Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hús gestgjafa okkar. Bóndinn aftók að ég tæki nokkra mynd af honum af ótta við lögregluna í Marokkó en Ieyfði mér að taka mynd af húsinu. Marokkómenn eru litlir tilhaldsmenn um umhverfi sitt og eins og víðar er húsakostur og umhverfi í hassþorpinu fijálslegt þrátt fyrir sæmilega afkomu heimamanna. Verðandi hassbændur á götuhorni í vinalega sveitaþorp- inu hans Ahmed. Hj á hass- bændum í „bled es siba“ Bændurnir í Ketama-sýslu í Rif-f]allgarðin- um í Marokkó rækta allir það sama, hass. Heimamenn tala enda um „bled es sibau, landið þar sem engin lög gilda enda fást deir sem ekki rækta hass við smygl. Bjarni Harðarson var á ferð um héraðið, heimsótti hassbónda og kynnti sér þessa óvenjulegu og illræmdu landbúnaðarafurð. Ljósmynd/Bjarni Harðarson Við erum ekki ríkir en við skrimtum ágætlega, segir hassbóndinn Ahmed þar sem hann situr með mér inni í stofu í litla fjallaþorpinu sínu í Ket- ama-sýslu í Marokkó. Bændumir í Ketama rækta allir það sama, hass. Héraðið er í Rif-fjallgarðinum og reyndar er hassræktin í vexti þannig að nú er hass ræktað meira og minna um hann allan. Heimamenn tala um „bled es siba“, landið þar sem engin lög gilda enda fást þeir sem ekki rækta hass við smygl og til skamms tíma var sá sem ekki hafði vegið einn mann um ævina ekki talinn þess verður að gifta sig. Undirritaður lagði land undir fót nú í febrúar um það leyti sem húsfreyjur í sveitum undirbjuggu sáningu hassplöntunnar fyrir næstu uppskeru. 7 manna leignbíll Eftir mikið prútt og allavega leik- æfingar leigubílstjóranna í Fes við blaðamann þar sem byrjað er í 9 þús- und dirham en endað í 52 dh er lagt í hann áleiðis til Ketama með „Grand Taxi“. Svo eru kallaðir áætlunar- leigubílar sem aka milli ákveðinna staða og fara af stað um leið og tekist hefur að fylla bíllinn. Og þá er miðað við að fylla bílinn mjög rækilega eða þannig að fjórir sitji í þriggja manna aftursæti og tveir í eins manns fram- sæti. í bakaleiðinni kaupi ég tvö sæti fyrir sjálfan mig og fæ þá að sitja einn í framsætinu. Einhveijir halda kannski af þessari lýsingu að í fram- sætinu sé heill bekkur eins og er t.d. í stýrisskiptum amerískum bílum en svo er ekki. Venjulegt framsæti í 18 ára gömlum Benz, sem á Vesturlönd- um er talið fyrir einn, telja Marokkó- menn vera tveggja manna og ég man reyndar eftir sams konar hugmynd- um á Vesturbakka Jórdanár fyrir mörgum árum, en þetta var útúrdúr. Leiðin frá Fes til Ketama liggur um búsældarleg landbúnaðarhéruð og fyrsti áfanginn er Taounate við rætur Rif-fjallanna. En áður en lengra er haldið í ferðasögunni, nokk- ur orð um hassið. Alstaðar í Marokkó er hass falboð- ið bæði ferðamönnum og heimafólki en því nær sem dregur Rif-fjallgarð- inum er framboðið meira og verðið lægra. Undirritaður, sem hefur þann leiða sið að reykja vindla, varð að sætta sig við það í Fes að þeir eru þar talsvert dýrari heldur en hassið, enda innfluttir meðan hassið er heima- fengið. Grammið á 24 kr. Viltu kaupa. Mjög gott efni, bara 3 dirham, segir stráktittur varla eldri en 12 ára, sá fyrsti sem ávarpar mig í Fes og reynir hvað hann getur að draga mig inn á kaffihús þar sem sölumenn þessa eiturs bíða. I Mara- kesh, 400 km sunnar í landinu, eru frændur hans að bjóða sama skammt á tíföldu verði. 1 dirham er jafngildi um 7 króna og á kaffihúsum í Mar- okkó kostar bollinn 2-4 dirham. Til samanburðar er talið að hassgramm- ið kosti hér heima um 1500 krónur en mjög líklega er hassgrammið í Mar- okkó ígildi 3 gramma af hassi eins og það er á götunni hér heima á Fróni. Hassið þama úti er svo miklu hreinna og sterkara. Stór hluti af hassinu á markaði hér heima kemur einmitt frá Marokkó og er á íslensku slangi kall- að „marri“. Áður en „marrinn" fer á götumarkað fíkniefnasala á Fróni er búið að drýgja efnið með aukaefnum og drasli til að drýgja tekjur smygl- ara og sölumanna eitursins. Hassneysla er í orði kveðnu bönn- uð í Marokkó en engin tekur það bann alvarlega. Engu að síður eru hassbændurnir í Ketama orðnir lang- þreyttir á tvöfeldni stjómvalda sem þykjast ektó vita að stórt og öflugt landbúnaðarhérað lifir eingöngu á ræktun þessarar plöntu og hefur gert í kynslóðir. Erlendir hassneytendur em mitóð til hættir að leggja leið sína upp til Ketama vegna ótta við að vera gripnir af lögreglu á leið út úr hérað- inu en það er aftur á móti talið alveg áhættulaust að kaupa efnið utan Ket- ama. Þegar arabar hófú trúboð meðal berbanna í Norður-Afríku fyrir meira en 1000 ámm er talað um að mæst hafi lögmál Kóransins og „bled es siba“, land þar sem engin lög em. I dag er þetta hugtak aðeins haft um Rif-fjallgarðinn í Marokkó. Berbarn- ir þar hafa jafnan þótt fremstir landa sinna í mannvígum, skapofsa, óhlýðni við stjómvöld og glæpum. Fyrir tíma nýlenduherranna neituðu þessir fjallabúar að gjalda soldáninum skatt, á nýlendutímanum vom þeir Spánverjum óþægir, en Spánveijar réðu í þessum hluta Marokkó og eftir sjálfstæði gerðu þeir uppreisn gegn konunginum sem var kæfð í blóði árið 1957. í einni ferðamannahandbók er gengið svo langt að halda að blóð- hefndin hafi verið ráðandi þáttur í fólksfjölda og gróðureyðingu í Rif- fjöllunum allt fram á okkar daga. Allt fram á síðustu öld hafi það tíðkast í innbyrðis átökum að brenna land óvinarins um leið og hann og hans skyldulið var brytjað niður. Sama heimild segir að sá sem ekki hafi fyrir giftingu vegið að minnsta kosti einn mann hafi ektó talist maður með mönnum. Þorp Ahmed í Ketama. Á stöll- unum ofan við húsin rækta bændurnir hass eins og forfeður þeirra hafa gert í margar kyns- léðir. I dag hafa hinar gömlu berba-ætt- kvíslir Rif-fjallanna nær allar atvinnu af hassræktinni. Byggð stendur hér hátt og úrkoma er talsverð. Mér er sagt að enginn annar staður í Mar- okkó henti til hassræktar enda er hún nær óþekkt í öðram landshlut- um. í vesturhluta Rif-fjallanna búa arabar sem hafa samið sig að hugsun- arhætti héraðsins. Þeirra aðalstarfi er að smygla alls kyns vestrænum iðnvamingi inn frá fríhöfnum á Spáni og selja hann Marokkómönnum sem koma gagngert hingað norður til að kaupa sér sjónvarpstætó og hass. Hvoratveggja er vel þekkt og látið óátalið af stjómvöldum. Það er því ekki af engu sem þetta land er ennþá talið „bled es siba“. Eftir allt þetta er það með hálfum hug sem ég legg í dagsferð upp til Ketama. Mér verður líka ljóst á leið- inni að auðvitað sé ég engar hass- plöntur í febrúar. Það er vetur í Rif fjöllum og snjórinn nær víða niður að efstu bæjum. Uppskeratíma lauk í ágúst. Glæpamannslegnr sölumaður... Ég er varla kominn út úr bílnum í smábænum Issagen í Ketama þegar slánalegur náungi á miðjum aldri gef- ur sig á tal við mig og talar ágæta ensku. Nokkuð sem er fágætt í þess- ari gömlu frönsku nýlendu þar sem allir tala auk arabískunnar og nokk- urra berba-tungumála frönsku. Ég get ekki sagt að mér hafi við þessi fyrstu kynni litist nokkuð á manninn. Hann er eins og svo margir landar hans hálfglæpamannslegur í augum sveitadrengs ofan úr Tungum. Hor- aður og grár með fjarrænt og tóm- legt viðmót eins og títt er um kannab- isneytendur. Eftir nærri klukkutímaspjall yfir kaffibolla verður það samt úr að ég fer heim með þessum manni. Ég er búinn að segja honum að ég ætli ektó að kaupa hass, hafi aldrei reykt hass og ætli ekki að breyta því. En mig Béndakona í Ketama undirbýr hassfræin fyrir sáningu. Hvfta húsið að baki henni er moskan i þorpinu, hús guðs þar sem hass- bændurnir fara flestir 5 sinnum á dag til bænahalds. Úrkast hassbéndans fyrir manna og dýra fétum, - ein- hverjum hér heima tækist vafa- laust að gera sér mat úr þessu sem af fellur þé mjög sé vafa- samt að nokkrum verði gott af þessari landbúnaðarfram- leiðslu. langi til að heimsækja þorp þar sem allir lifa af hassrækt og helst að fá að taka þar myndir af uppskeranni og störfum fólksins. Ahmed samþykkir þetta fúslega, sannfærður um að þetta sé bara eitthvert bragð eða yf- irvarp til þess að fá að skoða fram- leiðsluna. Ahmed gerir upp við veitinga- manninn og við tökum leigubíl. Auk hans era í bílnum bflstjóri og tveir aðrir farþegar sem eiga leið í sömu sveit. Þeir félagar sannfæra mig um að þetta séu ekki nema 9 km og þeir muni stóla mér aftur á sama stað. Lfldega hef ég samt aldrei verið eins hræddur í bfl eins og þennan hálftíma sem það tekur að aka 20 km um afdali heim að bæ Ahmeds. Hann er búinn að segja mér að hann sé giftur 7 bama faðir og kominn á fimmtugs- aldur svo ektó þarf hann þess vegna að vega mann. En hættumar eru fleiri. Ferðamenn era hér varaðir við spilltri lögreglu sem fær skósveina sína til að troða hassi inn á fólk til að geta svo hirt það af því rétt seinna. En ef þeir ætla nú hvortó að drepa mig né henda mér í fangið á lög- reglunni gætu þessir slánar sem eru allir frekar skuggalegir orðið reiðir þegar þeir átta sig á að ég ætla í raun og vera ektó að kaupa neitt. Þeir kannstó ræna mig og stólja mig eftir hér úti í skógi. Ég yrði svo að labba peningalaus út á þjóðveg. Mín eina trygging er leigubflstjórinn sem kom mér hingað, hann veit með hverjum ég fór og fullyrðir á bjagaðri ensku að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.