Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kjarval: Fyrstu tunglfararnir, e. 1960, olía, brons, 144x206 sm. Kjarval: Drengur með saltfisk, 1936, vantslitur, túsk, 34x45 sm.
LÍFS-
HLAUP
MYNDLIST
Listasaln Kópa vo« s —
Gerðarsafn
MYNDVERK
EINKASAFN ÞORVALD-
AR GUÐMUNDSSONAR
OG INGIBJARGAR GUÐ-
MUNDSDÓTTUR
SÝNINGARSTJÓRAR:
GUÐBERGURBERGSSON
RITHÖFUNDUR OG GUÐ-
BJÖRG KRISTJÁNS-
DÓTTIR SAFNSTJÓRI.
Opið alla daga frá 12-18. Lokað
mánudaga. Til 30. janúar. Aðgang-
ur 200 krónur.
ÞAD má vera borðleggjandi, að
mörgum mun hnykkja við sem leggja
leið sína í Listasafn Kópavogs á
næstunni og út janúarmánuð. Ein-
faldlega vegna þess, að þótt flestir
sem fylgjast með myndlist hafi vitað
af hinu mikla myndverkasafni at-
hafnamannsins Þorvaldar Guð-
mundssonar, sem lengstum var
kenndur við Sfld og fisk, og eiginkonu
hans Ingibjargar Guðmundsdóttur,
er það stórum merkara en menn
hugðu. Að vísu bauð Þorvaldur til
sjónveislu árið 1985, á aldarafmæli
Kjarvals, haldinnar í húsakynnum
fyrirtækisins í Dalshrauni, eða Gall-
eríi Háholti, eins og hann nefndi efri
hæð þess, og var Lífshlaup Kjarvals
þá perlan í túrbananum að segja má.
En í það sinnið var annað og einslit-
ara að virða þau fyrir sér í hinu mikla
opna rými, en sveigjanlegum og sér-
hönnuðum húsakynnum Listasafns
Kópavogs, sem gefur ólíkt meiri
möguleika á óvæntum lifunum. Að
auk hefur nú verið gengið mun skipu-
legar til verks, enda fagmenn að
verki, sem auðsjánlega hafa lagt
mikia vinnu í val verka og uppsetn-
ingu sýningarinnar. Og þótt margur
verði yfir sig hlessa á öllum þeim
mögnuðu skiliríum og teikningum
sem þeir bera augun, er þetta ein-
ungis hluti safnsins. Hér skipar Lífs-
hlaupið sérstakan sess, sem eins kon-
ar innsetning í rými kjallarahæðar og
þar er öllu meira af andrúmi vinnust-
ofu Kjarvals þó í hnotskum sé en var
í Háhól, jafnframt hefur aldrei verið
eins magnað líf á hæðinni. Gefur
augaleið hve mikilvæg nálgun og andi
listamanna er í nágrenni sköpunar-
verka þeirra. Jafnframt hefur nafn-
giftin tvöfalda merkingu því hér er
einnig að hluta til varpað Ijósi á lífs-
hlaup Þorvaldar og Ingibjargar. Eins
og skrifað stendur, „er sýningin hald-
in með hliðsjón af lífi þeirra hjóna,
hinu andlega h'fi frekar en athafnalífi,
eins og það birtist í listaverkakaup-
um þeirra og lítill gaumur hefur verið
gefinn hingað til. Saman eignuðust
þau Ingibjörg og Þorvaldur með ár-
unum stærsta listaverkasafn í einka-
eign hér á landi. Þar á meðal eru tvö
hundruð verk eftir Kjarval og er
Lífshlaupið án efa dýrmætast þeirra.
Það eru þrír veggir úr vinnustofu
meistarans í Austurstræti með
myndum úr lífsins ólgusjó, atvinnu-
lífí, sveita- og borgarhfi. Þorvaldur
festi kaup á þessu verki þegar
Reykjavíkurborg sá sér ekki fært að
kaupa það.“
Ekki veit ég alveg
hvemig ber að skilja
þann framslátt, að
þessu mikla safni hafi
verið lítill gaumur gef-
inn til þessa, hluta
safnsins hafa til að
mynda þúsundir
manna fengið tækifæri
til að dást að í Hótel
Holti á Bergstaða-
stræti um langt árabil.
Ekki síst útlendingar,
enda mun hliðstæðu
um magn og gæði vart
að finna í heiminum.
En auðveldlega má
renna stoðum að því,
að íslendingum var
lengstum jafn ósýnt
um að markaðssetja
efnisleg sem andleg
verðmæti er þeir
höfðu beint iyrir fram-
an nefið á sér. Verð-
mæti fisksins hafa þeir
loksins uppgötvað að
hluta, að hann er ekki
slor og hvunndags-
fæða heldur ígildi
beinharðra eðalsteina,
en hins vegar er akur-
inn að mestu óplægður
hvað andlega sviðið og
hstina snertir, þá hafa
þeir ekki enn og langt-
ífrá lært að hugsa
hnattlægt, þar sem er sjálft rýmið og
lífsloftið allt um kring. En sé átt við,
að söfnin hafi ekki til þessa haft
áhuga á að gera safninu skil mun það
að sjálfsögðu rétt. Sé það lóðið, er
þessi sýning gríðarlegur uppsláttur
fyrir Listasafn Kópavogs, því hrif-
meiri sýning hefur fram að þessu
ekki ratað inn í húsið og mega það
vera mikil býsn ef sýningin slær ekki
öll aðsóknarmet á þeim bæ. Og það
mun alveg rétt að hér er um að ræða
stærsta einkasafn sem sett hefur ver-
ið saman á Islandi.
Það eru ekki einungis mikilsháttar
verk eftir Kjarval sem getur að líta á
þessari samantekt, en hann mátu þau
Þorvaldur og Ingibjörg allra málara
mest, heldur einnig heila röð eldri og
þjóðkunnra málara. Svo mikið er af
úrvalsverkum að augu manna standa
á stilkum og viðhorf margra til ís-
Gísli Jónsson: Reykjavíkurhöfn, olía (ártal ókunnugt) 40x80 sm.
lenzkrar myndlistar hlýtur að taka
nokkrum umskiptum við skoðun sýn-
ingarinnar. Þar eru ennfremur perl-
ur eftir þá sem eru öllu minna í sviðs-
ljósinu eins og Eyjólf J. Eyfells og
Gísla Jónsson. Hjónin mátu óhlut-
læga list mun síður og voru þannig
böm aldarfarsins og jafnframt speg-
ilmynd menntakerfis sem skildi ekki
þýðingu sjónmennta með öllum þeim
afleiðingum sem það hafði í för með
sér. Eðlilega er því minna af óhlut-
lægri list og sá hluti virðist brotnari,
næmi til aðfanga tilviljunarkenndara.
Það er mikil saga að baki verkanna á
sýningunni, og sú helst að íslenzkir
málarar sóttu sér sjálfstæði í lands-
lagið og nánasta umhverií, þau segja
okkur einnig að landslag verður
aldrei úrelt í myndlistinni frekar en
maðurinn. Ekkert myndefni úreldist
í sjálfu sér, heldur einungis stflbrögð
frfF'':
Gunnlaugur Blöndal: Spönsk hefðarmær, 1964, olía, 83x68 sm. ar:
og tímaleg ástríða
markleysunnar, og
væri vel ef sýningin
yrði til að menn gaum-
gæfðu þau sannindi,
einkum yngri kyn-
slóðir, hér skal ekki
leitað langt yfir
skammt. Sýningin er
líkust hólmgöngu-
áskorun um að mynd-
list megi aldrei verða
erlent riki á íslandi,
heldur jafnan sækja
safa og vaxtarmögn til
landsins í öllum skiln-
ingi, jafnt hlutlægum
sem óhlutlægum.
Vegleg bók hefur
verið gefin út í sam-
bandi við sýninguna,
sem segir frá safninu í
heild sinni og tilorðn-
ingu þess. I bókinni
eru greinar eftir Gylfa
Þ. Gíslason, sem fjall-
ar um þau hjón Þor-
vald og Ingibjörgu.
Guðbergur Bergsson
rýnir í safn þeirra og
segir jafnframt af
Hótel Holti. Guðbjörg
Kristinsdóttir tók við-
tal við böm Þorvald-
Geirlaugu, Skúla
og Katrínu. Gylfi
Gröndal skrifar um hæfileikahjónin.
Af þessum ritgerðum er hlutur
Guðbergs lengstur og ítarlegastur,
og les hann í verkin af mikilli íþrótt
og ekki skortir stílsnilldina. En við-
horf rithöfunda til hlutanna er ekki
alveg hið sama og málara, nokkuð
annað að munda skriffæri en pensla,
og ekki víst að allir séu honum hér
sammála, en það væri efni í nýja
grein að velta sér upp úr því.
Meginveigurinn er að tekist hefiu-
að setja saman afar sterka sýningu í
Listasafni Kópavogs, sem ber höfuð
og herðar yfir alla fyrri framnínga á
þessum stað. Tel hana sýningu ársins
á höfuðborgarsvæðinu, og ber að
þakka framtakið með miklum virkt-
um, jafnframt öllum sem lögðu hér
hönd að.
Bragi Ásgeirsson
Tveir kórar
í Grensás-
kirkju
KARLAKÓR Kjalnesinga og
Landsvirkjunarkórinn halda
aðventutónleika í Grensás-
kirkju, þriðjudaginn 14. desem-
ber kl. 20:30. Þuríður G. Sig-
urðardóttir sópran syngur
einsöng.
Hljóðfæraleik annast Kol-
brán Sæmundsdóttir á píanó og
Guðni Þorsteinsson á haimon-
ikku.
Stjórnandi kóranna er Páll
Helgason.
Gospelsystur
í Lista-
klúbbnum
GOSPELSYSTUR, kór 120
kvenna, flytur jóladagskrá í
Listaklúbbnum annað kvöld,
mánudagskvöld kl. 20.30 og
efnt verður til almenns söngs
og Hanna Eiríksdóttir les jóla-
sögu Kórinn er nýkominn heim
úr tónleikaferð til Kölnar þar
sem hann söng á aðventutón-
leikum í boði Rínarsöngsveitar-
innar. Kórstjóri er Margrét
Pálmadóttir.
Múlakvöld
á Sóloni
Islandusi
„FJÚSJÓN“-HLJÓMSVEIT
íeikur á Múlakvöldi á Sóloni
íslandusi í kvöld, sunnudags-
kvöld, kl. 21.
Hljómsveitin er skipuð þeim
Jóhanni Ásmundssyni bassa-
leikara, Eyþóri Gunnarssyni
píanóleikara, Jóel Pálssyni
saxófónleikara og Jóhanni
Hjörleifssyni trommuleikara.