingsárum er hjálpað til manns; hvað er það mikils virði? Hve mikið hækka „hlutabréf' Landspítalans? Er fólk reiðubúið að meta framleiðnina í heilbrigðisþjón- ustunni?" Sveinn segir að öll fyrirtæki þurfi að veija fé í markaðsstarf og þar sé Blóðbankinn engin undantekning. „Mjög öflugt kynningarstarf þarf til að ná til fólks, kynning kostar pen- inga og þess vegna á það að vera jafn sjálfsagt að við birtum opnu- auglýsingar í Morgunblaðinu eða fömm í stórar sjónvarpsherferðir viku eftir viku og FBA. Það á að vera jafn sjálfsagt að Blóðbanki auglýsi til að laða að viðskiptavini og að ríkisrekinn banki - eins og FBA var þá - geri það, til að skapa sér ímynd,“ segir hann. Sveinn segir í viðtalinu að því sé spáð að strax á næsta ári verði framboð á blóði í Bandaríkjunum minna en eftirspumin, og það er auðvitað uggvænleg þróun. Tíminn nú rétt fyrir jólin er einn þeirra sem Sveinn bankastjóri nefndi, þegar dregur úr því að fólk gefi blóð. Margt annað glepur og fólk er á fullu við að undirbúa jólin. Víkverji vill því hvetja sem flesta til að heimsækja Blóðbankann, þiggja kaffi og kex og gefa blóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.