Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Útgerðarfélag Akureyringa hf. skilaði 270 milljóna króna
hagnaði af reglulegri starfsemi í fyrra
Veltufé frá rekstri aldrei
verið meira í sögu félagsins
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Úr reikningum ársins 1999 SAMSTÆÐA
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 4.050 3.486 +16%
Rekstrargjöld -3.135 -2.737 +15%
Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 12 -183 -
Skattar -102 -7 +1.357
Afkoma af reglulegri starfsemi 168 2 +8.300
Aðrar tekjur og gjöld -10 249 -
Áhrif dótturfélaga O -1 -
Hagnaður ársins 157 251 ■38%
Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breytlng
Eignir samtals Milljónir króna 8.157 5.695 +43%
Eigið fé 3.053 2.073 +47%
Skuldir 5.104 3.613 +41%
Skuldir og eigið fé samtals 8.157 5.695 +43%
Sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 776 561 +38%
Eiginfjárhlutfail 37,4%
Veltufjárhlutfall 1,27
UTGE RÐARFÉ L AG
Akureyringa hf.
skilaði á liðnu ári
270 milljóna króna
hagnaði af reglulegri starf-
semi fyrir skatta. Að teknu
tilliti til 102 milljóna króna í
reiknaðan tekjuskatt og 10
milljóna króna gjaldfærslu
vegna óreglulegra liða nemur
hagnaðurinn 157 milljónum
króna. Veltufé frá rekstri nam
776 milljónum króna á árinu
sem er mesta fjármunamynd-
un á einu ári í sögu félagsins.
Stjórn félagsins leggur til að
hluthöfum verði greiddur 10%
arður vegna ársins 1999 eða
samtals 98 milljónir króna.
Heildarvelta samstæðunnar
á liðnu ári nam tæpum 5 millj-
örðum króna og jókst um rúm
18% frá árinu áður. Rekstrar-
tekjur, þ.e. heildarvelta að
frádregnum eigin afla til
vinnslu, voru samtals 4.050
milljónir króna samanborið
við 3.486 milljónir króna árið
áður. Hér er um 564 milljóna
króna aukningu að ræða á
milli ára, eða sem svarar til
16,2% af tekjum. í tilkynningu frá ÚA kem-
ur fram að þessi aukning skýrist annars
vegar af auknum aflaheimildum til ráðstöf-
unar á árinu 1999 og því að afurðaverð var
að jafnaði nokkru hærra en árið áður.
Rekstrargjöld námu samtals 3.135 millj-
ónum króna, miðað við 2.737 milljónir króna
árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði nam 915 milljónum króna, eða
sem svarar til 22,6% af rekstrartekjum. Árið
áður var þessi fjárhæð 749 milljónir króna,
eða 21,5% af rekstrartekjum.
Afskriftir jukust um
ÍOO milljónir króna
Afskriftir námu samtals 657 milljónum
króna, samanborið við 556 milljónir króna
árið áður. Afskriftir jukust því um rúmar
100 milljónir króna á milli ára. Meginskýr-
ingin er sú að við sameiningu ÚA og Jökuls
1. september sl. hækkuðu bókfærðar veiði-
heimildir félagsins um 1.300 milljónir króna.
f árslok námu því bókfærðar veiðiheimildir
félagsins tæpum 2,6 milljörðum króna, sem
verða síðan afskrifaðar á 10-12 árum.
Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 12 millj-
ónir króna en voru neikvæðir um 183 millj-
ónir króna árið áður. Munar þar mest um
reiknaða tekjufærslu vegna verðbreytinga
sem er um 112 milljónum króna hærri en ár-
ið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi
móðurfélagsins varð því tæpar 270 milljónir
króna, borið saman við 9 milljónir árið áður.
Þegar tekið hefur verið tillit til reiknaðra
skatta og óreglulegra gjalda er félagið gert
upp með 157 milljóna króna hagnaði, en árið
áður nam hagnaður félagsins 251 milljón
króna þar sem stærsti hlutinn var söluhagn-
aður eigna.
Heildareignir samstæðunnar í árslok 1999
voru bókfærðar á 8.157 milljónir króna.
Skuldir námu hins vegar 5.104 milljónum
króna og var því eigið fé félagsins í árslok
3.053 milljónir króna. Til samanburðar nam
eigið fé í árslok 1998 2.073 milljónum króna
og jókst því um tæpan milljarð króna á milli
ára.
í árslok 1999 var eiginfjárhlutfall sam-
stæðunnar 37,4% og veltufjárhlutfall 1,27.
Ánsgður með
niðurstöðuna
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., seg-
ist vera mjög ánægður með þessa niður-
stöðu enda sé hún í fullu samræmi við
áætlanir félagsins. Hann segir að það sé
sérlega ánægjulegt að veltufé frá rekstri
hafi aukist mjög verulega þriðja árið í röð,
og hann hafi oft bent á þá staðreynd að
veltufé frá rekstri sé mun ár-
eiðanlegri mælikvarði á
rekstrarárangur sjávarútvegs-
fyrirtækja en hagnaður, þar
sem það mæli betur hversu
miklum peningum reksturinn
sé að skila.
„Veltufé frá rekstri félags-
ins nam 274 milljónum króna
árið 1997, 552 milljónum
króna á árinu 1998 og 776
milljónum króna á nýliðnu ári.
Það hefur því nær þrefaldast
á einungis þremur árum sem
segir sína sögu um stigvax-
andi bata í rekstri félagsins.
Nýliðið ár er besta ár í sögu
félagsins frá upphafi hvað það
varðar," segir Guðbrandur.
Hann segir rekstrarhorfur
fyrir yfírstandandi ár vera
góðar. „Við gerum ráð fyrir að
reksturinn haldi áfram að
batna á árinu og að veltufé frá
rekstri aukist enn frekar. Þó
er rétt að hafa í huga að
rekstrarforsendur í íslenskum
sjávarútvegi eru síbreytilegar
og geta breyst til hins verra á
skömmum tíma,“ segir Guð-
brandur.
Hlutabréf hækka um
4,5% í kjölfar tilkynningar
Ekki voru mikil viðskipti með hlutabréf
Útgerðarfélags Akureyringa á Verðbréfa-
þingi Islands í gær. Heildarviðskipti með
bréf félagsins námu 5,2 milljónum króna.
Bréfin hækkuðu um 4,5%, úr 7,80 í 8,15 í
kjölfar afkomutilkynningar félagsins.
Til lengri tíma góð
kaup í fölaginu
Ingólfur Áskelsson, sérfræðingur hjá ís-
lenskum verðbréfum hf., segir að afkoma
ÚA sé ekki alveg í samræmi við spár ís-
lenskra verðbréfa sem spáð hafi um 260
milljóna króna hagnaði, og sú spá hafi verið
nálægt meðaltali annarra sérfræðinga á
markaðnum.
„Það sem helst skekkir spána er hversu
mikla skatta félagið greiðir eða 102 m.kr.,
sem er um 38% hlutfall af hagnaði fyrir
skatta. Talið var að ónýtt skattalegt tap
Jökuls myndi lækka skattabyrðina. Eg tek
undir það að líta beri á veltufé frá rekstri
sem mælikvarða á rekstrarárangur í sjávar-
útvegi og þar er félagið að bæta sig gífur-
lega frá síðasta ári eða alls um 38%.
ÚA-menn eru framsæknir og hafa verið
að auka kvótastöðuna sína með kaupum á
Tap af rekstn
Hólmadrangs hf.
113 milljóni króna
TAP af reglulegri starfsemi
Hólmadrangs hf. nam 76 milljón-
um króna á árinu 1999, samanbor-
ið við 225 milljónir árið áður. Eftir
að tekið hefur verið tillit til taps
vegna óreglulegra liða upp á 37
milljónir króna er félagið gert upp
með 113 milljóna króna tapi. Til
samanburðar var tap ársins á und-
an 61 milljón króna.
Heildarvelta Hólmadrangs hf. á
liðnu ári nam 900 milljónum króna
og minnkaði um 100 milljónir
króna frá árinu áður. Rekstrar-
tekjur, þ.e. heildarvelta að frá-
dregnum eigin afla til vinnslu,
voru samtals 754 milljónir króna
en voru 720 milljónir króna árið
áður. Hér er um aukningu að ræða
upp á 34 milljónir króna á milli
ára, eða sem svarar til 4,7% af
tekjum. Rekstrargjöld námu sam-
tals 656 milljónum króna, miðað
við 677 milljónir króna árið áður
og lækkuðu um 21 milljón króna á
milli ára.
Hagnaður af rekstri félagsins
fyrir afskriftir og fjármagnsliði
nam 99 milljónum króna, eða sem
svarar til 13,1% af rekstrartekj-
um. Árið áður var þessi fjárhæð 43
milljónir króna, eða 6% af rekstr-
artelqum. Afskriftir námu sam-
tals 123 milljónum króna, saman-
borið við 116 milljónir króna árið
áður. Fjármagnsgjöld umfram
fjármagnstekjur námu samtals 52
milljónum króna á móti 153 mil-
ljónum árið áður og má m.a. rekja
lækkunina til þess að tekjufærsla
vegna verðbreytinga hækkaði um
64 milljónir króna á milli ára.
Heildareignir félagsins í árslok
1999 voru bókfærðar á 1.086 millj-
ónir króna. Skuldir námu hins
vegar 1.236 milljónum króna og
var því eigið fé félagsins í árslok
neikvætt um 150 milljónir króna.
Hólmadrangur hf. Úr reikningum ársins1999
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármagnsliðir 754 -656 -52 720 -677 -153 +5% -3%
Afkoma af reglul. starfs. f. skatta Aðrar tekjur og gjöld -76 -37 -225 164 -
Hagnaður ársins -113 -61 -Bt)7o
Efnahagsreikningur 31. des.: 1999 1998 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 1.086 1.378 +43%
Eigið fé -150 -69 +47%
Skuldir 1.236 1.446 +41%
Skuldir og eigið fé samtals 1.086 1.378 +43%
Sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Veltufé frá rekstrí Milljónir króna O -92
Til samanburðar var eigið fé í árs-
lok 1998 neikvætt um 69 milljónir
króna.
Náð að taka
til í rekstrinum
Ingólfur Áskelsson hjá íslensk-
um verðbréfum hf. segir ljóst að
Hólmadrangur sé að bæta rekstur
sinn til muna eins og sjáist best á
að tap af reglulegri starfsemi
minnkar um 149 milljónir milli
ára.
„Félagið hefur náð að taka til í
rekstrinum frá íyrra ári og má
gera ráð fyrir að þeir eigi meira
inni og að sameiningin við ÚA
muni koma báðum félögum til
góða. Félagið er með talsverðar
veiðiheimildir í þorski og eru horf-
urnar bjartar í þorskinum," segir
Ingólfur.
Jökli og nú liggur fyrir sameining við
Hólmadrang. Aætluð velta sameinaðs félags
verður um 6 milljarðar og aflaheimildir
verða um 25 þúsund þorskígildistonn, sem
er með því mesta á landinu. Til lengri tíma
eru góð kaup í félaginu," segir Ingólfur.
Áætlað hafði verið að halda aðalfund Út-
gerðarfélags Akureyringa 18. febrúar næst-
komandi, en honum hefur verið frestað til
loka marsmánaðar vegna þess að ákveðið
hefur verið að leggja fyrir fundinn tillögu að
sameiningu ÚA og Hólmadrangs hf.
Hluthafar Hólmadrangs
fá 7,65% í sameinuðu félagi
Á síðasta fundi stjórna ÚA og Hólma-
drangs var samþykkt að leggja til við hlut-
hafa félaganna að Hólmadrangur verði sam-
einaður ÚA frá og með 1. janúar 2000 og
miðað við að gengi hlutabréfa ÚA sé 7,5 fá
hluthafar Hólmadrangs hf. í hendur hluta-
bréf í ÚA sem svarar til gengisins 3,72 fyrir
sín bréf.
Skiptihlutföll við sameiningu sem byggist
á endurmetnu eigin fé félaganna um nýliðin
áramót yrðu þau að hluthafar ÚA fengju
92,35% og hluthafar Hólmadrangs hf. 7,65%
í hinu sameinaða félagi.
Heildarhlutafé Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf. eftir fyrirhugaða sameiningu nemur
tæplega 1,7 milljarði króna. Hið sameinaða
félag mun hafa yfir að ráða aflaheimildum
sem nema samtals 24.700 tonnum. Þar af er
þorskur 11.666 tonn, karfi rúm 5.026 tonn,
grálúða 1.189 tonn, úthafsrækja 1.327 tonn
og rækja á Flæmingjagrunni 663 tonn.
Að auki á félagið 1,06% aflahlutdeild í
loðnu og leyfi til veiða á norsk-íslenskri sfld.
Irving
og Aalborg
fá lóðir í
Helguvík
• AUSTNESI ehf., umboðsaðila kana-
díska olíufélagsins Irving Oil, hefurverið
úthlutað lóð undir eldsneytisbirgðastöð á
tankasvæðinu í suö-vesturhluta Helguvík-
ur, að því er fram kemur í fundargerö frá
stjórnarfundi í Hafnasamlagi Suðurnesja.
Jafnframt hefur Austnesi ehf. veriö boð-
in lóð við hliö lóðarinnar undir aðra starf-
semi fyrirtækisins. Teikningar skulu liggja
fyrireigi síðaren eftir 6 mánuði ogfram-
kvæmdir hafnar innan 9 mánaöa, að öðr-
um kosti fellur lóðarúthlutunin úrgildi, að
því er fram kemur í fundargerðinni.
Dönsku sementsverksmiðjunni Aalborg
Portland AS hefur einnig verið úthlutað
lóð í Reykjanesbæ. Um er að ræða lóö
um 30 m frá viðlegukanti í Helguvík.
Áformað er að hefja byggingu birgðastöðv-
arfyrirsementíbyrjun apríl.
Bæði fyrirtækin hafa áður sótt um lóöir
í Kópavogshöfn en fengið synjun.
NIÐUR^
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA
• Viðskipti á VÞÍ námu 1.494,5
milljónum króna í seinustu viku. Viðskipti
voru með hlutabréf í 52 félögum og
hækkuöu 28 félög í veröi en 15 lækkuðu.
(þús- kr.j kUktic.
Loðnuvinnslan 2,00/1,50 200 1 33,3%
Skýrrhf. 17,85/15,35 82.351 83 16,3%
Tæknivai hf. 14,50/12,50 26.734 19 16,0%
Opinkerfi 169/150 88.426 62-11,2%
Nýherjl hf. 18,00/16,90 35.762 43 -6,1%
Hraðfrystist. Þórsh. 3,15/3,00 1.800 2 -4,8%
^UPP NIÐUR'V'
GENGI GJALDMIÐLA
01.02.2000 08.02.2000 +/-%
Sænsk króna 8,346 8,565 2,62
Dönsk króna 9,626 9,743 1,22
Norsk króna 8,882 8,99 1,22
NIÐUR^P
Japanskt jen 0,6886 0,6782 -2,29
Sterlingspund 119,28 117,81 -1,23