Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 B 3
KNATTSPYRNA
Guðni fékk
mikið hrós
Hann og Eiður skoruðu báðir fyrir Bolton
GUÐNI Bergsson fékk í gær mikið hrós fyrir frammistöðu sína í sig-
urleik Bolton gegn Blackburn á laugardaginn en hann og Eiður
Smári Guðjohnsen skoruðu sitt markið hvor í sannfærandi 3:1 sigri í
nágrannaslagnum í 1. deild ensku knattspymunnar.
Samkvæmt Bolton Evening News átti Guðni stórleik í vörn liðs-
ins. „Það verður gífurlegur missir þegar hann fer heim til Islands í
vor til starfa sem lögfræðingur," sagði í grein blaðsins um leikinn.
Guðni jafnaði metin á 18. mínútu með hörkuskalla eftir undirbún-
ing Dananna Johansens og Jensens. Tveimur mínútum áður hafði
Nathan Blake, fyrrverandi leikmaður Bolton, komið Blackbum yfir.
Síðan var komið að Eiði Smára. Á 39. mínútu lagði hann upp
mark fyrir Johansen á laglegan hátt, og á 69. mínútu skoraði síðan
Eiður þriðja markið með hörkuskoti eftir skemmtilegt spil við Dean
Holdsworth. Þetta var 14. mark Eiðs Smára fyrir Bolton á túnabil-
inu.
„Við lékum mjög vel á löngum köflum. Þegar við spilum svona
sigmm við hvaða lið sem er í þessari deild. Nú em loksins allir heilir
og mikil barátta um stöður í liðinu og það skilar sér,“ sagði Sam All-
ardyce, knattspymustjóri Bolton. Lið hans er í 12. sæti deildarinnar
en á tvo leiki til góða á Wolves sem er í sjötta sætinu, sjö stigum of-
ar. Bolton getur því enn blandað sér í baráttuna um að komast í úr-
slitakeppnina um úrvalsdeildarsæti í vor.
ísland enn í
brennidepli
enskra fjöl-
miðla
UMFJÖLLUN um íslenska knattspyrnumenn heldur áfram í ensk-
um fjölmiðlum. Sunday Times fjallaði um helgina ítarlega um Her-
mann Hreiðarsson og stuttan en sérstæðan feril hans í ensku
knattspyrnunni, og ennfremur er í blaðinu mikii úttekt á norræn-
um leikmönnum í Englandi þar sem íslendingar koma mikið við
sögu.
Hermann er miðpunkturinn í um-
fjöllun blaðsins um Egil
„Drillo“ Olsen, knattspyrnustjóra
Wimbledon, og leikaðferð hans. Ols-
en segir þar að leikmenn frá Noregi
og íslandi henti sér best, þeir standi
næst sinni hugmyndafræði um ein-
falda og árangursríka knattspymu.
Ferill Hermanns á íslandi og í
Morgunblaðið/Kristján
Hermann Hreiðarsson í leik með Wimbledon á Englandi.
Englandi er rakinn og rætt við hann
um reynslu hans af því að leika í öll-
um fjórum deildunum í Englandi á
aðeins tveimur árum og ástæður
þess að hann fór til Brentford á sín-
um tíma. Frammistaða íslenska
landsliðsins undanfarin misseri er
fléttuð inn í greinina.Hermann segir
meðal annars um dvöl sína hjá
Brentford: „Það var góð reynsla og
ég tók miklum framförum þar. Álag-
ið var ekki það sama og í úrvalsdeild-
inni. Ég gat einbeitt mér betur að
boltameðferðinni og spili. Ég hafði
alltaf fulla trú á sjálfum mér og var
viss um að fyrr eða síðar yrði ég
keyptur af úrvalsdeildarliði," segir
Hermann í viðtali við blaðið.
í annarri grein í sama blaði er
fjallað um hinn mikla fjölda Norður-
landabúa sem hefur streymt til
ensku liðanna að undanfömu. Sagt
er að fulltrúar 30 enskra félaga hafi
verið á La Manga á dögunum til að
fylgjast með leikjum Norðurlanda-
mótsins, og erindi þeirra allra hefði
verið að leita að ungum og efnilegum
norrænum leikmönnum. Nú eru 88
leikmenn frá Norðurlöndum samn-
ingsbundnir enskum félögum og þar
af eru 22 Islendingar. Sunday Times
segir að þar sé á ferð mesta sprengj-
an og vitnað er í Ólaf Garðarsson
umboðsmann sem segir að íslenskir
leikmenn hafi rétta hugarfarið og
líkamlega burði til að spjara sig í
ensku knattspyrnunni.
Þurfum
betri sókn-
armenn
GUÐJÓN Þórðarson, knatt-
spyrnusljóri Stoke City,
segir að lið sitt vanti tilfinn-
anlega sóknarmenn fyrir
lokaslaginn í ensku 2. deild-
inni. Eftír skell gegn Gill-
ingham, 3:0, á laugardag-
inn sagði Guðjón við
staðarblaðið The Sentinel
að hann þyrftí einn og jafn-
vel tvo sóknarmenn.
„Það er ekkert að gerast
hjá okkur í vítateig mót-
herjanna. Sóknarmennimir
fá nóg af sendingum, en þá
skortír sjálfstraust eða
hæfíleika, jafnvel hvort
tveggja. Ég varð fyrir mikl-
um vonbrigðum með liðið í
leiknum gegn Gillingham.
Við fáum ekki betri færi en
þau sem okkur buðust á
upphafskafla leiksins en
þau voru ekki nýtt,“ sagði
Guðjón við blaðið. Stoke
sækir Luton heim í 2. deild-
inni í kvöld en þeim leik var
frestað fyrir jólin. Guðjón
gaf því sínum mönnum ekk-
ert frí eftír tapið í Gilling-
ham og boðaði þá á aukaæf-
ingu á sunnudaginn.
Landsleik-
ur í mið-
nætursól?
ÚTLIT er fyrir að landsleikur;
kvennaliða Noregs og Bandaríkj-
anna, sem fyrirhugaður er í Tromsö'
27. júlí í sumar, verði leikinn um mið-
nætti að staðartíma í Noregi. Mið-
nætursólin er á lofti í Norður-Noregi
um þetta leyti og Bandaríkjamenn,
sem sýna leikinn beint í sjónvarpi,
eru spenntir fyrir því að hann sé spil-
aður við þessar einstöku aðstæður.
Ef þeir fá sínu framgengt verður
flautað til leiks kl. 23 um kvöldið.
Bandaríkin og Noregur mættust í
vináttulandsleik á Flórída á sunnu-
daginn og þar sigruðu norsku stúlk-
umar, 3:2. Dagny Mellgren skoraði
sigurmarkið með stórglæsilegu skoti
á lokasekúndum leiksins.
Schröder gagnrýn-
ir launagreiðslur
GERHARD Schröder kanzlari Þýskalands er mikill áhugamaður
um knattspyrnu, ef marka má viðtal við hann í knattspyrnutíma-
ritinu Kicker. Hann segir að greiðslur þær sem félög eru farin að
inna af hendi fyrir leikmenn vegna félagaskipta séu komin úr öll-
um böndum.
Schröder segist sjálfur hafa
leikið knattspyrnu með TS
Tulle í
5. deild og þeir verið með ágætis
lið á þeim tíma. Hann lék þá í
framlínu og segist hafa verið eini
atvinnumaður liðsins. Þegar blaða-
maður spyr nánar um „atvinnu-
mannaferil" kanslarans segir
Schröder að hann hafi stundað
nám við háskólanum í Göttingen
og félagið greitt lestarmiða fyrir
hann á æfingar. Hann viðurkennir
að uppáhaldslið sitt hafi alltaf ver-
ið Borussia Dortmund og það
breytist ekki þó maður verði
kanzlari Þýskalands. Hann segist
jafnframt halda mest uppá Otto
Rehagel sem þjálfara og finnst
hann mjög skemmtileg persóna
sem alltaf sé gaman að hlusta á.
Það skiptir engu
þó hann hafi stutt andstæðinga
jafnaðarmanna í kosningunum, öll-
um verða á mistök, segir kanslar-
inn. Schröder segir að nú sé sá
tímapunktur fyrir knattspyrnuna
að setjast niður og komast að ein-
hverri vitrænni niðurstöðu með fé-
lagaskiptagjald. „Ég óttast að ann-
ars á einhverjum tímapunkti verði
sprenging sem muni skaða félögin
um langa framtíð. Hann segir jafn-
framt að ríku félögin séu farin að
stjóma alltof miklu og svokallað
þáttasjónvarp þar sem greitt er
fyrir áhorf sé ekki gott fyrir
íþróttirnar, margir sem vilja horfa
hafa ekki efni á slíku og
fyrir hvern er þá íþróttin?" spyr
kanzlarinn. Hann er þá spurður
um Uli Höness sem einmitt krefst
meiri peninga frá sjónvarpsstöðv-
unum og ekki stendur á svari
stjórnmálamannsins. „Uli Höness
er ekki rétti maðurinn til að tjá sig
um þessi mál. Það má vel vera að
hann hafi gert góða hluti við mark-
aðssetningu á Bayern en hann
þénar í dag mest á hlutabréfa-
kaupum og -sölum og það eina sem
þeir hugsa um í dag er að græða
meira. Þeir hafa ekki lengur fram-
tíð knattspyrnunnar í huga heldur
peningagróða fyrir sig og sitt fé-
lag, og það er það hættulega sem
félögin standa frammi fyrir, hinir
ríku eru að verða ríkari en fátæku
fátækari.“
Firmakeppni
Fram í fótbolta
Laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. febrúar
næstkomandi fer fram firmakeppni Fram í fótbolta í
Framhúsinu.
Fjöldi liða verður aðeins 20. Leikið verður í fjórum 5
liða riðlum, fjórir inná í einu og spilað er á handbolta-
mörk. Tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í úrslita-
keppni sem leikin verður fimmtudaginn 27. febrúar.
Þátttökugjald er kr. 20.000,- pr. lið.
Veitt verða mjög vegleg verðlaun.
1. sæti: Flugfarseðill fyrlr fjóra til og frá London
með Samvinnuferðum-Landsýn
2. sæti: Úttekt hjá Bræðrunum Ormsson að
fjárhæð kr. 20.000,-
Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma
533 5600, 863 1602 eða email gusti@fram.is.