Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 4
S 3 ooœ jiAúaa:^ .01 auoAauTMMH 4 C FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 VIÐSKIPTI GIGAJfr/lIOflOM MORGUNBLAÐIÐ Endurskoðunarfyrirtækin KPMG og Ernst & Young á íslandi sameinast Stefnt að fjölbreyttari og markviss- ari þjónustu ENDURSKOÐUNAR- og ráðgjaf- arfyrirtækin KPMG Endurskoðun hf. og Ernst & Young endurskoðun & ráðgjöf ehf. hafa undirritað sam- komulag um samruna félaganna, sem mun koma til framkvæmda á miðju ári. Hið sameinaða félag mun hafa um 180 starfsmenn og verður stærsta endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki landsins. Fyrirtækin eru hvort um sig að- ilar að KPMG International og Ernst & Young International, og mun hið nýja félag halda áfram tengslum við hina erlendu sam- starfsaðila. Nafnið á hinu væntan- lega sameinaða félagi hefur enn ekki verið ákveðið. ,Ástæða þessarar sameiningar er fyrst og fremst sú að gera fyrir- tækin samkeppnishæfari á mark- aði. Atvinnulíflð er að taka miklum breytingum og fyrirtækin að stækka, og við ætlum okkur að veita enn fjölbreyttari og mark- vissari þjónustu í framtíðinni en við höfum áður veitt. Ætlunin er að auka sérhæfíngu í fyrirtækinu og gefa starfsfólki kost á að auka þekkingu sína á hinum ýmsu svið- um sem við vinnum á,“ segir Ólaf- ur Nilsson, löggiltur endurskoð- andi og stjórnarformaður KPMG Endurskoðunar hf., í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Við teljum að með stærra fyrir- tæki getum við verið samkeppnis- færari bæði við erlenda aðila sem hingað sækja og við getum veitt ís- lenskum fyrirtækjum sem sækja á erlenda markaði betri þjónustu. Við erum hér í neti alþjóðafyrir- tækja sem hafa yfir að ráða mikl- um upplýsingabrunni sem við get- um sótt í,“ segir Ólafur. Fylgja þróun um stærri og öflugri einingar Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi og framkvæmda- stjóri Ernst & Young endurskoð- unar & ráðgjafar ehf., tekur undir orð Ólafs. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að fyrirtækið verði sterkara og betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum Morgunblaðið/Sverrir „Með sameiningunni erum við betur í stakk búin til að taka þátt í alþjóðavæðingu og auknu samstarfí milli fyrir- tækja," segir Ólafur Nilsson. Frá vinstri Jón Eiríksson og Ólafur Nilsson frá KPMG Endurskoðun hf., og Súnon Á. Gunnarsson og Ema Bryndís Halldórsdóttir frá Emst & Young endurskoðun & ráðgjöf ehf. okkar þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda í dag, bæði hér á landi og erlendis. Með þessu fylgjum við þeirri þróun sem er að verða á markaðnum, bæði á sviði endur- skoðunar og ráðgjafar. Einingarn- ar eru að stækka og verða öflugri, og við teljum að með sameinuðu fyrirtæki verðum við betur í stakk búin til að veita viðskiptavininum þá þjónustu sem hann þarf. Þættir sem við getum kallað fastan kostn- að, það er kostnaður vegna þjálf- unar starfsfólks og símenntunar, eru að verða fyrirferðameiri en áð- ur. Hagræði verður af sameining- unni vegna hagkvæmni stærðar- innar,“ segir Símon. Blaðamaður spyr um bakgrunn þess að þessi tvö fyrirtæki séu að sameinast, og segir Símon að hann hafi stundum sagt það bæði í gamni og alvöru að þau væru að klára það ferli sem erlendu sam- tökunum tókst ekki að klára fyrir tveimur árum. „Haustið 1997 hófust viðræður milli KPMG og Ernst & Young á alþjóðavísu um sameiningu, sem gekk ekki eftir. Þeim viðræðum var hætt í febrúar árið 1998. Við vorum farin að tala saman á þeim tíma sem hluti af því ferli. Það má kannski halda því fram að þessi sameining hafí átt sitt upphaf í þeim viðræðum," segir Símon. Erna Bryndís Halldórsdóttir, löggiltur endurskoðandi og stjórn- arformaður Ernst & Young endur- skoðunar & ráðgjafar ehf., segir að leitast verði eins og kostur er við að halda sambandi við bæði er- lendu félögin, KPMG International og Ernst & Young International. Hvað varðar viðbrögð þeirra við áformunum um samruna þessara tveggja aðila hérlendis segir Erna Bryndís að viðræður standi yfir, og ekki sé frágengið hvernig tengslin verði í framhaldinu. Hún segir að báðir aðilar vilji halda sameinuðu fyrirtæki innan sinna banda. Ólafur Nilsson bætir við að það sé nokkuð ljóst að hið nýja félag __________________________Ráðstejha Kaupþings_________________________________________ um alþjóðleg viðskiptafélög haldin ÍL febrúar 2000 / Arsal Radisson SAS Hótel Sögu Dagskrá: 15:30 Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og fundarstjóri setur fundinn. 15:45 Adam Craig, skattasérfræðingur hjá alþjóðlegum höfuðstöðvum KPMG í Hollandi, fjallar almennt um þróun og horfur í skattamálum: Afstaða Evrópusambandsins og OECD gagnvart lágskattasvæðum. 16:15 Magnús Guðmundsson, bankastjóri Kaupthing Luxembourg S.A., kynnir alþjóðlega einkabankaþjónustu. 16:45 Bernhard Bogason, iögfræðingur hjá KPMG á íslandi, ræðir um alþjóðleg viðskiptafélög á íslandi - Gildandi lög og samanburður eignarhaidsfélaga á fsiandi við önnur lönd á borð við Danmörku og Lúxemborg. 17:15 Bjarni Markússon, framkvæmdastjóri, kynnir þjónustu ITC ISLANDS ehf. til alþjóðlegra viðskiptafélaga - Hvar stöndum við í dag? 17:45 Fyrirspurnir. 18:00 Léttar veitingar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 515 1455 eða með tölvupósti á itcisiand#kaupthing,is. Aðgangttr ékeypts en mtmffoidi er taknutrkaður. KAUPÞING Ármúla 13A, 108 Reykjavík, sími 515 1500, fax 515 1509. www.kaupthing.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.